Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRIL 1993
NY KYNSLOD AF SMAQRÖFUM
0,3 - 5,3 tonn
Við kynnum og sýnum nýja kynslóð af AMMANN
YANMAR smágröfum, hlaðnar nýjungum:
• Stimpildæla með breytilegum afköstum, sem þýðir
minni eldsneytiseyðslu.
• Sérstaklega hljóðlátar, snúningshraði vélar aðeins
2200 sn./mín.
• Vökvastjórntæki „JOYSTICK” gefa mjúkt og jafnt
átak.
• Nýtt, glæsilegt útlit og litir, stærra, bjartara og betur
einangrað hús.
AMMANN YANMAR gröfurnar hafa nú þegar sannað
ágæti sitt við fjölbreyttar aðstæður hérlendis. Komið
og skoðið þá nýjustu, gerð B22-2, þyngd 2.2 tonn.
Eigum einnig til á lager
og til afgreiðslu STRAX
YANMAR beltavagna
m/850 kg. burðarþoli.
Ráðgjöf - sala - þjónusta
IVI MIRKÍÍ IHll
Skútuvogur 12A - Reykjavík - •s 812530
Hvenær kemur deiliskipu-
lag fyrir F ossvog’sdal?
eftir Víði
Krisljánsson
Enn eitt vorið eru sinubrunar í
Fossvogsdal, þannig að tijágróður
og hús eru í stórhættu. Deilur eru
í gangi um hvort skipuleggja eigi
golfvöll í austasta hluta dalsins eða
ekki. Hveijir vilja fá sundiaug í dal-
inn með vatnsrennibrautum fyrir
börnin og sólbaðsaðstöðu á sumrin?
Eru skiptar skoðanir um það hvort
íþróttafélög eigi að fá aðstöðu í daln-
um? Er e.t.v. þegar búið að úthluta
íþróttafélagi í Kópavogi stóru land-
svæði fyrir íþróttaaðstöðu í dalnum?
Já, enn einu sinni vakna spurningar
um framtíðarskipulag dalsins.
En þótt beðið sé eftir að skipu-
lagstillögur sjái dagsins ljós þá kem-
ur það auðvitað ekki í veg fyrir að
fólk noti dalinn til útiveru. Þegar
snjór er yfir eru margir á gönguskíð-
um og þótt ekki séu lagðar brautir
með vélum eru áður en varir komn-
ar ágætis skíðagöngubrautir um
dalinn þveran og endilangan. Þegar
snjóa leysir má sjá skokkara á ferð-
inni og auðvitað láta börnin sig ekki
vanta, hvort sem snjór er yfir eða
ekki. En bæði fullorðnir og börn vilja
fá betri aðstöðu í dalnum til útiveru.
Þá er ekki verið að biðja um dýr
mannvirki heldur má t.d. benda á
aðstöðuna sem Akureyringar hafa
komið upp í Kjarnaskógi þó að
Reykjavíkurborg eða Kópavogsbær
séu e.t.v. ekki hrifin af að leita fyrir-
mynda .norður yfir heiðar. Mjög
brýnt er þó að útrýma strax slysa-
VINKLAR Á TRÉ
HVERGI LÆGRI VERÐ
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
£8 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
gildrum milli Kópavogs og Reykja-
víkur og koma í veg fyrir að krakk-
ar eða aðrir geti skapað hættu með
sinuíkveikju.
Hér mætti hafa langt mál um
skipulag og nýtingu dalsins því
margar góðar hugmyndir hafa kom-
ið fram. Ég vara þó við hugmyndum
um mannvirki sem mundu leiða til
aukinnar umferðar inn í núverandi
íbúðarhverfi. Eitt af baráttumálun-
um hefur verið að koma í veg fyrir
að dalurinn verði eyðilagður með
umferð um eða í dalinn. En auðvitað
þarf ekki að benda skipulagsaðilum
á neinar fyrirmyndir eða hvað brýn-
ast sé að gera því að bæði hjá
Reykajvíkurborg og Kópavogsbæ
starfar fólk sem hefur bæði kunn-
áttu og reynslu í skipulagsmálum.
Ég óttast frekar að það skorti vilja
hjá öðrum í kerfinu til að fram-
kvæma.
Þegar félgið Líf í Fossvogsdal var
stofnað bar e.t.v. mest á baráttunni
gegn svokallaðri Fossvogsbraut.
Barátta félagsins fyrir skipulagi
dalsins og bættri aðstöðu og nýtingu
hans fór ekki eins hátt. Þáverandi
stjórn félagsins barðist ötullega fyr-
ir þessum málum og öðrum er tengj-
ast dalnum. Hún fékk ávallt þær
upplýsingar að skipulagstillögur
væru alveg á næstu grösum. Núver-
andi stjórn hefur verið í góðu sam-
bandi við skipulags- og fram-
kvæmdaaðila beggja staðanna og
má þar t.d. minna á sameiginlegt
hreinsunarátak Kópavogsbæjar,
Reykjavíkurborgar og félagsins vor-
ið 1992. En áfrm eru svörin þau
sömu varðandi skipulag dalsins,
skipulagstillögur verði kynntar alveg
á næstunni. Þolinmæði fólks hlýtur
því að vera á þrotum. Þó að skiptar
skoðanir verði líklega á skipulagi
dalsins í smáatriðum þá á fólk heimt-
ingu á að fá að sjá framtíðaráform
um skipulag hans og fá tækifæri til
að segja álit sitt á þeim. Það er
auðveldara og skynsamlegra að
skiptast á skoðunum um framkomn-
ar tillögur, heldur en um hugmyndir
sem einhvers staðar svífa yfir vötn-
um eða birtast í pólitískum málgögn-
um. Ef enn verður dráttur á skipu-
lagi dalsins hvet ég alla að hafa
samband við skipulagsaðila stað-
anna og kynna sér þær hugmyndir
sem fram hafa komið og ýta á eftir
Víðir Kristjánsson
„Þó að skiptar skoðanir
verði líklega á skipu-
lagi dalsins í smáatrið-
um þá á fólk heimtingu
á að fá að sjá framtíð-
aráform um skipulag
hans og fá tækifæri til
að segja álit sitt á
þeim.“
framkvæmdum.
Ég vil í iokin ítreka þá áskorun
til Reykjavíkurborgar og Kópavogs-
bæjar að kynna deiliskipulag fyrir
Fossvogsdal og leyfa íbúum að gera
athugasemdir við það ef þeim sýnist
svo, eins og lög gera ráð fyrir. Enn-
fremur vona ég að Reykavíkurborg
standi nú jafnmyndarlega að upp-
byggingu Fossvogsdals og gert hef-
ur verið í Laugardalnum og að Kópa-
vogsbær láti ekki sitt þar eftir liggja.
Höfundur er formaður félagsins
Líf í Fossvogsdal.
KR-sumarhús aö
verömæti 5 milljónir
króna.
Nýtt happdrættisár hefst ; Jj
7. maí. í dag sýnum við stór-
glæsilega aðalvinninga í
DAS-pottunum að Hjallahrauni 10
Og mundu að þeir ganga allir út,
Toyota 4Runner með
Ski-doo vélsleða á kerru
eins og Kristján Ólafsson orðar það
Toyota Carina E Station
meö Camp-let Royal
tjaldvagni.
(fa bjd iuvjta uinlwcXiinamn Jyi'ii'
mai
rr *m «
r . jg, , ,
"h',j ' - " ■