Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 íHr------------------------------------------------------------------Í'OOÍ A1 .■*:í rf■,?ifrMJr.131"MÍ'4MH4J'Atjrrrr:K4,HQ;fó'- AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir HRONN MARINOSDOTTUR Óvissa með stjórnarflutn- inga frá Bonn til Berlínar íslenska sendiráðið er á höttunum eftir húsnæði TVÍSÝNT er talið hvenær verður af flutningum þings, ríkisstjórn- ar og ráðuneyta til Berlínar frá Bonn. Svo virðist sem tvær grím- ur séu farnar að renna á hluta þingmanna, auk þess sem skoðana- kannanir benda tii að almenningur hafi ekki trú á að af flutningum verði fyrr en eftir aldamót. Fyrir tveimur árum var ákveðið í sam- bandsþinginu, með 18 atkvæða meirihluta, að flytja til Berlínar í síðasta lagi fyrir lok ársins 1997. Nú liggur fyrir þingsályktunartii- laga um að fresta algeriega flutningum til ársins 2010. Flutningsmenn tillögunnar telja mun brýnna að sinna betur uppbyggingu í austurhlutanum en að flytja strax. Andstæðingar segja að búferlafiutningarnir muni kosta um 50 milljarða þýskra marka, en stuðningsmenn álíta að upphæðin nemi um 14 milljörðum marka. Úr þessum ágreiningi verð- ur skorið á næstu mánuðum með nýrri kostnaðaráætlun. Tillagan er flutt af meðlimum fjögurra flokka, bæði úr stjórn og stjómarand- stöðu. Á undirskriftarlista gegn flutningum á næstunni hafa ritað nöfn sín 120 þingmenn af þeim 662 er sitja á þingi. Forseti Þýska- lands, Richard von Weizácker, hef- ur lýst yfir að hann vilji hraða flutningum eftir mætti og sjálfur ætlar hann að flytja aðsetur sitt innan árs. Borgarstjórinn í Berlín, Eberhard Diepgen, er eindreginn stuðningsmaður stjómarflutninga sem allra fyrst og hefur bent á að dýrt sé að fresta þeim þar sem fjárfestingar, sem þeir hafa í för með sér, séu borginni mjög mikil- vægar en atvinnuleysi er meira þar en annars staðar í Þýskalandi. Það nær allt að 20% í austurhluta borg- arinnar. Einnig hefur Berlín fengið styrki frá ríkinu og þeir verða áfram nauðsynlegir ef ekkert verð- ur af flutningum. Aðrir benda á að með stjórnarflutningum færist borgin o‘f mikið í fang þar sem sótt hefur verið um að halda Ólympíuleikana þar árið 2000 sem líka kostar skildinginn. Líklegt er að mál þetta setji svip á þingkosn- ingarnar á næsta ári. Berlín var höfuðborg Þýskalands frá 1871 til 1945 og Þýska alþýðulýðveldisins frá 1949 til 1990. Nýtt aðsetur í gamla miðbænum Valdhafar Þýskalands hyggjast hreiðra um sig í hinum gamla miðbæ Berlínar en hann tilheyrði að hluta Austur-Þýskalandi á ár- unum 1949-1990. Margar bygg- ingar þarfnast töluverðra endur- bóta en ríkið hyggst nota austur- þýsku stjórnarhúsin undir sína starfsemi ef hægt er. Töluvert verður þó byggt af nýjum húsum og gömul hús rifin. Þingið mun hafa aðsetur í ríkisþinginu, Reic- hstag, húsi sem byggt var á seinni hluta 19. aldar. Það var síðast þinghús á tímum Weimar-lýðveld- isins. Það skemmdist mikið í síðari heimsstyrjöldinni, en var gert upp árið 1970. Hafin er samkeppni meðal arkitekta um viðbyggingu við ríkisþinghúsið, en það er of lít- ið fyrir starfsemi þingsins. í næsta nágrenni við ríkisþingið er einnig samkeppni í gangi um skipulag Spreebogen þar sem meðal annars kanslaraembættið muni hafa höf- uðstöðvar. Fyrir starfsmenn þings og stjórnar hafa verið fráteknar 4.000 íbúðir víða um borgina sem áður voru híbýli bandarískra og breskra hermanna. Niðurrif austur-þýskra bygginga Þar sem nú er þinghús Þýska alþýðulýðveldisins, Paiest der Republik, mun rísa hús fyrir utan- ríkisráðuneyti sameinaðs Þýska- lands. Ákvörðun var tekin um að rífa þinghúsið vegna asbest-meng- unar í loftræstikerfí þess. Sam- kvæmt skýrslu um ástand hússins er það asbest-mengaðasta hús Þýskalands, en í því eru um 120 tonn af þessu skaðlega efni. Það var tekið í notkun árið 1976 en hefur staðið autt undanfarin tvö ár. Áætlað er að um 140 milljónir þýskra marka muni fara í að rífa húsið á þann hátt að ekki verði talin hætta af. Þinghúsið hefur mikið tilfínningalegt giidi fyrir íbúa austurhluta Þýskalands, þar sem það var einnig helsti staður fyrir menningu og listir í landinu. Innan veggja þess er meðal annars að fínna keiluhöil, diskótek, ráð- stefnusali, tónleikahöll, leikhús, veitingastaði