Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 14
u____________________ Félagsstofnun stúdenta MQKGtyNMADIÐ FIMMTUD^VGyR: j22. APRIL;a893 Hag'smunum stúdenta stefnt í voða í pólitískri refskák Röskvu eftir Önnu Birnu Snæbjörnsdóttur Tilefni skrifa minna er það að fimmtudaginn 15. apríl var fram- kvæmdastjóra Félagsstofnunar Stúdenta vikið úr embætti að til- hlutan þriggja fulltrúa Stúdenta- ráðs í stjórn. fyrirtækisins. Brott- vikningin kom öllum þeim er til rekstrar Félagsstofnunar þekkja gjörsamlega í opna skjöldu, enda með öllu ástæðulaus þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur aldrei verið jafn vel á vegi statt og nú. Aug- ljóst er að þarna var eingöngu um pólitíska aðgerð að ræða. Ég tel mér skylt að rekja aðdrag- anda þessa máls og fáheyrð vinnu- brögð þar að lútandi af hálfu fyrr- nefndra stjórnarmeðlima. Einnig tel ég þörf á að greina í fáum orðum frá því hvers konar fyrirtæki Fé- lagsstofnun stúdenta er og sýna þannig fram á hversu ábyrgðar- laust og hættulegt það er að tefla í tvísýnu. hagsmunum stúdenta í pólitískri refskák innan Stúdenta- ráðs. Aðdragandinn og vinnu- brögðin siðlaus og með eindæmum Félagsstofnun Stúdenta (FS) er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri Qárhagsábyrgð. Að henni standa Háskóli íslands, Menntamálaráðu- neytið og allir skrásettir stúdentar við Háskólann og er Stúdentaráð Háskóla íslands (SHÍ) fulltrúi þeirra. Stofnuninni er stjórnað af fímm manna stjóm þar sem þrír eru kosnir af Stúdentaráði og sam- kvæmt hefð gegnir einn þeirra starfí formanns stjómarinnar. Einn fulltrúi er kosinn af Háskólaráði og annar er skipaður af menntamála- ráðherra. í Stúdentaráði HÍ eiga tvær fylk- ingar sæti; Röskva, samtök félags- hyggjufólks og Vaka, félag lýðræð- issinnaðra stúdenta. Röskva hefur haft meirihluta í ráðinu síðastliðið ár, fer með stjóm þess og alla þijá fulltrúa stúdenta í stjóm FS. 15. mars síðastliðinn sagði Guðmundur K. Birgisson, fulltrúi Röskvu, af sér sem fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn Félagstofnunar stúdenta. Um ástæðu afsagnarinnar sagði hann orðrétt: „ .. . ég er í veigamiklum atriðum ósammála stefnu meiri- hlutans í Stúdentaráði í málefnum fyrirtækisins og get því ekki takið þátt í að framfylgja henni". Á þess- um tímapunkti var ekki vitað nánar hver „stefna“ Röskvu í málefnum FS væri, sem Guðmundur taldi sér ekki fært að framfylgja. Hálfum mánuði síðar, að kvöldi 29. mars, sagði þáverandi stjómarformaður FS, Finnur Sveinsson viðskipta- fræðingur, af sér embætti vegna tímaskorts. Fyrr þennan sama dag hafði stjómarformaður sjálfur boð- að framkvæmdastjóra FS á fund með fulltrúum Röskvu í stjóm FS á Holiday Inn hótelinu, á fölskum forsendum. Þegar framkvæmda- stjórinn mætti á „fundinn", rúmlega átta um kvöldið var aðeins einn stjórnarmanna Röskvu mættur, Steinunn V. Óskarsdóttir. Hún til- kynnti framkvæmdastjóranum að fleiri yrðu fundarmenn ekki og að áður yfírlýst efni fundarins væri aðeins yfírskin. Hins vegar skýrði hún frá því að meirihluti Röskvu- manna hafði samþykkt að fram- kvæmdastjórinn léti af störfum sín- um hjá Félagsstofnun stúdenta. Því næst krafðist Steinunn þess að hann afhenti henni lyklavöldin og léti af störfum samstundis. Engin rök færð fyrir aðförinni Þess ber að geta að á þessum tíma var Steinunn V. Óskarsdóttir eini sitjandi aðalfulltrúi Stúdenta- ráðs