Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993
Námsstefna fyrir í
rafverktaka
Traustur samstarfsaðili
Þátttaka tilkynnist til tæknideildar
SECURITAS í síma 91-687600
Starfsmenn tæknideildar SECURITAS og fleiri
aðilar á sviði öryggismála munu í apríl og maí
halda námsstefnu/námskeið fyrir rafverktaka um
land allt í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Síðumúla
23, Reykjavík, til kynningar á þeim auknu at-
vinnumöguleikum, sem samstarf rafverktaka og
SECURITAS býður uppá í framtíðinni.
Á námskeiðunum verður m.a. farið yfir virkni,
uppsetningar og úttektir á viðvörunar- og öryggis-
kerfum o.fl.
FLUGLEIÐIR bjóða sérkjör fyrir þátttakendur
af landsbyggðinni í samvinnu við SECURITAS.
Bjóðum m.a. stór og smá myndavéla- og viðvörunarkerfi með ótal
möguleikum. T.d. beintengingu við stjómstöðvar SECURTTAS1 Reykjavík
eða á Akureyri.
\ ' \ . \
SECURITAS
Eltingarleikur
við gulrótina
eftir Steingrím St.
Th. Sigurðsson
Alllangur tími er liðinn síðan
ungur Vestfirðingur Bragi Einars-
son frá ísafirði setti sig niður í
Hveragerði og hóf einkarekstur í
fagi sínu, garðyrkju. Ástæðan fyrir
því var sú, að hann hafði verið tvö
ár í júess til að mennta sig ofan á
nám í Garðyrkjuskóla ríkisins í
Reykjadal í Hvg. Hann kom beint
frá New York, en þar hafði hann
unnið undir þýzkum heraga og lifað
það af (starfaði hjá Muller nokkr-
um, sem rak starfsfólk sitt á stund-
inni, ef það sýndi minnstu linkind).
Og nú eftir Amríkudvöl sína var
Bragi kominn aftur heim og var
að bíða eftir visa til Bandaríkjanna,
sem var strangt í þá daga — eða
m.ö.o. árunum ’57, ’58, ’59 ogjafn-
vel fram yfir ’60.
Bragi er minnisstæður þeim er
þetta ritar af því þeir voru samtíða
á Keflavíkurvelli ’53-’54, unnu
báðir hjá Metcalf Hamilton Smith
Beck Company, Bragi keyrandi
reykspúandi Mactrukk samskonar
og Kris Kristofferson ók í kvik-
myndinni Convoy og Stgr. starfandi
hjá sama fyrirtæki sem Security
Guard sem var löggæslustarf í
amrískum stíl. Þetta voru nú meiri
árin. Bragi var að vinna sér inn
peninga til dvalar í Bandaríkjunum,
en undirskráður var að vinna sér
inn fyrir búsi og ritvél og fötum
og leigubílum. Já, sú var tíðin, seg-
ir í bókum. Bragi var ekki nema
fjórtán ára gamall, þegar hann fór
út í lífið (hann var fullorðinn inni
í Reykjadal) hann bjó í bústaðnum
hans Pálma heitins Hannessonar
rektors MR. 19 ára fer hann í garð-
yrkjuskólann og skömmu eftir próf
þaðan fer hann að stjórna vinnu-
flokki í garðastaðsetningu og siíku
í henni Reykjavík.
Hann vann síðan hjá heildsölu-
fyrirtæki í höfuðborginni og á með-
an hann beið eftir því að fá að flytj-
ast sem innflytjandi til Bandaríkj-
anna, kemur til hans maður sem
hafði reist tvö gróðurhús vestur í
þorpinu Hvg. og hann vildi endilega
leigja Braga þessi gróðurhús. Þau
voru vestan við hverasvæðið við
endann á Laufskógunum — það er
löngu búið að rífa þau. Því lyktaði
á þann veg að hann bauð Braga
þessi hús fyrir svo lítið að Bragi
hugsaði sem svo að hann færi
kannski austur og stoppaði þar í
svona þijá mánuði og eignaðist smá
aura með þessu. Bragi setti gulræt-
ur í bæði húsin og þurfti ekki að
kvarta undan því að þær (gulræt-
umar) spryttu ekki. Þær sprattu
mjög vel. Hann gernýtti húsin og
gekk á sliskjum — prikum þegar
hann vökvaði. Frá þessu sagði
Bragi í rabbi yfir kaffibolla í Eden
á dögunum (í morgunklúbbi með
Gunnari Dal skáldi og Indriða G.
rithöfundi). Þar er oft fjör, en Bragi
er mikill fagurkeri og listelskur.
Hann hafði haldið áfram að tala
um gulræturnar. Hann kvaðst hafa
selt meirihlutann út um dyrnar en
aðeins lítinn hluta sendi hann til
Sölufélags garðyrkjumanna. Hann
seldi alltaf á heildsöluverði — það
var heilmikið magn af gulrótum og
það kom heilmikið af fólki að því
er sagt var. Síðan skilaði hann hús-
inu og þetta var búið, en við það
að vera þarna í þessari gulrótasölu
þá fékk hann eins og danskurinn
segir „blod pá tanden" og fór að
hugsa með sér að hann ætti kannski
að slá þessari Amríkuferð á frest
og láta gamlan draum, sem hafði
verið í honum, rætast og byggja
sér svona stað, sem samanstæði af
blómum og veitingamennsku. Hon-
um hafði dottið í hug að kannski
væri hægt að finna slíkan stað í
Hveragerði. Og þá sótti hann um
lóð á einum bezta staðnum og fékk
4.200mz. Þá var Hveragerði lítill
hreppur með 350 manns innan-
borðs. Sjálfstæðismenn vora sem
betur fer í meirihluta í hreppsnefnd-
inni. Það voru m.a. Gunnar Björns-
son heitinn í Hlíðarhaga og Eggert
á Sunnuhvoli og svo var Georg
bakari Michelsen — allt saman heið-
ursmenn. Þeir sendu honum bréf
og sögðu, að þeir gæti ekki látið
hann fá þessa lóð af því að hún
væri svo langt frá skipulögðu svæði.
