Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 48
''MÓRGÖNÖLÁÐffi^FlMMÍÉtiÁÖUFá ÁÍMÖÖM3
Minning
Sigríður J. Ragnar
Það er gamall stóll með útskom-
um pílárum og lúinni setu, sem
stendur í eldhúshominu hjá Siggu
Ragnars. Ég er fullkomlega ömgg
í þessum stól. Sigga er þama líka.
Hún er að steikja lambalæri og strá-
ir kryddjurtum yfir eða að galdra
rabarbarasaft. Siggu er mikið niðri
fyrir. Hún er að ræða umhverfís-
mál, bækur. pólitík, ferðalög, ástina
og listina. Úti fyrir er annaðhvort
kafaldshríð eða sólrík júnínótt.
Sigga er heillandi kona, fögur sem
drottning, gáfuð eins og prófessor,
fjörug eins og unglingur. Hún hefur
óvenju svipbrigðaríkt andlit. Hún
getur verið ákveðin, hugsandi, glöð,
hvöss, sposk á svipinn. Allt á mjög
stuttum tíma. Hún er eins og leik-
ari með hlutverk sem spannar allan
tilfínningaskalann.
Fyrst þegar ég kom í húsið á
Smiðjugötu var ég sextán ára og
ég gleymi því aldrei. Við borðstofu-
borðið fræga sátu Ragnar og Sigga
ásamt gestum sínum og umræðurn-
ar voru gáfulegar og háfleygar. Ég
sá heilan heim rísa úr samræðun-
um. Og það var svo mikil gleði, svo
miklar ástríður. Ekki þessi upp-
skrúfaða tilgerð eða þurr hroki sem
stundum fylgir því þegar fólk „ræð-
ur gáfulega". Lífíð og allar þess
gátur og sköpunarverk; það varð
að reyna að festa hendur á undrinu
með þekkinguna og innsæið að
vopni. Það var talað, hlustað, rifist,
farnar krókaleiðir, beitt rökum,
rætt í botn og skyndilega var eitt-
hvað ákaflega fyndið. Það var þessi
andi sem ríkti í Smiðjugötu og þessi
andi settist að í húsinu, andi fullur
af lífskrafti, gleði og þeirri heilögu
skyldu manneskjunnar að vita og
skilja og fínna til og vera.
Sigga hafði mikinn áhuga á fólki
og hún naut þess að hafa það í
kringum sig. Hún hafði skáldlegt
innsæi og var eins og rithöfundur
eða sjáandi þegar hún var að spek-
úlera í fólki, eiginleikum og lát-
bragði. Hún sagði í blaðaviðtali að
í æsku hefði henni verið innrætt
að reyna alltaf að koma auga á það
besta í fari hverrar manneskju. Ég
held hún hafí haft það að leiðarljósi
í öllum sínum litríku samskiptum
við fólk eða eins og vinur hennar
komst að orði: „Manni fannst allt-
af, eftir að hafa hitt Siggu, að
maður væri merkilegri manneskja
en áður.“
Sigga var innilega glöð fyrir
mína hönd þegar gekk vel. Hún
kættist þegar ég eignaðist hús að
það var engu líkara en hún hefði
eignast heiia höll. Og þegar ég tal-
aði við hana í lok janúar og sagðist
hafa keypt píanó handa sonum mín-
um, sagði hún: „Mikið er ég glöð.
Það er svo gott að hafa hljóðfæri
í húsinu. Það verður allt annað hús.“
Og þó Sigga væri oftast glöð og
kát, var hún skapmikil og tilfínn-
ingarík, gædd sterkri réttlætis-
kennd og trygglyndi sem birtist
gagnvart tungumálinu, fóstuijörð-
inni, fjölskyldunni, vinum og list-
inni. Hún Sigga gaf svo mikið að
það var ótrúlegt. Allt þetta fólk sem
hún þekkti og hélt sambandi við,
öil þessi verkefni sem hún tókst á
við og leysti. Hvaðan fékk hún orku
til að gefa okkur svona mikið? Ég
veit það ekki, ég hallast helst að
því að hún hafí fengið hana úr eðlis-
lægri ást sinni á lífínu og frá gæfu-
stjömu sem sendi geislana sína ef
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- •
amma,
ÁSLAUG ÞÓRÓLFSDÓTTIR,
Blönduhhð 4,
Reykjavík,
lést í Landsspítalanum 20. apríl.
