Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993
__________Brids_____________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Sýslutvímenningur Brids-
félags Hornafjarðar
Humarmótið mikla er annað nafn á
þessum tvímenningi. Var hann spilað-
ur í mötuneyti Borgeyjar hf. 16.-17.
apríl.
Lokastaða efstu para:
AgústSigurðsson/JónasÓlafsson 89
Sigurpáll Ingibergsson/Gunnar Páll Halldórsson 70
JónNíelsson/GesturHalldórsson 56
Elsa Bjartmarsdóttir/Ólafur Magnússon 54
Ámi Stefánsson/Jón Sveinsson 50
Skúli Sveinsson/Bjami Á. Sveinsson 32
Efstu þrjú pörin fengu mismikið
magn af humri fyrir árangur sinn og
efsta parið að sjálfsögðu hinn eftir-
sótta farandbikar er titlinum fylgir.
Bjöm Guðbjömsson handhafi bikars-
ins frá síðasta ári sneri hinsvegar við
blaðinu í ár. Aukaverðlaun fyrir besta
skor hlutu: í 3. umferð Elsa og Ólafur
fyrir að skora +23. í 16. umferð
Skúli/Bjarni og Einar/Þorsteinn fyrir
+11 skor. Þau pörin hlutu minna af
humri en hin. Mótið fór afspyrnuvel
fram og var því lokið kl. 17 á laugar-
dag eða um klukkustund fyrir áætluð
spilalok. Keppnisstjóri var Jón Gunnar
Gunnarsson og aðrir starfsmenn Vífill
Karlsson, Jóhanna Marína Baldurs-
dóttir og Björk Pálsdóttir.
JGG
Bridsfélag Suðurnesja
Gísli Torfason, Logi Þormóðsson og
Jóhannes Sigurðsson hafa nauma for-
ystu í meistaramóti félagsins í tví-
menningi en nú hafa verið spilaðar
16 umferðir af 21. Staða efstu para:
Gisli - Logi - Jóhannes 70
Pétur Júlíusson - Eysteinn Eyjólfsson 67
Karl Karlsson - Karl Einarsson 51
GarðarGarðarsson-GuðnýGuðjónsdóttir 46
Gísli ísleifsson - Guðm. Siguijónsson 42
Keppnin er einnig spiluð með for-
gjöf og þar dregur saman með þeim
reyndu og óreyndu en staða er nú
þessi:
Gísli Halldórsson - Guðjón Jónasson 279
Ingimundur Eiríksson - Randver Ragnarsson 255
GuðjónJensen-KjartanSævarsson 213
Helgi Guðleifsson - Gestur Rósinkarsson 207
Pétur Júlíusson - Eysteinn Eyjólfsson 199
Hæsta skor síðasta spilakvöld:
GarðarGarðarsson-GuðnýGuðjónsd. 52
Pétur Júlíusson - Eysteinn Eyjólfsson 45
Gísli R. ísleifsson - Guðmundur Siguijónsson 41
BjömBlöndal-BirkirJónsson 40
Síðasta kvöldið í þessari keppni
verður nk. mánudagskvöld í Stapanum
og hefst spilamennskan kl. 19.45.
Keppnisstjóri er ísleifur Gislason.
íslandsmótið í tvímenningi
1993
íslandsmótið í tvímenningi hefst í
dag 22. apríl og er spilað á Hótel
Loftleiðum. í undankeppnina, sem
spiiuð er í dag og á morgun, eru skráð
102 pör. Þau spila í 6 sautján para
riðlum, þrjár umferðir. Tvær í dag kl.
13.00 og '19.30 og eina á morgun kl.
13.00.
26 efstu pörin komast áfram í úrslit-
in sem spiluð verða í beinu framhaldi
um helgina og hefjast kl. 11. á laugar-
dagsmorgun. Svæðameistarar 6
svæða fara beint í úrslit þannig að
fjöldi para í úrslitum er 32. Úrslitin
hefjast eins og áður segir kl. 11.00 á
laugardagsmorgun á Hótel Loftleiðum
og verður spilað allan laugardaginn
og laugardagskvöldið með matarhléi
og haldið áfram á sunnudagsmorgun
kl. 11.00 ogspilaðtil kl. 19.00. Spilað-
ur er Barójneter, 4 spil á milli para.
Núverandi íslandsmeistarar í tvímenn-
ingi eru Aðalsteinn Jörgensen og Sig-
urður Sverrisson. Þeir spila ekki sam-
an núna og verða því að fara gegnum
undanúrslitasíuna og reyna að veija
titilinn hvor í sínu lagi.
Bridsfélag Breiðholts
Sl. þriðjudag hófst þriggja kvölda
vortvímenningur. Röð efstu para:
Óskar Sigurðsson - Sigurður Steingrímsson 132
Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson 120
MagnúsOddsson-LiljaGuðnadóttir 118
45
BaldurBjartmarsson-HelgiSkúlason 116
Keppnin heldur áfram næsta þriðju-
dag. Vegna forfalla er æskilegt að
bæta við tveimur pörum. Áhugasamir
hafi vinsamlegast samband við Her-
mann í síma 41507 fyrir 27. apríl
Bridsfélag Kópavogs
Sl. fímmtudag var annað kvöldið
af þrem í Butlemum.
Hæstu kvöldskor náðu:
RagnarJónsson-Þrösturlngimarsson 67
JónS.Ingólfsson-Sigurðurlvarsson ’ 63
A-riðill
Ragnar-Þröstur 133
SigrúnPétursdóttir-AluaHansen 100
MagnúsAspelund-SteingrímurJónsson 91
B-riðill
JónSteinar-Sigurður 112
JensJensson-ErlendurJónsson 96
GuðbjörnÞórðarson-StefánR.Jónsson 92
Sumardaginn fyrsta verður hlé á
Butlernum vegna undankeppni Brids-
sambandsins í tvímenningi, í staðinn
verður spilaður eins kvölds tvímenn- ».
ingur.
1 -
Mörg hundruð
bílastæði í boði
í miðborginni.
Nýtum ný bílhýsi og bílastæði
í stað þeirra sem hverfa.
INGÓLFSGARÐUR
KOLAPORT
TRAÐARKOT
VESTURGATA 7
BÍLAKJALLARI RÁÐHÚSS
ALÞINGISREITUR
TRYGGVAGATA 15
BERGSTAÐIR
Upplýsingasími
Bílastœðasjóðs
er 632380.
Vegna framkvæmda í miðborginni í sumar verða fjölmörg bílastæði tekin úr notkun,
- sum endanlega, önnur tímabundið. Þrátt fyrir þetta hefur heildarframboð bílastæða í mið-
borginni ekki minnkað. Það er vegna þess að fjömörg ný stæði hafa undanfarið verið tekin í notkun.
í þessu sambandi er sérstakiega bent á bilastæði í bílhýsum miðborgarinnar.
Mikilvægt er því að þeir sem leið eiga í miðborgina vegna starfa sinna eða annarra erinda, geri sér
grein fyrir þessum breyttu aðstæðum.
Leitið upplýsinga um allt er lýtur að bílastæðum og staðsetningu bílhýsa og bílastæðasvæða í
miðborginni.
BÍLASTÆÐASJÓÐUR
VjS / QISQH Vi!AH