Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 37
M'C&GUNbÍAÐIÐ PIMMTUDAGÍ’R 2‘2. AI’íáL - - - ---- -....... ....................-......37 Menningarhátíð í Eyjafjarðarsveit Aðsókn vonum framar Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. NU stendur sem hæst sérstök menningarvika í Eyjafjarðar- sveit. Það er menningarmála- nefnd sveitarfélagsins sem stendur fyrir hátíðinni. Formað- ur nefndarinnar er Leifur Guð- mundsson, en framkvæmdasljóri hátíðarinnar er Anna Ringsted. í stuttu spjalli við fréttaritara sagði Leifur að hátíðin hefði það sem af er gengið geysilega vel og vakið mikla athygli og hefur verið fjölmenni á öllum dagskrárliðum. Ljóðakvöld var haldið í Blóma- skálanum Vín þar sem eyfirsk skáld og hagyrðingar lásu úr verkum sín- um. Þuríður Baldursdóttir söng ein- söng við undirleik Guðjóns Pálsson- ar. Kristján Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal kom fram með söng og gítarleik og í lokin skemmtu Galgopar gestum. Aðsókn var meiri en menn bjugg- ust við því alls komu 250 manns og þurftu að fá lánaða stóla sem þó hrukku ekki til því margir urðu að standa og þó nokkrir sneru frá vegna þrengsla. Jasskvöld var í Vín í gærkvöldi, þar sem fram kom Léttsveit Lúðra- sveitar Akureyrar, tríóið Skipað þeim og fleiri. í dag, sumardaginn fyrsta, verður hestaíþróttamót á Melgerðismelum og kaþólsk messa verður á Munkaþverá. Þá verða haldnir tónleikar í Sólgarði og Leik- félag Vopnafjarðar sýnir Músa- gildruna í Laugaborg. Benjamín Hallgrímshópurinn FÉLAGAR í Leikfélagi Akureyrar sem þátt taka í dagskrá um Hall- grím Pétursson, Jón, Ingvar, Sigurþór, Þráinn, Hreinn, Þórey, Ag- nes, Freygerður, Sunna, Signý og Björn Steinar. Leikfélag Akureyrar á kirkjulistaviku Leik- og söngdagskrá um Hallgrím Pétursson LEIKFÉLAG Akureyrar frumflytur á kirkjulistaviku leik- og söngdagskrána „Hall- grím“, sem fjallar um ævifer- il og skáldskap Hallgríms Péturssonar. Signý Pálsdóttir tók dagskrána saman og byggði hún á ritum um Hall- grím, skáldskap hans og ann- arra, en tónlistina valdi Björn Steinar Sólbergsson. Saga skáldsins í dagskránni fléttast saman saga og skáldskapur Hallgríms Péturssonar í flutningi leikara hjá Leikfélagi Akureyrar og söngur félaga úr Kór Akureyrarkirkju og Jóns Þorsteinssonar tenórsöngv- ara. Stutt leikatriði tvinnast saman við sögu af lífshlaupi séra Hall- gríms, ljóðaflutning og söng úr Passíusálmunum. Leikarar eru Agnes Þorleifsdótt- ir, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg, Þórey Aðalsteinsdótt- Morgunblaðið/Rúnar Þór Horft til Hallgríms SIGURÞÓR Albert Heimisson fer með hlutverk Hallgríms í sam- nefndri dagskrá sem sýnd verður á kirkjulistaviku í Akureyrar- kirkju. ir og Þráinn Karlsson, Signý Páls- dóttir er leikstjóri, Björn Steinar Sólbergsson tónlistarstjóri, Frey- gerður Magnúsdóttir sér um bún- inga og Ingvar Björnsson annast lýsingu, en Hreinn Skagijörð er sýningarstjóri. Andrésar and- arleikarnirí áijánda sinn ÓTAL verðláun eru í boði á Andrésar andarleikunum sem settir voru í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld, en um 750 keppendur á aldrinum 6-12 ára mæta til leiks í Hlíðarfjalli í dag, á fyrsta keppnisdegi leik- anna. Leikarnir eru nú haldnir í 18. sinn, en með hverju ári sem líður fjölgar keppendum og njóta leikarnir æ meiri vin- sælda meðal þeirra barna sem stunda skíðaíþróttina. Þennan unga Þróttara frá Neskaupstað dreymir eflaust um að vinna til verðlauna á Andrésar andar- leikunum, en hann