Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 45

Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 45
8(!GI IAM .r HUOACmAOUAJ aiaAJ8MU0H0M _ t'í MORGUNBLADTÐ LAUGAKDAGUR 1. MAT l 993 “ 45 HLÉÐABRÉF Goðsagnakennt ofurraunsæi ÝMIST ER að útlendingar vita ekkert um íslendinga eða að þeir hafa ýmsar goðsagna- kenndar hugmyndir um þjóðina, svo sem að þeir trúi á drauga, álfa, stokka og steina. Alltaf verð ég jafn svekkt yfir þessum grill- um útlendinganna og svara hvatskeytin, því mér finnast þær görsamlega handan við ís- lenskan raunveruleika eins og hann er í mínum huga. En eftir stutta heimsókn hing- að heim þá held ég að ég afgreiði þessar meinvillur ekki á sama hátt og áður. Kjörvettvangur minn til útvarpshlustunar er í bílnum og til þess hef ég haft ágætt tækifæri undanfarið, meðan ég hef ekið þvers og kruss um borgina f snúningum, eins og allir stunda hér. Og þá heyrði ég það ... upplýsingar um hvað væri á döfinni hingað og þangað. Meðal annars var sagt frá samkomu í uppsiglingu og þar átti til dæmis að vera kona sem teiknaði og lýsti álfabyggðum eftir óskum gesta og gangandi. „Mjög spennandi,“ sagði konan sem lýsti samkomunni, án þess að skýra nánar fýrir hvern eða hvers vegna þetta væri spenn- andi. Því miður heyrði ég aðeins þessar glefs- ur og gat því ekki gengið úr skugga um það sjálf hvort álfabyggðainnsýnin væri jafn spennandi og konan bar. Hins vegar riíjaðist upp fyrir mér að þegar ég var lítil lifði ég og hrærðist í álfasögum og sá meira að segja einu sinni álfkonu, auðvitað á bláum klæð- um, án þess þó að fá innsýn inn í álfa- heima, svo ég get ekki lýst híbýlum hennar. Og nú er búið að byggja á hólnum hennar og of oft seint að athuga byggðina nánar. Framkvæmdimar gengu hins vegar áfalla- laust á sínum tíma, svo líklega var hún flutt þegar að þeim kom. Nokkram dögum eftir að ég heyrði álfa- byggðakortlagninguna auglýsta kom ég að ágætum kunningja mínum þar sem hann stóð við flutningakassana sína og leitaði ákaft að einhveiju sem átti að vera í þeim. Upp úr kössunum þyrlaðist meðal annars heljarmikil bók á íslensku, einkar vel úr garði gerð og hvergi sparað í útgerðina. Efnið var mannlegur kraftur, áran, og kveikti hjá mér hugmyndir um árunudd og aðra áínóta áþreifanlega hluti. Trú er kannski af hinu góða, hvuiju nafni sem hún nefnist. „Það er ýmislegt sem flækist inn á borð hjá manni,“ stundi bókareigandinn. Ég býst við að þeir sem láta teikna fyrir sig álfabyggða- kort gætu haft áhuga á slíkum bókum. Sam- kvæmt teikningunum í bókinni var efnið þó ekki með öllu náttúrafirrt, því á áramyndun- um var mannveran með rauða keilu milli fóta sér, en annars er rautt ekki. áberandi áralitur. Kynhvötin lætur því ekki að sér hæða, jafnvel ekki á áramyndum. Svo var það útvarpsþátturinn, þar sem hlustendum var boðið að hringja inn til að tala við enskumælandi strák, sem að sögn var gæddur einhvers konar yfirskilvitlegum hæfileikum. í hann hringdi alvörugefin kona, þjökuð ýmsum vanda. Sem betur fer vildi hún ekki láta uppi nafn sitt, því eins og hún sagði sjálf þá myndu örugglega allir þekkja sig. Meðan sá yfirskilvitlegi spurði leiðandi spuminga og notaði svörin til að leiða kon- una í allan sannleika um líf hennar, hvein í aðstandendum þáttarins af hlátri yfír allri vitleysunni. Og vissulega var samtalið bros- legt, en um leið grátlegt að konan skildi leita sér fróunar í þessari endemis vitleysu. Næsti hlustandi á línunni spurði líka hvort þetta hefði verið alvöra samtal eða leikur, en stjómendur vora ekki seinir á sér að af- greiða spumingu hans sem mistök. En fleira yfirskilvitlegt varð á vegi mínum. í blaðafrásögn af fundi um fiskveiðistefnuna rakti einn fundarmanna hugmyndir sínar