Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 22
Baðstofufélagar úr Bergshúsi
hittast í fyrstu kröfugöngunm
eftir Pétur
Pétursson
í dag er þess minnst að 70 ár
eru liðin síðan fámennur hópur úr
röðum verkalýðs og menntamanna
safnaðist saman við Báruhúsið, er
þá stóð við Vonarstræti, þar sem
nú rís Ráðhús, og hóf á loft kröfu-
spjöld og fána félaga sinna, auk
rauðra fána, gekk síðan flestar
götur bæjarins, allt frá Bræðra-
borgarstíg í vestri innfyrir Vatns-
þró í austri, en staðnæmdist að
lokum við gijóturð mikla í grunni
Alþýðuhússins við Hverfisgötu og
Ingólfsstræti. Þar ætlum við einn-
ig að nema staðar.
Flestir lesenda Morgunblaðsins
minnast þess að hafa heyrt eða
lesið um baðstofufélaga Þórbergs
Þórðarsonar þá er hann bjó í
Bergshúsi við Skólavörðustíg. Þeir
verða öllum minnisstæðir eins og
Þórbergur lýsir þeim í „Ofvitan-
um“, og ekki síður vegna einstakr-
ar sýningar Leikfélags Reykjavík-
ur á verki Þórbergs í leikgerð
Kjartans Ragnarssonar. Öll mun-
um við Odd og auglýsingu bað-
stofufélaganna um „Engladans-
inn“. En hvernig tengist Oddur
1. maí, og hvar kemur Þórbergur
við sögu?.
Þegar göngumenn nálgast
grunn Alþýðuhússins með fána-
bera'og lúðrasveit í broddi fylking-
ar má sjá einbeittan mann, sem
fylgir lúðraflokki fast eftir. Hann
ann hljómlist og þótt mandólínið
í strengjasveit Hjálpræðishersins
sé honum e.t.v. kærast vegna leið-
sagnar Siurðar Briem og streng-
leika á samkomum þá kann hann
einnig að blása á sönglúður, eins
og Jónas Hallgrímsson nefndi
hljóðfæri þau er hornaflokkurinn
er fór í farabroddi bar að vörum.
Oddur stjómaði sjálfur fámennum
lúðraflokki Hjálpræðishersins á
ísafirði. Og hann vann fleiri verk
á ísafirði en að leika á lúður og
mandólín.
Aldraðir Vestfirðingar minnast
þess enn í dag er Oddur fór fót-
gangandi um brattar brekkur,
kleif fjallvegi og Leggjabtjót
margan og Lokinhamra en sigldi
beggja skauta byr í því skyni að
safna fé og framlögum til gisti-
húss Hjálpræðishersins á ísafirði.
Hann taldi.ekki eftir sér spor né
svaðilfarir og tvísýnu. Reiknings-
glöggum mönnum taldist svo til
að Oddur hefði ýmist gengið eða
ferðast á hestbaki 900 kílómetra
leið. 650 kílómetra ferðaðist hann
sjóleiðis. Homstein að hinu mikla
húsi Hjálpræðishersins á ísafirði
leggur hann árið 1920.
Nærfellt hálfum öðrum áratug
eftir „Engladansinn", sem aldrei
var stiginn, var auglýstur af
hrekkvísum baðstofufélögum
Odds stendur hann þann dag, 1.
maí 1923 við hlið spaugarans
mikla, ofvitans úr Suðursveit, á
gijóthrúgunni miklu og segir svo
frá: „Ég veitti því athygli, að þarna
var byijað að bijóta landið, og lá
gijót, sem upp hafði verið rifið, í
stórum hrúgum um svæðið. Leit
helst út fyrir, að byijað væri á
einhveiju stóru mannvirki á þess-
um stað. Sagði Þórbergur Þórðar-
son, einn þeirra fáu í flokknum,
sem ég þekkti að alþýðufélögin
hefðu náð eignarhaldi á þessari
byggingarlóð og hygðust reisa
þarna með tímanum hús yfir sig
og starfsemi sína. Innti ég þá eft-
ir því, hvort alþýðusamtökin ís-
lensku ættu hvergi höfði sínu að
að halla í höfuðstað landsins, und-
ir eigin þaki. Svarið var neikvætt."
Ólafur Friðriksson flytur ávarp í fyrstu kröfugöngunni. Oddur og Þórbergur eru meðal áhorfenda. Ljósm.: Gísli Ólafsson
•fo>
)■
«*>><»'
Lengst til vinstri er fyrsta Alþýðuhúsið og vék fyrir húsinu sem
svokallaðir boddíbílar.
sést í miðið, bifreiðarnar fyrir framan voru farartæki síns tíma,
Vanmegnug verkalýðshreyfing
hafði lengið klappað stein og lam-
ið gijót án árangurs í grunni vænt-
anlegs Alþýðuhúss. Allt í dags-
verkagjöfum. Við sjáum þá fyrir
okkur, baðstofufélagana á gijót-
hrúgunni. Þórbergur hefir lýst for-
ingjum alþýðusamtakanna í bréfi
til Vilmundar Jónssonar: „Það er
almennt viðkvæði andstæðing-
anna, að Ólafur Friðriksson sé eini
jafnaðarmaðurinn, sem meini það
sem hann segi... Hitt séu allt sam-
anvaldir hræsnarar. En þessu lofi
um Ólaf fylgir þó sá böggull, að
hann sé fanatískur idealisti og
geggjaður. Á þetta víst að vega
salt á móti sannfæringunni, svo
að útkoman verður núll.“
Um Odd, baðstofufélaga sinn
sagði Þórbergur í Ofvitanum:
„Oddur var fyrirmynd ungra
manna um háttprýði og reglu-
semi, iðni, trygglyndi og ráðvendni
í orði og verki. Hann hafði í sér
innri menningu, sem var grund-
völluð bygging margra kynslóða,
en ekkert veturnóttahem af svæf-
andi skorti á tækifærum, eins og
tíðkast um íslenskt sveitafólk. Það
var þegar sýnilegt, að hann gæti
aldrei orðið ginningarfífl mögu-
leikanna."
Þegar Oddur réðst til starfa hjá
hlutafélagi því sem eignast hafði
Iðnó kom það í hans hlut að veita
forstöðu framkvæmdum öllum við
smíð Alþýðuhússins. Þar var hann
vakinn og sofinn og vék hvergi
af verði. Hann gaf sér þó tíma til
þess að yrkja hjartnæm ljóð um
hugðarefni sín. „Mín sveitin kær“
var óður hans til skaftfellskra átt-
haga og „Alltaf sért þú Iðnó mín“,
lofkvæði til samkomuhússins sem
hann veitti svo lengi forstöðu. Það
var lærdómsríkt fyrir unga menn
að starfa undir stjórn Odds. Þar
voru hvorki vettlingatök né vind-
högg. Árvekni og dagfarsprýði
einkenndi framkomu hans. Gam-
ansemi og glettni kryddaði mál
Þórbergur Þórðarson baðstofufélagi Odds. Myndin er tekin
1923 og er úr bók Vilmundar landlæknis.