Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRIL 1993 NY KYNSLOD AF SMAQRÖFUM 0,3 - 5,3 tonn Við kynnum og sýnum nýja kynslóð af AMMANN YANMAR smágröfum, hlaðnar nýjungum: • Stimpildæla með breytilegum afköstum, sem þýðir minni eldsneytiseyðslu. • Sérstaklega hljóðlátar, snúningshraði vélar aðeins 2200 sn./mín. • Vökvastjórntæki „JOYSTICK” gefa mjúkt og jafnt átak. • Nýtt, glæsilegt útlit og litir, stærra, bjartara og betur einangrað hús. AMMANN YANMAR gröfurnar hafa nú þegar sannað ágæti sitt við fjölbreyttar aðstæður hérlendis. Komið og skoðið þá nýjustu, gerð B22-2, þyngd 2.2 tonn. Eigum einnig til á lager og til afgreiðslu STRAX YANMAR beltavagna m/850 kg. burðarþoli. Ráðgjöf - sala - þjónusta IVI MIRKÍÍ IHll Skútuvogur 12A - Reykjavík - •s 812530 Hvenær kemur deiliskipu- lag fyrir F ossvog’sdal? eftir Víði Krisljánsson Enn eitt vorið eru sinubrunar í Fossvogsdal, þannig að tijágróður og hús eru í stórhættu. Deilur eru í gangi um hvort skipuleggja eigi golfvöll í austasta hluta dalsins eða ekki. Hveijir vilja fá sundiaug í dal- inn með vatnsrennibrautum fyrir börnin og sólbaðsaðstöðu á sumrin? Eru skiptar skoðanir um það hvort íþróttafélög eigi að fá aðstöðu í daln- um? Er e.t.v. þegar búið að úthluta íþróttafélagi í Kópavogi stóru land- svæði fyrir íþróttaaðstöðu í dalnum? Já, enn einu sinni vakna spurningar um framtíðarskipulag dalsins. En þótt beðið sé eftir að skipu- lagstillögur sjái dagsins ljós þá kem- ur það auðvitað ekki í veg fyrir að fólk noti dalinn til útiveru. Þegar snjór er yfir eru margir á gönguskíð- um og þótt ekki séu lagðar brautir með vélum eru áður en varir komn- ar ágætis skíðagöngubrautir um dalinn þveran og endilangan. Þegar snjóa leysir má sjá skokkara á ferð- inni og auðvitað láta börnin sig ekki vanta, hvort sem snjór er yfir eða ekki. En bæði fullorðnir og börn vilja fá betri aðstöðu í dalnum til útiveru. Þá er ekki verið að biðja um dýr mannvirki heldur má t.d. benda á aðstöðuna sem Akureyringar hafa komið upp í Kjarnaskógi þó að Reykjavíkurborg eða Kópavogsbær séu e.t.v. ekki hrifin af að leita fyrir- mynda .norður yfir heiðar. Mjög brýnt er þó að útrýma strax slysa- VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI £8 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 gildrum milli Kópavogs og Reykja- víkur og koma í veg fyrir að krakk- ar eða aðrir geti skapað hættu með sinuíkveikju. Hér mætti hafa langt mál um skipulag og nýtingu dalsins því margar góðar hugmyndir hafa kom- ið fram. Ég vara þó við hugmyndum um mannvirki sem mundu leiða til aukinnar umferðar inn í núverandi íbúðarhverfi. Eitt af baráttumálun- um hefur verið að koma í veg fyrir að dalurinn verði eyðilagður með umferð um eða í dalinn. En auðvitað þarf ekki að benda skipulagsaðilum á neinar fyrirmyndir eða hvað brýn- ast sé að gera því að bæði hjá Reykajvíkurborg og Kópavogsbæ starfar fólk sem hefur bæði kunn- áttu og reynslu í skipulagsmálum. Ég óttast frekar að það skorti vilja hjá öðrum í kerfinu til að fram- kvæma. Þegar félgið Líf í Fossvogsdal var stofnað bar e.t.v. mest á baráttunni gegn svokallaðri Fossvogsbraut. Barátta félagsins fyrir skipulagi dalsins og bættri aðstöðu og nýtingu hans fór ekki eins hátt. Þáverandi stjórn félagsins barðist ötullega fyr- ir þessum málum og öðrum er tengj- ast dalnum. Hún fékk ávallt þær upplýsingar að skipulagstillögur væru alveg á næstu grösum. Núver- andi stjórn hefur verið í góðu sam- bandi við skipulags- og fram- kvæmdaaðila beggja staðanna og má þar t.d. minna á sameiginlegt hreinsunarátak Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og félagsins vor- ið 1992. En áfrm eru svörin þau sömu varðandi skipulag dalsins, skipulagstillögur verði kynntar alveg á næstunni. Þolinmæði fólks hlýtur því að vera á þrotum. Þó að skiptar skoðanir verði líklega á skipulagi dalsins í smáatriðum þá á fólk heimt- ingu á að fá að sjá framtíðaráform um skipulag hans og fá tækifæri til að segja álit sitt á þeim. Það er auðveldara og skynsamlegra að skiptast á skoðunum um framkomn- ar tillögur, heldur en um hugmyndir sem einhvers staðar svífa yfir vötn- um eða birtast í pólitískum málgögn- um. Ef enn verður dráttur á skipu- lagi dalsins hvet ég alla að hafa samband við skipulagsaðila stað- anna og kynna sér þær hugmyndir sem fram hafa komið og ýta á eftir Víðir Kristjánsson „Þó að skiptar skoðanir verði líklega á skipu- lagi dalsins í smáatrið- um þá á fólk heimtingu á að fá að sjá framtíð- aráform um skipulag hans og fá tækifæri til að segja álit sitt á þeim.“ framkvæmdum. Ég vil í iokin ítreka þá áskorun til Reykjavíkurborgar og Kópavogs- bæjar að kynna deiliskipulag fyrir Fossvogsdal og leyfa íbúum að gera athugasemdir við það ef þeim sýnist svo, eins og lög gera ráð fyrir. Enn- fremur vona ég að Reykavíkurborg standi nú jafnmyndarlega að upp- byggingu Fossvogsdals og gert hef- ur verið í Laugardalnum og að Kópa- vogsbær láti ekki sitt þar eftir liggja. Höfundur er formaður félagsins Líf í Fossvogsdal. KR-sumarhús aö verömæti 5 milljónir króna. Nýtt happdrættisár hefst ; Jj 7. maí. í dag sýnum við stór- glæsilega aðalvinninga í DAS-pottunum að Hjallahrauni 10 Og mundu að þeir ganga allir út, Toyota 4Runner með Ski-doo vélsleða á kerru eins og Kristján Ólafsson orðar það Toyota Carina E Station meö Camp-let Royal tjaldvagni. (fa bjd iuvjta uinlwcXiinamn Jyi'ii' mai rr *m « r . jg, , , "h',j ' - " ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.