Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ1993 Nigel Short með konu sinni og dóttur. Mjög margir telja að þróun mála hafi orðið honum mjög óhagstæð. FIDE að lágmarksboð í HM-einvígi skyldu vera ein milljón svissneskra franka, eða jafnvirði 43ja milljóna ísl. króna. í október 1991 kom fram tilboð frá Rabat í Marokkó upp á 240 milljónir ísl. króna í einvígið 1993 og eilítið lægra boð frá bandarísk- um aðilum. Kasparov vildi heyja einvígið vestanhafs og iýsti því strax yfir að hann mundi ekki tefla í Marokkó. Hann gætti þess hins vegar ekki að bandaríska „tilboðið" var alls ekki bindandi, heldur aðeins viljayfirlýsing, öfugt við ríkistryggt boð Marokkó. Ekkert varð svo úr einvígishaldi vestahafs og í haust lýstu þeir Timman og Short ábyrgð á hendur Kasparov út af þeim vand- ræðum sem FIDE var komið í með einvígishaldið. Þegar svo ný tilboð voru opnuð í janúar var það hæsta frá Manchester. kr. 110 milljónir. Þar af átti u.þ.b. 30% að renna til FIDE og stórmeistarasambandsins. Með því að segja skilið við FIDE hafa þeir Kasparov og Short náð að finna nýja aðila sem hafa boðið 160 milljónir, þar af ætla þeir félag- ar að afhenda 10% til hinna nýstofn- uðu atvinnumannasamtaka sinna. v Short kom öllu af stað Það var Nigel Short sem fok- reiddist við Alþjóðaskáksambandið eftir að hann frétti að það hefði ákveðið að halda einvígið í Man- chester án þess að ráðfæra sig við hann. Skylt er samkvæmt lögum FIDE að hafa samband við kepp- endurna fyrir val á einvígisstað, en embættismenn hjá FIDÉ hafa nú reynt að útskýra hvers vegna ekki var talað við Short, heldur aðeins Kasparov. Frestur FIDE til að bjóða í ein- vígið rann út 22. febrúar 1993. Aðeins bárust tvö tilboð, með gild- um bankaábyrgðum, annað var frá Manehester, en hitt miklu lægra frá Spáni. Þann dag og þann næsta var ekki hægt að ná í Short í síma því hann var á ferðalagi milli Can- nes í Frakklandi og Aþenu. Að sögn FIDE hafði Short sagst munu hafa samband sjálfur vegna þessa. Það gerði hann ekki og eftir ítrek- aðar tilraunir til að fínna hann var gripið til þess ráðs að hafa sam- band við bandaríska stórmeistar- ann Lubosh Kavalek, fulltrúa og aðstoðarmann Shorts. Kavalek gaf það svar 23. febrúar að tilboð Manchester væri það eina sem hægt væri að fallast á. En Short taldi sig órétti beittan og upphó- fust óvæntar samningaviðræður á milli hans og Kasparovs. Nigel Short í slæmum félagsskap? í nýlegri ritstjórnargrein í út- breiddu skáktímariti sem gefíð er út í Sviss, „Die Schachwoche", er því haldið fram að Short hafi leikið mesta afleik lífs síns með því að segja skilið við FIDE. Því miður er margt sem rökstyður þessa skoðun. Nefna má nokkur atriði: Fari svo að Short tapi fyrir Kasp- arov eins og flestir spá á hann tæplega afturkvæmt inn í næstu áskorendakeppni FIDE á árinu 1994. Ef ekki væri fyrir þrákelkni Kasparovs væri Short nú að und- irbúa sig fyrir HM-einvígi í Mar- okkó í haust með 240 milljóna króna verðlaunasjóði. Kasparov vildi semja við aðila í Bandaríkjun- um og Kanada, en gætti ekki að því að fá hjá þeim fullnægjandi tryggingar. Short hefur nú snúið bökum saman við mann sem olli honum stórkostlegu fjárhagslegu tjóni með aulahætti í viðskiptum. Short var forseti stórmeistara- sambandsins sem nú verður senn lagt niður og virtur fyrir sjálfstæð- ar skoðanir sínar. Vitað var um andúð hans á einræðistilburðum Kasparovs og í heimalandi sínu hafði hann sérlega litlar mætur á Raymond Keene. Nú hefur hann íjarlægst fyrrum vopnabræður og kollega sína í stórmeistarastétt en á allt sitt undir þeim Kasparov og Keene. Munurinn á stöðu Kasparovs og Shorts er sá að hinn fyrrnefndi er viðurkenndur sem langsterkasti skákmaður heims. Short sækir umboð sitt hins vegar aðeins til áskorendakeppni Alþjóðaskáksam- bandsins. Tapi