Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 16
MORGUNBLABIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1&93 Gamli skáli. Síðan þá hafa mannvirk- in sprottið upp, hvert á fætur öðru. í dag eru sjö hús í Vatnaskógi. Þau eru auk Gamla skála; tveir svefnskál- ar, kapella, bátaskýli, matskáli og íþróttahús. Öll þessi uppbygging hef- ur reynst möguleg með samstilitu átaki, óþrjótandi sjálfboðavinnu og gjafmildi velunnara starfsins. Mikil aðsókn drengja í sumarbúðirnar í Vatnaskógi veldur því að senn þarf nýr svefnskáli að rísa á svæðinu. Tilgangurinn Tilgangur starfsins í Vatnaskógi hefur ætíð verið sá sami, að segja drengjunum, sem þar dvelja, frá Jesú Kristi. Lögð er áhersla á Biblíuna og bænina. Á morgnana lesa dreng- irnir saman í Nýja testamentinu og ræða saman um það sem lesið er. Á kvöldin er hugvekja út frá Guðs orði og bæn. En þó svo að trúin sé mið- punktur starfsins er ekki þar með sagt að drengimir liggi á bæn allan daginn, síður en svo. Tilgangurinn er líka að leyfa drengjunum að njóta sín í fallegu umhverfi, og gera það sem þeim finnst gaman að gera. Má þar nefna bátsferðir, gönguferðir, skógarleiki og íþróttir. Vatnaskógur 1993 Nú í sumar verða 12 flokkar fyrir drengi í Vatnaskógi, og hafa þeir aldrei verið jafn margir. I hvern flokk komast um 90 drengir. Einn þessara flokka er svokallaður unglingaflokk- ur þar sem stúlkur eru velkomnar líka. Hefur sú nýbreytni reynst vel, enda hafa unglingspiltar og stúlkur unað sér vel saman í gegnum tíðina. Svokallaður karlaflokkur bindur endahnútinn á starfíð í Vatnaskógi þetta sumarið, sem og síðustu sum- ur. Þá safnast saman „gamlir" Skóg- armenn og rifja upp gamlar góðar stundir úr Vatnaskógi. Ef þátttakan í öllum þessum flokkum verður jafn góð og í fyrra má búast við rúmlega eitt þúsund manns í Vatnaskóg í sumar, og komast þá færri að en vilja. En hvað fær á annað þúsund manns til þess að sækjast eftir dvöl í Vatnaskógi hvert sumar? Flestum sem koma í Vatnaskóg í Svínadal fínnst staðurinn heillandi. Þar fer fremst í flokki falleg náttúra og ólýsanleg kyrrð. Eyrarvatnið er spennandi fyrir unga drengi og ekki spilla bátamir fyrir. Það vekur at- hygli að í þessi 70 ár hefur aldrei orðið alvarlegt slys á vatninu. Vita- skuld hafa drengirnir stundum feng- ið hressilega dýfu en eins og við vit- um verður enginn verri þótt hann vökni ögn. íþróttir er stór þáttur í lífí margra drengja og í Vatnaskógi gefst gott tækifæri til að sinna slíkum hugðar- efnum. Þar er hlaupabraut, stökk- gryfja, kasthringur o.fl. Malar- og grasvellir eru fyrir knattspyrnu og ekki má gleyma íþróttahúsinu sem Gamli skáli í Vatnaskógi. Vatnaskógnr í 70 ár Engin slys hafa orðið á vatninu þótt ýmsir hafi vöknað eins og gengur. „Kallið þið þetta skóg?“ varð æskulýðsleiðtoganum sr. Friðriki Friðrikssyni að orði þegar hann leit kjarrið í Vatnaskógi fyrst augum. Fyrstu viðbrögð sr. Friðriks voru blendin, en ekki ieið á löngu uns Vatnaskógur hafði tekið hug hans allan. Að loknum fyrsta deginum í Lindarijóðri gekk hann hljóður út að lindinni sem þar liðast um ijóðrið og fól staðinn og framtíð hans í Guðs hendur. í dag eru starfræktar í Vatnaskógi stærstu sumarbúðir á landinu og dvelja þar nærri eitt þús- und drengir yfír sumartímann. Á þessu ári eru liðin sjötíu ár frá því að fyrsti drengjahópurinn dvaldi í Vatnaskógi, en af þeim sem sótt hafa búðirnar eru a.m.k. fímmtán