Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRIL 1993
ATVINNUAUGl YSINGAR
Húsvörður
Handlaginn og áreiðanlegur maður óskast.
Húsnæði fylgir.
Umsóknir, með upplýsingum um aldur og
fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
1. maí merktar: „Háhýsi - 10483".
Hjúkrunarfræðingur
óskast til afleysingastarfa í sumar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu í síma
98-34289 kl. 8-12 alla virka daga.
Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi,
Hveragerði.
Tæknifræðingur
Verkfræðistofa óskar eftir að ráða ungan
tæknifræðing til eftirlitsstarfa. Nauðsynlegt
er að tæknifræðingurinn sé iðnmenntaður
eða hafi mikla reynslu af byggingavinnu.
Góð enskukunnátta æskileg.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
29. apríl, merktar: „T - 3808“.
Öllum umsóknum verður svarað.
Búskapur
Óska eftir að ráða fólk til að sjá um bújörð
á Norðurlandi frá næstu fardögum.
Leitað er að duglegu og reglusömu fólki með
einhverja reynslu af búskap.
Þeir, sem áhuga hafa, eru vinsamlega beðn-
ir að leggja inn nöfn, símanúmer og upplýs-
ingar um menntun, aldur og fyrri störf á
auglýsingadeild Mbl., merktar:
„Búskapur - 3663“.
WWWW
SÓLVANGUR
SJÚKRAHÚS
HAFNARFIRÐI
Læknar
Heilsugæslustöðin Sólvangi auglýsir
stöðu afleysingalæknis frá 1. júlí í 3 mánuði
og aðra stöðu frá 1. júlí í 2 mánuði.
Upplýsingar gefur yfirlæknir eða fram-
kvæmdastjóri í síma 652600.
Svæðisskrifstofa
málefna fatlaðra,
Reykjanesi
Þroskaþjálfar
Hæfingarstöðin, Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði
óskar eftir að ráða til starfa þroskaþjálfa í
eftirfarandi þjónustutilboð:
Grunnþjálfun
Dagtilboð fyrir fjölfatlaða.
100% staða er laus frá og með 1. maí.
Almenna hæfingu
þar sem fram fer undirbúningur fyrir ýmis
viðfangsefni utan heimilis, sem felur í sér
ýmis vernduð störf.
Tvær 75% stöður eru lausar frá og með 1. júlí.
Markvissa starfsþjálfun
þar sem fram fer undirbúningur fyrir störf á
almennum vinnumarkaði.
50% staða er laus frá 1. ágúst.
Umsóknarfrestur er til 14. maí nk.
Upplýsingar gefa Halla Harpa Stefánsdóttir,
forstöðumaður, í síma 650446 og Þór Þórar-
insson, framkvæmdastjóri, í síma 641822.
Umsóknareyðublöð fást á Svæðisskrifstofu,
Digranesvegi 5 í Kópavogi.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
A AKUREYRI
Aðstoðarlæknir
á geðdeild
Reyndur aðstoðarlæknir óskast til starfa á
geðdeild FSA frá 1. júlí 1993 til 6 mánaða
og frá 1. janúar 1994 til 6 mánaða.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skulu sendar yfirlækni deildar-
innar, sem gefur nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 1993.
Læknafulltrúi
á geðdeild
Læknafulltrúi óskast í 50-75% starf á geð-
deild frá 1. júlí 1993.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skulu sendar yfirlækni deildar-
innar, sem ásamt læknafulltrúa gefur nánari
upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 1993.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 96-30100.
Lögfræðingur
Yfirskattanefnd óskar eftir að ráða lögfræð-
ing til starfa hjá nefndinni. Helstu verkefni
eru gagnaöflun, undirbúningur mála til með-
ferðarfyrir nefndinni og samning álitsgerða.
Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist formanni yfirskattanefndar,
Laugavegi 118, Reykjavík, í síðasta lagi
30. apríl nk.
Sjálfsbjörg - landssamband, fatlaðra
Framkvæmdastjóri
óskast
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, auglýsir
eftir framkvæmdastjóra.
