Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 4
seeí IAM J M'JOAdHAO'JAJ GIGAJHHODJíOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 Hugmyndir eru uppi um sameiningu ASÍ og BSRB Forseti ASI telur sam- runa koma til greina Varaformaður BSRB telur enga möguleika á sameiningu FORSETI Alþýðusambands íslands telur að samruni ASÍ og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja komi vel til greina. Varaformaður BSRB segist ekki sjá möguleika á slíkri sameiningu. Benedikt Davíðsson forseti ASÍ segir í viðtali við Vikublaðið, sem kom út í gær, að hann sjái fyrir sér mun nánara samstarf en verið hafi milli samtaka eins og BSRB og ASÍ og jafnvel samruna þessara samtaka. Hann segir þessar hug- myndir hafí ekki verið ræddar skipulega af forustu þessara sam- taka en þær hafí oft borið á góma. Benedikt sagði við Morgunblaðið, að innan ASÍ væru félög með marg- víslega kjarasamninga og kjör, og mörg þeirra semdu við ríkið og bæjarfélögin. „Ég sé því ekkert sem VEÐUR beinlínis ætti að hindra að þetta geti gerst,“ sagði Benedikt. Þegar hann var spúrður hvort hann myndi beita sér fyrir formlegum viðræðum samtakanna um sameiningu sagði hann að engar formlegar ákvarðan- ir hefðu verið teknar um slíkt innan ASÍ. Engir möguleikar Ragnhildur Guðmundsdóttir fyrsti varaforseti BSRB sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa heyrt umræðu um samruna ASÍ og BSRB. „Það hefur verið samstarf ‘á milli þessara aðila og það er af hinu góða. En hugmyndir ASI um samruna koma mér nokkuð á óvart eftir veturinn þar sem okkur var haldið vel og vandlega utan við alla umræðu um kjaramálin. Ég veit því ekki hvaðan þetta er komið,“ sagði Ragnhildur. Hún sagðist aðspurð ekki sjá möguleika á sameiningu þessara samtaka. „Það eru svo ólíkir hags- munir varðandi kjaraleg réttindi og kjaramál að það þarf mikið að breytast áður en samtökin samein- ast,“ sagðf Ragnhildur. Benedikt sagðist ekki telja, að það hvemig viðsemjendur BSRB hefðu að þessu sinni komið að þeirra málum, þyrfti að hafa afgerandi áhrif á umfjöllum samtakanna um hugsanlega sameiningu. IDAG kl. 12.00 Heimild: Veðurslofa Isfands (Byggt á veðurspé kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 1. MAI YFIRLIT: Á Grænlandshafi, skammt vestur af landinu er 2.002ja mb lægð sem þokast heldur austsuðaustur, en 1.027 mb lægð er yfir Græn- landi. Yfir Skandinavíu er 1.025 mb hæð. SPÁ: Hæg austlæg átt og él. Við norðurströndina er hæg breytileg átt og víðast þurrt syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg breytileg átt. Él á víð og dreif og frost um mestallt land. HORFUR Á MÁNUDAG: Þykknar upp með vaxandi suðaustan átt og fer að snjóa sunnan og vestanlands er líður á daginn. Smám saman hlýn- andi veður. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG. Hvöss suðaustan átt og slydda en síðan rign- ing víðast hvar, þó síst norðaustanlands. Hiti 2 til 10 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað r r r r r r r r Rigning * r * * r r * r Slydda & Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað * V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig^ 10° Hitastig V súld = Þoka dig.. FÆRÐA VEGUM: (Ki. 17.30 fgær) Víðast á landinu er nú ágæt færð og er greiðfært um Suðurland til Austfjarða og þar eru flestir vegir færir. Vel fært er um Vesturland og í Reykhólasveit og fært er milli Brjánslækjar, Patreksfjarðar og Bildu- dals. Þá er fært norður um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og ófram til ísafjarðar og Þingeyrar. Fært er um Norður- og Norðausturland og um Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Víða hefur öxulþungi verið tak- markaður vegna aurbleytu og það merkt við viðkomandi vegi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænniiínu 99-6316. Vegagerðin. 