Morgunblaðið - 22.04.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.04.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 29 Davíð Oddsson forsætisráðherra um Hagræðingarsjóð Uthlutun er bund- in kjarasamningum DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir að úthlutun veiði- heimilda Hagræðingarsjóðs sé bundin því að gerðir verði kja- rasamningar. Hann segir það ekki rétt hjá Kristjáni Ragn- VEGNA framkvæmda á Mið- bakka hafa sælífskerin verið flutt á Grófarbakka. Auðveldast er að koma að þeim frá Hafnar- búðum. Nú er sjóferðum út á Kollafjörð með ellefu ára nemendur Grunn- skóla Reykjavíkur að ljúka og því verður hætt að sýna botndýr utan af Kollafirði í kerunum. Þess í stað verður tekin upp sú kynning á arssyni, formanni Landssam- bands útvegsmanna, að um sé að ræða loforð frá síðasta sumri, sem sé óháð kjarasamn- ingum, en það var haft eftir Krisljáni í laugardagsblaði botndýralífi Gömlu hafnarinnar eins og gert var sl. sumar og haust. Að beiðni Náttúruverndarfélags Suðvesturlands lét Heilbrigðiseft- irlit Reykjavíkur gera örveru- og efnarannsókn á sjónum við Gróf- arbakka dagana 17. og 23. mars sl. og reyndist ekki vera ger- lauppsretta á sýnatökustað. (Fréttatilkynning) Morgunblaðsins. „Sú útfærsla, sem stungið hefur verið uppá, tilheyrir kjarasamning- um og er bundin við þá,“ sagði Davíð. Aðspurður hvort ekki hefði verið um að ræða loforð í ágúst í fyrra, þegar rætt var um úthlutun veiðiheimilda Hagræðingarsjóðs, sagði hann: „Þetta var ekkert lof- orð. Það kom tillaga um tiltekið fyrirkomulag. Það var lagzt hart gegn því fyrirkomulagi, meðal annars af Kristjáni Ragnarssyni, og þess vegna frestaðist það mál. Bæði útvegsmenn og Fiskveiða- sjóður lögðust gegn því og Kristján þekkir það mjög vel. Síðan var þetta rætt í tengslum við kjara- samninga og meðan kjarasamn- ingar hafa ekki verið gerðir á þess- um nótum, er þetta mál ekki inni í myndinni." Sælífskerin flutt á Grófarbakka Tónleikar KARLAKÓRINN Jökull frá hornafirði á tónleikum 1988. Afmælistónleikar Karlakórsins Jökuls KARLAKORINN Jökull heldur afmælistónleika, vegna tutt- ugu ára afmælis kórsins, í Hafnarkirkju á Höfn kl. 20.30 í kvöld, sumardaginn fyrsta. Aðrir afmælis- og vortónleikar verða svo á sama stað og tíma laugardaginn 24. apríl. Og í byrjun maí ætla félagarnir að syngja á Austurlandi. Karlakórinn Jökull var formlega stofnaður af söngunnendum í Aust- ur-Skaftafellssýslu 9. júní 1973. Það var m.a. vegna umræðu á bænda- fundum í sýslunni að af kórstofnun varð, en bændur ræddu ýmislegt sem viðkom öðru en búskap á þeim tíma. Og uppúr þeim umræðum voru til- nefndir menn úr öllum 6 hreppum sýslunnar til að kanna áhuga á stofnun karlakórs. Ekki var um það að villast að áhugi var fyrir hendi og sem fyrr segir lagði kórinn af stað í vegferð sína í júní 1973. - JGG. CARAVELLE, 10 manna. TRANSPORTER pallbifreið með 6 manna húsi. Fjölhæfni þessa vinnuþjarks birtist í mörgum myndum Vinnubílarnir frá Volkswagen hafa fyrir löngu skapað sér afdráttarlausa sérstöðu hér á landi fyrir styrk, dugnað og fjölhæfni. Alvinnubílstjórar hafa úr ýmsum góðum kostum að velja, því Volkswagen Transporter getur tekið á sig ýmsar myndir - allt eftir þörfum hvers og eins. Velja má á milli bensín- og dísilhreyfla, burðargeta er á bilinu 1-1,2 tonn og farþegafjöldi getur verið allt að 10 manns. Bílarnir eru búnir aflstýri og eru með framhjóladrifi eða aldrifi. Vinnubílarnir frá Volkswagen eru undanþegnir virðisaukaskatti og með 3 ára ábyrgð. Volkswagen Transporter - bíll sem vinnur fyrir sér! VOLKSWAGEN m HEKLA Laugavegi 170-174 Sími 69 55 00 VERND UMHVIRFIS VIOURKFNNINC IPN1ÁNM.IOOS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.