Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 56
Hvatt til notkunar reiðhjóla- hjálma Selfossi. KÖNNUN foreldrafélags Sand- víkurskóla á Selfossi á reiðhjóla- hjálmaeign nemenda leiddi í ljós að 60% þeirra áttu hjálma. í yngri bekkjardeildunum er hjálmaeignin mun almennari, yfir 90% í sumum deildum. For- eldrafélag skólans hefur ákveðið að efna til átaks til að auka hjálmaeign nemenda skólans og ekki síst til þess að hvetja krakk- ana til þess að nota hjálmana meira. Dagana 29. apríl til 8. maí munu þrjár verslanir á Selfossi, Ölfusá, Hjólabær og Kaupfélag Ámesinga, bjóða góðan afslátt á reiðhjólahjálmum. Bent er á að 70 manns slasast á hverju ári á reiðhjóli, þar af meirihlutinn börn. Þau fá oft slæma höfuðáverka í reiðhjólaslys- um og höfuðmeiðsl eru algeng. Reiðhjólahjálmurinn sé því sjálf- sagður. Sig. Jóns. ------♦ ♦ ♦----- ■ MÁLFUNDAFÉLAG alþjóða- sinna og aðstandendur sósíalíska vikublaðsins The Militant halda opið hús 1. maí frá kl. 15 á Klapp- arstíg 26, 2. hæð. Kaffiveitingar verða á boðstólum. Gylfi Páll Hers- ir Dagsbrúnarmaður og Sara Lob- mann blaðamaður á The Militant flytja ávörp undir jrfirskriftinni: Verkafólk og ófremdarástand kap- ítalismans. Sólvellir á Eyrarbakka, dvalarheimili aldraðra Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sólvellir á Eyrarbakka STARFSMENN G-verks ásamt stjórnarformanni Sólvalla. Guðmundur Kr. Ingvarsson framkvæmdastjóri, Ási Markús Þórðarson, stjórnarformaður, Guðmundur Jósefsson yfir- smiður og Guðmundur Óskars- son framkvæmdastjóri. Ný viðbygging í notkun ^elfossi. NÝ VIÐBYGGING við dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka verður tekin í notkun í byijun maí. Með nýju viðbyggingunni verður unnt að taka á móti 18 vistmönnum á heimilinu í eins til tveggja manna herbergjum. Nýbyggingin verður til sýnis í dag, 1. maí, klukkan 14-17.00. Viðbyggingin við Sólvelli hófst fyrir ári, þegar verktakamir, G- verk á Selfossi, hófust handa en þeir hafa séð um verkið frá upp- hafí til enda. Með nýju byggingunni er hluti af þeirri eldri endurbyggður með það fyrir augum að fá fram heildarsvip og -skipulag í húsið. Það var Teiknistofa Páls Zophoníasson- ar sem hannaði viðbygginguna og Bjöm og Guðni frá Hveragerði sem sáu um lóðarframkvæmdir. Nýja viðbyggingin kostar um 22 milljónir. Hún er fjármögnuð með framlögum frá Byggingarsjóði rík- isins og Framkvæmdasjóði aldr- aðra. Landsbanki íslands hefur veitt framkvæmdalán til verksins og Qármagpiar það þar til lán og framlög berast. Sólvellir eru sjálfseignarstofnun. í stjóm hennar eru Ási Markús Þórðarson formaður, Inga Lára Baldvinsdóttir og Jóhann Jóhanns- son. „Öll vinna við þessa byggingu er mjög skemmtileg hjá strákunum í G-verki og þeir eru sérlega þægi- legir en það þarf lipurð við að vinna við breytingar á húsi sem er í fullri notkun," sagði Ási Markús Þórðar- son. Hann sagði áherslu lagða á að það ríkti heimilisandi í húsinu. Vistmenn væm af Bakkanum og frá Selfossi. Nýir vistmenn væm væntanlegir í byijun maí og meðal þeirra væri Eyrbekkingur sem kæmi heim eftir 70 ára fjarveru. Mjög góð aðstaða er í húsinu með tilkomu viðbyggingarinnar. Vistmenn hafa sinn síma inni á herbergjunum sem undirstrikar persónulegt yfírbragð. Bjalla er inni á hveiju herbergi og mjög góð sam- eiginleg aðstaða er í húsinu. Asi Markús sagði einnig að fyrir- hugað væri að nefna herbergi vist- manna eftir gömlum bæjarnöfnum til þess að undirstrika heimilisbrag- inn og endurvekja gömul athafna- nöfn á bæjum eins og Sjávargata, Nýlenda, Vinaminni, Fok, Vega- mót, Melshús, Hólsbær og Eyrar- kot, svo einhver séu nefnd. Sig. Jóns. Fermingar- börn styðja jafnaldra á Indlandi VIÐ messu í Breiðholtskirkju í Mjódd nk. sunnudag kl. 14 munu fulltrúar