Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 36
m_____________________ Sea Shep- herd með hótanir SEA Shepherd-samtökin ætla að trufla hvalveiðar Norð- manna í sumar í þeirri von, að norsk stjórnvöld höfði mál á hendur þeim. Gera þau ráð fyr- ir, að málshöfðunin muni vekja mikla athygli og verða til þess, að Bandaríkjaþing banni inn- flutning norskra sjávarafurða. Kemur þetta fram í yfirlýsingu frá samtökunum en Norðmenn ætla að veiða í sumar allt að 800 hrefnur. Stafar „uppa- veiki“ af svefnleysi? SÍÞREYTA eða uppaveikin, sem svo hefur verið kölluð, staf- ar hugsanlega af svefntruflun- um, sem valda því, að sjúkling- amir fá aldrei nægilega hvíld. Af uppaveiki þjást þó um 100.000 manns í Bretlandi, aðallega ungt fólk, sem býr við mikið álag. Segja greinarhöf- undar, að svefninn hjá þessu fólki sé oft svo óreglulegur, að hann svari í raun ekki nema til tveggja klukkustunda miðað við sjö eða átta hjá öðrum. 72 lík fundin í Waco YFIRVÖLD í Texas sögðu í gær, að fundist hefðu 72 lík í rústum búgarðs sértrúarsafn- aðarins í Waco og væri ekki búist við, að þau væru fleiri. Var í fýrstu talið, að þau væru 85 og eru þá ótalin lík fimm manna, sem féllu í fyrstu árás lögreglunnar á búgarðinn fyrir tveimur mánuðum. Vilja betri markaðsað- gang MICKEY Kantor, aðalvið- skiptafulltrúi Bandaríkjanna, sagði í gær að Japanar hindr- uðu bandarísk fyrirtæki í að bjóða í verkefni á vegum opin- berra aðila í landinu. Sama væri að segja um ríkisstjórnir margra Evrópuríkja. Með þessu athæfi væru brotnar alþjóða- viðskiptareglur. Kantor sagði að auk þessa yrði nú kannað hvort Japanar hefðu staðið við samninga um kaup á banda- rískum risatölvum en hafi þeir ekki gert það hóta Bandaríkja- menn að grípa til refsiaðgerða. Nýríkir Kín- verjar ráða lífverði NÝRÍKIR Kínveijar hafa tekið að ráða lífverði vegna öfundar þeirra sem hafa minni auraráð. Kinverskt dagblað skýrði frá því í gær að lífvarðanámskeið, sem fyrrverandi hermenn héldu, nytu nú mikilla vinsælda í borgum landsins. Þúsundir manna hafi sótt um að fá að taka þátt í slíkum námskeiðum, þeirra á meðal ritarar.og fólk sem hefur nýlokið háskóla- námi, bæði karlar og konur. Dagblaðið segir að konur hafi jafnvel reynst betur sem líf- verðir en menn. „Með réttri tækni geta konur auðveldlega haft betur í átökum við tveggja metra háa karlmenn," hefur blaðið eftir kínverskum fjár- málamanni. MORGUNBIAÐIÐ lAUGARDAfiUK 1. MAL1993 Reuter Sorg í Sarajevo BOSNÍSK móðir grætur við gröf 14 ára gamals sonar síns í Sarajevo. Drengurinn féll er Bosníu-Serbar skutu á borgina. Morðingi Chris Hanís fýrír rétti í S^Afríku Segir fhaldsleiðtoga hafa lagt til vopnið Jónannesarborg. Reuter. MEINTUR morðingi kommúnistaleiðtogans Chris Hani í Suður-Afr- íku hefur haldið því fram við yfirheyrslur að háttsettur áhrifamaður í íhaldsflokknum, flokki hægrimanna, hafi lagt til morðvopnið. Fréttastofan SAPA sagðist í gær hafa undir höndum skýrslu um yfir- heyrslur yfir pólska innflytjendanum Janusz