Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRIL 1993 Athugasemd í til- efni sjónvarpsþáttar MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Herði Vilhjálmssyni, fjár- málastjóra RUV: „Á fundi Útvarpsráðs 19. mars sl. taldi Hrafn Gunnlaugsson, þá- verandi dagskrárstjóri Sjónvarpsins að aðeins 71 millj. kr. yrðu eftir af ráðstöfunarfé innlendrar dag- skrárdeildar frá 1. apríl til áramóta. í umtöluðum sjónvarpsþætti 23. mars sl. endurtók dagskrárstjórinn þessar upplýsingar. Þá fyrst heyrði •ég rangfarið með ráðstöfunarfé inn- lendrar dagskrárdeildar. Leiðrétt- ingu fékk ég síðan birta í Morgun- blaðinu fáum dögum síðar. Þar sem fram kom, að upphæðin væri um 80% hærri. í sjónvarpsþætti sl. þriðjudags- kvöld kom fram hjá menntamála- ráðherra að fjármálastjóri hefði átt að leiðrétta tölur dagskrárstjóra þegar á útvarpsfundinum 19. mars. Nú er komið að skýringunni. Umræddan fund Útvarpsráðs sat ég ekki og hafði engar upplýsingar fengið um þennan misskilning fyrr en í sjónvarpsþættinum 23. mars. Þess vegna hafði ég engan mögu- leika á að leiðrétta þetta fyrr en ég gerði.“ ■ JÖKLAFERÐIR, stanga- veiði, siglingar, heilsuferðir, bændagisting og aðrir skemmti- legir ferðamöguleikar á íslandi verða kynntir á ferðakynningunni Lifandi útivera í Listhúsinu Laug- ardal helgina 24. og 25. apríl nk. Rúmlega 70 aðilar kynna þjónustu sína í Listhúsinu. Meðal annars verða kynntar siglingar á gúmmí- bátum niður Hvítá, útreiðatúrar, ferjusigiingar, sérstæðir gistimögu- leikar og skoðunarferðir. Fjölmörg hótel um allt land verða með í ferða- kynningunni. Ferðamálanefndir kaupstaða og kauptúna verða einn- ig með upplýsingar um ferðamögu- leika í næsta nágrenni sínu. ■ SKÁTAMESSA verðurhaldin í Akraneskirkju í dag, sumardag- inn fyrsta, en það hefur verið fast- ur Iiður mörg undanfarin ár. Skátar fara í skrúðgöngu frá Skátaheimil- inu til kirkju. Sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson, predikar. Svanna- sveitin leiðir söng og Bragi Þórð- arson flytur ávarp til skáta. Borgardætur og hljómsveitarsljórinn. Andi Andrews- systra yfír Borginni EINS og kunnugt er hefur veitingasalur Hótels Borgar nýlega verið færður í upprunalegt horf og er hafinn rekstur í húsinu að nýju. í kvöld, fimmtudag, verður í fyrsta skipti sýnd á Borginni söngdag- skrá sem sett er upp í eins konar virðingarskyni við þá tónlist og þá stemmningu sem ríkti á Borginni á stríðsárunum eða ástandsárun- um eins og sumir kjósa að kalla þau. Söngtríóið Borgardætur, sem skipað er Andreu Gylfadóttur, Ellen Kristjánsdóttur og Berglindi Björku Jónasdóttur, flytur þar tónlist í anda Andrews-systra. Undirleik annast sextettinn Set- uliðið, sem skipað er Eyþóri Gunn- arssyni píanóleikara, sem jafnframt hefur útsett tónlistina, Þórði Högnasyni, bassaleikara, Matthíasi M.D. Hemstock, trommuleikara, Sigurði Flosasyni, saxófón- og klarinettleikara, Veigari Margeirs- syni, trompetleikara og Össuri Geirssyni, básúnuleikara. Innifalið í miðaverði, kr. 2.980 er tveggja rétta kvöldverður, ásamt kaffi og konfekti. Borðhald hefst klukkan 20, en húsið er opnað klukkustund fyrr. Miðar eru seldir á Hótel Borg frá klukkan 16 í dag. Borðapantanir eru í síma hótelsins. (Fréttatilkynning) ■ KÓR Átthagafélags Strandamanna í Reykjavík heldur vortónleika sína í Breiðholtskirkju