Morgunblaðið - 22.04.1993, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C/D
90.tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bandaríkíaforseti
Ætlar að
undirrita
Ríó-sátt-
málann
Washington. Reuter.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, tilkynnti í gær að hann
hygðist undirrita sáttmálann um
líffræðilegan fjölbreytileika
plantna og dýra. Forveri hans í
embættinu, George Bush, vildi
ekki leggja blessun sína yfir sátt-
málann á umhverfisráðstefnunni
í Rio de Janeiro í fyrra.
Clinton sagði ennfremur að
Bandaríkjastjórn myndi stefna að því
að stemma stigu
við koltvísýrings-
mengun þannig að
um aldamótin yrði
hún ekki meiri en
árið 1990. Hann
kvað stjómina ætla
að leggja fram
áætlun í ágúst um
hvernig standa ætti
við þetta loforð.
í sáttmálanum um líffræðilegan
fjölbreytileika segir meðal annars að
stefna beri að sjálfbærri nýtingu
náttúruauðlinda og að margir hvala-
stofnar séu ekki lengur í hættu.
Bill Clinton
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Rússlandi á sunnudag
Dómstóll úrskurðar
Borís Jeltsín í hag
Mnulrim Roilfoi*
Moskvu. Reuter.
STJÓRNLAGADÓMSTÓLL Rússlands hafnaði í gær
ströngum skilyrðum sem fulltrúaþing landsins setti fyrir
þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer á sunnudag. Þar
með jukust mjög líkurnar á því að Jeltsín færi með sigur
af hólmi í atkvæðagreiðslunni.
Dómstóllinn
Bandaríkin og EB
Hótaenn
refsiað-
gerðum
Washington. Reuter.
MICKEY Kantor, viðskipta-
fulltrúi Bandaríkjanna,
sagði í gær að Bandaríkja-
sljórn myndi grípa til refsi-
aðgerða gegn Evrópubanda-
Iaginu (EB) á næstunni.
Kantor kvaðst hafa náð
málamiðlunarsamkomulagi við
EB í deilunni um opinber útboð
en þó aðeins að hluta. Hann
sagði að vegna samkomulags-
ins yrðu refsiaðgerðirnar ekki
jafn harðar og hótað hafði ver-
ið og þær myndu ekki taka
gildi í dag.
úrskurðaði að nóg
væri að helmingur þeirra sem greiða
atkvæði setji já við tvær fyrstu spum-
ingamar, þar sem spurt er hvort
menn styðji Borís Jeltsín forseta og
umbótastefnu stjórnarinnar. Kjör-
sóknin verður að vera yfír 50%. Þing-
ið hafði samþykkt að helmingur at-
kvæðisbærra manna þyrfti að svara
spumingunum með jái. „Allar þær
greinar í samþykkt fulltrúaþingsins
sem taldar voru brjóta gegn stjórnar-
skránni verða ómerkar," sagði Val-
eríj Zorkín, forseti dómstólsins.
Tvær spurningar þurfa
meirihluta atkvæðisbærra
Dómstóllinn úrskurðaði hins vegar
að helmingur allra atkvæðisbærra
Rússa þyrfti að gjalda hinum spurn-
ingunum tveimur jákvæði sitt, en þar
er óskað eftir áliti kjósenda á því
hvort flýta eigi forseta- og þingkosn-
ingum í Rússlandi.
Jeltsín hafði áður lýst yfir því að
hann myndi virða samþykkt þingsins
að vettugi. Úrskurður stjórnlaga-
dómstólsins er mikilvægur þar sem
afar erfitt hefði reynst fyrir Jeltsín
að tryggja sér stuðning helmings
allra atkvæðisbærra manna en talið
er að hann geti fengið stuðning helm-
ings þeirra sem nýta atkvæðisrétt
Reuter
Lýðræðisrokk í Moskvu
TUGÞÚSUNDIR Moskvubúa söfnuðust saman við Kremlarmúra
í gær til að sýna stuðning við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í
baráttu hans við þing landsins. Efnt var til rokktónleika eftir
ræðuhöld fylgismanna forsetans, sem veitti nokkrum rokktónlist-
armönnum í leðurjökkum heiðursmerki fyrir stuðning þeirra í
valdaránstilrauninni 1991. Á myndinni veija öryggisverðir þing-
húsið í Kreml fyrir rússneskum rokkunnanda og lýðræðissinna.
Giulio Andreotti vísar á bug ásökunum um fund með „Toto“ Riina
Kveðst fórnarlamb „nornaveiða“
Róm. Reuter.
GIULIO Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra
Italíu, sagði á fundi hjá rannsóknarnefnd á veg-
um öldungadeildarinnar í gær, að hann hefði
aldrei hitt, hvað þá kysst og faðmað Salvatore
„Toto“ Riina, guðföður mafíunnar á Sikiley.
Fyrrverandi mafíuforingjar höfðu haldið því fram
að Andreotti hefði átt fund með Riina.
Andreotti kvaðst vera „fórnarlamb dæma-
lausra nornaveiða“ og sagði að hann hefði engan
veginn getað átt fund með Riina þar sem hann
hefði ekki mátt fara á milli herbergja án þess
að lífverðir fylgdu honum eftir.
Dómarar, sem vinna að því að uppræta mafí-
una, hafa hafið rannsókn á því hvort Salvo Ando
varnarmálaráðherra hafi brotið kosningalög og
beðið um að hann verði sviptur þinghelgi. Ando
er frá borginni Catania á Sikiley og hefur áður
ságt að mafían sé að reyna að koma á hann
höggi vegna þess að hann sendi hermenn til
Sikileyjar í fyrra eftir að tveir dómarar voru
myrtir.