staldraði við og skoðaði verðlaunagripina sem stillt var út í glugga Vöru- húss KEA. Kennararáðningar grunnskóla fyrir næsta skólaár Fleiri umsóknir berast frá - réttindakennurum en áður HORFUR eru á að fleiri umsóknir réttindakennara berist um lausar stöður við grunnskóla á Norðurlandi eystra nú en oft áður. Frestur til að sækja um kennarastöður rann út í gær og segir Trausti Þorsteinsson fræðslusljóri að svo virðist sem meira sé um en áður að kennarar með réttindi leiti eftir stöð- um við skólana. Ekki sé þó búið að manna allar stöður, en skólastjómendur hafi úr fleiri umsóknum að moða frá rétt- indakennurum en áður. Trausti sagði að ekki væri búið að taka saman umsóknir, en í næstu eða þar næstu viku ætti að liggja ljóst fyrir hversu margar Atskákmót um helgina Skákfélag Akureyrar heldur helgarskákmót í atskák um kom- andi helgi, 24. og 25. apríl í fé- lagsheimili sínu við Þingvalla- stræti. Byijað verður að tefla kl. 13.30 á laugardag og tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Auk þess sem veittir verða hefðbundnir verð- launapeningar eru veitt peninga- verðlaun til þeirra sem hafna í þremur efstu sætunum. Síðustu ár hefur Skákfélag Akur- eyrar efnt til móta sem byijað hafa á sumardaginn fyrsta og hefur það verið nokkurs konar endapunktur við vetrarstarf félagsins. Atskák- mótið er öllum opið og þess vænst að þátttaka verði góð. umsóknir hefðu borist. Af sam- tölum við skólastjóra í umdæminu mætti hins vegar ráða að réttinda- kennarar væru í auknum mæli að sækjast eftir stöðum. Trausti sagði að reyndar hefði hið sama verið uppi á teningnum í fyrravor. Niður- staðan að hausti hafí síðan orðið sú að hlutfall réttindakennara hækkaði ekki nema um 2-3%, en búist hafði verið við meiri hækkun. Hlutfall réttindakennara á Norður- landi eystra losar rétt um 80%. Tvístígandi „Það bendir margt til þess að nú hafi skólastjórnendur meiri möguleika en áður á að ráða rétt- indakennara. Áður hafa leiðbein- endur oft verið ráðnir inn í skólana í stað réttindakennara sem farið hafa í leyfí. Nú svara menn auglýs- ingum fyrr en oft áður og það virð- ist vera að í stað þess að ráða leið- beinendur fyrir þá réttindakennara sem fara í leyfí verði hægt að fá kennara með réttindi," sagði Trausti. „Maður finnur líka sterkt að kennarar eru mjög tvístígandi um að losa um stöður sínar af ótta við að tapa þeim.“ Trausti taldi bágt atvinnuástand HÁSKÓLIIMN A AKUREYRI Fyriilestui um fiskihagfræði Tími: Laugardagurinn 24. apríl kl. 14.00. Staður. Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti, stofa 25. Efni: Markaðsbúskapur og sjávarútvegur. Flytjandi: Dr. Rögnvaldur Hannesson prófessor í fiski- hagræði við Verslunarháskólann í Björgvin, Noregi. líklegustu skýringuna á þessu og mörgum væri nú Ijóst að því fylgdu ýmsir kostir að starfa að kennslu, en kennarar hefðu t.d. ýmsar tryggingar sem ekki byðust alls staðar á almenna vinnumarkaðn- um. (WHótel ^Harpa Hópar - einstaklingar Minnum á blómstrandi menningar- og skemmtana- líf, landsins besta skíðaíjall og vetrartilboð okkar. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði í hjarta bæjarins. Sími 96-11400 Ath.aðHótelHarpaerekkiísímaskránni. MTC I SLDTíLlUiTflH T PENINGASKÁPAR Meö kortalásum, tölvulásum og talnalásum. Verð frá kr. 27.100,- Fáanlegir með gólf- festingu og bjöllu Tf LVUTÆKI FURUVÖLLUM 5, AKUREYRI ___SÍMI 96-26I00. 5S Tæknival SKEIFUNNI 17, REYKJAVÍK SÍMI 91-681665.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.