Walus þar sem hann heldur því fram að Clive Derby-Lewis, einn af leiðtogum íhaldsflokksins, hafi látið sig hafa byssu og sagt að drepa þyrfti Hani. Walus hélt því fram að þeir Derby- Lewis hefðu þekkst frá 1984. Sagði hann stjómmálaleiðtoginn hafa af- hent sér lista með nöfnum níu manna, þar á meðal Hani. Þegar hann hefði séð Hani fyrir utan heim- ili sitt 10. apríl hefði hann látið til skarar skríða og vegið hann. Waluz var handtekinn á morðstaðnum. Réttarhöld í málinu hefjast 12. maí. Leiðtogar Vesturlanda huga að slæmum valkostum sínum Varanlegur friður talinn verða torsóttur í Bosníu London. The Daily Telegraph. VESTURVELDIN þurfa að velja á milli allmargra hugsanlegra aðgerða ætli þau að víkja frá þeirri afstöðu sem þau hafa haldið sig við gagnvart átökunum í Bosníu. Sameiginlegt þeim öllum er að engin er líkleg til að binda með skjótum hætti á blóðsúthelling- arnar og því síður koma á varanlegum friði, að sögn breska blaðs- ins The Daily Telegraph. • Takmarkaðar loftárásir. Banda- rískar, breskar og franskar flugvélar auk véla frá fleiri ríkjum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) myndu gera sprengjuárásir á fallbyssuvígi Bosníu-Serba, skriðdreka, birgða- stöðvar og þá herflokka sem ógna sérstaklega vígstöðu múslima. Markmiðið væri að þvinga Serba að samningaborðinu og fá þá til að samþykkja friðaráætlun Vance og Owens. Loftárásir myndu sennilega valda því að mörg vígi Serba hryndu, þrýstingur á Sarajevo, Srebrenica og fleiri múslimaborgir myndi minnka. Gagnrök: Jafnvel hörðustu tals- menn loftárása viðurkenna að ein- hverjar sprengjur hlytu að missa marks og valda tjóni í lífi og eignum saklausra borgara. Þung skotvopn Serba eru yfirleitt hreyfanleg og því ekki eins auðvelt að finna þau og byssuvígi íraka í Persaflóastríðinu. Miklar líkur eru á að Serbar mundu svara með hefndarárásum á friðar- gæslumenn Sameinuðu þjóðanna sem aðeins eru búnir léttum vopnum. Vegna þessa er nær víst að stöðva yrði hjálparstarf og friðargæslu SÞ áður loftárásir hæfust. •Múslimar verði vopnaðir. Vopna- sölubanni SÞ á Bosníu yrði aflétt til að múslimar eigi auðveldara með að verjast Serbum sem ráða yfir miklu betri vopnum og öðrum bún- aði. Gagnrök: Borgarastyijöldin myndi breiðast út og enn fleira fólk láta lífið. Bosníu-Serbar og jafnvel Bosníu-Króatar myndu sennilega biðja um aukna aðstoð frá þjóðbræð- rum í Serbíu og Króatíu. Sem stend- ur nota Bosníu-Serbar aðeins um 40% af því herliði sem þeir geta teflt fram en þeir myndu kalla út meira lið ef halla tæki á þá. Einnig er lík- legt að þeir myndu biðja Serbíuher um hjálp. Árásir á Serbíu? •Loftárásir á Serbíu. Hægt væri að ráðast á brýr yfir ána Drínu, fjar- skiptastöðvar Serba, orkuver og birgðastöðvar sem Bosníu-Serbar njóta góðs af. Þannig mæfti fá Serba til að hætta að aðstoða landa sína í Bosníu. Gagnrök: Serbía á fjölda nýtísku flugvéla og loftvarnaflauga. Loft- árásir gætu stappað í þá stálinu og ólíklegt er að Rússar myndu sætta sig við