Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR L MAÍ 1993 „ég t/il fiá- LögtneáCnq • " Ég veit alltaf hvar ég hef hann. BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Þjóðminjavörður segi af sér! Frá Helga. Hjörvar: Ég, Helgi Hjörvar, krefst þess að þjóðminjavörður segi tafarlaust af sér. Ástæðan er hverju mannsb’arni augljós: vítaverð vanræksla Þjóð- minjasafns hefur kostað menningar- sögulegt slys, sem aldrei verður bætt. Bátaminjasafn íslendinga er brunnið, mikilsverður þáttur minja- sögu glataður. Slíkt getur gerst. Þá er spurt: Hvaða ráðstafanir gerði vörður þjóð- minja til að varna slíkum voða? Svar- ið er þegar fram komið: Ekkert! Geymslur íslenskra þjóðminja eru ekki einu sinni barnheldar. Enginn vörður var við minjarnar. Enginn samningur við Vara eða Securitas. Ekkert þjófavamarkerfi. Ekkert úða- kerfi, ekki einu sinni viðvörunarkerfi vegna eldsvoða. Stöð tvö hefur upp- lýst að slíkt kerfí hefði kostað 100.000 krónur. Það var ekki einu sinni bamalæsing og börn vom þar að leik svo vikum skipti. Embætti þjóðminjavarðar er mikil virðingarstaða og henni fylgir mikil ábyrgð, ábyrgð á varðveislu þjóð- minja. Hér duga engar afsakanir. Ábyrgð Þjóðminjasafns er fullkom- inn, fúsk þess algjört. Yfirmaður stofnunarinnar verður að axla ábyrgð. Þegar þjóðminjavörður varð- veitir þjóðminjar með þeim endemum að hægt er að taka þær í nefíð, get- Frá Asgeiri Þormóðssyni: Glæsihótel, glæsibifreið, glæsiveit- ingastaðir, fagmennska í fyrirrúmi, áhugi, þekking, óvæntar ánægjuleg- ar uppákomur, gleði, fegurð. I stuttu máli allt það sem keypt var og margt til viðbótar. Kristján í aðalhlutverki í óperunni Aidu, ógleymanlegt kvöld í Verona. Gist á glæsihótelinu Leon De Oro, þar sem enginn farþega hefði orðið hissa á því að mæta Englandsdrottn- ingu á göngum. Salarkynni slík að margir gleymdu sér í morgunmatn- um við að skoða listaverk á veggjum og freskur í lofti. Sungið Kristjáni til heiðurs þegar hann kom óvænt í heimsókn eftir ábendingu Ingólfs. Þar var fagnað, hlegið, og sungið ur hann ekki haldið áfram að vera þjóðminjavörður. Samfélag sem lætur slíkt viðgang- ast er bara grín, bláber brandari. Það tekur sjálft sig ekki alvarlega, þar ber enginn ábyrgð og þess vegna nær það ekki árangri. Kröfu um afsögn má ekki rugla saman við dómhörku. Þjóðminjaverði sem einstaklingi ber að sýna skilning og samúð. Það var ekki hann sem kveikti í skýlinu. Mistök hans eru Frá Ástríði Andersen: Ég vil byija á að óska Sigurði Ragnarssyni til hamingju með að hafa vakið máls á stóru vandamáli höfuðstaðarins, nefnilega á óþolandi og heilsuspillandi pest, sem loðnu- bræðslan á Kletti í Reykjavík fær að spú út yfír borgina dag eftir dag um vetur. Við hér í höfuðstaðnum verðum að krefjast þess, að stjómendur þess- arar loðnubræðslu sjái til þess, að ekki komi til þessa ófagnaðar eitt ár í viðbót, að tæknilegar ráðstafanir verði gerðar til þess að spoma við óþolandi ástandi vegna umrædds, viðurstyggilegs fnyks. Ætti slíkt að vera gjörlegt á okkar miklu tækniöld. fyrir stórsöngvarann. Allir orðnir vinir og sá vinskapur helst enn fyrir tilstilli fagmanns. Við liggur að mað- ur ætti að biðjast afsökunar á því að nota ekki leiðsögn þessa manns, en hann leiddi sambærilega ferð til New York skömmu áður en okkar misheppnaða ferð var farin með ann- arri ferðaskrifstofu. Næst þegar við hjónin föram til útlanda eram við ekki í vafa um hveijum við treystum til þess að gera okkur ánægð með allan aðbúnað, hveijum við treystum til þess að velja með sinni alkunnu smekkvísi það sem við á. ÁSGEIR ÞORMÓÐSSON, Mánagötu 1, Reykjavík. sannarlega mannleg. En þjóðminja- vörður sem embættismaður verður að bera ábyrgð. M.a. til þess að aðr- ir yfirmenn ríkisstofnana vanræki síður mikilsverð atriði eins og bruna- vamir. Það sést af sögunni að ekki kann góðri lukku að stýra að leika áfram