Svo að Bragi fór til að spjalla við
þá og þeir féllust á að breyta
kannski afstöðu sinni gegn því að
hann legði fram peninga til þess
að borga kostnað við að leggja raf-
magn, hita og vatn Iangt út fyrir
hin byggilegu mörk. Og þar með
var björninn unninn. Bragi fékk
lóðina!
Bragi hafði ekki fest ráð sitt
þegar þetta gerðist. Dúa er fyrri
eiginkona Braga — mikill og góður
karakter. Stendur að henni gáfufólk
í allar ættir. Seinni kona Braga er
Karen, hálfsystir Kidda í Kiddabúð,
hálf-amerísk, mikilhæf og mæt
manneskja.
Steingrímur St. Th. Sigurðsson
Og nú hófst saga Edens. Hann
fór að höndla í Hvg. við þjóðveginn
og reyna að rækta þar pínulítið,
bara tómata og síðan blóm og þetta
óx í gegnum árin. Var mikið basl
lengi vei en Bragi hélt alltaf velli.
Það er haft eftir honum að það
þurfi að vera viss áhugi fyrir hendi
alla tíð og visst næmi fyrir því hvað
væri að ske í það og það sinnið.
Hann fór ekki á sjóinn eins og aðr-
ir Vestfirðingar, hafði ekki nokkra
hugsun eða hugsjón í þá átt að
fara á sjóinn. Einhvem veginn
finnst manni að Bragi hafi rekið
Eden á vissan máta eins og faðir
hans heitinn rak skektuna sína á
Ísafirðí. Hann reri í Djúpið og
geymdi bátinn á Kambinum á
Isafirði. Á sama hátt og faðir hans
varð að róa, þegar gæftir komu og
það var sléttur sjór og hægt að róa
í Djúpið á árabát — eins er með
Braga í Eden. Hann kveðst ekki
hafa nokkra sölu nema séu gæftir.
Það er mikið af landlegudögum hjá
honum yfir vetrartímann, þegar
snjór er á heiðinni og þá er stundum
fátt eða ekkert fólk á ferðinni.
Árin líða og mörg vötn hafa fall-
ið til sjávar síðan Bragi bytjaði
þetta „basl“. Það hefur gegnum-
sneitt gengið vel og þróast mikið
betur en hann þorði að vona. Það
er hins vegar ekki fyrr en í vetur,
á útmánuði, að það rennur upp fyr-
ir Braga ljós, að forsjónin hafi farið
svolítið undarlega að ráði sínu með
hann. Þá fer hann að hugsa til
þeirra tíma þegar hann var í gulrót-
unum. Það sem hefur gerzt er að
forsjónin hefur hengt gulrót fyrir
framan nefið á honum eins og gert
er við ákveðið dráttardýr til þess
að fá það til að draga hlassið! Síðan
hefur hann verið að eltast við þessa
gulrót.
Höfundur er rithöfundur og
listmálari.
-------»-»-4-------
FOGNUM SUMRI!
Au.itiirlen.ik a fmœli.ihátíð a bdlfvirði
Þrátt fyrir að veldi Ghengis Khan hafi fallið, lifir
matargerðarlist hans tíma enn í dag. f fjögur ár hefur
Mongolian Barbecue boðið íslendinum upp á þessa
ljúffengu arfleifð keisarans. í tilefni afmælisins bjóðum við
þér og fjölskyldunni til austurlenskrar veislu í dag á
ævinfyralegu verði; allt sem þú getur í þig látið fyrir 775 kr.
* Þetta er sannarlega keisaralegt ghengis-fall. Til að kóróna
það greiða börn undir 12 ára aldri aðeins -400 kr.
I DAG
FRÁ KL. I 2:00
Mongoltan Barbecue
Grensásvegi 7 sími 688311
Kaupmannahöfn • MaLmö • Stattgart • Reykjavík
Afmæliskaffi
Vatnaskógar
Á KOMANDI sumri eiga sumar-
búðir KFUM í Vatnaskógi 70 ára
starfsafmæli en það var í ágúst-
mánuði 1923 sem fyrsti hópurinn
hélt af stað í Vatnaskóg. Fór
hópurinn á vörubílspalli upp í
Mosfellssveit, en þaðan gangandi
og var gist í hlöðu á leiðinni. I
þessa fyrstu ferð fóru um 20
drengir og leiðtogar en í sumar
er von á um 1.000 drengjum í
Vatnaskóg og er skráning nýlega
hafín.
í dag, sumardaginn fyrsta,
gangast skógarmenn KFUM fyrir
kaffisölu til styrktar starfinu í
Vatnaskógi og er vonast til að sem
flestir velunnarar sjái sér fært að
koma og þiggja góðgerðir. Kaffi-
salan verður í nýju félagshúsi
KFUM og KFUK við Holtaveg
(gengt Langholtsskóla) og hefst
kl. 14. (Fréttatilkynning)