Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D 90.tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkíaforseti Ætlar að undirrita Ríó-sátt- málann Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær að hann hygðist undirrita sáttmálann um líffræðilegan fjölbreytileika plantna og dýra. Forveri hans í embættinu, George Bush, vildi ekki leggja blessun sína yfir sátt- málann á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro í fyrra. Clinton sagði ennfremur að Bandaríkjastjórn myndi stefna að því að stemma stigu við koltvísýrings- mengun þannig að um aldamótin yrði hún ekki meiri en árið 1990. Hann kvað stjómina ætla að leggja fram áætlun í ágúst um hvernig standa ætti við þetta loforð. í sáttmálanum um líffræðilegan fjölbreytileika segir meðal annars að stefna beri að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og að margir hvala- stofnar séu ekki lengur í hættu. Bill Clinton Þjóðaratkvæðagreiðslan í Rússlandi á sunnudag Dómstóll úrskurðar Borís Jeltsín í hag Mnulrim Roilfoi* Moskvu. Reuter. STJÓRNLAGADÓMSTÓLL Rússlands hafnaði í gær ströngum skilyrðum sem fulltrúaþing landsins setti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer á sunnudag. Þar með jukust mjög líkurnar á því að Jeltsín færi með sigur af hólmi í atkvæðagreiðslunni. Dómstóllinn Bandaríkin og EB Hótaenn refsiað- gerðum Washington. Reuter. MICKEY Kantor, viðskipta- fulltrúi Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkja- sljórn myndi grípa til refsi- aðgerða gegn Evrópubanda- Iaginu (EB) á næstunni. Kantor kvaðst hafa náð málamiðlunarsamkomulagi við EB í deilunni um opinber útboð en þó aðeins að hluta. Hann sagði að vegna samkomulags- ins yrðu refsiaðgerðirnar ekki jafn harðar og hótað hafði ver- ið og þær myndu ekki taka gildi í dag. úrskurðaði að nóg væri að helmingur þeirra sem greiða atkvæði setji já við tvær fyrstu spum- ingamar, þar sem spurt er hvort menn styðji Borís Jeltsín forseta og umbótastefnu stjórnarinnar. Kjör- sóknin verður að vera yfír 50%. Þing- ið hafði samþykkt að helmingur at- kvæðisbærra manna þyrfti að svara spumingunum með jái. „Allar þær greinar í samþykkt fulltrúaþingsins sem taldar voru brjóta gegn stjórnar- skránni verða ómerkar," sagði Val- eríj Zorkín, forseti dómstólsins. Tvær spurningar þurfa meirihluta atkvæðisbærra Dómstóllinn úrskurðaði hins vegar að helmingur allra atkvæðisbærra Rússa þyrfti að gjalda hinum spurn- ingunum tveimur jákvæði sitt, en þar er óskað eftir áliti kjósenda á því hvort flýta eigi forseta- og þingkosn- ingum í Rússlandi. Jeltsín hafði áður lýst yfir því að hann myndi virða samþykkt þingsins að vettugi. Úrskurður stjórnlaga- dómstólsins er mikilvægur þar sem afar erfitt hefði reynst fyrir Jeltsín að tryggja sér stuðning helmings allra atkvæðisbærra manna en talið er að hann geti fengið stuðning helm- ings þeirra sem nýta atkvæðisrétt Reuter Lýðræðisrokk í Moskvu TUGÞÚSUNDIR Moskvubúa söfnuðust saman við Kremlarmúra í gær til að sýna stuðning við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í baráttu hans við þing landsins. Efnt var til rokktónleika eftir ræðuhöld fylgismanna forsetans, sem veitti nokkrum rokktónlist- armönnum í leðurjökkum heiðursmerki fyrir stuðning þeirra í valdaránstilrauninni 1991. Á myndinni veija öryggisverðir þing- húsið í Kreml fyrir rússneskum rokkunnanda og lýðræðissinna. Giulio Andreotti vísar á bug ásökunum um fund með „Toto“ Riina Kveðst fórnarlamb „nornaveiða“ Róm. Reuter. GIULIO Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Italíu, sagði á fundi hjá rannsóknarnefnd á veg- um öldungadeildarinnar í gær, að hann hefði aldrei hitt, hvað þá kysst og faðmað Salvatore „Toto“ Riina, guðföður mafíunnar á Sikiley. Fyrrverandi mafíuforingjar höfðu haldið því fram að Andreotti hefði átt fund með Riina. Andreotti kvaðst vera „fórnarlamb dæma- lausra nornaveiða“ og sagði að hann hefði engan veginn getað átt fund með Riina þar sem hann hefði ekki mátt fara á milli herbergja án þess að lífverðir fylgdu honum eftir. Dómarar, sem vinna að því að uppræta mafí- una, hafa hafið rannsókn á því hvort Salvo Ando varnarmálaráðherra hafi brotið kosningalög og beðið um að hann verði sviptur þinghelgi. Ando er frá borginni Catania á Sikiley og hefur áður ságt að mafían sé að reyna að koma á hann höggi vegna þess að hann sendi hermenn til Sikileyjar í fyrra eftir að tveir dómarar voru myrtir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.