Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 KNATTSPYRNA Manchester Uniteder aðhafaþað Aston Villa tapaði stórt í Blackburn MANCHESTER United gerði góða ferð til London í gær- kvöldi, vann Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni og er með fjögurra stiga forystu, þegar tvær umferðir eru eftir, en Aston Villa lá 3:0 í Blakburn. Crystal Palace fékk betri færi í fyrri hálfleik, en United slapp með skrekkinn og markalaust var í hléi. Gestirnir komu tvíefldir til seinni hálfleiks og skömmu eftir að Bryan Robson kom inná um miðjan seinni hálfieik braut Mark Hughes ísinn með glæsilegu marki. Paul Ince innsiglaði sigurinn á 88. mín- útu eftir góðan einleik. Leikmenn United fögnuðu gífur- lega og stuðningsmenn liðsins ekki síður, en allt bendir til að bikarinn eftirsótti komi loks á Old Trafford eftir 26 ára íjarveru. Aston Villa þoldi hins vegar álag- ið og hefur varla leikið verr í vet- ur. Reyndar fékk Atkinson opið færi snemma í leiknum, en skaut í stöng af markteig. Heimamenn gerðu síðan þtjú mörk fyrir hlé og þar með draum Villa að martröð. Roy Keane tryggði Nottingham Forest mikilvægt stig í fallbarátt- unni þegar hann jafnaði 1:1 undir lokin gegn Arsenal, en Sheffield United fékk einnig stig, gerði 1:1 jafntefli við Sheffíeld Wednesday. Reuter Leikmenn Manchester United fögnuðu ákaft marki Paul Ince, sem er annar frá vinstri, enda titillinn nánast í höfn. Ince faðmar Mark Huges, en fyrirliðinn Steve Bruce er til vinstri. 1. deildarfélögin og KSÍ semja við Getraunir SAMNINGUR hefur náðst á milli Samtaka 1. deildarfélaga í knattspyrnu, Knattspyrnu- sambands íslands og Is- lenskra getrauna um að Get- raunir verði aðalstyrktaraðili 1. deildarkeppninnar og verð- ur deildin nefnd Getrauna- deildin. Samningurinn ertil þriggja ára - uppsegjanlegur af báðum aðilum eftir hvert keppnistímabil. Undanfarin ár hefur 1. deildar- keppnin verið nefnd ýmsum nöfnum styrktaraðila. Fyrst var það SL-deildin, þá Hörpudeildin og síðast Samskipadeildin. Aðilar samningsins hafa ákveðið að vinna að því að auka áhuga al- mennings á knattspyrnugetraun- um í landinu þar sem hagsmunir aðstandenda eru nátengdir. Þess má geta að nokkur 1. deildarfélög eiga enn eftir stóran óplægðan akur í sambandi við auknar tekjur í sambandi við sölu getraunaseðla. Fyrsta stórátakið verður gert þeg- ar enska knattspyman hefst næsta haust, en þá verður komið á Stór-getraunadegi. Þess má geta að 1. deildarfélög- in tíu þénuðu samtals 7.156.623 kr. á sölu getraunaseðla fyrstu þijá mánuðu ársins og vona for- ráðamenn félaganna að með stórátaki sé hækt að auka þessa fjárhæð verulega. íslenskar getraunir verðlauna félög að lokinni deildarkeppninni í ár með peningagreiðslum að upphæð 5.000.000 kr. íslands- meistararnir fá 700.000 kr., en síðan koma þessar upphæðir eftir sætum: 2. sæti: 570.000, 3. sæti: 510.000, 4. sæti: 485.000, 5. sæti: 470.000, 6. sæti: 465.000, 7. - 8. sæti: 455.000, 9. - 10. sæti: 445.000 krónur. Grasvöllur ÍA í boði vegna meistara- keppninnar Islandsmeistarar ÍA í knatt- spymu hófu æfingar á grasi í fyrradag og að sögn Gunnars Sig- urðssonar, formanns Knatt- spymufélags ÍA, eru Skagamenn reiðubúnir að bjóða grasvöll sinn fyrir leik ÍA og bikarmeistara Vals í meistarakeppninni 13. maí, ef ekki verður hægt að leika á grasi annars staðar. KSÍ hefur sett leikinn á gervigrasvöllinn í Laugardal, en Gunnar sagði á félögin vildu helst ekki þurfa að leika á gervigrasi. Theódór S. Halldórsson, nýkjör- inn formaður knattspymudeildar Vals, sagði að þjálfarar félaganna hefðu ræt sín á milli um að leika á grasi ef hægt væri og Valsmenn væru spenntir fyrir tilboði Skaga- manna, en formlegar viðræður hefðu ekki enn átt sér stað. „Við emm að vinna í þessu og ljóst er að allir em mjög spenntir fyrir því að hefja tímabilið með því að leika meistarakeppnina á góðu grasi.