Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993
29
Davíð Oddsson forsætisráðherra um Hagræðingarsjóð
Uthlutun er bund-
in kjarasamningum
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra segir að úthlutun veiði-
heimilda Hagræðingarsjóðs sé
bundin því að gerðir verði kja-
rasamningar. Hann segir það
ekki rétt hjá Kristjáni Ragn-
VEGNA framkvæmda á Mið-
bakka hafa sælífskerin verið
flutt á Grófarbakka. Auðveldast
er að koma að þeim frá Hafnar-
búðum.
Nú er sjóferðum út á Kollafjörð
með ellefu ára nemendur Grunn-
skóla Reykjavíkur að ljúka og því
verður hætt að sýna botndýr utan
af Kollafirði í kerunum. Þess í stað
verður tekin upp sú kynning á
arssyni, formanni Landssam-
bands útvegsmanna, að um sé
að ræða loforð frá síðasta
sumri, sem sé óháð kjarasamn-
ingum, en það var haft eftir
Krisljáni í laugardagsblaði
botndýralífi Gömlu hafnarinnar
eins og gert var sl. sumar og haust.
Að beiðni Náttúruverndarfélags
Suðvesturlands lét Heilbrigðiseft-
irlit Reykjavíkur gera örveru- og
efnarannsókn á sjónum við Gróf-
arbakka dagana 17. og 23. mars
sl. og reyndist ekki vera ger-
lauppsretta á sýnatökustað.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðsins.
„Sú útfærsla, sem stungið hefur
verið uppá, tilheyrir kjarasamning-
um og er bundin við þá,“ sagði
Davíð. Aðspurður hvort ekki hefði
verið um að ræða loforð í ágúst í
fyrra, þegar rætt var um úthlutun
veiðiheimilda Hagræðingarsjóðs,
sagði hann: „Þetta var ekkert lof-
orð. Það kom tillaga um tiltekið
fyrirkomulag. Það var lagzt hart
gegn því fyrirkomulagi, meðal
annars af Kristjáni Ragnarssyni,
og þess vegna frestaðist það mál.
Bæði útvegsmenn og Fiskveiða-
sjóður lögðust gegn því og Kristján
þekkir það mjög vel. Síðan var
þetta rætt í tengslum við kjara-
samninga og meðan kjarasamn-
ingar hafa ekki verið gerðir á þess-
um nótum, er þetta mál ekki inni
í myndinni."
Sælífskerin flutt á Grófarbakka
Tónleikar
KARLAKÓRINN Jökull frá hornafirði á tónleikum 1988.
Afmælistónleikar
Karlakórsins Jökuls
KARLAKORINN Jökull heldur afmælistónleika, vegna tutt-
ugu ára afmælis kórsins, í Hafnarkirkju á Höfn kl. 20.30 í
kvöld, sumardaginn fyrsta. Aðrir afmælis- og vortónleikar
verða svo á sama stað og tíma laugardaginn 24. apríl. Og í
byrjun maí ætla félagarnir að syngja á Austurlandi.
Karlakórinn Jökull var formlega
stofnaður af söngunnendum í Aust-
ur-Skaftafellssýslu 9. júní 1973. Það
var m.a. vegna umræðu á bænda-
fundum í sýslunni að af kórstofnun
varð, en bændur ræddu ýmislegt sem
viðkom öðru en búskap á þeim tíma.
Og uppúr þeim umræðum voru til-
nefndir menn úr öllum 6 hreppum
sýslunnar til að kanna áhuga á
stofnun karlakórs. Ekki var um það
að villast að áhugi var fyrir hendi
og sem fyrr segir lagði kórinn af
stað í vegferð sína í júní 1973.
- JGG.
CARAVELLE, 10 manna.
TRANSPORTER pallbifreið með 6 manna húsi.
Fjölhæfni þessa vinnuþjarks
birtist í mörgum myndum
Vinnubílarnir frá Volkswagen hafa fyrir löngu skapað sér afdráttarlausa sérstöðu hér á landi fyrir styrk, dugnað og fjölhæfni. Alvinnubílstjórar hafa úr ýmsum
góðum kostum að velja, því Volkswagen Transporter getur tekið á sig ýmsar myndir - allt eftir þörfum hvers og eins. Velja má á milli bensín- og dísilhreyfla,
burðargeta er á bilinu 1-1,2 tonn og farþegafjöldi getur verið allt að 10 manns. Bílarnir eru búnir aflstýri og eru með framhjóladrifi eða aldrifi. Vinnubílarnir
frá Volkswagen eru undanþegnir virðisaukaskatti og með 3 ára ábyrgð.
Volkswagen Transporter - bíll sem vinnur fyrir sér!
VOLKSWAGEN
m
HEKLA
Laugavegi 170-174
Sími 69 55 00
VERND
UMHVIRFIS
VIOURKFNNINC
IPN1ÁNM.IOOS