hann einvíginu er hætt við því að hans verði einungis getið í framtíðinni sem mannsins sem eyðilagði HM-keppni FIDE. Þessar deilur virðast hafa lagst nokkuð þungt á Short miðað við afar slaka taflmennsku hans á at- skákmótinu í Mónakó um daginn. Það gæti farið svo að þær rýri enn möguleika hans í einvíginu við Kasparov. En fari svo að Short sigri — hvar stendur hann þá? Hann verður ekki viðurkenndur sem heimsmeistari — Kasparov og aðrir stórmeistarar gætu talað um heppni eða tilviljun og þetta sanni ekki neitt og bent á alþjóðlega stigalistann í staðinn. Að loknum tveimur einvigjum í haust kemur líklega upp sú staða að Short hafí græðst nokkrar millj- ónir króna á þessu brambolti sínu, en spillt hins vegar mjög fyrir fram- tíðarmöguleikum sínum. Það verða hins vegar þeir Karpov og Timman sem hagnast og fá óvænt tækifæri upp í hendumar Varanlegur klofningur? Skákheimurinn er ekki ýkja stór og það hefur vakið furðu margra að þótt fremstu skákmenn heims úthúði hver öðrum opinberlega þá halda þeir sæmilegu samkomulagi sín á milli og ástandið verður lík- lega seint svo slæmt að þeir geti ekki sest niður og rætt málin. Það er líklegt að eftir einvígin tvö næsta haust geti Kasparov vel hugsað sér að mæta „FIDE-heims meistaranum" eða þá þriðja skák- manninum sem gerir kröfu til heimsmeistaratitilsins — Bobby Fischer. Það mun öragglega ekki standa á Kasparov ef verðlauna- sjóðurinn verður nægilega hár. 27 Nýja óperuhúsið í Gautaborg. Nýtt óperuhús í Gautaborg eftir Garðar Cortes Gautaborg fær að ári nýtt ópera- hús. Konunglega óperan í Stokk- hólmi var tilbúin til notkunar 1898, eða fyrir tæpum 100 árum. Af þess- um tæpum 100 áram hafa Gauta- borgarbúar eytt 50 áram í að gera áætlanir, láta sig dreyma um, rífast um, taka ákvarðanir um hvort ætti að byggja nýtt óperahús. Óeining, þvælingur og ragl í ákvörðunartöku hefur sífellt gert drauminn um nýtt óperahús að martröð. Árið 1858, eða fyrir 135 áram, var Stóra Teatem vígt. Arkitekt var Carl Malmberg. Það er nú eitt af elstu leikhúsum Svíþjóðar sem enn er í notkun. „Stóran" eins og það er kallað er eftirlíking af óperanni í Dresden, en hún eyðilagðist í seinni heimsstyrjöld. Dresden- óperan var endurbyggð og vígð 1985. Hún er í dag segull á ferða- menn og óperagesti bæði fyrir feg- urð og frábæran hljómburð. „Stór- an“ var byggð svo njóta mætti gestaleikja frá Stokkhólmi og ná- lægum óperahúsum Skandinavíu og Evrópu. Það var fyrst 1920 að „Stóran" fékk fastan kjama lista- manna sem lifa af Iist sinni. Löng og erfíð ganga hefur fylgt Stóra Teatem gegnum tíðina, sett sitt mark á starfsemina og gert hana að þeirri ópera sem hún er í dag. Byggingin sjálf hefur gengið í gegnum ýmsar endurbætur á tíma- bilinu og er í mjög góðu ástandi. Hún var friðuð 1973. Nýja Gautaborgaróperan er byggð með annað og meira í huga en flutning ópera. Óperettur, söng- leikir og ballett hafa átt hvað drýgstan þátt í vinsældum Stóra Teatems í gegnum tíðina. Þess vegna þurfti að taka tillit til allra þessara þátt við hönnun nýju óper- unnar. Karl Fritiofsson var falið af rík- inu til að afla íjár fyrir nýja ópera í gamla Ullevi en varð að gefast upp er hans eigið bæjarfélag neit- aði honum um styrk og felldi tillögu hans á borgarráðsfundi með einu atkvæði. Þetta varð til þess að Kullenberg boðaði til blaðamanna- fundar og sagðist geta byggt nýtt óperuhús við höfnina, þar sem kall- ast „Pakkhúskajen", fyrir litlar 500 milljónir. Á sama tíma tilkynntu Skanska og SLAB að þau vildu byggja ieik- hús á Drottningartorginu í gamla pósthúsinu og margir lögðu fram allskonar tillögur um staðarval, kostnað og gerð húss, eins og geng- ur og gerist. Þeir áköfustu, þ.e. Kullenberg, Skanska og SIAB, fengu að ráða ferðinni, stofnuðu samtök um málið og staðurinn sem varð