Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 Heiðurslaun Yísindasjóðs Dýralækningafélags íslands Guðmundur Pétursson prófessor heiðraður fyrir rannsóknir sínar Visnuveirurannsóknir hans heims- þekktar og hafa orðið að liði við rannsóknir á HIY-veirunni Morgunblaðið/Þorkell Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir og formaður stjórnar Vísinda- sjóðs Dýralæknafélagsins afhendir Guðmundi Péturssyni heiðurs- launin. STJÓRN Vísindasjóðs Dýra- læknafélags íslands hefur ein- huga samþykkt að veita Guð- mundi Péturssyni prófessor, lækni og forstöðumanni Til- raunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum, viður- kenningar og heiðursverðlaun fyrir rannsóknastörf hans, m.a. á visnuveirunni, en rannsónir hans hafa m.a. flýtt fyrir rann- sóknum á HlV-veirunni vegna þess hve veirurnar eru líkar. Stjórn vísindasjóðsins afhenti Guðmundi Péturssyni heiðurs- verðlaunin í hófí á föstudags- kvöldið. Viðstaddir afhending- una voru Halldór Blöndal, land- búnaðarráðherra, Jón Helga- son, fyrrverandi ráðherra, Eg- ill Jónsson, alþingismaður, og fíeiri gestir. Formaður stjómar Vísindasjóðs Dýralæknafélagsins er Brynjólfur Sandholt yfírdýralæknir. Hann sagði í stuttu ávarpi, er Guð- mundi var afhentur heiðursstyrk- urinn, að Guðmundur hafí verið virkur félagi í mörgum félögum innanlands og erlendis, sem hafí að markmiði að fjalla um læknis- fræðileg og skyld málefni. Guð- mundur hefur í tímans rás birt á milli 80 og 90 vísindagreinar um rannsóknir sínar einn eða með starfsfólki sínu, flestar þeirra hafa birst í erlendum tímaritum og fræðibókum. Greinar eftir hann hafa m.a. birst í The Lancet, Cancer Research, Nordisk Medic- in, Experimental Cell Research o.fl. Hæggengar veirur Rannsóknir Guðmundar Pét- urssonar hafa einkum beinst að hinum svonefndu annarlegu hæg- gengu veirusjúkdómum og fyrst og fremst að mæðiveiki og visnu í sauðfé. Veirur þær, sem valda þessum sjúkdómum tilheyra þeim flokki veira, sem nefndar hafa verið lentiveirur. Ónæmiskerfí lík- amans virðist ekki takast að ráða niðurlögum veirunnar þrátt fyrir greinileg viðbrögð, því að veiran heldur áfram skemmdarstarfí sínu hægft og bítandi mánuðum eða árum saman uns sjúklingurinn er lagður af velli. í tilraunum, sem sumar hafa staðið árum saman hefur ferli þessara sérstæðu sjúkdóma verið rannsakað frá ýmsum hliðum, t.d. hvaða frumur og líffæri verði helst fyrir áreitni veirunnar, hvaða þýð- ingu viðbrögð ónæmiskerfísins hafa á gang veikinnar og hvemig sjúkdómamir þróast ef viðbrögð ónæmiskerfísins eru bæld. Rann- sakað hefur verið hvort bóluefni geti girt fyrir sýkingar eða haft áhrif á gang sjúkdómsins. Visnuveiran náskyld HIV-veirunni. Komið hefur í ljós, að náinn skyldleiki er á milli visnuveirunnar og HlV-veirunnar, sem veldur eyðni í mannfólki. Við samanburð hefur komið í ljós að ýmsir þættir í sjúkdómsferli og meingerð visnu og eyðni eru sambærilegir. Má þar t.d. nefna dreifíngu smitsins í líkamanum, sambærilegar mark- fmmur í blóði fómarlamba beggja sjúkdóma og að nokkru leyti hvaða líffæri verða mest fyrir áreitni veiranna. Sjúklegar breyt- ingar sem fram koma í eitlum, lungum og miðtaugakerfí era líka á vissu stigi sambærilegar. Visnuveiran notuð sem líkan í eyðnirannsóknum. Ýmis lærdómur hefur verið dreginn af hinum víðtæku rann- sóknum á hæggengum veirasjúk- dómum í sauðfé undir forystu Guðmundar Péturssonar á liðnum áram og munu sumir þeirra hafa haft áhrif á og flýtt fyrir rann- sóknum á eyðnisjúkdómnum þeg- ar hafíst var handa við þær. Sum- ir hafa talið að visnu mætti nota sem líkan við vissa þætti eyðni- rannsókna