í Mjódd í dag, sumardaginn fyrsta, 22. apríl, kl. 17. Á efnisskrá eru m.a. gömul íslensk þjóðlög og lög úr söngleikjum. Einnig einsöngur og tvísöngur. Stjórnandi kórsins er Erla Þórólfsdóttir og undirleikari Laufey Kristinsdóttir. í byrjun júlí verður farið í söng- og skemmtiferð til Finnlands og m.a. heimsóttir vinabæir Hólmavíkur, Kustavi og Merimasku. Kórinn hefur starfað nær óslitið í 35 ár. Regnboginn sýnir myndina Siðleysi REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á myndinni Siðleysi eða „Damage“ eins og hún heitir á ¥Bamaheill OFBELPI OG ÁÞJÁN BARNA Málþing Barnaheilla um ýmis konar ofbeldi og áþján sem börn verða fyrir i samfélagi okkar. Er brugðist við því með skipulegum hætti eða er tómlæti og afskiptaleysi ríkjandi í málefnum barna á íslandi? Staður og stund: Háskólabíó, laugardaginn 24. apríl 1993. Kl. 10.00 Setning. Kl. 10.15 Það læra börnin sem fyrir þeim er hatt. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Kl. 10.30 Hlutverk og reynsla barnalæknis. Gestur Pálsson, barnalæknir. Kl. 10.45 Reynsla gesta Rauðakrosshússins. Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakrosshússins. Kl. 11.00 Ofbeldi og vanræksla samfélagsins. Hjördís Hjartardóttir, félagsráðgjafi. Kl. 11.15 Skipuleggjum við umhverfi okkar með börn íhuga? Guðrún Jónsdóttir, arkitekt. Kl. 11.30 Borgarlíf og ofbeldi. Dr. Helgi Gunnarsson, lektor. Kl. 11.45 Forvarnarstart í félagsmiðstöð. Vanda Sigurgeirsdóttir, starfsmaðurÁrsels. Kl. 12.00 Hádegishlé. Kl. 13.00 Við uppskerum eins og við sáum. Guðrún Ágústsdóttir, starfsmaður Kvennaathvarfs. Kl. 13.15 Hvert er foreldrahlutverkið, eða er því ofaukið? Þórey Guðmundsdóttir, móðir. Kl. 13.30 Einelti og viðbrögð viðþví örynjólfur Brynjólfsson, skólasálfræðingur. Kl. 13.45 Jákvæður skólaandi gegn ofbeldi. Ragnar Gíslason, skólastjóri. Kl. 14.00 Hvernig er brugðist við reiði barna? Anna Harðardóttir, leikskólastjóri. Kl. 14.15-15.00 Umræður. - Fundarstjóri: Jóhann Hauksson, fréttamaður. Allir sem áhuga hafa á þessum málefnum eru velkomnir, jafnt félagar í Barnaheill sem aðrir, gegn 500 króna gjaldi. frummálinu. Myndin er byggð á skáldsögu Josephine Hart sem kom út árið 1989 og var þýdd á 18 tungumál. Bókin náði metsölu og var nítján vikur á toppnum í Bandaríkjunum, segir I frétt frá Regnboganum. Myndin fjallar um vinsælan þing- mann, Stephen Flemming (Jeremy Irons), sem gengur allt í haginn. Hann er hamingjusamlega kvæntur Ingrid (Miranda Richardson) og á von á ráðherraembætti innan tíðar. Dag einn kynnir sonur hans glæsi- lega og dularfulla konu, Önnu, fyr- ir honum sem kærustu sína. Þau laðast gtrax að hvort öðru og upp- hefst siðlaust ástarsamband. Steph- en getur hvorki né vill slíta sam- bandinu við Önnu og því verður harmleikurinn sem samband hans og hennar leiðir af sér ekki umflú- inn. Harmleikur sem Stephen og ijölskylda hans verða að borga fyr- ir dýrum dómi. Það er Louis Malle sem leikstýrir Siðleysi. -------» ♦ ♦------- ■ SKÁTARNIR í Kópavogi munu halda sína árlegu kaffisölu í dag, sumardaginn fyrsta, til styrkt- ar félagsstarfsemi sinni. Kaffisalan verður í Félagsheimili Kópavogs, neðstu hæð, og stendur yfir frá kl. 15-17. Skátafélagið Kópar var stofnað árið 1946 og er eitt elsta æskulýðsfélag Kópavogs. Skáta- starfsemi hefur ávallt verið mikil í bænum og notið