“ Hlynur Stefánsson Degerfors áfram jjjinar Páll Tómasson sá samheija Sveinn Agnarsson skrifar frá Svíþjóð sína í Degerfors tryggja sér sæti í undanúrslitum sænsku bikar- keppninnar í knatt- spyrnu, þegar þeir unnu Hlyn Stefáns- son og félaga í Örebro 3:2 eftir framlengdan leik í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Degerfors komst í 2:0, en Hlynur og félagar gáfust ekki upp og jöfn- uðu. Eyjamaðurinn, sem lék vinstra megin á miðjunni og leit út fyrir að vera þreyttur eftir Bandaríkjaferð íslenska landsliðsins, lagði upp jöfn- unarmarkið og því varð að fram- lengja. Framlengingin stóð stutt yfír, Degerfors skoraði eftir 43 sek- úndur og þar sem fyrsta mark í framlengingu ræður úrslitum var flautað til leiksloka. Degerfors er eina úrvalsdeiídarlið- ið í undanúrslitum og mætir liðið Elfsborg, sem vann Öster 3:1. Einar Páll er rétt byijaður að æfa eftir að hafa verið frá vegna meiðsla en hann sagðist gera ráð fyrir að vera spilfær eftir viku. Landskrona vann Spánga 4:0 og mætir Eskilstuna í undanúrslitum, en Eskilstuna vann Arlöv 4:3 eftir vítakeppni. Valur og Víkingur á Laugardalsvelli Valur og Víkingur fá sína Ijóra heimaleikina hvort félag á Laugardalsvelli í 1. deild í sumar, en félögin sóttu um til íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur að leika alla heimaleikina á vellinum. Vík- ingar leika aðra heimaleiki á Val- bjamarvelii, sem hefur verið breikk- aður, nema fyrsta leikinn, sem verð- ur á Víkingsvelli, en Valsmenn verða að öðm lejiti með heimaleiki sína að Hlíðarenda. Samkvæmt niðurröðun móta- nefndar KSÍ verða heimaleikir Vals á Laugardalsvelli gegn Fram, Þór, ÍBK og KR, en Víkingur fær heima- leiki gegn Fylki, Val, KR og Fram. Gert er ráð fyrir að Fram leiki alla heimaleiki sína á Laugardalsvelli, en þó gæti fyrsti heimaleikurinn, gegn Þór, verið settur á Valbjarnar- völl. Ifyrsta umferðin verður sunnu- daginn 23. maí og byija Valur og Víkingur að Hlíðarenda kl. 17. Aðr- ir leikir heíjast kl. 20; ÍBV og Fram leika í Eyjum, ÍBK og Fylkir í Kefla- vík, FH og ÍA í Kaplakrika og KR og Þór á KR-velli. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Atlanta Hawks - Indiana Pacers ....111:102 Cleveland - Detroit Pistons.105: 81 Miami - New York............ 97:109 Orlando-Washington..........105: 86 Minnesota - LA Lakers....... 95:107 Chicago - Philadelphia......123: 94 Dallas - LA Clippers...:.... 98:107 Portland - Golden State.....155: 99 Sacramento-UtahJazz.........101: 92 Íshokkí NHL-deildin 1. umferð úrslitakeppninnar: Buffalo Sabres - Boston Bruins...4:0 (Buffalo er yfir 2:0) Pittsburgh - New Jersey Devils...7:0 (Pittsburgh er yfír 2:0) Quebec - Montreal................4:1 (Quebec er yfir 2:0) New York - Washington............5:4 ■Eftir tvíframlengdan leik. (Jafnt er með liðunum 1:1) HM í Þýskalandi Þýskaland - Frakkland............5:3 Svíþjóð - Ítalía.................6:2 Snóker Heimsmeistaramótið í snðker í Sheffield - 1. umferð. Allt Englendingar, nema annað sér nefnt: 9-N. Bond- S. Dunn................10:4 13-McManus (Skotl.) - O’Sullivan..10:7. 8-Wilkinson - Reynolds............10:4 5- N. Foulds - B. Morgan........10:5 6- T. Griffiths (Wales) - D. Roe.10:6 7-J. Wattana (Tælandi) -Tony Jones...l0:7 ídag Víkingur 85 ára í dag, sumardaginn fyrsta, minnast Vfkingar 85 ára afmælis félagsins með vandaðri dagskrá í Víkinni, en klukkan 10 munu forystumenn félagsins fara í Fossvogskirkjugarð og leggja blóm- sveig að leiði Axels Andréssonar, fyrsta fonnanns Vikings. íþróttadagur Víkings hefst síðan kl. 11 í Víkinni þar sem einstakar deildir kynna starfsemi sfna, en innan félags- ins eru stundaðar sjö íþróttagreinar; knattspyrna, handknattleikur, blak, borðtennis, tennis, badminton og skíða- fþróttir. Klukkan 14 verður afreksfólki Vík- ings afhentar viðurkenningar. Klukkan 15 leikur 6. flokkur Vfkings í hand- knattleik, en liðið vann alla leiki sína í vetur, og kl. 15.30 leika íslandsmeist- arar 4. flokks karla f knattspymu inn- anhúss. Kaffiveitingar verða á boðstólum í Víkinni frá kl. 11 til kl. 16. Víkingar eru hvattir til að mæta og allir eru velkomnir. Knattspyrna Sex leikir verða ieiknir í Litlu-bikar- keppninni kl. 14: Haukar - Stjaman, Akranes - Grindavík, HK - Selfoss, ÍBV - ÍBK, Grótta - Víðir. FH - UBK. Víðavangshlaup ÍR 78. Víðavangshlaup ÍR fer fram í dag, sumardaginn fyrsta. Hlaupið hefst kl. 14 í Vonarstræti og lýkur við Ráðhúsið. Klifurkeppni Klifurkeppni fer fram í dag f húsnæði Fiskakletts, Hjallarhrúni 9, Hafnar- firði. Keppt er bæði í karla og kvenna- flokki. Keppni hefst kl. 10, en úrslita- keppnin fer fram kl. 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.