fyrir valinu var við höfnina. Byggingaráætlun var gerð. Arkitektar hússins vora ráðnir Lund og Valentin ark. AB. Fjárhagsáætlun hljóðar uppá 558 milljónir. Byggingin sjálf mun kosta 360,5 milljónir, en leikhústæki, ísetning og flutningur úr gömlu húsi 195,5 milljónir. Hafíst vai; handa við að safaa fé. Áhrifamenn og fyrirtæki, svo sem Volvo, SKF og bankamir, vora í fararbroddi fyrirtækja og einstak- linga í söfnuninni. Það má segja að fjölmiðlar allir hafí gert útslagið með hvemig fór, því umfjöllun þeirra og auglýsingar vora ómetan- legt framlag. Um 400 fyrirtæki lögðu 117 milljónir í sjóð, en ein- staklingar 3 milljónir, samanlagt 120 milljónir. Ríkið lagði 120 millj- ónir á móti, krónu fyrir krónu. Haustið 1989 var byijað að hanna húsið og í janúar 1991 var byggingarsamningur undirritaður og í júní sama ár var fyrsta skófl- ustungan tekin. í janúar í ár var byggingin fokheld og vorið 1994 er gert ráð fyrir að byggingarvinnu verði lokið og hægt verði að byija að flytja inn í áföngum vorið 1994. Vígsla nýja óperahússins er síðan áætluð haustið 1994. Við hönnun hússins er einfaldleikinn hafður í fyrirrúmi og hugsað eingöngu um notagildi þess. Fyrir gesti er stórt anddyri umlukið glerskála og þar verður miðasala, þjónusta og veit- ingahús. Áhorfendasvæðið er fyrir 1.250 gesti, en það má stækka um 150 sæti með því að minnka hljómsveit- argryfju. Óll gerð salarin.s sem er átthymdur og skeifulaga upp á gamla mátann, var látin stjómast af hljómburði. Sviðin, 20x25 metra aðalsvið með jafnstóram hliðarsvið- um og öðra fyrir aftan, era hönnuð þannig að hægt er að flytja þau fram og til baka og fíra niður á næstu hæð þar sem er geymslu- rými. Sviðið bak við aðalsviðið er einnig hringsvið. Hægt verður að sýna allar óperar, hversu krefjandi sem þær era. 60 rár era í 24 m turni fyrir hangandi leikmyndir. Heildarlýsing er 2 megavött: 1.000 ljóskastarar og 800 tölvustýrðar ljósaeiningar era til staðar. Full- komið hljómflutningskerfi verður í húsinu og hljóðver til hljóðupptöku. Þá er að fínna fímmta sviðið, sem kallast tilraunasvið, án fastsettra tækja, þar sem hægt er að breyta uppröðun sæta og leiksviðs. Áhorf- endafjöldi getur verið 150 til 200 manns. í húsinu er að finna járn- smiðju, trésmíðaverkstæði, málara- sal og samsetningarsal næst svið- inu. Búningar, hárgreiðsla, smink og annað sem tilheyrir sýningum Garðar Cortes „Þegar flutt verður í nýtt hús verður sagt upp átta leigustöðum víðs vegar um Gauta- borg og er engin eftir- sjá að þeim. Eina eftir- sjáin verður að gamla, góða húsinu, sem eng- inn veit enn hvað verð- ur um. En hver er sú eftirsjá á móti eftir- væntingunni að flytja inn í nýtt og stærra hús?“ er í seilingarfjarlægð frá sviði og æfingasviði. Æfíngasalir og herbergi eru ótal- mörg. Einn stór æfingasalur og tveir minni. Tveir stórir æfingasalir era fyrir ballett. Æfingaaðstaða fyrir hljómsveit tekur tvær hæðir og þar er einnig hljóðver til upp- töku, slagverksmenn fá sinn ein- angraða sal og aðrir hljómsveitar- menn aðstöðu til einkaæfinga. Kór- inn hefur sinn æfingasal. Æfinga- stjórar hafa afmarkað svæði, ótal herbergi era fyrir söngvara og veit- ir ekki af. Þannig hefir verið hugsað fyrir öllu í nýju óperuhúsi, meira að segja skriffinnamir fá eina hæð fyrir sig. Þá má ekki gleyma ótal fundarher- bergjum af mismunandi stærð, því fundir og aftur fundir eru óijúfan- legur hluti af sænsku vinnukerfi. Þegar flutt verður í nýtt hús verður sagt upp átta leigustöðum víðs vegar um Gautaborg og er engin eftirsjá að þeim. Eina eftirsjá- in verðuru að gamla, góða húsinu, sem enginn veit enn hvað verður um. En hver er sú eftirsjá á móti eftir- væntingunni að flytja inn í nýtt og stærra hús? Höfundur er óperustjóri í Gautaborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.