Ólafur Ingvarsson,
Þórólfur Ólafsson, Sigrún Aðalbjarnardóttir,
Ingvar Ólafsson, Björg Benediktsdóttir,
Brynhildur Ólafsdóttir, Þór Ottesen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn,
BRYNJÓLFUR KJARTANSSON,
dvalarheimilinu Höfða,
áður Háholti 30,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 20. apríl.
Málfríður Þorkelsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN FRIÐRIKS ODDSSON,
Heiðarbrún 52,
Hveragerði,
andaðist 20. apríl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 27. apríl kl. 15.00.
Svala Knudsen,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
GUÐRÚN ALDA SIGMUNDSDÓTTIR,
Hjallavegi 42,
Reykjavík,
er látinn.
Sigmundur Örn Arngrímsson, Vilborg Þórarinsdóttir,
Baldur Már Arngrímsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Haraldur Arngrímsson, Dóra Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
hún var þreytt og döpur. Og nú er
hún farin til landsins „þangað sem
fuglasöngurinn fer þegar hann
hljóðnar". Mér fannst að hún ætti
mörg ár framundan, hún með öll
sín áhugamál og kraft. Það var eitt
sem við töluðum aldrei um, það var
trú, ekki fyrr en í síðasta samtali
okkar. Hún sagðist aldrei hafa ver-
ið trúuð og ekki leitt að því hugann
fyrr en þetta síðasta ár. En það
varð aldrei af því að við ræddum
þau mál. Ég fór vestur því mig lang-
aði til að hitta hana og kveðja, hélt
a ð við gætum setið saman eitt
kvöld og byggt heima úr samræð-
unum, en þá var hún orðin alvar-
lega veik. Þegar ég hitti hana var
mjög af henni dregið. En geislandi
brosið var enn á sínum stað. Þetta
geislandi bros sem kom frá sálinni
og hitti mann beint í hjartað. Tveim
dögum síðar var hún öll.
Við hringdumst stundum á um
miðnættið og símtölin gátu dregist
á langinn. Það var erfítt að kveðja.
Helgina sem hún var jarðsett fannst
mér endilega að hún myndi hringja
og segja: Heyrðu mig nú, það eru
að birtast minningargreinar um mig
í Mogganum. Hvernig heldurðu að
það geti passað?
Það er skrítið að fá það til að
passa. En það hlýtur að hafa til-
gang þó erfitt sé að koma auga á
hann. Ég freistast til að trúa ein-
hveiju ævintýralegu, eins og að
Sigga og Ragnar hafí fengið nýtt
og spennandi verkefni á ókunnum
slóðum.
Það hefur verið gæfa mín að
kynnast fólki sem hefur kennt mér
eitthvað alveg sérstakt. Fólk sem
er eins og vörður á leiðinni eða
stjömur sem má sigla eftir á ferða-
laginu. Sigga er ein af þessum
stjörnum. Hún var heil. í botn. Al-
veg. Ég ætla að muna það. Og á
næturhimninum blikar skær
stjama. Við förum þangað. Alla
leið. Elísabet Jökulsdóttir.
Eggert Freyr Krist-
jánsson — Minning
í hugum okkar er sár söknuður
vegna fráfalls góðs vinar okkar
Eggerts Freys. Það var okkur mik-
ið áfall er við fréttum að góðvinur
okkar væri fallinn frá og hann
myndi ei meir vera meðal vor. Hann
var lífsglaður drengur og undir niðri
leyndist viðkvæm sál.
Við munum aldrei sætta okkur
við að hann sé látinn, því að hann
hefur skilið eftir sig margar ljúfar
og góðar minningar sem munu lifa
í hjörtum okkar allra.
Við vottum foreldrum hans og
systur dýpstu samúð okkar.
Hver getur siglt þegar gefur ei byr?
Hver getur róið án ára?
Hver getur kvatt sinn besta vin
án þess að gæti tára?
Ég get siglt þó að gefi ei byr.
Ég get róið án ára.
En ég get ei kvatt minn besta vin
án þess að gæti tára.
Sigrún Mána Ammendrup,
Halldóra Sigtryggsdóttir,
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson,
Aðalheiður Atladóttir,
Ásta Camilla Gylfadóttir,
Alexandra Þórlindsdóttir,
Ragnhildur Guðmundsdóttir,
Menntaskólanum í Reykjavík.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis
njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns
síns.
t
GUÐMUNDUR PETURSSON
trésmiðameistari,
Barmahlið 36,
lést á Hrafnistu á 103. aldursári miðvikudaginn 21. apríl.
