Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 A hverju hjarta er gluggi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Anna Kristín Úlfarsdóttir: Rauðir þyrnar. Reykjavík 1993. Skólaskáld og skólaskáldskapur er sérstakur heimur út af fyrir sig sem tengist þó óneitanlega ann- arri bókmenntastarfsemi — eða iðju. Það telst ekki lengur til nýj- unga að ung skáld sendi frá sér bækur meðan þau eru enn í skóla. Anna Kristín Úlfarsdóttir hefur getið sér gott orð sem skólaskáld og sendir nú frá sér bók með lit- ríku nafni, Rauða þyrna. Af frá- gangi ljóðanna að dæma hefur hún notið góðrar leiðsagnar og er það ómetanlegt þegar lagt er út á þyrnum stráða braut skáldskapar- ins% Ástin og söknuðurinn eru meðal helstu yrkisefna í Rauðum þyrn- um. Nokkurrar kaldhæðni gætir þegar ort um jafn helgar tilfinn- ingar. Bakþankar er eitt þessara ljóða: Á hveiju hjarta er gluggi En þegar ég sá að fyrir þínum var svört rúllugardína var ég ekki lengur viss hvort ég viidi draga frá. Þrátt fyrir varkárni er þó þráin á sínum stað, sú þrá „að sameinast heiminum“, langa til að „ég og náttúran verðum eitt/ eilíft andartak/ hinnar sönnu/ ástar“. Athuganir daglega lífsins eru áberandi eins og hjá fleiri höfund- um. Þar leika skóladagar sitt ákveðna hlutverk og heimilislíf einnig. Fleira en tilfinningar verð- ur yrkisefni. Sunnudagssíðdegi lýsir tíðinda- lausum degi með sjónvarpi og hrotum þess sem hefur misst áhugann. Skólabækurnar liggja á víð og dreif. En þetta skiptir ekki máli. Lífið bíður fyrir utan. Anna Kristín Úlfarsdóttir Hófsemi er orð sem maður gríp- ur til þegar fjallað er um ljóð Önnu Kristínar Úlfarsdóttur. Sem betur fer bregður hún út af vanan- um stöku sinnum. Það er skerpa og húmor í sumum líkingunum. í Fómum verða regndroparnir á gluggarúðunni að orustuþotum sem fljúga niður í dauðann og láta lífið fyrir málstaðinn. í Eyðimerk- ursögu hjúfrar næturhúmið sig upp að einmana kaktus. Þannig mætti halda áfram. Fyrsta ljóðið, Um lífið og tilver- una, er yfirlýsing um að lífið sé hvorki glansmynd né sápuópera heldur ævintýri. Þetta er ágætt að hafa í huga og stenst vonandi, en ljóð er vissulega meira en það að birta yfirlýsingar. Annað ljóðið, Ástarþríhyrningur, kemur til skila þankagangi „postulínsdúkku" á smellinn hátt. Það er ekki aðeins þar sem ort er af furðu miklum þroska um ástina. Morgunbiaðið/Amí Sæberg Frá æfingu Sinfóníuhljómsveit- Æft fyrir Lifun ar íslands á Lifun í Háskólabíói. Rokkhluti Lifunar tekinn upp í Stúdíói Sýrlandi: F.v. Sigríður Beinteinsdóttir, Björgvin Halldórsson, Daníel Á. Haraldsson, Eyj- ólfur Kristinsson og Stefán Hilmarsson. Sinfóníuhljómsveit íslands Lifun í Háskólabíói í DAG, sumardaginn fyrsta kl. 20.00, verða haldnir tónleikar í Háskólabíói til styrktar byggingu Tónlistarhúss. Þar flytur Sinfóníuhljómsveit, íslands ásamt einvalaliði popptónlistarmanna tónverkið Lifun eftir meðlimi hljómsveitarinnar Trúbrots, sem gerði garðinn frægan snemma á áttunda áratuginum. Einsöngvar- ar eru Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Stefán Hilmarsson, Daníel Ágúst Haraldsson og Eyjólfur Kristinsson. Önnur verk á efnisskrá tónleik- gáfu Lifunar var á M-hátíð í anna eru Sverðdansinn eftir Aram Khatsjatúran, en í dansinum fær