og fleira. Fyrírhugað niðurrif sem mun taka tvö til þrjú ár hefur því valdið töluverðum úlfaþyt meðal fólks og efnt hefur verið til mótmælafunda til að fá þessari ákvörðun breytt. Til stend- ur að rífa fleiri byggingar, þeirra á meðal hús fyrrum utanríkisráðu- neytis Austur-Þýskalands. Sendiráðið í húsnæðisleit Þegar utanríkisráðuneytið flytur um set er gert ráð fyrir að um 140 sendiráð flytji einnig starfsemina til Berlínar. Sendiráðin eru í mjög mismunandi aðstöðu. Um það bil helmingur á víst húsnæði í höfuð- borginni. Sum eiga húsnæði sem staðið hefur autt frá því í síðari heimsstyijöld, en önnur hafa þegar opnað útibú í Berlín. Óvissan um hvenær verður flutt gerir einnig mörgum erfitt fyrir að taka ákvarðanir um húsnæðiskaup. Að sögn Guðna Bragasonar, sendi- ráðsritara í Bonn, fylgjast starfs- menn íslenska sendiráðsins vel með framvindu mála. En fast- eignamarkaðurinn í Berlín er mjög erfiður viðureignar, húsnæði er dýrt og þarfnast víðast hvar endur- bóta. Ræðismaður íslendinga í Berlín, Andreas Howaldt, hefur verið okkur hjálplegur við hús- næðisleit, en ennþá_ hefur engin niðurstaða fengist. í athugun er að hafa samráð við hin Norður- löndin um sameiginlega byggingu undir starfsemi norrænu sendiráð- anna. íslendingar hafa vísi að úti- búi í Berlín, en þar er Útflutnings- ráð íslands með skrifstofu. Ríkisstjórnin hefur lýst yfír að hún muni vera tilbúin að styrkja efnaminni ríki fjárhagslega til að gera þeim kleift að finna húsnæði í nýju höfuðborginni. íslenska ríkið hefur ekki leitað aðstoðar. Almenningur fullur efasemda Vegna erfíðrar fjárhagsstöðu Þýskalands hefur þorri þjóðarinnar ekki trú á að af flutningum verði fýrr en eftir aldamót. I skoðan- könnun á vegum Dorsa Institut sem gerð var nýlega kemur fam að 45% Þjóðverja telja að flutning- um verði frestað fram yfír aldamót og 9% telja að alls ekki verði af þeim. Austur-Þjóðveijar eru svart- sýnni á að flutt verði í bráð. Alls telja um 53% þeirra að fiutningum verði skotið á frest. Gallar á nýju þinghúsi í Bonn Tíu ráðuneyti munu flytja til Berlínar, en gert er ráð fyrir að 8 ráðuneyti verði áfram með umsvif í Bonn. Þróunarmálaráðuneytið verður meðal annars um kyrrt og því er útlit fyrir að sendiráð ríkja þriðja heimsins vilji hafa starfsemi sína þar áfram. Nýlokið er byggingu á þinghúsi þar í borg. Komið hafa í ljós gallar á innréttingu þannig að óstarfhæft hefur verið í húsinu. Hiti hefur verið þar óbærilegur þegar sólin skín því speglar sem eiga að endur- varpa sólargeislum úr húsinu virka ekki, en húsið er mikil glerbygg- ing. Auk auki er hljóðkerfí hússins í lamasessi vegna hinna flóknu sjálfvirku spegla. Því var óumflýj- anlegt að flytja starfsemi þingsins aftur í gamla þinghúsið. í Bonn eru um 90 byggingar notaðar und- ir starfsemi ríkisins. í framtíðinni er ætlunin að styrkja stöðu borgarinnar sem menningarmiðstöðvar, en einnig hefur verið sóst eftir að þróunar- stofnanir Sameinuðu þjóðanna flytji starfsemi sína til Bonn. Að auki verður sambandsráðið áfram í Bonn, en í því sitja 68 fulltrúar sambandslandanna 16. Það verður því ekki landauðn þar í borg. Höfundur er fréttaritari Morg- unblaðsins í Berlín. Þinghús framtíðarinnar? í ráði er að þing sameinaðs Þýskalands hafi í framtíðinni aðsetur í ríkisþinginu, Reichstag, sem var síðast þinghús á timum Weim- ar-iýðveldisins. Lögð hefur verið fram ályktunartillaga fyrir þing- ið um að fresta flutningum þess til ársins 2010. ....LIFUN Sinfóníuhljómsveit íslands og Rokksveit í Háskólabíói í kvöld kl. 20.00 Stjórncndur: Ed Welch og Páll P. Pálsson Einsöngvunir: Björgvin Halldórsson. Sigríður Bcintcinsdóttir. Stcfán Hilmarsson. Daníeí Ágúst Haraklsson og Eyjólfur Kristjánsson Efnisskrá: Aram Khatsjatúrjan: Vals. Masúrka. Galopp. Svcrðdansinn Trútorot: ....LIFUN Miðasala í Háskólabíói í dag frá kl. 16.00 Aimnnna auglvsingastolan hf 4 HAMBORGARAR Kr.1190,- (með lauk, icebergsalati, tómatsneið og sosu) asamt frönskum kartöflum og kokkteilsosu. t HAMBORGARI |H^ Kr. 370,- ásamt litlum skammti af frönskum og kokkteHsósu.( * Pítur Steikur , ,... * Samlokur o.fl. serrettir OP' oOtv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.