eins og ekkert hafí í skorist meðan eldamir brenna. HELGI HJÖRVAR, áhugamaður um íslenska þjóð- menningu og varðveislu hennar. Persónulega olli fnykurinn af loðnubræðslunni mér líkamlegri vanlíðan, flökurleika m.a., svo mér var ókleift að opna glugga af þeim ástæðum. Heldur var það líka óþægilegt að neyðast til að útskýra þetta fyrir erlendum gestum mínum, er hér voru á ferð. Undirstrikar það enn frekar þá kröfu okkar borgarbúa um tafar- lausar úrbætur á þessu vandamáli. ÁSTRÍÐUR ANDERSEN, Reynimel 57, Reykjavík. Yndisveita Frá Baldri Hafstað: Egill Skallagrímsson vitjaði mín nýlega í draumi og kvað vísu. Ég átta mig ekki fyllilega á efni hennar og leita því til lesenda Morgunblaðsins. Vísan er svona: Dillar sér í dávíðum yndis-heimi hrafnsunginn smár; krunkar á skjá - kvikar eru myndir - yndi veitir ólafssúra. Egill lagði sérstaka og þunga áherslu á þá orðhluta sem ég hef feitletrað. Mér þótti það í draumnum spilla flutningi og raska heildaijafnvægi. En ég tel rétt að þetta komi fram ef það mætti verða einhveijum vísbend- ing til skýringar á „Dillar sér“ nú eða síðar. BALDUR HAFSTAÐ, Ásvallagötu 24, Reykjavík. A Italíu með Ingólfi sumarið ’92 Fnykur frá Kletti HOGNI HREKKVISI „ þAD I/AR LAGJDÍ HÓTFVNDHl! VBHXO HöTFyNOHUN! “ Víkveiji skrifkr Samræmdum prófum lauk hjá því unga fólki sem lýkur við grannskólann í vor nú i vikunni. Þá kom upp sem oftar deilumál um það, hvort heimilt væri að halda dansleiki í danshúsum borgarinnar eða ekki og virtist lögreglan mjög ákveðin í afstöðu sinni, ekki feng- ust leyfí í miðbænum til skemmt- anahalds þetta kvöld. Annars er það hálf leiðinlegur siður að halda upp á lok þessara svokölluðu samræmdu prófa. Þetta eru aðeins fjögur próf í íslenzku, stærðfræði, ensku og dönsku og þegar þeim lýkur eru prófín í öllum öðrum námsgsreinum eftir. Krakk- arnir eru því alls ekki búnir í próf- um, heldur eiga eftir fjölda prófa. Það er því í raun ekki fyrr en þeim lýkur sem unnt er að segja að ástæða sé til þess að halda upp á próflok. xxx Fræg er sagan um miskunnsama samveijann, sem hjálpaði ná- unganum, þegar eitthvað bjátaði á. Kunningi Víkveija lenti í því í vikunni, að það drapst á vélinni í bílnum hans á fjölförnum gatna- mótum og hvemig sem hann reyndi fór vélin ekki í gang að nýju. Það var rautt Ijós og það kom gult og loks grænt. Þá sté þessi kunningi Víkverja út úr bíl sínum og fór að reyna að ýta bílnum frá til þess að tefja ekki umferðina. Fjöldi bíla beið og þar sem kunn- inginn var í vanmætti sínum að reyna að ýta bflnum mátti hann þakka fyrir að vera ekki ekinn nið- ur af samferðamönnunum, sem virtust flýta sér svo mjög að enginn mátti vera að því að stíga út úr bílnum og rétta manninum hjálpar- hönd. Nei, frekar var flautað og síðan ekið framhjá af slíkum þjósti, að kunninginn varð felmtri sleginn. Það er einhver stórborgarbragur að verða á Reykjavík hvað þetta varðar og rétt eins og náunginn telji sig ekki skipta máli, hvemig komið er fram gagnvart samferða- mönnunum. Þetta minnir á ótal sögur sem heyrzt hafa frá stórborg- um heims, þar sem fólk getur hrein- lega dáið drottni sínum, og náung- inn hreyfír ekki litlafingur til að- stoðar. xxx Víkveiji er löghlýðinn borgari og þegar kominn var 15. apríl, lét hann taka undan negldu snjóhjólbarðana og setti sumarhjól- barðana undir. Hálfum mánuði síð- ar vaknar Víkveiji og ekur af stað til vinnu á fínu sumarhjólbörðunum, en þá í öklasnjó og fljúgandi hálku. Það er auðvitað spurning, sem vert væri að láta reyna á, hvort borgar- yfírvöld séu ekki ábyrg fyrir tjóni á ökutækjum, sem lenda í árekstr- um af völdum flughálku, eftir 15. apríl. Lögin, sem banna notkun vetrarhjólbarða með nöglum svo snemma vors eru auðvitað gjörsam- lega út í bláinn. Það mætti halda, að þeir sem sömdu þau hafí aldrei til Islands komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.