Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 18
 BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS Máttlausarí kjarabarátta? ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur verkalýðsins hefur ekki sömu þýðingu í huga íslensks verkafólks og áður. Þar með er ekki sagt að menn muni ekki mæta í kröfugerð í tilefni dagsins, því bágt atvinnuástand hefur minnt menn á fallvaltleika atvinnuástandsins og er mörgum hvatning að láta til sín heyra. Morgunblaðið/Sverrir Linari kjarabarátta? Viðmælendur Morgunblaðsins voru sammála um að dregið hefði úr mikilvægi kröfugerðar á 1. maí. ÁgTÍst Langt síðan ég fór í göngu á 1. maí. Þorsteinn Hef ekki mikla trú á baráttudeginum 1. maí. „Fyrsti maí er ekki eins og hver annar hátíðisdagur, heldur dagur þeirra sem einhverju vilja breyta í þjóðfélaginu,“ segir Birna Hall- dórsdóttir, bensínafgreiðslumaður og félagi í Dagsbrún. Hún hefur alloft farið í kröfugöngur á 1. maí og ætlar niður í bæ þetta árið, segir líklega meiri þörf á góðri þátttöku nú en mörg undanfarin ár. „Það var góð þátttaka síðasta ár en þyrfti í raun að vera ennþá betri. Það veitti ekki af því að breiðari hópur Iaunþega styddi við bakið á okkur. Ég á von á því að margir Iáti sjá sig, ég held að þátt- takan í kröfugöngum og á fundum sé meiri þegar ástandið er slæmt en í góðæri. Þetta slæma ástand verður hins vegar til þess að fáir þora í verkfall.“ Bima segir mismikinn áhuga á þvi að berjast fyrir bættum kjömm í sínu félagi eins og öðmm. Eldra fólkið láti sig síður vanta á fundi um kjaramál og í kröfugerð en það yngra, sem oft sé í vinnunni skamman tíma í senn. „Sjálf til- heyri ég reyndar þessum hópi, er að taka mér frí frá námi, líffræði við Háskóla íslands. Milli þess sem ég hef verið í skóla hef ég gripið í allt mögulegt, unnið á spítala í verslun ofl. En ég hef reynt að mæta á fundi og sýna samstöðu." Þegar breytta stöðu 1. maí ber á góma telur Bima að um meira sé að ræða en að dagurinn sé þörf áminning verkafólki. Enda komi ekki til greina að leggja hann af, þótt hlutverk hans hafi eitthvað breyst. Enn sé það svo að það sé ekki fríið sem skipti máli, heldur þýðing þessa dags. 1. maí eflir samkennd fólks „Þó að ég viðurkenni að 1. maí sé orðinn hálfslappur, þá á hann sér vissulega viðreisnar von. Núna er tækifærið til að rífa hann upp, mitt í kreppunni," segir Guðjón Betúelsson, stálsmiður hjá Stál- smiðjunni. Hann hefur oft tekið þátt í 1. maí-hátíðahöldunum og segist einnig ætla að þessu sinni. „Ég kannast hins vegar vel við þá afstöðu fólks að 1. maí sé eins og hver annar frídagur þar sem best af öllu sé að hann beri upp á föstu- dag eða mánudag. Ég hef ekki tekið eftir því að hlutverk þessa dags hafi breyst, mér finnst 1. maí hafa þýðingu, hann eflir sam- kennd fólks, þó að við græðum kannski ekki beint á því að fara í kröfugöngu, í krónum talið.“ Eins og hver annar frídagur Við Vesturbæjarlaugina, með útsýni yfir skólasundið, situr Þor- steinn Bjarnason, sundlaugarvörð- ur. Þorsteinn hefur ekki mikla trú á baráttudeginum 1. maí. „Hann skiptir ekki máli lengur, er orðinn eins og hver annar frídagur." Og ástæðan? „Það er búið að drepa niður verkalýðinn í þessu landi.“ Þorsteinn hefur ekki gengið í kröfugöngu, eða látið sjá sig á útifundi síðan hann var smápolli, utan eitt skipti þegar hann var farmaður, en segir að langt sé síð- an það var. „Ég get ekki neitt um það sagt hvernig þátttakan verður nú, ætli hún fari ekki mest eftir veðrinu. Þátttakan hefur farið minnkandi og áhrifamáttur þessa dags hefur verið að þverra. Þetta hefur verið lengi að gerast, sjáðu bara um 1940, þá var þetta kjara- barátta í lagi. Nú er hún orðin lin en hún verður þó ekki lögð niður. Þetta hefur verið þróun niður á við og það er aldrei gott. Kjarabar- áttan á sér þó heldur viðreisnar von þegar lítið er um vinnu, eins og nú.“ Erfitt atvinnuástand eykur mikilvægi 1. maí Ein þeirra Sóknarkvenna sem ætlar að mæta niður í bæ á 1. BOLUNGARVIK Smáfrí frá kjaraumræðunni Hátíðahöldin á 1. maí á Bolungarvík hafa verið með nokkuð öðr- um hætti en víðast hvar annars staðar á landinu. Þar er ekki farið í kröfugöngu og ekki hefur verið ræðumaður síðustu tvo áratug- ina eða þar um bil. Daði Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur segir ræðu Jó- hanns Péturs Sveinssonar, for- manns Sjálfsbjargar nú, helgast af því að teknar verða í notkun þtjár íbúðir fyrir fatlaða í bænum, en vel geti svo farið að framvegis verði boðið upp á ræðuhöld 1. maí. Eftir sem áður verði boðið upp á skemmtiatriði og kaffiveit- ingar. „Undanfarnar vikur hefur atvinnuástandið verið rætt hér upp á hvern einasta dag, eins og gefur að skilja, og við vildum því fá smáfrí frá stanslausri umræð- unni um kjaramálin og lífsbjörg- ina.“ Daði segir mörgum hafa fund- ist að verkalýðsfélagið ætti að vera með kröfugöngu og ræðu- höld í gegnum árin, rétt eins og nágrannasveitarfélögin. Sér og fleirum hafi hins vegar fundist nóg að gert, slík kröfugerð vera hálfgerð sýndarmennska. „Nú er hins vegar að verða full ástæða til að fólkið standi meira saman, kannski ekki í anda kjarabarátt- unnar á árunum áður, heldur til að berjast um yfirráð á kvóta. Þjóðfélagsmynstrið er að breyt- ast, stéttarvitund fólks var miklu meiri áður fyrr. Mér finnst þróun- in hafa orðið sú að hver hugsi um sig en láti aðra sigla sinn sjó. Það hefur svo aftur breyst í þessu atvinnuleysi sem hefur dunið yfír hér, fólkið er samheldnara en áður. 1. maí er alls ekki búinn að vera, sérstaklega ekki þegar harðnar á dalnurn." Daði „Nú er full ástæða til að fólkið standi meira saman, kannski ekki í anda kjarabaráttunnar á árunum áður, heldur til að berj- ast um yfirráð á kvóta. Guðrún Lítið rætt um 1. maí í vinnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.