Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 Starfslok Zetter- bergs V olvo dýr Árslaun P.G. Gyllenhammars eru 135 milljónir króna Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. STJÓRN Volvo-fyrirtækisins gerði opinberar ýmsar upplýs- ingar um launakjör æðstu manna fyrirtækisins á blaða- mannafundi áður en aðalfundur fyrirtækisins hófst í gær. Kom þar m.a. fram að Christer Zetterberg, fyrrum fram- kvæmdastjóri hjá Volvo, fékk greiddar út 23 milljónir sænskra króna við starfslok eða um 230 milljónir íslenskra króna. Er þetta hæsta greiðsla vegna starfsloka í sögu sænsks viðskiptalífs og samsvarar því að tekjur Zetter- bergs hafi verið um 500 þúsund íslenskar krónur á dag, þann tíma sem hann starfaði hjá Volvo. P.G. Gyllenhammar, stjórnarfor- maður Volvo, sagði að ákveðið hefði verið að gera opinberar ýmsar upp- lýsingar varðandi laun og hlunnindi stjórnenda fyrirtækisins sem og starfslokasamninga vegna „hinnar almennu umræðu og ýkna í síðdegis- blöðum". Hann sagði starfsloka- samninga ekki snúast um „siðfræði“ heldur hvað tíðkaðist erlendis og hjá samkeppnisaðilum. Hann viður- kenndi þó að ef hann yrði að gera samning af þessu tagi í dag yrði niðurstaðan allt önnur. „Margir samningar voru of háir og ég sé eftir að hafa gert þá í dag. Ég verð hins vegar að veija samninga sem grundvölluðust á reglum, sem ég tók sjálfur þátt í að setja,“ sagði Gyllen- hammar. Gott mánaðarkaup Var upplýst að laun Gyllenhamm- ars og greiðslur fyrir stjórnarsetu nema 13,5 milljónum sænskra króna á ári eða um 135 milljónum ís- Framleiðslan Per Gyllenhammer ségir að það væri einfeldningslegt að biðja um launalækkun sem forstjóri Volvo. lenskra króna. Þar með eru einnig taldar stjórnargreiðslur frá öðrum fyrirtækjum en Volvo. Laun Gyllen- hammars hjá Volvo nema um 10 milljónum sænskra króna. Sören Gyll forstjóri fær 4,5 milljónir sæn- skra króna á ári. Á blaðamannfund- inum var Gyllenhammar spurður af hverju enginn stæði upp honum til varnar þegar hann lægi undir jafn þungum ásökunum og raunin væri í fjölmiðlum síðustu daga. Þá greip Sören Gyll frammí og benti á að aðalfundurinn væri ekki hafinn og að þar mætti búast við öflugum stuðningi við Gyllenhammar. Hnýsni? Stjórnarformaðurinn var spurður hvers vegna hann gæti ekki sjálfur greitt kostnað vegna heimiiis síns og þjónustufólks. Fór það mjög í taugarnar á honum að notað væri orðið „þjónustufólk" og sagði að þegar komið væri út í atriði á borð við það hver borgaði manninum sem sæi um að slá grasið hjá honum væri verið hnýsast einum of mikið um ráðningarkjör hans. Gyllenhammar sagðist aðspurður telja að laun hans væru há en ekki of há. Þau væru við hæfi þegar tek- ið væri mið af því starfí sem hann hefði unnið í þágu fyrirtækisins. Þegar gengið var á hann og spurt hvort ekki væri við hæfi að þiggja lægri laun vegna hins bága efna- hagsástands sagðist hann vera reiðubúinn að gera það ef slíkt yrði viðtekin venja. „Ég ætla hins vegar ekki sjálfur að fara fram á launa- lækkun við stjórnina. Það væri frek- ar einfeldningslegt," sagði Gyllen- hammar. t-----------------------------\ JSi Hátíðarhöld vegna sumardagsins fyrsta í Kópavogi Kl. 11.00 Skátamessa í Kópavogskirkju. Kl. 13.30 Skrúðganga leggur af stað frá Hamraborg að Digranesskóla. Kl. 14.00 Formaður skólanefndar, Bragi Michaelsson, setur hátíðina. Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Leikhópurinn Loki frá Kópavogshæli flytur leikverk við Ijóðið Burnirótin eftir Pál J. Árdal. Nemendur Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sýna. Leikfélag Kópavogs sýnir brot úr barnaleikrirtinu Ottó nashyrningur og kvartett félagsins syngur. Karatedeild Breiðabliks sýnir. Nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs flytja Prelúdíu í F-dúr eftir J.J. Quantz. Leikfélag Kópavogs sýnir annað atriði úr barnaleikritinu Ottó nashyrningur og kvartett félagsins syngur. Nemendur úrfimleikafélginu Gerplu sýna. Hlutavelta, andlitsmálning og sjoppa. Skátafélagið Kópar verða með kaffisölu í Félagsheimili Kópavogs kl. 14.30-16.30. Gleðilegt sumar! Lista- og menningarráð Kópavogs. EB-ráðherrar ræða hernaðar- flihiliin í Bosníu Sar^jevo, Belgrad, Strassborg. Reuter. NIELS Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að utanríkisráðherrar Evrópubandalagsríkj- anna myndu ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir gegn Serbum er þeir hittast á fundi í Danmörku um helgina. Hann sagði það þó skoðun Dana og fleiri Evrópuþjóða að áður en hægt væri að grípa til hernaðaraðgerða yrði að koma til ályktun frá öryggisráði SÞ, sem heimilaði slíkt. Reuter. Til Bandaríkjanna SEAD Bekric, fjórtán ára mú- slimi, sem særðist á báðum aug- um í bardögunum um Srebrenica kom í gær til Los Angeles í Bandaríkjunum, en þar mun hann gangast undir aðgerð. Kanadískir friðargæsluliðar héldu í gær áfram að afvopna sveit- ir múslima í bænum Srebrenica í austurhluta Bosníu. Virðist sem margir hermenn hafi yfirgefíð bæ- inn og haldið til fjalla með vopn sín. Samkvæmt samkomulaginu um vopnahlé, sem gert var við sveitir Serba er sitja um bæinn, átti söfnun vopnanna að vera iokið um hádegisbilið í gær. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, gaf hins vegar vilyrði fyrir að frest- urinn yrði lengdur. Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að Frakkar væru nú að kanna möguleikana á að hefja sprengjuárásir gegn Serb- um í Bosníu til að stöðva sókn þeirra. Hann sagði hins vegar öll vestræn ríki útiloka að landgöngu- liðar myndu berjast gegn Serbum þar sem með því „væri verið að búa til nýtt Víetnam eða Afganist- an“. Juppé sagði að sú hugmynd að búa múslima í Bosníu vopnum væri mjög varasöm lausn sem myndi leiða til útbreiðslu átakanna. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær, að margar þjóðir, sem í upphafi hefðu verið því andsnúnar að vopna múslima, væru nú að snúast á band með Bandaríkjamönnum. Starfsemi útibús íslandsbanka, Laugavegi 31, flyst að Suðurlandsbraut 30 Frá og meb föstudeginum 23. apríl flyst öll starfsemi útibús íslandsbanka, Laugavegi 31, ab Suburlandsbraut 30. Þó umhverfib verbi nýtt þá verba sömu kunnuglegu andlitin í afgreibslunni því starfsfólkib flytur einnig. í tilefni flutninganna verbur bobib upp á kaffi og meblœti í útibúinu alla nœstu viku. Verib velkomin í útibú íslandsbanka ab Suburlandsbraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.