Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 24
 ► C.S' seQI IAM .1 ÍFJOACMAOUAJ (líQAJatíUOHOJV I 24 MORGUNBLAÐIET LAUGARDAGUR 1. MAI 1993 \ ________________________________________________________________________________________________________ Tilraunastöðin DR. BJÖRN Sigurðsson var skipaður fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar að Keldum og gegndi því starfi til æviloka. Alþjóðaráðstefna í júní um verk dr. Björns Sigurðssonar læknis á Keldum Vísindamaður sem skipar alþjóðlegan virðingarsess ÁKVÖRÐUN erlendra sérfræðinga í læknavísindum að halda alþjóðlega ráðstefnu á íslandi dagana 2. til 5. júní næstkom- andi um hæggengar veirusýkingar í miðtaugakerfinu og verk dr. Björns Sigurðssonar læknis, fyrsta forstöðumanns Til- raunastöðvar háskólans í meinafræðum að Keldum, staðfestir hversu ríkan virðingarsess rannsóknir Björns skipa í veiru- fræðum. Björn hefði orðið 80 ára á þessu ári, en hann lést 16. október árið 1959, aðeins 46 ára gamall. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem haldið er alþjóðaþing um raunvísindastörf Islendings. Er búist við að 300-400 vísindamenn muni sækja ráðstefnuna sem er haldin á vegum Vísindaakademíu New York og íslenska menntamálaráðuneytisins. Meðal fyrirlesara verða nokkrir af þekktustu vísindamönnum í líf- og læknis- fræði í heiminum í dag. Jóhannes, sonur Björns, sem er sérfræðingur í líffærameinafræði og yfirlæknir við Mayo Clinic- stofnunina í Rochester í Banda- ríkjunum, segir í samtali við Morg- unblaðið, að rannsóknir Bjöms séu víðkunnar, sérstaklega vegna skil- greiningar hans á áður óþekktum sjúkdómi, hæggengum veirusýk- ingum, og í raun sé æ oftar vitnað til verka hans á síðari árum. Óvenjulegur sé svo mikill áhugi meðal vísindamanna á sviði líf- og læknisfræði á rannsóknum sem komnar eru til ára sinna, þar sem nú eru liðin rúm 30 ár frá því síð- asta fræðigrein hans birtist. Bjöm er tvímælalaust talinn einn þekktasti vísindamaður ís- lands á þessari öld. Það er út- breidd skoðun meðal veimfræð- inga að þegar nóbelsverðlaunin í DR. BJÖRN Sigurðsson var óvenju afkastamikill á stuttri starfsævi en hann lést 16. október árið 1959, aðeins 46 ára gamall. læknisfræði vom veitt fyrir rann- sóknir á sviði hæggengra veiru- sýkinga árið 1976 hefði með engu móti verið hægt að ganga fram hjá Birni hefði hann lifað. Auðvelduðu skilning á alnæmi Meginhluti vísindastarfa Björns snérist um rannsóknir á veimsjúk- dómum en hann var einnig af- kastamikill á sviði annarra smit- sjúkdóma. Björn setti fram bylt- ingarkenndar hugmyndir um sér- stök afbrigði veimsýkinga sem hann nefndi „annarlega hæggeng- ar veirusýkingar". Kom fljótlega í Ijós að tilgátur hans stóðust og þær standa enn. Hafa kenningar hans skýrt mörg atriði í gangi þessara sýkinga, og flýtt fyrir og auðveldað rannsóknir á alnæmis- veimnni, en sýnt hefur verið fram á skyldleika alnæmisveirunnar og visnuveiru, sem m.a. veldur riðu- veiki í sauðfé. Tilraunastöðin á Keldum Eftir að Björn lauk kandídats- prófi í læknisfræði frá Háskóla Islands árið 1937 varð hann að- stoðarmaður prófessors Níelsar Dungals á Rannsóknastofu Há- skólans. Hann stundaði svo fram- haldsnám og rannsóknastörf í Kaupmannahöfn og sumarið 1941 fór hann til Bandaríkjanna sem styrkþegi Rockefellersjóðsins og stundaði veirurannsóknir við Rockefellerstofnunina í tvö ár. Árið 1943 kom Björn heim og gerðist þá aðstoðarlæknir á Rann- sóknarstofu Háskólans en var skipaður fyrsti forstöðumaður Til- raunastöðvar Háskólans í meina- fræði á Keldum í janúar 1946 og gegndi hann því starfi til æviloka. Þörfín fyrir rannsóknir á sauð- fjársjúkdómum jókst mjög á árun- um um og eftir 1940 þegar sjúk- dómar, sem bárust til landsins árið 1933 með svokölluðu karak- úlfé, fóm að valda miklu tjóni. Voru þar fyrst og fremst á ferð- inni votamæði, síðan garnaveiki og loks þurramæði. Sendi ríkisstjórnin umsókn til Rockefellersjóðsins um styrk til að koma upp gmndvallarrann- sóknastofnun í læknisfræði manna og dýra haustið 1944. í grein um verk Bjöms, eftir prófessor Hall- dór Þormar, sem birtist í Andvara árið 1991, segir hann að Björn hafí mótað greinargerð þá sem fylgdi umsókn ríkisstjórnarinnar til sjóðsins. „Fylgdi Björn umsókn- inni eftir og má ætla að jákvæð viðbrögð Rockefellersjóðsins hafi að miklu leyti ráðist af því' áliti sem hann hafði unnið sér sem styrkþegi sjóðsins nokkrum árum áður,“ segir í grein Halldórs. Rockefellersjóðurinn sendi rausnarlegt framlag til að komið yrði á fót stofnun sem helguð yrði tilraunameinafræði, sem að sögn Jóhannesar Björnssonar hefur að núvirði numið talsvert á annað hundrað milljóna króna. Fylgdi styrknum það skilyrði að Björn yrði forstöðumaður stofnunarinn- ar og að ríkisstjórn íslands legði fram mótframlag til að koma henni á fót. Lækningar á garnaveiki Áætlað er að frá 1938 til 1953 hafi a.m.k. 75 þúsund fjár drepist af völdum garnaveiki hér á landi og leit um tíma út fyrir að veikin myndi leggja sauðfjárbúskap á stórum hluta Austur- og Norður- lands í auðn. Björn stundaði um árabil rannsóknir á sjúkdómnum og gerði tilraunir með bóluefni sem urðu síðar grundvöllur að doktors-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.