Sinfóníuhljómsveitin liðstyrk Vil- hjálms Guðjónssonar, rafgítar- leikara, sem leiddi hljómsveit sína, Gaddavír til sigurs í hljómsveita- keppni í Húsafelli árið 1970, með flutningi á þessum sama Sverð- dansi. Þá flytur Sinfóníuhljóm- sveitin þijá dansa úr Grímudans- leik Khatsjatúijans. Hljómsveitar- stjóri á þessum tónleikum verða Páll P. Pálsson og Ed Welch, sá hinn.sami og stjórnaði Lifunartón- leikum sl. haust. Það má því segja að tónleikarnir verði með kraft- mesta og fjörugasta móti og með þessum flutningi Lifunar sé komið á móts við óskir þeirra fjölmörgu sem ekki heyrðu verkið á íslensk- um tónlistardegi í haust sem leið. Sinfóníuhljómsveit íslands flutti Lifun tvívegis á tónleikum í Háskólabíói í haust, við mikla aðsókn og hrifningu, en frum- flutningur þessarar viðhafnarút- Keflavík. Karl Sighvatsson, Rún- ar Júlíusson, Magnús Kjartansson og Gunnar Þórðarson sömdu Lif- un á sínum tíma, og þeir Rúnar, Magnús og Gunnar hafa nú þegar átt kost á að hlýða þrívegis á flutning verksins með Sinfóníu- hljómsveit íslands. „Rokkfílingur- inn hverfur aðeins en þetta er að verða sígilt verk, svo að það er eðlileg þróun,“ segir Rúnar Júlíus- son, aðspurður um hvernig verkið hljómi í flutningi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. „Innst inni er ég meira fyrir rokkið, en hef mjög gaman af þessum flutningi, enda hefur Þórir Baldursson unnið frá- bært verk við útsetningu Lifunar og þarna eru frábærir hljóðfæra- leikarar og söngvarar sem kunna sitt fag. Eg er afskaplega stoltur yfír því að hafa átt þátt í að búa til Lifun og ánægður með langan líftíma hennar. Verkið verður auð- vitað stærra og meira í meðförum Sinfóníuhljómsveitarinnar en hjá Trúbroti í gamla daga, en í grund- vallaratriðum er það eins, sömu kaflaskiptingar og sömu áherslur. Það er líka gaman að heyra þetta flutt jafn vel á íslensku og raun ber vitni.“ Þessa dagana fara einnig fram upptökur á Lifun. Geislaplatan sem kemur út innan fárra vikna verður þó ekki til sölu, en verður send öllum styrktarmönnum Sam- taka um byggingu tónlistarhúss. Er fyrirhugað að samtökin sendi frá sér plötu árlega þar til tak- markinu er náð. Fyrirkomulagið á þessu verður á þann veg, að þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér eintak þurfa því að ganga í samtökin og greiða 250 krónur mánaðarlega eða 3.000 króna ár- gjald. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands eru fyrsti hluti Uppskeru- hátíðar tónlistarmanna, þar sem tónlistarfólk mun líta um öxl og skoða nýliðinn tónlistarvetur. Frumkvæði að Uppskeruhátíð kemur frá Tónlistarráði íslands, regnhlífarsamtökum íslensks tón- listarfólks, sem stofnuð voru á síðastliðnu hausti og hafa innan sinnan vébanda um 25.000 tón- listarmenn og nemendur um land allt. UM HELGINA Gunnar Gunnarsson, sonur Gunnars Sigurðssonar, sem nú veitir Gunnarssal forstöðu. Myndlist Síðasta sýningar- helgi í Gunn- arssal Sýningu á verkum sem voru í eigu Gunnars Sigurðssonar í Gunnarssai, Þemunesi, lýkur opinberlega núna um helgina en verkin munu hanga uppi fram tii 15. maí og kemur innlit á sýninguna til greina eftir samkomulagi til þess tíma. Gunnarssalur var opnað- ur í júní 1990 í minningu Gunnars Sigurðssonar er rak Listvinahúsið, nú Ásmundarsal, á sjötta áratugnum. Gunnar tók virkan þátt í baráttu ungra myndlistarmanna við að vinna hinu óhlutbundna málverki fylgi á umbrotatímum í íslenskri myndlist og skapa því þann virðingarsess, sem það skipar í dag. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Eiríkur Smith, Haf- steinn Austmann, Jóhannes Jóhannes- son, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson, Nína Tryggvadótt- ir, Sigurjón Ólafsson, Sverrir Haralds- son, Vaitýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason. Vorsýning- Myndlistar- skóla Garðabæjar Myndlistarskóli Garðabæjar er nú að ljúka 3. starfsári sínu. Skólinn hóf starf sitt haustið 1990 og var þá ein- göngu með námskeið fyrir böm og unglinga. Síðastliðið haust hófust einnig nám- skeið fyrir fullorðna í málun, mynd- vefnaði og blandaðri tækni. Stjómend- ur skólans eru þær Margrét Kolka Haraldsdóttir og Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, en auk þeirra kennir Hafdís Helgadóttir við skólann. Opnuð verður sýningu á verkum nemenda f félagsheimili Stjörnunnar við Ásgarð í Garðabæ, sumardaginn fyrsta, 22. apríl, klukkan 16. Sýningin verður opin dagana 22.-24. apríl frá klukkan 16 til 19. Höskuldur Harri sýnir í Gallerí Úmbrú Þessa dagana heldur Höskuldur Harri Gylfason, myndlistarsýningu i Gallerí Úmbrú, Amtmannsstíg 1 (Bem- höftstorfu). Á sýningunni eru olíumál- verk og myndir unnar í blandaðri tækni. Sýningin stendur til 28. apríl og er opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14-18. Þetta er þriðja einka- sýning listamannsins. Margrét Auðuns sýnir í Norræna húsinu Laugardaginn 24. apríl, kl. 15.00, opnar Margrét Ámadóttir Auðuns málverkasýningu í kjallara Norræna hússins. Verkin á sýningunni eru unn- in í Finnlandi á síðustu þremur ámm. Þar einbeitti Margrét sér að málun á ails kyns handunninn pappír, sem gjaman er raðað í mismunandi syrpur. Sýningin er opin daglega til 9. maí. Margrét stundaði nám við Myndlist- ar- og handíðaskóla íslands 1970- 1974 og framhaldsnám við Ecole des Beaux-Arts í Toulouse, og París frá 1974-1979. Þetta er þriðja einkasýn- ing Margrétar, en að auki hefur hún tekið þátt í samsýningum hér heima og í Frakklandi. Verkin á sýningunni í Norræna húsinu eru unnin í Finn- landi á seinustu þremur ámm. Tónllst Vortónleikar Samkórs Reykhólahrepps Samkór Reykhólahrepps heldur vor- tónleika sína í dag, sumardaginn fyrsta, 22. apríl kl. 15.00 í Reykhóla- kirkju. Efnisskráin er fjölbreytt og og verða jöfnum höndum sungin lög eins og Bjarkarlundur eftir Jenna Jóns, Álfheiður Björk eftir Eyjólf Kristinsson og Messa eftir Schubert. Stjómandi og undirleikari er Ragnar Jónsson. Tónleikar Samkórs Reykhóla- hrepps verða síðan endurteknir á sama tíma á laugardag, 24. apríl, á Breiðu- mýri og kl. 21.00 í Skjólbrekku. Kórinn flytur meðal annars sönglög eftir Leif Ingimarsson, Þórarin Guðmundson, Pál fsólfsson, Jenna Jóns, Magnús Ei- ríksson, GeirmUnd Valtýsson, Sigurð Rúnar Jónsson og Eyjólf Kristinsson, svo og Messu eftir Schubert og „Abra- ham“ úrcantötu eftir Johann Sebastfan Bach. Eftir tónleikana verður marserað í sumarskrúðgöngu úr kirkjunni til skól- ans þar sem sumarkaffi verður drukk- ið og hækkandi sól fagnað á viðeig- andi hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.