Morgunblaðið - 22.04.1993, Page 62
62
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993
KNATTSPYRNA
Manchester
Uniteder
aðhafaþað
Aston Villa tapaði stórt í Blackburn
MANCHESTER United gerði
góða ferð til London í gær-
kvöldi, vann Crystal Palace í
ensku úrvalsdeildinni og er
með fjögurra stiga forystu,
þegar tvær umferðir eru eftir,
en Aston Villa lá 3:0 í Blakburn.
Crystal Palace fékk betri færi í
fyrri hálfleik, en United slapp
með skrekkinn og markalaust var
í hléi. Gestirnir komu tvíefldir til
seinni hálfleiks og skömmu eftir að
Bryan Robson kom inná um miðjan
seinni hálfieik braut Mark Hughes
ísinn með glæsilegu marki. Paul
Ince innsiglaði sigurinn á 88. mín-
útu eftir góðan einleik.
Leikmenn United fögnuðu gífur-
lega og stuðningsmenn liðsins ekki
síður, en allt bendir til að bikarinn
eftirsótti komi loks á Old Trafford
eftir 26 ára íjarveru.
Aston Villa þoldi hins vegar álag-
ið og hefur varla leikið verr í vet-
ur. Reyndar fékk Atkinson opið
færi snemma í leiknum, en skaut í
stöng af markteig. Heimamenn
gerðu síðan þtjú mörk fyrir hlé og
þar með draum Villa að martröð.
Roy Keane tryggði Nottingham
Forest mikilvægt stig í fallbarátt-
unni þegar hann jafnaði 1:1 undir
lokin gegn Arsenal, en Sheffield
United fékk einnig stig, gerði 1:1
jafntefli við Sheffíeld Wednesday.
Reuter
Leikmenn Manchester United fögnuðu ákaft marki Paul Ince, sem er annar frá vinstri, enda titillinn nánast í höfn.
Ince faðmar Mark Huges, en fyrirliðinn Steve Bruce er til vinstri.
1. deildarfélögin og KSÍ
semja við Getraunir
SAMNINGUR hefur náðst á
milli Samtaka 1. deildarfélaga
í knattspyrnu, Knattspyrnu-
sambands íslands og Is-
lenskra getrauna um að Get-
raunir verði aðalstyrktaraðili
1. deildarkeppninnar og verð-
ur deildin nefnd Getrauna-
deildin. Samningurinn ertil
þriggja ára - uppsegjanlegur
af báðum aðilum eftir hvert
keppnistímabil.
Undanfarin ár hefur 1. deildar-
keppnin verið nefnd ýmsum
nöfnum styrktaraðila. Fyrst var
það SL-deildin, þá Hörpudeildin
og síðast Samskipadeildin. Aðilar
samningsins hafa ákveðið að
vinna að því að auka áhuga al-
mennings á knattspyrnugetraun-
um í landinu þar sem hagsmunir
aðstandenda eru nátengdir. Þess
má geta að nokkur 1. deildarfélög
eiga enn eftir stóran óplægðan
akur í sambandi við auknar tekjur
í sambandi við sölu getraunaseðla.
Fyrsta stórátakið verður gert þeg-
ar enska knattspyman hefst
næsta haust, en þá verður komið
á Stór-getraunadegi.
Þess má geta að 1. deildarfélög-
in tíu þénuðu samtals 7.156.623
kr. á sölu getraunaseðla fyrstu
þijá mánuðu ársins og vona for-
ráðamenn félaganna að með
stórátaki sé hækt að auka þessa
fjárhæð verulega.
íslenskar getraunir verðlauna
félög að lokinni deildarkeppninni
í ár með peningagreiðslum að
upphæð 5.000.000 kr. íslands-
meistararnir fá 700.000 kr., en
síðan koma þessar upphæðir eftir
sætum: 2. sæti: 570.000, 3. sæti:
510.000, 4. sæti: 485.000, 5.
sæti: 470.000, 6. sæti: 465.000,
7. - 8. sæti: 455.000, 9. - 10.
sæti: 445.000 krónur.