í þeim efnum. Hann sagði þær reyndar ekki frá sér komnar, heldur frá látnum heiðurs- manni, virtum útgerðarmanni, sem hafði vitj- að fundarmannsins í draumi og fært honum hugmyndimar. Mér fannst einkar athyglis- vert að hann skyldi ekki aðeins Iáta nægja að koma hugmyndunum á framfæri, heldur að honum þætti skipta máli að láta heyra hvaðan þær væra í raun ættaðar. Menningarskæni og menntun Sem ég hugleiddi þessa atburði og uppá- komur undanfarinna daga, sá ég að næst þegar borið yrði undir mig þetta með drauga- og álfatrúna og aðra bábiljutrú, gæti ég kannski ekki hrist höfuðið jafn ákveðin og hingað til, því af nógum dæmum væri að taka. Hins vegar er enn langt í að ég nenni að fítja upp á þessu að fyrra bragði, eða velta mér upp úr þessu sérkenni landa minna, eins og ég hef stundum séð þá gera í sam- tölum við útlendinga. Ég verð áfram jafn gasalega svekkt og hingað til að heyra landa mína fara á flug í furðusögum til að upp- skera gapandi undran og læraslátt útlendra viðmælenda. En það er nú annað mál. Hitt er svo að það rann upp fyrir mér að auðvitað era Islendingar ekkert einir um bábiljutal og -trú. Á Suður-Ítalíu verða stöð- ugt fyrir manni auglýsingar frá spámönnum. Napólíbúar eru ákafir lottóspilarar. Þar gera margir út á að þýða drauma yfir í lottótölur fyrir fólk og hægt er að kaupa uppslátt- arbækur þar sem hægt er að slá upp að gulur bíll í draumi þýðir töluna sjö og svo framvegis. í húsi einu þar um slóðir bjó fjöl- skylda. Húsið var orðlagt fyrir draugagang og því var tekið sem gefnum hlut. Svo kom í ljós að „draugurinn" var ekki draugur, heldur viðhald eiginkonunnar og hafði kosið þetta pottþétta gervi til að fela ástarbrímann. Ekki er nema rúm öld síðan bræðumir Jakob og Wilhelm Grimm söfnuðu þýskum æfintýrum og þjóðsögum í digrar bækur, svo eitthvað var til þar. I Englandi og Skotlandi auglýsa sumir eigendur hótela í köstulum og herragörðum draugagang í híbýlum sín- um, rithöfundar eins og Italinn Italo Calvino og Kolumbíumaðurinn Márques era frægir fyrir töfraraunsæi, sem er meðal annars kostuleg blanda hjátrúar og daglegs lífs og svona mætti lengi telja. Ef nánar er að gáð þá era íslendingar nefnilega ekkert einir um að trúa á drauga, líf í holtum og hæðum og önnur handan- heimsfyrirbæri. En meðal Vestur-Evrópu- þjóða þá era þeir líklega eina þjóðin, sem hampar þessu. Annars staðar hefur þetta alls staðar verið til og er vísast enn við lýði til sveita eða á útkjálkum. En með því að þar hefur öflug borgarastétt verið við lýði frá því í lok miðalda eða svo, með tilheyr- andi, áhrifamikilli menntamannastétt, þá hefur svona almúgatal verið kaffært af skyn- semdarfullum menntamönnum, sem á stund- um hafa agnúast út í alþýðumenninguna, rétt eins og þegar Jónas lagðist á Sigurð Breiðfjörð og rímnakveðskapinn. Borgarastéttin er ný hér og mennta- mannastéttin sömuleiðis. „Lítið þér á mig, ég er stúdent, en það sér einginn," segir frú Arland við Uglu. Mér hefur lengi fundist að þessi dýrlega setning ætti óskaplega vel við Isjendinga. Við eram afar menntuð þjóð, bókaútgáfan slær öll met, leikhús og tónlist dafnar og blómgast, geri aðrir betur og allt það ... en það er bara ekki þessi hátimbraði fínmenningarsvipur á okkur eins og víða getur að líta meðal annarra þjóða, sem við teljum okkur andlega tengdar. (Og ég er ekki sérstaklega að hugsa um Norðurlöndin, því þó borgaramenningin þar sé eldri en okkar, þá er hún innblásin af enskri, þýskri, franskri og ítalskri þungavigtarmenningu.) Ekki þessi hátimbran, sem kemur meðal annars fram í því að gáfumenn geta haft í sig og á með því að ræða um og skrifa um menningarmálefni og að allir fjölmiðlar með sjálfsvirðingu ræða bara við menntaða og