skilnings og vin- sælda hjá bæjarbúum, ungum sem öldnum. í Kópum starfar mömmu- skátasveitin Úrtur, sem er hópur skátamæðra er vinnur að því að efla og styðja það starf sem unnið er í skátafélaginu og hjálparsveit- inni. Hin árlega kaffisala er mikil- vægur þáttur í fjáröflunarstarfsemi skátanna. Vordagar á Bókasafni Seltjarnarness AUÐUR Sigurðardóttir, myndlistarkona, opnar laug- ardaginn 24. apríl, sýningu á verkum sínum í húsakynn- um Bókasafns Seltjarnar- ness. Auður er Seltirningum að góðu kunn, hefur starfað með Myndlist- arklúbb Seltjarnarness um árabil og tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum. Sýning Auðar stendur til 28. maí. Í tilefni af opnuninni syngur Sigrún Jónsdóttir, mezzósópran, nokkur lög við undirleik Svein- bjargar Vilhjálmsdóttur píanóleik- ara. Sigrún hefur stundað söng- nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar sl. misseri. Kl. 14.30 koma Hafsteinn Hafliðason, garð- yrkjufræðingur og Steinunn Árna- dóttir, garðyrkjustjóri á Seltjarnar- nesi í heimsókn og fræða fólk um gróður og garðrækt. (Fréttatilkynning) -----♦ ♦ ♦ ■ OPIÐ hús verður í leikskóium og skóladagheimilum í Grafarvogi nk. laugardag, 24. apríl, frá kl. 10.30-13.30. Með opnu húsi gefst fólki tækifæri til að kynna sér starfsemi leikskólanna í hverfinu, en þeir eru Brekkuborg, Fífu- borg, Foldaborg, Foldakot og Klettaborg. Börn á leikskólaldri, foreldrar, systkin, ömmur og afar eru velkomin. ■ TILRAUNIN með sjóferðir um Kollafjörð um páskahelgina gafst vel. Náttúrverndarfélag Suðvesturlands og Fjörunes hf. hafa ákveðið að halda þessum til- raunum áfram. fram yfir helgi á farþegaskipinu Fjörunesi. Farið verður í allar ferðirnar frá Grófar- bakka neðan við Hafnarbúðir. Í ferðinni verður siglt að Engey, Viðey, Þerney og Lundey og síðan út fjörðinn og komið inn Engeyjar- sund á milli Akureyjar og Örfiris- eyjar og Engeyjar og leiðinni lýst. Dregin verður upp botndýragildra, dýrin skoðuð og þeim síðan sleppt. Lifandi tónlist verður flutt í rúm- góðum veitingasal. ■ KARLAKÓR Selfoss heldur sína árlegu vortónleika á Selfossi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á sumardaginn fyrsta, 22. apríl, kl. 21. Stjórnandi kórsins er Ólafur Sigurjónsson. Efnisskrá tónleik- anna er fjölbreytt m._a. eru lög eft- ir Árnesingana Pál ísólfsson, Sig- urð Ágústsson frá Birtingaholti, Pálmar Þ. Eyjólfsson og Björgvin Þ. Valdimarsson. Einnig mun kór- inn flytja lög úr vinsælum Vínar- óperum í útsetningu Stefáns Jón- assonar, píanóleikara kórsins. Eldri borgurum er boðin frír að- gangur að tónleikunum. ■ VORTÓNLEIKAR Samkórs Kópavogs verða haldnir í Kópa- vogskirkju laugardaginn 24. apríl kl. 16. Stjórnandi er Stefán Guð- mundsson. Einsöngvarar eru Katrín Sigurðardóttir og Tómas Tómasson. Undirleik annast Ólaf- ur Vignir Albertsson. Efnisskrá- in verður í'jölbreytt og mikið af þeim lögum sem sungin verða koma út á geisladisk með haustinu. ■ NEMENDASÝNING skóla Dagnýjar Bjarkar danskennara verður haldin á Hótel íslandi, í dag, sumardaginn fyrsta, og hefst kl. 15. Húsið er opnað fyrir gesti kl. 14 og er öllum opin. A sýning- unni koma fram nemendur á aldrinum 3-80 ára. Skólinn stend- ur nú á tímamótum 10 ára afmæl- is og verður sýningin sérstaklega vönduð af því tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.