Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 51
M.ORGUN^LAÐIÐ; FIMMTUDAGUR ffg, APRÚ- 1998 11 Jóhanna Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 2. febrúar 1903 Dáin 17. apríl 1993 Að morgni laugardagsins 17. apríl lést Jóhanna Sigurðardóttir, ömmusystir mín, á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Jóhanna var liðlega níræð þegar hún lést og dvaldist síðustu árin á Hlíð. Jóhanna fæddist að Veturliða- stöðum í Fnjóskadal og ólst þar upp, yngst sex alsystkina. Foreldrar Jóhönnu voru hjónin Sigurður Dav- íðsson og Sigríður Sigurðardóttir. Mikill aldursmunur var á þeim hjón- um og varð Sigríður snemma ekkja eða þegar Jóhanna var aðeins tveggja ára. Sigríður hélt þó áfram búskap ásamt börnum sínum nær aldarfjórðungi eftir að hún hafði misst mann sinn. Böm sín sem upp komust sendi hún til mennta. Mar- teinn, sem var elstur, fór í bænda- skóla, Jónasína í húsmæðraskóla, Veturliði lærði trésmíðar og Jó- hanna fór í Héraðsskólann að Laug- um í Reykjadal. Sumarið 1929 fluttist fjölskyldan til Akureyrar og þeir bræður byggðu húsið í Oddeyrargötu 30 þar sem systkinin settust að ásamt móður sinni. Jónasína sem var sú eina sem hafði gifst var þá orðin ekkja með ungan son. Jóhanna var að vísu ekki í Oddeyrargötunni að staðaldri fyrstu árin. Hún vann þá á ýmsum stöðum utanbæjar og á Akureyri og var einnig einn vetur í vist í Reykjavík og lærði þar jafn- framt húllsaum. Eftir það rak Jóhanna sauma- stofu á Akureyri í áratug og saum- aði þar meðal annars sængurföt og undirkjóla. Up'p úr stríðinu fór húll- saumurinn úr tísku auk þess sem erfitt reyndist að fá varahluti í þýsku saumavélina sem notuð var og varð Jóhanna því að hætta rekstrinum. Hún fór þá að vinna á saumastofu Gefjunar á Akureyri og seinna við skógerð hjá Iðunni. Þegar ég man fyrst eftir Jóhönnu frænku vann hún á Iðunni fram að hádegi og við ræstingar í gagn- fræðaskólanum síðdegis. Hún hélt þá heimili fyrir sig og Veturliða bróður sinn í Oddeyrargötunni. Marteinn var þá kvæntur og Jónas- ína látin. Ég var níu ára þegar ég fór að dvelja reglulega nokkrar vikur á hveiju vori í Oddeyrargötunni. Fram að þeim tíma hafði fjölskylda mín verið búsett erlendis og ég hafði þá aðeins hitt Jóhönnu með nokkurra ára millibili. Mér er þó minnisstætt frá þeim árum þegar hún dvaldi hjá okkur I Kaupmanna- höfn og saumaði á mig ákaflega fína kápu sem ég var mjög stolt af, sérstaklega vegna þess að frænka mín hafði saumað hana. Þessi vor mín á Akureyri bund- umst við Jóhanna frænka sterkum böndum. Hún var ákaflega barnelsk kona en ekki mjög mannblendin. Það voru því fá börn sem fengu að njóta barngæsku hennar eins og ég fékk og reyndar pabbi minn líka Ertklrvkkjur Glæsileg kaffi- hlaðboró Megir salir og mjög góð þjónusta. Ipplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR hAtel LOFTLEIBIR þegar hann var ungur. Jóhanna þreyttist aldrei á því að spila við mig og segja mér sögur frá því hún var að alast upp í Fnjóskadalnum, sögur af pabba þegar hann var strákur og sögur af systrunum sem hún passaði í vistinni í Reykjavík. Hún var mér nánast eins og amma en Jónasína amma mín lést löngu áður en ég fæddist. Þegar Jóhanna sagði sögur úr sveitinni kom það glöggt fram hversu mikla ást hún hafði á dýrum og þá sérstaklega köttum. Þessir vinir hennar stóðu manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum af frásögum hennar. Það var enda svo að þótt aldrei væri formlegur heimilisköttur í Oddeyrargötunni voru alltaf við og við kettir sem vöndu þangað komur sínar um lengri