því að við visnu má- breita rannsóknaaðferðum sem ekki er gerlegt að beita við eyðni. Á síðustu áram hefur verið unnið að rannsóknum á gerð veirannar með aðferðum sameindalíffræði og könnuð áhrif mismunandi veirastofna á hýsilinn. Að lokum sagði Brynjólfur: „Þó að rannsóknir á hæggengum veirasjúkdómum hafí verið fyrir- ferðarmestar í störfum Guðmund- ar og gert hann að „autoriteti" á þeim vettvangi, hefur hann látið að sér kveða á öðrum sviðum einn- ig og má þar t.d. nefna rannsókn- ir hans á skaðsemi flúors á heilsu- far búfjár eftir Heklugos og grein- ar hefur Guðmundur birt um sjúk- dóma í selum og rannsóknir á vissum blóðþáttum í hvölum. Sem forstöðumaður Tilraunstöðvarinn- ar á Keldum hefur Guðmundur mótað að vissu marki ýmis önnur rannsókna- og þjónustustörf varð- andi búfé, sem þar era innt af hendi. Fyrir rannsóknar- og ritstörf Guðmundar varðandi íslenskt búfé á liðnum áram hefur stjóm Vísindasjóðs Dýralæknafélags ís- lands ákveðið að veita honum við- urkenningar- og heiðursverðlaun sjóðsins 1993, heiðursskjal og peninga að upphæð 250.000 krón- ur.“ Vísindasjóður Dýralæknafélagsins Páll Agnar Pálsson, fyrrverandi yfírdýralæknir, gerði grein fynr Vísindasjóði Dýralæknafélags ís- lands, sem er 25 ára um þessar mundir, en hann var stofnaður af Guðbrandi Hlíðar dýralækni til minningar um foreldra hans, Guð- rúnu Lovísu Hlíðar og Sigurð Hlíðar yfírdýralækni. Skipulags- skrá sjóðsins var staðfest 22. júlí 1968, og samkvæmt henni er til- gangur sjóðsins að veita íslensk- um dýralæknum styrk til fram- haldsnáms, til vísindastarfa á dýralæknasviðinu eða sem verð- laun fyrir ritgerðir um skyld mál byggðar á sjálfstæðum rannsókn- um. Ennfremur er heimilt að veita öðram einstaklingum eða starfs- hópum viðurkenningar fyrir mikil- væg störf unnin á sviði dýralækn- inga. Alls hefur 17 sinnum verið veitt úr sjóðnum, fyrst árið 1976. Við þessa sömu athöfn var Konráð Konráðssyni dýralækni sérfræð- ingi í svínasjúkdómum veittur styrkur að upphæð 100 þúsund krónur vegna náms í sérgrein hans við dýralæknaskólann í Kaupmannahöfn. Málþing um skóla- mál í Kópavogi SKÓLANEFND Kópavogs og Samtök foreldrafélaga við grunnskóla Kópavogs efna til Málþings um grunnskólana i Kópavogi í nútíð og framtíð, laugardaginn 24. apríl kl. 13-17 í sal Digranesskóla. Undirfatasýn- ing í Naust- kjallaranum SÝNDUR verður undirfatnaður á dömur og herra frá heildversl- uninni K. Karlssyni, Skúlatúni 4, í kvöld, fimmtudaginn 22. april, i Naustkjallaranum við Vesturgötu, kl. 21.30. Módelsam- tökin sýna. Sýndar verða franskar vörar frá vöramerkinu Dim sem er með und- irfatnað á dömur, sokka, sokkabux- ur og herranærföt. Síðan verða sýnd föt frá merkinu Rosy Paris sem er undirfatnaður á dömur ásamt sokkabuxum. Einnig verður sýndur brúðarkjóll frá Brúðarkjóla- leigunni, Nóatúni 17 sem einnig selur Qölbreytt úrval af samfellum, undirkjólum og undirfotum. Sýndar verða slæður og þær seld- ar á staðnum. Kynning verður á ilmvatninu Echo Mario Valentino og Romana verður með gleðigjafa. (Fréttatilkynning) í frétt frá Skólanefnd Kópavogs segir: „Mikilvægasta hlutverk okk- ar í lífínu er uppeldi bamanna okk- ar. Á heimilinu reynum við að skapa þeim sem best skilyrði, en fylgj- umst við með gangi mála í skólan- um og tökum við þátt í starfí bam- anna? Veistu hvemig barninu þínu líður í skólanum? Getum við, for- eldrar, komið til aðstoðar og haft meiri áhrif á mótun skólamála en hingað til? Dagskrá verður þannig að Helgi Jónsson fræðslustjóri setur mál- þingið, en síðan halda framsöguer- indi Sigríður Anna Þórðardóttir al- þingismaður um