4 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 f gær að ísi tíma hiti voður Akureyri 6 léttskýjað Reykjavik 2 snjóél á sið. klst. Bergen 19 léttskýjað Helsinki 16 léttskýjað c 1 1 1 5* 19 léttskýjað Narssarssuaq +9 helðskírt Nuuk +8 snjókoma Osló 20 léttskýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Þórshöfn 6 súld Algarve 17 þokumóða Amsterdam 29 léttskýjað Barcelons 12 þokumóða Berlín 26 léttskýjað Chicago 8 þoka Feneyjar 20 léttskýjað Frankfurt 25 léttskýjað Glasgow 17 mistur Hamborg 24 léttskýjað London 16 mistur LosAngeles 17 þokumóða Lúxemborg 23 léttskýjað Madríd 19 skýjað Malaga 16 8úldásfð.klst. Mallorca 18 léttskýjað Montreal 11 mistur NewYork 12 alskýjað Orlando 16 skýjað París 20 léttskýjað Madeira vantar Róm 16 alskýjað Vín 21 hálfskýjað Washington 12 alskýjað Winnipeg 0 skýjað Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný saltfiskverkun JON Asbjörnsson, Þorsteinn Pálsson og Ásbjörn Jónsson skoða salt- fisk, sem framlejddur er í nýju húsnæði Fiskkaupa hf. Fiskkaup stefna að söltun 5.0001 í Reykjavík Ný saltfískverk- uní 2.500 fer- metra húsnæði FISKKAUP hf. tóku í gær formlega í notkun nýja saltfisk- verkun í 2.500 fermetra húsnæði við Reykjavíkurhöfn. Fyrst í stað verður framleiðslan einskorðuð við söltun tand- urflaka og er áætluð framleiðsla þar þetta árið um 5.000 tonn af fiski upp úr sjó. Síðar er stefnt að alhliða saltfisk- verkum, flatningu og þurrkun. Fyrirtækið flytur starfsemi sína úr Grandaskála í nýja húsnæðið, en söltun verður haldið áfram í Ólafsvík og er áætlað að framleiða þar úr um 3.000 tonnum upp úr sjó. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, gangsetti vélar verkunar- innar í gær og óskaði Jóni Ásbjörns- syni aðaleiganda Fiskkaupa hf. til hamingju með árangurinn. Fisk- kaup unnu á síðasta ári úr 6.000 tonnum af físki og nam útflutning- urinn 2.300 tonnum af afurðum, þar af 900 tonnum af flökum. Út- flutningsverðmæti var um 850. milljónir króna. Byggt á fiskmörkuðum „Þetta fyrirtæki byggir afkomu sína á fískmörkuðum, það á engan kvóta og enga útgerð. Við byggjum á því að fá krókafísk, sem er bezti fiskurinn, til framleiðslu á kröfu- harðasta saltfískmarkað veraldar í Katalóníu á Spáni. Allar hugsanleg- ar aðgerðir stjórnvalda til takmarka Og síðan áfram vestur á bóginn á gönguskíðum *...- Q 0 Annar áfangi með hunda- x< r<ÚVjilseiíi v r\l IIII Idbbdllft ’ V sleðum inn á isjaðarinn [ \ S n Fyrsti áfangi ferðar- 0 I m\^\ r ' ^ r ^ / ; i / / innar í Grænlandi var floginn með þyriu Islenski Grænlandsleiðangurinn Skilaboð frá Ieiðangrinum bárust á fimmtudagskvöld með flugvél Grænlandsflugs, sem leiðangurinn hafði verið í talstöðvarsambandi við. Leiðangurinn var þá kominn í 600 metra hæð og u.þ.b. 12 km inn á jökulinn. Vegna illviðris komst leiðangurinn ekki frá þorpinu Is- ortoq með hundasleðum að jökul- eða hefta á einhvem hátt veiðar krókabáta eða afnéma línutvöföld- un yfir vetrarmánuðina, myndu kippa grundvellinum undan þessu fyrirtæki og hætt er við að fisk- markaðarnir hverfi þá af sjónar- sviðinu, því þeir fá eingöngu fisk frá bátum, en engan fisk'frá togur- un. í nýjum tillögum sjávarútvegs- ráðherra hafnar hann þessum hug- myndum og hefur lagt til áfram- haldandi kvókaveiðar og línutvö- földun. Þá munum við sem aðrir kaupendur á fískmörkuðún væntan- lega geta fengið hráefni áfram,“ sagði Jón Ásbjörnsson ufft leið og hann þakkaði sjávarútvegsráðherra þann heiður að gangsetja starfsemi fyrirtækisins í hinu nýja húsnæði, sem Fiskkaup keyptu af Ríkisskip- um á sínum tíma. Óveður tefur för leiðangursmanna ÍSLENSKI Grænlandsleiðangurinn var í fyrrakvöld kominn tólf km inn á Grænlandsjökul og var staddur í 600 metra hæð. Leiðangursmenn, Olafur Orn Haraldsson, Haraldur Ólafsson og Ingþór Bjarnason, eiga nú fyrir höndum um 590 km leið vestur yfir jökulinn til Syðri-Straumsfjarðar. röndinni fyrr en sl. þriðjudag. Veðr- ið sl. miðvikudag á þessum slóðum vár afar slæmt, en hafði þó skánað til muna. Allt var í góðu gengi hjá leiðang- ursmönnum og þess var ennfremur vænst að veðrið verði þeim hag- stæðara næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.