eða skemmri tíma og fengu viðurgjörning hjá Jóhönnu. í stofunni hennar voru útsaumaðir kettir, málaðir kettir og kattarstyttur og enginn köttur, hvorki lifandi né á mynd, var svo ómerkilegur að ekki tæki því að ávarpa hann með vinsemdarorðum. Eitt sumar fóstraði Jóhanna frænka heimilisköttinn okkar. Ég kom með hann um vorið til hinnar árlegu dvalar og skildi hann svo eftir í góðu yfirlæti hjá Jóhönnu meðan fjölskyldan var sumarlangt í Kaupmannahöfn. Um haustið þeg- ar kisu var vitjað var hún vel feit og mjúk á feldinn eftir gott atlæti Jóhönnu. Hin síðari ár var alltaf hægt að gleðja Jóhönnu með kattarmynd og fyrir níræðisafmælið í febrúar leit- uðum við feðginin í höfuðborginni að spilum með kattarmyndum á bakinu en fundum því miður ekki. Eins og áður gat dvaldist Jó- hanna síðustu níu árin á Dvalar- heimilinu Hlíð, en þá var heilsu hennar mjög farið að hraka. Á dval- arheimilinu naut hún góðrar umönnunar starfsfólks og einnig naut hún þess að Einhildur Sveins- dóttir mágkona hennar átti heima í næsta nágrenni og kom oft til hennar. Ég kveð nú Jóhönnu frænku með þökk fyrir þann félagsskap sem hún veitti mér og einnig fýrir þá innsýn sem sem hún gaf mér í líf og hugs- unarhátt fólks á fyrstu áratugum aldarinnar. Fundir okkar hin síðari ár urðu færri en áður, þótt aldrei liði sumar án þess að ég og fjöl- skylda mín kæmi til Akureyrar og heilsaði upp á Jóhönnu. Steinunn Stefánsdóttir. . ■ wsá lllíl . jtóí T OPIÐ HÚSI Samband íslenzkra rafveitna er 50 ára á þessu ári. Af því tilefni munu raforkufyrirtæki landsins hafa opið hús laugardaginn 24. apríl eða síðar, á árinu. Fyrirtækin sýna aðstöðuna og veita upplýsingar. Á nokkrum stöðum verða til sýnis verkefni sem nemendur í nokkrum grunnskólum landsins hafa unnið í tengslum við afmælisárið. Boðið verður upp á veitingar og ýmislegt fleira. Opið hús er hjá eftirfarandi raforkufyrirtækjum: assal j# O Opið hús rafveitna 24. apríl 1993 Andakílsárvirkjun kl. 13.00 til 18.00 Bæjarveitur Vestmannaeyja kl. 13.30 til 17.00 Skildingavegi 5 Hitaveita Suðurnesja kl. 13.30 til 17.00 Skrifstofan Brekkustíg 36, Narðvík Orkuverið Svartsengi Aðveitustöð og dælustöð að Fitium Njarðvík Rafmagnsveita Reykjavikur kl. 11.00 til 17.00 Skipulagðar skoðanaferðir frá Suðurlandsbraut 34 í stjórnstöð Landsvirkjunar og aðveitustöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur Rafveita Akraness kl. 13.30 til 17.00 Dalbraut 8 Rafveita Borgarness kl. 13.00 til 17.00 Borgarbraut 11-13 Rafveita Akureyrar kl. 13.30 til 17.00 Þórsstíg 4 Rafveita Hafnarfjarðar kl. 13.30 til 17.00 í aðalveitustöðinni að Öldugötu 39 Rafveita Sauðárkróks kl. 13.30 til 17.00 Rafveituverkstæði Borgarflöt 3 / Selfossveitur b.s. kl. 13.30 til 17.00 / Austurvegi 67 Rafmagnsveitur ríkisins kl. 13.30 til 17.00 hjá svæðisstjórum út um landið: Stykkishólmur, svæðismiðstöð, Borgarnes, skrifstofa, Ólafsvík, Rjúkandavirkjun, Búðardalur, skrifstofa. Blönduós, svæðismiðstöð, Siglufjörður, skrifstofa, Hvammstangi, skrifstofa, Laxárvatnsvirkjun, Sauðárkrókur, skrifstofa, Gönguskarðsárvirkjun Akureyri, svæðismiðstöð, Dalvík, skrifstofa, Garðsárvirkjun, Kópasker, skrifstofa, Þórshöfn, rafstöð Raufarhöfn, rafstöð. Egilsstaðir, svæðismiðstöð, Vopnafjörður, skrifstofa, \\ Seyðisfjörður, skrifstofa, Norðfjöröur, skrifstofa, \\ / Eskifjörður, skrifstofa, Höfn, skrifstofa, Grímsárvirkjun, Lagarfossvirkjun Hvolsvöllur, svæðismiðstöð, Selfoss, skrifstofa Orkubú Vestfjarða 28. ágúst n.k. nánar auglýst síðar V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.