mótun mennta- stefnu; Ólafur Guðmundsson skóla- stjóri um afstöðu skólastjómenda, Bragi Michaelsson formaður Skóla- nefndar Kópavogs um viðhorf skólanefndar og Haukur Sigurðs- son varaformaður SAMKÓP fjallar um sjónarmið foreldra. Síðan verða pallborðsumræður undir stjóm Magnúsar Bjamfreðs- sonar. Þátttakendur verða frá bæj- arráði, skólanefnd, skólastjórnend- um og foreldram. Una María Ósk- arsdóttir, formaður SAMKÓP slítur síðan málþinginu. Stjómandi mál- þingsins verður Bjöm Þorsteinsson framkvæmdastjóri Fræðslu- og menningarsviðs Kópavogskaup- staðar. (FréttAtilkynning) Mikið um að vera hjá Tónlistarskóla verður með sumarkaffí á Hall- veigat'stöðum við Túngötu. Keflavíkur á sumardaginn fyrsta ir boðnir velkomnir. í TÓNLISTARSKÓLANUM í Keflavík verður mikið um að vera í dag, sumardaginn fyrsta. Kl. 14 hefjast tónleikar forskóladeildar sem um leið markar endi vetrarstarfsins hjá forskólanemendum. Á tónleikun- um munu nemendur leika og syngja hin ýmsu verkefni sem þeir hafa verið að æfa í vetur og nokkrir þeirra munu leika einleik á hUóðfæri. Föstudaginn 23. apríl hefst svo innritun á skrifstofu skólans á for- skólakynningu sem standa mun í tvær vikur. Kynningin er ætluð 6-8 ára bömum sem hyggja á nám í forskóladeildinni næsta vetur og vilja kynna sér hana nánar. Nám- skeiðið er ókeypis og munu um 30 börn komast að. Kennari á nám- skeiðinu verður Margrét Gunnars- dóttir, forskólakennari. Að forskólatónleikunum loknum, um kl. 15, mun Léttsveit Tónlistar- skólans í Keflavík hefja maraþonleik á sal skólans. Léttsveitin er á leið vestur um haf í tónleikaferð og mun m.a. leika fyrir íbúa Orlandoborgar á Flórídaskaganum. Fyrir tveimru áram fór sveitin í ferð á sömu slóð- ir og lék þá m.a. í Disney-skemmti- garðinum og stendur til að endur- taka þann leik nú. Maraþonspilið er í fjáröflunar- skyni og hafa meðlimir sveitarinnar safnað áheitum og er ætlunin að reyna að leika samfleytt í rúmar 6 klukkustundir. Stjórnandi Léttsveit- arinnar er Karen Sturlaugsson. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ ....-■ ■ SUMARJAZZ í Djúpinu verður í kvöld, sumardaginn fyrsta. Jazztríó Vesturbæjar leikur fyrir gesti. Á boðstólum verður tónlist með brazilískum blæ. Tríóið skipa: Ómar Einars- son, gítar, Stefán S. Stefánsson, saxófón og Gunnar Hrafnsson, bassi. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangur ókeypis. (Fréttatilkynning) Hátíðar- höldin í Kópavogi HÁTÍÐARHÖLDIN vegna sumardagsins fyrsta í Kópa- vogi verður að þessu sinni í umsjá Skátafélagsins Kópa. Skátamessa verður í Kópa- vogskirkju og hefst hún kl. 11. Hátíðardagskrá verður síð- an í íþróttahúsinu Digranesi kl. 14 að lokinni skrúðgöngu úr Hamraborg í miðbæ Kópa- vogs að Digranesi. Helstu at- riði í dagskránni era m.a.: For- maður skólanefndar, Bragi Michaelsson, setur hátíðina. Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Leikhópurinn Loki frá Kópavogshæli flytur leikverk við ljóðið Bumirótina eftir Pál J. Árdal. Nemendur Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sýna. Leikfélag Kópavogs sýnir brot úr bamaleikritinu Ottó nas- hyrningur og kvartett félags- ins syngur. Skólakór Hjalla- skóla syngur. Karatedeild Breiðabliks sýnir. Nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs flytja Prelúdíu í F-dúr eftir J.J. Quantz. Leikfélag Kópavogs sýnir annað atriði úr bamaleik- ritinu Ottó nashymingi og kvartett leikfélagsins syngur. Að lokum sýna nemendur úr fimleikafélaginu Gerplu. Skátafélagið Kópar verða með kaffisölu í félagsheimili Kópavogs kl. 14.30-16.30. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.