fermingar- barna í Breiðholtsprestakalli afhenda Jónasi Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, af- rakstur söfnunar sem þau hafa staðið fyrir í vetur til styrktar jafnöldrum á Ind- landi. Tóku börnin að sér ásamt fleiri, fermingarbörnum á Reykjavíkur- svæðinu og í samvinnu við Hjálp- arstofnun kirkjunnar að kosta hluta framkvæmda við barnaheim- ili það á Indlandi, sem Hjálpar- stofnunin hefur stutt á undanföm- um 4ram. Er hér um að ræða byggingu mötuneytis og heima- vistarálmu. Hafa fermingarbömin að mestu sjálf skipulagt þessa söfnun og hafa mörg þeirra m.a. lagt hluta af vasapeningum sínum í vetur til söfnunarinnar. Er hér því í raun um að ræða fermingarg- jöf þeirra til þurfandi barna á Ind- landi. Eftir að hafa veitt framlagi fermingarbamanna viðtöku mun Jónas Þórisson síðan flytja prédik- um dagsins. Er þess vænst að sem flestir sóknarbúa og velunnara Breiðholtskirkju geti tekið þátt í þessari athöfn ásamt fermingar- börnunum og aðstandendum þeirra. Að messu lokinni verður kaffisala Kórs Breiðholtskirkju til styrktar starfsemi kórsins. - Sr. Gísli Jónasson. I.O.O.F. 10 = 175538'/2 = Dn. □ GIMLI 5993050319 I Lf. I.O.O.F. 3 = 175538 = Fl. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma annað kvöld, sunnudag, kl. 20.00. Einkafundir Miðillinn Christine Binns verður með einkafundi naestu daga. Túlkur á staðnum. Dulheimar, sími 668570. Flóamarkaður hjá Hjálpræðishernum þriðjudaginn 4. og miðvikudag- inn 5. maí. Opið á milli kl. 10 og 18 í Herkastalanum í Kirkju- stræti 2. Félag austfirskra kvenna Fundur mánudaginn 3. maí á Hallveigarstöðum kl. 20.00. Félagsvist. Rætt um sumarferðalagið. Kristniboðsfélag kvenna Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna er í dag, kl. 14-18, i Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58, 3. hæð. Njótið góðra veitinga og styðjið kristniboðið. Nefndin. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma á morgun, sunnudag kl. 11.00. Sunnudagaskóli á sama tíma. Bænaskóli kl." 18.00. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 14.30. Ungt fólk með hlutverk fríéSÍ YWAM - ísland Samkoma í Breiðholtskirkju í sunnudagskvöld kl. 20.30. Breskur boðunarhópur sér um samkomuna. Vitnisburðir, drama og mikill söngur. Allir velkomnir. fbmhjoip Á morgun sunnudaginn 2. maí er almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Dorkaskonur sjá um samkomuna með söng og vitnisburðum. Stjórnandi Ásta Jónsdóttir. Barnagæsla. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. , VEGURINN / Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Laugardagskvöfd: Samkoma kl. 21.00 fyrir ungt fólk á öllum aldri. Á morgun sunnudag: Fjölskyld- usamvera kl. 11.00. Brauös- brotning, barnakirkja o.fl. Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. „Drottin mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.“ §Hjáipræðis- herinn Hjálpræðisherinn Sunnudag kl. 11 Helgunarsam- koma. Kapteinarnir Elbjörg og Thor Narve Kvist stjórna og tala. Kl. 19.30 Bæn. Kl. 20 Hjálpræð- issamkoma. Mæjorarnir Riedun og Kore Morken og Liv Astrid Krötö stjórna og tala. Allir velkomnir. KFUM/KFUK/SÍK, Háaleitisbraut 58-60 Almenn samkoma á Háaleitis- braut kl. 20.30 í kvöld. Þakkar- og lofgjörðarstund í lok vetrar- starfs barnadeildanna. Nokkur orð um starfið: Ástríður Haralds- dóttir. Sönghópur úr barnastarf- inu. Ræðumaður: Sr. Gísli Jónas- son. Allir hjartanlega velkomnir. Farfuglar Vinnuferð í Þórsmörk Eins dags vinnuferð verður farin laugardaginn 8. maí í gróður- verndarsvæði Farfugla í Slyppu- gili, Þórsmörk. Farið verður frá Farfuglaheimilinu, Sundlauga- vegi 34, kl. 8.00. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins. Bandalag íslenskra farfugla, Sundlaugavegi 34, sími 38110. Laugardagur 1. maí 1993: Aðalfundur Fíladelfíusafnaðar- ins í Reykjavík íkvöld kl. 19.00. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Svanur Magnússon. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla. Barnasamkoma á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur: Samvera eldri safnaðarmeðlima kl. 15,00. Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Almenn sam- koma kl. 20.30. Ræðumaður Jón Marten Överby. Samkoma sunnudagskvöld í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Erlendi boðunarhópurinn sér um samkomuna. Predikun orðsins. Mikil lofgjörð, dans og drama, vitnisburðir og fyrirbænir. Allir velkomnir Auðbrekka 2. Kópavogur Laugardagur: Unglingasam- koma i kvöld kl. 20.30. Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson prédikar. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Borgargangan 2. maí Raðganga fyrir alla - holl hreyfing - áhugaverðar gönguleiðir Kl. 13.00 - sunnudaginn 2. maí - verður gengin 5. áfangi í þess- ari raðgöngu og hefst gangan við Hjallsenda (þar sem seinni lauk siðast) og síðan liggur leið- in um Búrfellsgjá - hrauntröð, sem liggur frá Búrfelli (eldgígur) - í henni er gömul fjárrétt, Gjá- rétt, og forvitnilegt vatnsból. Göngunni lýkur við Kaldársel og tekur um 3 klst. Verð kr. 600. Frítt fyrir börn! Það er sjálfsagt að „hoppa" inn í raðgönguna hvenær sem er þótt einhverjir áfangar falli úr. Komið með í skemmtilega göngu - allir velkomnir - félag- ar og aðrir! Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. 7,-9. maf - Tindfjöll - Tind- fjallajökull. 14.-16. maí - Eyjafjallajökull. Spennandi helgarferðir - upp- lýsingar á skrifstofunni! Ferðafélag íslands. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð laugard. 1. maí kl. 10.30: Selvogsgata Ekið verður að Kaldárseli þar sem gangan hefst og gengið þaðan upp í Grindarskörö. Reikna má með að gangan taki um 5-6 klst. Dagsferð sunnud. 2. maí kl. 10.30: Skálafell á Hellisheiði Fyrsti áfangi nýrrar fjallasyrpu þar sem gengið verður á 9 fjöll annan hvern sunnudag í sumar. Gangan á Skálafell er þægileg og útsýni gott af fjallinu. Þátttak- endur fá afhenta fjallabók, sem í verður stimplað til staðfesting- ar þátttöku. Kl. 10.30: Skíðaganga Farið verður um Heliisheiöina, notum snjóinn meðan kostur er. Brottför í ferðirnar er frá BSÍ bensfnsölu, miðar við rútu. Verð kr, 1.000/1.100. Frítt fyrir börn f fylgd fuilorðinna. Útivist. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir Ferðafélags- ins 1. og 2. maí: Laugardagur 1. maf kl. 10.30: Skíöagönguferð í Innstadal. Verð kr. 1.000. Kl. 13.00 á laugardaginn verður hellaskoðunarferð f Arnarker. Æskilegt er að hafa með vasa- Ijós og húfu. Verð kr. 1.100. Borgargangan 5. áfangi - verið með í skemmtilegri göngu á sunnudaginn. Sunnudaginn 2. maf - kl. 13.00 - verður genginn 5. áfangi Borgargöngunnar - frá Hjalla- enda um Búrfellsgjá að Kald- árseli. Þessi ganga tekur um 272 til 3 klst. Gönguleiðin um Búrfellsgjá og áfram að Kaldár- seli er um sléttlendi og því afar þægileg fyrir alla aldurshópa. Verð kr. 600. Börn fá frítt í ferðirnar í fylgd fullorðinna. Brottför i ferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Ath.: Miðvikudaginn 5. maí verður myndakvöld f Sóknar- salnum, Skipholti 50a, - Hjör- leifur Guttormsson, höf. Árbók- ar '93, kynnir hana í máli og myndum. Ferðafélag íslands. Innheimtuþjónusta Ertu orðinn þreytt/ur á að skrifa reikninga og halda utan um inn- heimtuna? Illa skipulögð inn- heimta getur kostað þig ótrúlega mikið. Við hjá HV ráðgjöf sér- hæfum okkur í að halda utan um innheimtu fyrirtækja og einyrkja. HV ráðgjöf, sími 628440. Símatími milli kl. 15 og 17 alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.