Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 76
Morgunblaðið/Sverrir Barattudagur ÓVISSA í kjaramálum og mikið atvinnuleysi setja svip sinn á baráttudag verkalýðsins, 1. maí, sem haldinn er hátíðlegur um land allt í dag. A myndinni sést verkamaður í Jámsteypunni við vinnu sína. Sjá bls. 18-19: „Máttlausari kjarabarátta?" og bls 44-45: Ávörp verkalýðsf élaga. REKSTRARAFKOMA Granda hf. eftir fyrsta ársfjórðung ársins er 20% betri en rekstraráætlun gerði ráð fyrir og reyndist hreinn hagnaður vera 97 milljónir kr. Rekstrartap Granda á öllu síðasta ári reyndist hins vegar 98 milljónir kr. og að rekstrartapi dóttur- félagsins Faxanyöls hf. meðtöldu nam heildartap félagsins á sl. ári 156 milljónum kr. Þetta kom fram á aðalfundi Granda hf. sem haldinn var í gær. Á aðalfundi Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. sem einnig var hald- inn í gær kom fram að hreinn hagn- aður síðasta árs nam 10,4 millj. kr. samanborið við um 87 millj. árið áður og í ræðu Sverris Leóssonar stjómarformanns kom fram að heildarafli hefði orðið rúmlega 2.000 tonnum minni en árið áður. Á aðalfundi_ Granda í gær kom fram í ræðu Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns, að í rekstrar- áætlun fyrir árið í heild sé gert ráð fyrir að hagnaður af reglulegri starfsemi verði rúmlega 120 millj. kr. en áætlunin gerir m.a. ráð fyrir að lágt afurðaverð í febrúarmánuði haldist óbreytt út árið. Aðalfundur Granda samþykkti greiðslu 5% arðs til hluthafa. í síðustu viku tóku forráðamenn útgerðarfélagsins Pesquera Friosur í Chile boði Granda um kaup á tog- aranum Elínu Þorbjarnardóttur. Uppsett verð var um ein milljón bandaríkjadala eða rúmlega 60 millj. kr. og gengur söluverð upp í kaupverð þeirra hlutabréfa í Friosur sem Grandi á eftir að greiða en félagið hefur samið um kaup á 22% hlutabréfa í Pesquera Friosur. Heildarafli Grandatogara á síð- asta ári nam tæplega 25 þúsund tonnum og varð tæplega 2.500 t. minni en árið áður. Sjá fréttir á bls. 34. ----» » 4---- Ovissa um útgöngu hjúkrunar- fræðinga Hagnaður Granda var 97 milljónir á fyrsta ársQórðungi MIKIL óvissa ríkti um það í gær- kvöldi hvort einhveijir hjúkrunar- fræðingar sem starfa á Landspít- alanum myndu hætta störfum í dag þar sem framlenging á uppsagnar- fresti þeirra sem stjóm Ríkisspít- ala greip til í janúar sl. rann út í nótt. Eftir samkomulag sem náðist í lok janúar dró meirihluti starfsmann- anna uppsagnirnar til baka en nokk- uð á annað hundrað höfðu hins veg- ar ekki gert það og því hefur sú spurning vaknað hvort ráðningartími þeirra rynni út í nótt. Frystítog- arar hafa notíð góðs af hækk- unjensins HÆKKUN japanska jensins gagn- vart íslensku krónunni, sem numið hefur liðlega 30% frá því í septem- ber, hefur skilað framleiðendum sjávarafurða hér á landi tekju- auka vegna þess að fiskurinn héð- an er verðlagður í jenum. Vegna hins háa gengis jensins hefur frámboð fisks á Japansmarkað aukist. t Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldi á síðasta ári fisk til Japans fyrir 2 milljarða kr. fob og íslenskar sjávarafurðir hf. seldu fyrir rúman milljarð, einkum sjófrystan karfa og grálúðu, auk loðnuafurða, síldar og rækju. Útgerðir frystitogara hafa notið mesta tekjuaukans. Þó sagði Sæmundur Guðmundsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Islenskra sjávar- afurða, að nú í upphafi karfavertíðar- innar