lærða, við listamenn og ámóta fólk en aldrei við venjulegt fólk. Miklu frekar má segja að íslendingar hafi annars vegar allt þetta skrýtna og goðsagnakennda, en hins vegar jarðbundið ofurraunsæi. Ekki svo að skilja að Evrópuþjóðir séu svo gegnummenningarlegar. Öldungis ekki. Fín- menningin eða hámenningin eða hvað sem á að kalla hana er bara skæni ofan á allri súpunni. Patína af aldalöngu menningaijuði, sérhæfingu og stéttaskiptingu, en hún er ofan á, hún er viðmiðunin og stjómar öllu ... svo næst, þegar drauga og hindurvitni íslendinga ber á góma, ætla ég að svara að þetta sé ekki svona einfalt mál ... Sigrún Davíðsdóttir. 1. maí há- tíðarhöld í Reykjavík 1. maí yfirlýsing Alþjóðasam- taka fijálsra verkalýðsfélaga MORGUNBLAÐINU hefur borist 1. maí yfirlýsing- AI- þjóðasamtaka fijálsra verka- lýðsfélaga: „í ár er alþjóðlegur baráttudag- ur verkalýðsins, 1. maí, haldinn í skugga síharðnandi árása á verka- lýðsfélög og félagsmenn þeirra. Arsskýrsla okkar um brot gegn réttindum launafólks kemur út í dag. Hún sýnir að barátta verka- lýðshreyfingarinnar hefur kostað 260 manns lífíð á einu ári. 2.500 til viðbótar hafa verið fangelsaðir og 40.000 launamenn hafa misst vinnuna vegna lögmætra aðgerða í þágu hreyfingarinnar. Hundruð verkalýðsleiðtoga og annarra fé- lagsmanna hreyfíngarinnar sitja í fangelsi á baráttudegi verkafólks, 1. maí. Fyrir hönd 113 milljóna launafólks um allan heim votta Alþjóðasamtök fijálsra verka- lýðsfélaga virðingu sína þeim fé- lögum sem halda kyndli frelsisins á lofti; þeim félögum sem hafa helgað Iíf sitt baráttunni fyrir rétt- indum launafólks, félagsiegu rétt- læti, lýðræði og friði. Árásir á verkalýðsfélög og fé- laga þeirra eru ekki aðéins ógnun við verkalýðshreyfinguna. Þær vega að sjálfum grundvelli lýðræð- isins. Milljónir manna - liðsmenn verkalýðshreyfingarinnar þar á meðal - hafa háð langt og strangt stríð gegn harðstjórn og einræðis- legum stjómarháttum víða um heim. Sá árangur sem náðst hefur er þó stundum meiri í orði en á borði. Víða er rétturinn til að mynda fijáls félagasamtök fótum troðinn. Félagafrelsið er þymir í augum stjómlyndra valdhafa. Ef fólk býr ekki við rétt til að bindast samtök- um um hagsmuni sína er fijáls- ræði af öðm tagi lítils virði. Þeir sem stjóma í krafti auðs og valda gera sér fulla grein fyrir þessu. Því leggja þeir jafn mikla áherslu og raun ber vitni á að ráðast gegn verkalýðshreyfing- unni. í iðnríkjunum boða þeir að markaðsöflin ein eigi að ráða. Hreyfing Iaunafólks er njörvuð niður með lagaklækjum og þannig reynt að koma í veg fyrir að hún geti haft áhrif á það fyrirkomulag á framleiðslu og dreifingu vöra og þjónustu sem eitt sinn var talið skynsamlegt en er nú orðið að trúaratriði. Markmiðið hefur verið að einangra launafólk sem ein- staklinga andspænis atvinnurek- endum sem hafa margfalt meiri völd og áhrif. í þessu skyni er m.a. reynt að draga úr mikilvægi kjarasamninga og halda verka- lýðshreyfingunni ijarri efiiahags- legum áhrifum á öllum stigum. Það er Qarstæða að halda því fram að þessi þróun hafi skilað okkur aukinni velmegun og skilvirkara þjóðfélagi á síðustu áratugum. Þvert á móti blasir það við að heilar atvinnugreinar eru að hrynja til granna og að atvinnu- leysið er orðið ógnvekjandi. Þrátt fyrir þetta er ekki annað að sjá en að ríkisstjómir margra Mið- og Austur-Evrópuríkja vilji ólmar feta sömu slóð. Hér má með góðum vilja kenna um fáfræði valdhafanna á því hvemig standa má að vinnumarkaðsmálum með skikkanlegum hætti. En ef menn em ákveðnir í að halda þeirri stefnu til streitu er málið öllu al- varlegra. Það er hörmulegt að horfa upp á hvílíka áherslu ríkisstjórnir leggja á að takmarka starfsemi lögmætra verkalýðsfélaga, og