svo harðar aðgerðir gegn fornum bandamönnum sínum. • Sérstök griðasvæði handa öllum þrem þjóðabrotunum. Flugvélar og landher SÞ myndu tryggja öryggi óbreyttra borgara á svæðunum. Bos- níu-Serbar hafa þegar samþykkt að nær 150 kanadískir hermenn séu óáreittir í Srebrenica. Með sama hætti væri hægt að senda SÞ-her- menn til Zepa, Gorazde og fleiri umsetinna borga og treysta öryggi um 700.000 múslima á Tuzla-svæð- inu. Reuter Dansað fyrir þingmenn PETER Robinson, félagi í þjóðdansaflokki frá Essex 5 Bretlandi, hrópar af fögnuði að loknum erfiðum dansi fyrir utan húsakynni þingsins í Lond- on. Flokkurinn hvatti til þess að 1. maí yrði áfram opinber hátíðisdagur. LÍKLEG SKOTMORK Brýr yfir Sövu og Drínu yrðu líkleg skotmörk ef Vesturveldin ákvæðu að gera loftárásir á birgðaleiðir frá Serbíu og Svartfjallalandi til Bosníu. Gagnrök: Þörf væri á 50.000 SÞ-hermönnum til að vernda griða- svæðin, sennilega til margra ára. Þessi lausn myndi ekki gagnast flóttafólki sem hrakið hefur verið úr landi og SÞ yrðu sakaðar um að hjálpa tii við „þjóðahreinsunina". Óvissa á Ítalíu vegna afsagnar ráðherra Þingfulltrúar slá skjaldborg umspillmguna „SKAMMIST ykkar, hypjið ykkur burt,“ var hrópað fyrir utan þinghúsið í Róm í fyrrakvöld en þá hafði það ótrúlega gerst, að þingið hafði fellt tillögu um að svipta Bettino Craxi, fyrrver- andi formann Sósíalistaflokksins, þinghelgi svo unnt væri að draga hann fyrir rétt og rannsaka alvarlegustu spillingarákær- urnar á hendur honum. ítalir ætluðu ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu fréttirnar. Þjóðin var nýbúin að fella sinn dóm yfir spilltu stjórnmálakerfinu en nú hafði valdastétt- in, þingmennimir, sem margir eru grunaðir um spillingu, minnt á sig. ítalska þingið heimilaði rannsókn á nokkrum minniháttarákæruatrið- um á hendur Craxi en ekki á þeim alvarlegustu. Þess má geta, að af 965 þingmönntim hafa um 100 verið nefndir opinberlega í sambandi við spillingarrannsókn og búist er við, að sú tala eigi eftir að hækka veru- lega. Strax þegar fréttin barst út söfn- uðust þúsundir 'manna saman til mótmæla í stærstu borgum landsins og fyrir utan þinghúsið í Róm og voru gerð hróp að þingmönnum þeg- ar þeir héldu heim í glæsikerrunum sínum. „Með svona marga þjófa á þingi kemur þessi ákvörðun ekki á óvart,“ sagði einn mótmælendanna. ítalska martröðin Ríkisstjórn Carlo Azeglio Ciampis sór embættiseið sinn í fyrradag en henni er ætlað að sitja í mesta lagi í eitt ár og undirbúa kosningar sam- kvæmt nýrri kosningalöggjöf. Þá eru einnig bundnar miklar vonir við, að hún grípi til róttækra og löngu tíma- bærra aðgerða í efnahagsmálunum. Afgreiðsla þingsins olli því hins veg- ar, að fjórir ráðherrar sögðu um- svifalaust af sér, þrír úr Lýðræðis- flokki vinstrimanna, arftaka kornm- únistaflokksins, og ráðherra úr flokki græningja. Ciampi þarf nauðsynlega á stuðn- ingi gömlu kommúnistanna að halda, einkum til að koma í gegn efnahags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.