Grasvöllur
ÍA í boði
vegna
meistara-
keppninnar
Islandsmeistarar ÍA í knatt-
spymu hófu æfingar á grasi í
fyrradag og að sögn Gunnars Sig-
urðssonar, formanns Knatt-
spymufélags ÍA, eru Skagamenn
reiðubúnir að bjóða grasvöll sinn
fyrir leik ÍA og bikarmeistara
Vals í meistarakeppninni 13. maí,
ef ekki verður hægt að leika á
grasi annars staðar. KSÍ hefur
sett leikinn á gervigrasvöllinn í
Laugardal, en Gunnar sagði á
félögin vildu helst ekki þurfa að
leika á gervigrasi.
Theódór S. Halldórsson, nýkjör-
inn formaður knattspymudeildar
Vals, sagði að þjálfarar félaganna
hefðu ræt sín á milli um að leika
á grasi ef hægt væri og Valsmenn
væru spenntir fyrir tilboði Skaga-
manna, en formlegar viðræður
hefðu ekki enn átt sér stað. „Við
emm að vinna í þessu og ljóst er
að allir em mjög spenntir fyrir
því að hefja tímabilið með því að
leika meistarakeppnina á góðu
grasi.“
Hlynur Stefánsson
Degerfors áfram
jjjinar Páll Tómasson sá samheija
Sveinn
Agnarsson
skrifar
frá Svíþjóð
sína í Degerfors tryggja sér
sæti í undanúrslitum sænsku bikar-
keppninnar í knatt-
spyrnu, þegar þeir
unnu Hlyn Stefáns-
son og félaga í
Örebro 3:2 eftir
framlengdan leik í átta liða úrslitum
í gærkvöldi.
Degerfors komst í 2:0, en Hlynur
og félagar gáfust ekki upp og jöfn-
uðu. Eyjamaðurinn, sem lék vinstra
megin á miðjunni og leit út fyrir að
vera þreyttur eftir Bandaríkjaferð
íslenska landsliðsins, lagði upp jöfn-
unarmarkið og því varð að fram-
lengja. Framlengingin stóð stutt
yfír, Degerfors skoraði eftir 43 sek-
úndur og þar sem fyrsta mark í
framlengingu ræður úrslitum var
flautað til leiksloka.
Degerfors er eina úrvalsdeiídarlið-
ið í undanúrslitum og mætir liðið
Elfsborg, sem vann Öster 3:1. Einar
Páll er rétt byijaður að æfa eftir
að hafa verið frá vegna meiðsla en
hann sagðist gera ráð fyrir að vera
spilfær eftir viku.
Landskrona vann Spánga 4:0 og
mætir Eskilstuna í undanúrslitum,
en Eskilstuna vann Arlöv 4:3 eftir
vítakeppni.
Valur og Víkingur
á Laugardalsvelli
Valur og Víkingur fá sína Ijóra
heimaleikina hvort félag á
Laugardalsvelli í 1. deild í sumar,
en félögin sóttu um til íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur að leika
alla heimaleikina á vellinum. Vík-
ingar leika aðra heimaleiki á Val-
bjamarvelii, sem hefur verið breikk-
aður, nema fyrsta leikinn, sem verð-
ur á Víkingsvelli, en Valsmenn
verða að öðm lejiti með heimaleiki
sína að Hlíðarenda.
Samkvæmt niðurröðun móta-
nefndar KSÍ verða heimaleikir Vals
á Laugardalsvelli gegn Fram, Þór,
ÍBK og KR, en Víkingur fær heima-
leiki gegn Fylki, Val, KR og Fram.
Gert er ráð fyrir að Fram leiki alla
heimaleiki sína á Laugardalsvelli,
en þó gæti fyrsti heimaleikurinn,
gegn Þór, verið settur á Valbjarnar-
völl.