Hlutverk: Hann ber ábyrgð á rekstri skrif-
stofu samtakanna og starfsmannahaidi. Hef-
ur umsjón með og annast framkvæmd fé-
lagslegra og fjárhagslegra verkefna, s.s. með
tengslum við félagsdeildir Sjálfsbjargar, op-
inbera aðila, ýmis hagsmunasamtök innan-
lands sem utan, samskipti við fjölmiðla svo
og fjáröflun.
Kröfur: Menntun, reynsla og áhugi á sviði
félagsmála er mikilvæg ásamt stjórnunar-
reynslu. Kunnátta í ensku og einu Norður-
landamáli nauðsynleg og æskileg er kunn-
átta í þýsku.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf
sem fyrst.
Kynning: Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, er samtök hreyfihamlaðra á íslandi.
Aðildarfélögin er 16 og félagsmenn um
2.400. Hlutverk Sjálfsbjargar er m.a. að vinna
að því að tryggja hreyfihömluðum jafnrétti
og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélags-
þegna.
Skriflegri umsókn, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, þer að skila á skrif-
stofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12, 105 Reykja-
vík, fyrir 28. apríl nk.
Frekari upplýsingar veita Jóhann P. Sveins-
son, formaður, í síma 91-622012, og Tryggvi
Friðjónsson, framkvæmdastjóri, í síma
91-29133, báðir á skrifstofutíma.
RAD/\ UGL YSINGAR
Ráðstefna um
almannarétt og landnot
Hver á? - Hver má?
Ráðstefna laugardaginn 24. apríl 1993 á
Hótel Loftleiðum kl. 9.00.
Landvernd, Skotveiðifélag íslands,
Landssamband stangaveiðifélaga, Ferða-
félag íslands, Stéttarsamband bænda.
Firmakeppni
Firmakeppni Fáks verður haldin sumardag-
inn fyrsta 22. apríl og hefst kl. 14.00.
Skráning kl. 13.00. Keppt verður í barna-,
unglinga-, kvenna-, karla- og meistaraflokki
(bæði kynin). Mætum vel.
Kveðja, stjórnin.
Félag hjartasjúklinga
í Reykjavík
Aðalfundur/fræðslufundur
verður haldinn á Hótel íslandi, Ármúla 9,
(Ásbyrgi) laugardaginn 24. apríl kl. 15.00.
Venjuleg aðalfundastörf.
Aðalræðumaður Guðmundur Björnsson, yfir-
læknir, heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Stjórnin.
Málþing um grunnskóla í
Kópavogi í nútfð og framtíð
Skólanefnd Kópavogs og Samtök foreldrafé-
laga við grunnskóla Kópavogs efna til mál-
þings um grunnskólana í Kópavogi í nútíð
og framtíð, laugardaginn 24. apríl kl. 13-17
í sal Digranesskóla.
Dagskrá:
1. Setning málþingsins: Helgi Jónsson,
fræðslustjóri.
2. Framsöguerindi:
Mótun menntastefnu: Sigríður Anna
Þórðardóttir, alþingismaður.
Afstaða skólastjórnenda: Ólafur
Guðmundsson, skólastjóri.
Viðhorf skólanefndar: Bragi Michaelsson,
formaður skólanefndar Kópavogs.
Sjónarmið foreldra: Haukur Sigurðsson,
varaformaður SAMKÓP.
3. Kaffiveitingar.
4. Pallborðsumræður undirstjórn Magnúsar
Bjarnfreðssonar.
Þátttakendur verða frá bæjarráði, skóla-
nefnd, skólastjórnendum og foreldrum.
5. Málþinginu slitið: Una María Óskarsdótt-
ir, formaður SAMKÓP.
Stjórnandi málþingsins: Björn Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri fræðslu- og menningar-
sviðs Kópavogskaupstaðar.
Allt áhugafólk er velkomið.
Skóianefnd Kópavogs og SAMKÓP.