í stjóm FS, og því engin tilvilj- un að hún ein mætti. Kosning tveggja fulltrúa Röskvu (þeirra Guðjóns Ólafs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra þingflokks Fram- sóknarflokksins og Péturs Más Ól- afssonar, útgáfustjóra) í stað þeirra sem sagt höfðu af sér fór fram á fundi Stúdentaráðs seinna þetta sama kvöld en um það leyti var fundi Steinunnar og framkvæmda- stjóra FS á Holiday Inn lokið. Þar að auki hafði Steinunn ekkert samr- áð haft við stjóm FS um málið. Af framansögðu má ljóst vera að Steinunn V. Oskarsdóttir hafði ekki umboð til að víkja framkvæmda- stjóra úr starfí og vinnubrögð henn- ar og Finns Sveinssonar verða að teljast fáheyrð óheilindi og siðleysi. Framkvæmdastjóri FS sam- þykkti ekki uppsögn sína fyrr en öll stjórnin hefði fjallað um málið, og hafnaði þeirri málaleitan Röskvumanna að hann segði sjálfur upp starfí. Það var síðan fímmtu- daginn 15. apríl að fulltrúar Röskvu létu til skarar skríða, í andstöðu við starfsfólk stofnunarinnar, full- trúa Háskólaráðs, fulltrúa mennta- málaráðuneytis og bygginganefnd, og Sögðu framkvæmdastjóranum upp störfum. Engin raunvemleg efnisleg rök hafa verið borin fýrir þessari ákvörðun og þykir manni nokkuð merkilegt við þetta mál að fulltrúar Röskvu hafa í störfum sínum innan stjórnar FS aldrei gagnrýnt eða lýst yfír óánægju með störf fram- kvæmdastjórans. Því virðist manni óneitanlega sem um skyndihug- dettu sé að ræða er ráðist eingöngu af pólitískum hagsmunum ein- stakra aðila. Rekstur og þjónusta við stúdenta aldrei verið betri Féiagsstofnun stúdenta tók til starfa 1. júní árið 1986 og hefur gegnt mjög veigamiklu hlutverki sem alhliða þjónustufyrirtæki stúd- enta í Háskóla íslands og öðrum framhaldsskólum. Félagsstofnun stúdenta rekur alla stúdentagarð- ana við Háskólann, kaffistofur í fímm byggingum Háskólans, Bók- sölu stúdenta, sem er eina bókabúð sinnar tegundar hér á landi og Ferðaskrifstofu stúdenta. Félags- stofnun sér einnig um rekstur Stúd- entaheimilisins við Hringbraut en þar er stofnunin til húsa ásamt Bóksölu, Ferðaskrifstofu, Háskóla- fjölritun, Stúdentaráði, Stúdenta- blaðinu o.fl. sem aðstöðu hafa í húsinu. Á vegum Félagsstofnunar er nú ' byggingu nýtt hverfí stúdenta- garða, Ásgarðar, sem eru umfangs- mestu framkvæmdir sem fyrirtækið hefur ráðist í frá upphafi. Þær framkvæmdir hafa staðist stranga áætlun og var fýrsti áfangi garð- anna tekinn í notkun nú rétt fyrir páska. Öðrum áfanga að ljúka fyrir 1. sept. næstkomandi. Stefnt er að því að byggingu Ásgarða verði lok- ið fýrir aldamót og munu þeir þá hýsa um 450 stúdenta og fjölskyld- ur þeirra. í Bóksölu stúdenta hefur vöru- verð verið lækkað um nálægt 25% og þó hefur hagnaður verið af versl- uninni síðustu ár. Einnig hefur hagnaður af Ferðaskrifstofu stúd- enta síðust tvö ár, ólíkt því sem áður var. Auk þessa hefur verið ráðist í miklar framkvæmdir hvað varðar viðhald og endurnýjun á húseignum stofnunarinnar. Félagsstofnun er í hópi stærri fyrirtækja landsins; ársvelta þess er um 500 milljónir og eignir náægt 1.500 milljónum. Fyrirtækið skilaði ca 30 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári og eiginfjárstaða þess hefur aldrei verið jafn sterk eða um 772 milljónir kr. Hjá fyrirtækinu starfa á bilinu 40-50 manns. Félagsstofnun stúdenta stefnt í voða Allar þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst hversu vel hefur verið að rekstri Félagsstofn- unar stúdenta staðið síðustu ár. Þetta hefur skilað sér til stúdenta í lækkuðu vöruverði og bættri þjón- ustu. Meirihluti Röskvu í Stúdenta- ráði og stjórn FS hefur nú tekið þá ákvörðun að stefna hagsmunum stofnunarinnar í voða. Um leið er hagsmunum stúdenta stefnt í voða þar sem hlutverk stofnunarinnar er fyrst og fremst að þjóna þörfum stúdenta og Háskólans. Meirihluti Röskvu í stjóm hafði aldrei sett fram gagnrýni á rekstur Félags- stofnunar þegar kom að brottvikn- ingu framkvæmdastjórans. Enn hafa engin ásættanleg rök komið fyrir ákvörðuninni. Fagleg vinnu- brögð undanfarinna ára hafa verið látin víkja fyrir pólitískum stundar- hagsmunum. Stúdentar geta ekki sætt sig við slík vinnubrögð af hálfu fulltríra sinna í stjórn. Framtíð fyrirtækisins er teflt í tvísýnu. M.a. hefur bygginganefnd FS, Iýst því yfir að hún telji starfs- skilyrðum sínum nú ógnað. Lítið Anna Birna Snæbjörnsdóttir „Meirihluti Röskvu í stjórn hafði aldrei sett fram gagnrýni á rekst- ur Félagsstofnunar þegar kom að brott- vikningu framkvæmda- stjórans. Enn hafa eng- in ásættanleg rök kom- ið fyrir ákvörðuninni. Fagleg vinnubrögð undanfarinna ára hafa verið látin víkja fyrir pólitískum stundar- hagsmunum.“ má út af bregða í því starfí þar sem framkvæmdaáætlunin er mjög stíf. Auk þess er hætt á að þeir aðilar sem hingað til hafa lagt stofnuninni lið með ýmsum hætti fari nú að hugsa sig um tvisvar þegar ljóst er þvílíkt ábyrgðarleysi viðgengst í stjórnun hennar. Til að mynda sam- þykkti Háskólaráð að fresta af- greiðslu á framlagi sínu til bygg- ingasjóðs FS vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir um rekstur stofnunar- innar. Brottvikningin getur því rýrt mjög verulega það traust sem stofn- unin hefur skapað sér út á við, jafnt hérlendis sem erlendis. Jafnvel mætti ætla að meirihlutinn sé með þessu háttalagi að leggja vopn í hendur þeirra sem vilja að stjórn Félagsstofnunar verði, með laga- breytingu, tekin úr höndum stúd- enta til að koma í veg fyrir aðgerð- ir sem þessar. Starfsmenn látnir feykjast eftir pólitískum sviptivindum Ákveðin hefð hefur skapast fyrir því að halda starfsmönnum Félags- stofnunar stúdenta utan við þær pólitísku erjur sem eiga sér stað innan Stúdentaráðs. Litið hefur verið til Félagsstofnunar sem fyrir- tækis þar sem þekking og fagleg vinnubrögð starfsfólks skuli í há- vegum höfð. Þessi hefð hefur nú verið rofin. Ljóst þykir að nýtt fólk hefur tekið við stjórnartaumum í Stúdentaráði HÍ eftir síðustu kosn- ingar til ráðsins; fólk sem er tilbúið að standa fyrir því að einu af mikil- vægustu hagsmunatækjum stúd- enta, Félagsstofnun stúdenta, sé stefnt í voð á jafn siðlausan og ábyrgðarlausan hátt og raun ber vitni. I því sambandi ber að virða heilindi eldri Röskvumanna eins og Guðmundar K. Birgissonar, fyrir að standa utan við slíka stefnu. Það er hættuleg þróun að faglegir starfsmenn Félagsstofnunar stúd- enta eigi það á hættu fylkingarnar tvær sem í Stúdentaráði starfa geti rúllað þeim á milli sín, allt eftir hentistefnu þeirra er við stjómvöllin sitja á hveijum tíma. Hæpið er að hæfir menn fáist til starfa í svo ótryggðu starsumhverfi. Ekkert fyrirtæki stendur styrkum fótum við slíkar kringumstæður. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðrn stúdenta við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.