Ifyrsta umferðin verður sunnu-
daginn 23. maí og byija Valur og
Víkingur að Hlíðarenda kl. 17. Aðr-
ir leikir heíjast kl. 20; ÍBV og Fram
leika í Eyjum, ÍBK og Fylkir í Kefla-
vík, FH og ÍA í Kaplakrika og KR
og Þór á KR-velli.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Atlanta Hawks - Indiana Pacers ....111:102
Cleveland - Detroit Pistons.105: 81
Miami - New York............ 97:109
Orlando-Washington..........105: 86
Minnesota - LA Lakers....... 95:107
Chicago - Philadelphia......123: 94
Dallas - LA Clippers...:.... 98:107
Portland - Golden State.....155: 99
Sacramento-UtahJazz.........101: 92
Íshokkí
NHL-deildin
1. umferð úrslitakeppninnar:
Buffalo Sabres - Boston Bruins...4:0
(Buffalo er yfir 2:0)
Pittsburgh - New Jersey Devils...7:0
(Pittsburgh er yfír 2:0)
Quebec - Montreal................4:1
(Quebec er yfir 2:0)
New York - Washington............5:4
■Eftir tvíframlengdan leik.
(Jafnt er með liðunum 1:1)
HM í Þýskalandi
Þýskaland - Frakkland............5:3
Svíþjóð - Ítalía.................6:2
Snóker
Heimsmeistaramótið í snðker í Sheffield -
1. umferð. Allt Englendingar, nema annað
sér nefnt:
9-N. Bond- S. Dunn................10:4
13-McManus (Skotl.) - O’Sullivan..10:7.
8-Wilkinson - Reynolds............10:4
5- N. Foulds - B. Morgan........10:5
6- T. Griffiths (Wales) - D. Roe.10:6
7-J. Wattana (Tælandi) -Tony Jones...l0:7
ídag
Víkingur 85 ára
í dag, sumardaginn fyrsta, minnast
Vfkingar 85 ára afmælis félagsins með
vandaðri dagskrá í Víkinni, en klukkan
10 munu forystumenn félagsins fara í
Fossvogskirkjugarð og leggja blóm-
sveig að leiði Axels Andréssonar, fyrsta
fonnanns Vikings.
íþróttadagur Víkings hefst síðan kl.
11 í Víkinni þar sem einstakar deildir
kynna starfsemi sfna, en innan félags-
ins eru stundaðar sjö íþróttagreinar;
knattspyrna, handknattleikur, blak,
borðtennis, tennis, badminton og skíða-
fþróttir.
Klukkan 14 verður afreksfólki Vík-
ings afhentar viðurkenningar. Klukkan
15 leikur 6. flokkur Vfkings í hand-
knattleik, en liðið vann alla leiki sína
í vetur, og kl. 15.30 leika íslandsmeist-
arar 4. flokks karla f knattspymu inn-
anhúss.
Kaffiveitingar verða á boðstólum í
Víkinni frá kl. 11 til kl. 16. Víkingar
eru hvattir til að mæta og allir eru
velkomnir.
Knattspyrna
Sex leikir verða ieiknir í Litlu-bikar-
keppninni kl. 14: Haukar - Stjaman,
Akranes - Grindavík, HK - Selfoss, ÍBV
- ÍBK, Grótta - Víðir. FH - UBK.
Víðavangshlaup ÍR
78. Víðavangshlaup ÍR fer fram í dag,
sumardaginn fyrsta. Hlaupið hefst kl.
14 í Vonarstræti og lýkur við Ráðhúsið.
Klifurkeppni
Klifurkeppni fer fram í dag f húsnæði
Fiskakletts, Hjallarhrúni 9, Hafnar-
firði. Keppt er bæði í karla og kvenna-
flokki. Keppni hefst kl. 10, en úrslita-
keppnin fer fram kl. 15.