Synir og aðrir aðstandendur.
t
Móðursystir mín,
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
frá Veturliðastöðum,
sem andaðist 17. apríl, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 23. apríl kl. 13.30.
Stefán Karlsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
LILJA EIRIKSDÓTTIR,
Skólavöllum 2,
Selfossi,
lést 17. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju
laugardaginn 24. apríl kl. 13.
Eirikur Brynjólfsson, Valgerður Björnsdóttir,
Valdimar Brynjólfsson, Jakobína Kjartansdóttir,
Elísabet Brynjólfsdóttir, Steinþór Þorsteinsson,
Helga Brynjólfsdóttir, Hjörtur Hjartarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Minningarathöfn um vin minn, föður okkar, tengdaföður og afa,
BARÐA ERLING GUÐMUNDSSON,
verður í Akraneskirkju föstudaginn 23. apríl kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjélparsveit skáta og
björgunarsveitina Hjálpina, Akranesi.
Eirný Vals,
Katrín Ingibjörg Barðadóttir,
Hilmar Þór Barðason,
Barði Erling Barðason,
Sandra Kristín Jónasdóttir.
Jónas Friðriksson,
Sæunn Vaidís Guðmundsdóttir,
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mín-
um;
þú smyr höfuð mitt með olíu;
. bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga
mína,
og í húsi Drottins bý ég langa æfi.
Minningin um góðan dreng lifír
í hugum okkar allra. Við biðjum
almáttugan Guð að gefa foreldrum
hans, systur og öðrum aðstandend-
um styrk á erfiðum tímum.
Í Spámanninum stendur: „Þegar
þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn og þú munt sjá að
þú grætur vegn þess sem var gleði
þín.“
Svo helgist hjartans varðar.
Ei hrynur tár til jarðar
í trú, að ekki talið sé.
í aldastormsins straumi
og stundarbamsins draumi
oss veita himnar vemd og hlé.
(Einar Benediktsson)
Starfsfólk Grunnskólans
í Þorlákshöfn.
------------------------
Ljósmæðrafélag
íslands
Ráðstefna
er varðar
öryggi við
bamsburð
KUNN bresk ljósmóðir og fyrir-
lesari, Caroline Flint, verður að-
algestur á ráðstefnu sem Ljós-
mæðrafélag íslands efnir til á
föstudag og laugardag, 23. og
24. apríl, á Hótel Holiday Inn
undir yfirskriftinni „Öryggi við
barnsburð“.
Caroline Flint starfar bæði í
heimahúsum og á sjúkrahúsum og
hefur í ritum sínum og rannsóknum
beint athygli að mikilvægi þess að
konur eigi möguleika á því að ráða
sjálfar við hvaða aðstæður þær
fæða börn sín. Þekktasta verk
hennar, „Sensitive Midwifery",
fjallar t.d. um mismunandi stelling-
ar í fæðingu, samstarf ljósmóður
og móður, heimafæðingar og fleira.
Caroline Flint mun flytja þrjá fyrir-
lestra á ráðstefnunni.
Einnig munu innlendir sérfræð-
ingar fjalla um ýmsa þætti fæðing-
arhjálpar. Sigfríður Inga Karlsdótt-
ir íjallar um mikilvægi umhyggju í
fæðingu, Stefán Hreiðarson um erf-
iðleika í fæðingu sem orsök fötlun-
ar, Guðjón Vilbergsson um áhættu-
meðgöngu og fæðingu, Hulda Jens-
dóttir um mjúka fæðingarhjálp,
Guðrún Högnadóttir um gæða-
stjórnun í heilbrigðisþjónustu og
Eva S. Einarsdóttir um uppeldi og
menntun ljósmæðra.
Ráðstefnan verður sett klukkan
9.30 í fyrramálið, föstudag, og
henni lýkur um hádegi á laugardag.
í anddyri verður sýning á ýmsum
munum, sem tengjast starfi ljós-
mæðra. Formaður Ljósmæðrafé-
lags íslands er Ingibjörg Einisdótt-
ir.
Ófárir
áúk&r
X
HARÐVIÐÁRVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010