þúsund enn á lífí. í tilefni afmælisins kom nýlega út veglegt afmæliseintak af Lindinni, blaði Skógarmanna KFUM. Upphafið Fyrsta ferðin í Vatnaskóg var far- in sumarið 1923. Eins og nærri má geta voru bifreiðar ekki á hvetju strái á þeim tíma og vegir náðu skammt. Því kom fátt annað til greina en að brúka tvo jafnfljóta stóran hluta leið- arinnar. Fyrsti hópurinn, sem taldi 19 manns, lagði af stað á vörubíls- palli upp í Mosfellssveit morguninn 3. ágúst 1923. Vegurinn náði ekki lengra og urðu menn því að ganga það sem eftir var leiðarinnar, en far- angur var fluttur með vélbátnum Óðni inn að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Eftir tveggja daga göngu, blóð, svita og tár, komust þreyttir ferðalangarnir loks á áfangastað. Takmarkinu hafði verið náð. Fögnuð- urinn var gífurlegur og dvölin öll heppnaðist mjög vel. Fyrst um sinn var gist í tjöldum en fljótlega fóru menn að tala um að byggja skála í Vatnaskógi. Draumur sá virtist fjarlægur, en hugsjónin verður gjarnan því stærri sem viðfangsefnið er Ijarlægara. í júlí 1929 var stofnaður sjóður sem átti að renna í byggingu skálans. í þessu skyni voru lagðar fram 112 krónur. Áætlun gerði ráð fyrir 22.000 krónum. En eins og snigillinn kemst á leiðarenda óx sjóðurinn hægt og bítandi og hinn 1. ágúst 1943 var nýr og glæsilegur skáli vígður sem nú er jafnan nefndur Arsæll Aðalbergsson formaður Skógarmanna Okkur dreymir um að geta nýtt Vatnaskóg allt árið „Draumur okkar Skógarmanna er að gera Vatnaskóg þannig úr garði að hann nýtist allt árið. Við sjáum fram á að sá draumur rætist með tilkomu hitaveitunnar en einnig þarf að koma upp viðbótaraðstöðu, svo sem kennslu- stofu og setustofu og fleiru. Uppbyggingin hefur verið mikil alla tíð og nú á seinni árum hefur viðhald og endurnýjun kostað nokkrar milljónir króna á ári. í ár verður til dæmis varið hátt í 10 milljónum í viðhald, endurnýjun og uppbyggingu," segir Arsæll Aðalbergsson formaður stjórnar Skógarmanna KFUM sem setið hefur í stjórninni í nærri áratug og ver- ið formaður síðustu fjögur árin. Áfram að markinu. Ársæll Aðalbergsson er formaður Skógarmanna KFUM. Hér stendur hann á tröppum Gamla skálans og yfir dyrunum er merki Skógarmanna með einkunnarorðum þeirra: Áfram að markinu. Sr. Friðrik Friðriksson bar Vatnaskóg mjög fyrir bijósti þótt ekki væri hann trúaður á það í fyrstu að þar yrði sú gróðursæld sem seinna varð. Mannvirki í Vatnaskógi í dag eru í aldursröð: Gamli skáli, kapellan, bátaskýli, matarskáli, laufskáli, íþróttahús og Lerkiskáli. „Síðustu árin höfum við endumýjað Gamla skálann og verður unnið áfram við það í sumar,“ segir Ársæll. „Við erum einmitt núna að leita til gam- alla Skógarmanna um fjárstuðning við það verkefni sem við teljum verð- ugt í tilefni 50 ára vígsluafmælis skálans 1. ágúst. Þá stefnum við að því að ljúka endanlega við íþróttahús- ið og endurbætur á útiíþróttaaðstöð- unni en til þess verkefnis njótum við nokkurs styrks frá Reykjavíkurborg. Stór hluti uppbyggingarinnar í Vatnaskógi hefur verið fjármagnað- ur með framlögum velunnara en stundum hefur reksturinn gefið hagnað til fjárfestinga." Gjörbreytt aðstaða með hitaveitunni Ársæll segir að hitaveitan sem lögð var síðasta haust gjörbreyti. aðstöðunni og nú sé hægt að nýta staðinn allt árið. Hann bætir því Iíka við að samstárfið við sveitungana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.