fengist ekki sama verð og í byrjun þeirrar síðustu. Japanir borg- uðu sama jenaverð fyrir karfa og í rlok síðustu vertíðar en talsverð lækk- un varð á afurðaverðinu á vertíðinni. Sagði hann að þetta skýrðist meðal annars af gengishækkun jensins. Eyfirskir bændur gefa fyrningar til notkunar við uppgræðslu Heyrúllur fhittar á Mý- vatnsöræfí með herþyrlu BÆNDUR í Eyjafjarðarsveit hafa að frumkvæði umhverfis- nefndar sveitarfélagsins ákveðið að safna saman fyrningum nú í vor og gefa þær til uppgræðslu á Mývatnsöræfum. Að sögn Páls Ingvarssonar í Reykhúsum, formanns umhverfisnefndarinn- ar, gæti orðið um 350 til 500 heyrúllur að ræða, eða 100-150 tonn af heyi. Hann sagði varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hafa lýst áhuga á að flytja heyið upp á Mývatnsöræfin með risa- þyrlu, sem væntanleg er hingað til lands í sumar í tengslum við heræfingar. Ekki hefur verið ákveðið hvort eyfirskir bænd- ur sjái um flutning á heyinu í Mývatnssveit eða hvort þyrlan flytur það beint inn á öræfin úr Eyjafirði. Fegurðardrottning íslands valin Svala Björk Ariiardóltir hlaut títíliiin SVALA Björk Arnardóttir, 18 ára Garðbæingur, var kjörin Fegurðardrottning Is- lands á Hótel Islandi í gær. í öðru sæti í keppninni varð Guðrún Rut Hreiðarsdóttir og þriðja Brynja Vífílsdóttir. Ljósmyndafyrirsæta var valin Nanna Guðbergsdóttir og vin- sælasta stúlkan Andrea Ró- bertsdóttir og hún fékk jafn- framt sérstök verðlaun fyrir fegurstu fótleggina. Páll sagði að þessa dagana væri verið að kanna áhuga bænda í Eyja- fjarðarsveit á þátttöku í þessu verk- efni. Hann sagði vamarliðið hafa tekið vel í það að annast flutninga á heyinu að einhverju leyti. „Þeir segja að þyrlan geti tekið 15-20 rúllur í ferð, en það em ákveðnir tæknilegir hlutir sem á eft- ir að leysa í þessu sambandi. Það er ekki alveg ljóst hvort þeir flytja þetta úr firðinum og alveg austur, eða hvort við flytjum þetta á bílum og þ^ir svo úr Mývatnssveit og inn á öræfin. Við stefnum á að þetta verði nú snemma í sumar, en við vorum að gæla við það að losna við rúllurnar úr firðinum fyrir slátt. Þyrlan er hins vegar á ferðinni hérna seinnipartinn í júlí, og því getur það vel verið að við flytjum þetta áður landveginn austur," sagði hann. Samvinna við Landgræðslu Páll sagði að Landgræðsla ríkisins myndi annast það verk að koma heyrúllunum fyrir á þeim stöðum þar sem talið væru að þær kæmu að notum. Þeim yrði væntanlega komið fyrir í rofabörðum til að hefta sandfok, en á öðrum stöðum yrðu rúilurnar skornar sundur og komið þannig fyrir. Hann sagði að loforð hefði fengist að hámarki fyrir 500 heyrúllum, en öruggt væri að þær yrðu að minnsta kosti 350. Þyngd rúllanna væri misjöfn eftir því hvort heyið væri blautt eða þurrt, en þarna gæti hugsanlega verið um að ræða samtals 100-150 tonn af heyi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kuldaúlpan úr skápnum SNJÓKOMAN í gær virtist koma á óvart ýmsum, sem vonast höfðu til að tíma kuldaúlpanna væri lokið i bili og það var napurt fyrir marga að bíða eftir strætisvagninum. Að sögn Braga Jónssonar, veðurfræðings hjá spádeild Veðurstofu íslands, er þó ekki um annað en hefðbundið élja- veður á þessum árstíma að ræða. Samkvæmt veðurspá næstu daga er gert ráð fyrir suðlægum eða breytilegum áttum með éljaveðri og snjókomu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.