það í löndum sem sannarlega ættu að draga annan lærdóm af eigin sögu. í Afriku og Rómönsku Ameríku era aðferðimar grimmilegri, en skilaboð valdhafanna era hin sömu. Þeir fullyrða að verkalýðsfé- lögin séu dragbítur á þróun, þau eyðileggi samkeppnishæfiii fyrir- tækja og þau leggi stein í götu þeirra sem reyna að koma fátæk- um ríkjum á beina braut hagsæld- ar. Skoðum þessar fullyrðingar í ljósi þeirra grimmdarverka sem skjalfest era í ársskýrslu okkar um brot gegn réttindum launa- fólks; barsmíðar, pyndingar, af- tökur á konum og körlum vegna þess eins að þau eru félagar í verkalýðsfélögum. Ef þetta væri það gjald sem greiða verður fyrir framfarir, þá era þær of dýra verði keyptar. Ef efnaleg velmegun þrif- ist ekki án svarthola og dauða- sveita má vel vera að fátækt sé fýsilegri kostur. í raun og vera er þessu öfugt farið. Víða um lönd era fátækt og kúgun kunnuglegir ferðafélagar. Það eina sem kemur á óvart í þessum efnum er að til skuli vera fólk sem kemur slíkt á óvart. Sú heimska og spilling sem einkennt hefur sögu einræðisherra um allan heim er bein afleiðing þess að umboðslausir valdhafar hafa hundsað vilja og kúgað þegna sína. Oft er bent á stöðu þjóðfélags- og efnahagsmála í Asíu sem dæmi um annað. Ráðamenn þar munu þó reka sig á að alþýða manna væntir þess að félagsleg framþró- un verði samfara efnahagsfram- förum, allar tilraunir til að leggja hömlur á freisi almennings munu leiða til óstöðugleika og óvissu. Baráttan fyrir réttindum þeim sem verkalýðshreyfingin stendur fyrir er um leið barátta fyrir fram- föram og lýðræði. Hún er þó frá- leitt einskorðuð við pólitíska bar- áttu; það má aldrei gleymast að frumskylda okkar er að standa vörð um hag félagsmanna verka- lýðshreyfingarinnar. Niðurstaðan er að sé réttur verkafólks fótum troðinn boðar það þjóðfélagslegan óstöðugleika, fátækt og ranglæti. I ríkjum þar sem frelsið er að engu virt munu hörmungurnar halda áfram með þjáningum og dauða.“ FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna rikis og bæja og Iðn- nemasamband íslands munu í ár gangast fyrir sameiginlegri kröfugöngu og útifundi í tilefni 1. maí. Safnast verður saman við Hlemm kl. 12.30 og mun gangan ^ leggja af stað kl. 13. Gengið verð- ur niður Laugaveg að Lækjar- torgi til útifundar og skemmti- dagskrár. Aðalræðumenn dagsins verða Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, og Sjöfn Ingólfs- dóttir, formaður starfsmannafélags Reykjavíkjurborgar. Einnig mun Þröstur Ólafsson, formaður Iðn- nemasambands íslands flytja ávarp. Milli ræðumanna mun Rarik-kórinn flytja lög og KK-bandið skemmtir fundarmönnum í lokin. Fundarstjóri verður Magnús L. Sveinsson, for- maður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. (Fréttatilkynning) Ks* Miðstöð fólks í atvinnuleit Opið hús 1. maí AÐ LOKNUM útifundi á Lækjartorgi i Reykjavík í dag, laugardag- inn 1. maí verður atvinnulausu fólki og aðstandendum þeirra sérstak- lega boðið til kaffidrykkju í Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Þar munu Miðstöð fólks í atvinnuleit og Námsflokkar Reykjavíkur kynna starfsemi sína. Miðstöð fólks í atvinnuleit hefur með höndum margþætta þjónustu og ráðgjöf fyrir atvinnulaust fólk. Miðstöðin er til húsa í Gamla Iðn- skólanum í Lækjargötu 14A og er opin alla virka daga milli kl. 14-17. Miðstöðin mun kynna upplýsingarit sem unnin hafa verið á hennar veg- um. Námsflokkar Reykjavíkur hafa undanfama mánuði skipulagt sér- stök námskeið fyrir atvinnulaust fólk. Sú starfsemi ásamt annarri starfsemi Námsflokka Reykjavíkur verður kynnt. Allar veitingar eru ókeypis. Jón Möller leikur á píanó frá kl. 15.30. (Fréttatilkynning-)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.