Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 1. MAI 1993 71 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Komnir í úrslit! Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristján Arason, þjálfari og leikmaður FH, og Gunnar Beinteinsson fyrirliði fagna í Kaplakrikanum í gærkvöldi eftir að íslandsmeistararnir höfðu loks náð að ryðja nýiiðum ÍR úr vegi. Góð markvarsla og vöm skóp sigurinn TENNIS Seles stungin í miðjum leik Serbneska stúlkan Monica Seles, besta tenniskona heims, var stungin í bakið í gær meðan hún var að keppa á móti í Hamborg í Þýskalandi. Það var áhorfandi sem skyndilega komst að henni og rak hníf — sem hann hélt á með báðum höndum — milli herðablaða hennar. Sárið var talið einn og hálfur senti- metri á dýpt, en tenniskonan var ekki talin alvarlega sködduð. „Hún líður ekki kvalir og getur talað,“ sagði í yfirlýsingu frá læknum sem gerðu að sárum hennar. „Hún á ekki í neinum vandræðum með andardrátt, lungun sködduðust ekki...“ „Hún var mjög heppin," sagði einn læknanna ennfremur, því litlu munaði að hnifurinn lenti í mæn- unni. Læknirinn taldi Seles myndu ná sér innan tveggja vikna og hún gæti keppt á ný eftir einn til þrjá mánuði. Næsta stórmót er hið opna franska sem hefst 24. maí, en þar á hún titil að veija. Seles, sem er aðeins 19 ára o g hefur verið búsett í Bandaríkj- unum síðan 1985, hefur fengið nokkrar morðhótanir undanfarin ár. Vangaveltur voru uppi strax eftir atburðinn þess efnis að hann tengdist styijöldinni í Bosníu, þar sem hún er Serbi. Hið eina sem talsmaður lögregiu vildi segja um málið var að árásarmaðurinn væri 38 Þjóðverji, fæddur í aust- urhluta landsins. ÍR, sem varð í öðru sæti 2. deildar í fyrra og mestallra liða hefur komið á óvart á íslands- mótinu í handknattleik i vetur, varð loks að játa sig sigrað í baráttunni um meistaratitilinn — tapaði fyrir íslandsmeistur- um FH í Hafnarf irði í gærkvöldi fþriðju viðureign liðanna. Eftir hnífjafnan og spennandi leik urðu úrslit 25:21, og það var ekki fyrr en alveg í lokin að Ijóst varð hvert stefndi. En sigur Hafnfirðinganna var sanngjarn og þeir mæta Valsmönnum f úrslitum um meistaratign, en ÍR-ingar og Selfyssingar mæt- ast i aukakeppni, sem hugsan- lega gefur Evrópusæti. 1 eikur gærkvöldsins einkenndist ■■ af gífurlegri baráttu og tauga- spennu. ÍR-ingar byijuðu betur, en eftir að FH-ingar komust á skrið voru þeir yfírleitt á undan að skora þó jafnt væri á mörgum tölum. Fyrri hálfleikurinn var ótrú- lega spennandi, talsvert um mistök sem spennan olli greinilega og allt í jámum. Eftir hlé var það sama upp á teningnum lengst af en þeg- ar líða tók á leikinn voru heima- menn sem voru mun ákveðnari; skoruðu til að mynda úr átta síð- ustu sóknunum á meðan gestirnir nýttu aðeins helming sókna sinna. Skapti Hallgrímsson skrífar Erfttt Kristján Arason, þjálfari og leik- maður FH, var að vonum ánægður í leikslok. „Þetta var erfítt. Jafnt, en við vorum ætíð með yfírhöndina. Okkur gekk vel í vörninni; það var fyrst og fremst hún og góð mar- kvarsla sem skóp sigurinn," sagði hann.“ FH-IR 25:21 Kaplakriki, íslandsmótið í handknatt- leik — þriðji leikur í undanúrslitum í 1. deild karla, föstudaginn 30. aprfl 1993. Gangur leiksins: 0:2, 4:2, 5:5, 7:6, 9:9, 11:9, 11:11, 12:11, 14:12, 14:15, 15:16, 17:16, 19:18, 22:19, 23:20, 23:21, 25:21. Mörk FH: Alexej Trúfan 7/4, Sigurður Sveinsson 5, Gunnar Beinteinsson 4, Kristján Arason 3, Guðjón Ámason 3, Hálfdán Þórðarson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 1. Utan vallan 8 mínútur og eitt rautt spjald. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 13 (þar af 4 til mótherja): 7 (2) lang- skot, 5 (1) úr homi og 1 (1) af línu. Mörk ÍR: Róbert Þór Rafnsson 8, Jó- hann Ásgeirsson 6/2, Matthías Matthí- asson 4, Branislav Dimitrivitsch 2, Magnús Ólafsson 1, Ólafur Gylfason 1. Utan vallar: 8 mín. Magnús Sigurðsson 13 (þar af 4 til mótheija): 7 (4) langskot, 3 úr horni, 2 af linu og 1 hraðaupphlaup. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Einar Sveinsson. Fá allt að því hæstu einkunn; í fáeinum tilvikum virt- ist þeim skjátlast, en leik sem þennan er varla hægt að dæma betur. Svo örugg dómgæsla er alltof sjaldséð. Áhorfendur: 2.000. Á meðan ÍR-ingar náðu að beita löngum sóknum héldu þeir algjör- lega í við meistarana, en eftir að þurftu að auka hraðann var örygg- ið ekki eins mikið í sóknarleiknum. Vörnin var sterk á stundum en í seinni hálfleiknum fóru útispilarar FH að láta mikið að sér kveða. ÍR-ingar réðu þá ekki við þá. Magn- ús var góður í markinu hjá ÍR og Guðmundur Þórðarson bestur í vörninni. í sókninni var Róbert Rafnsson bestur — sérlega lunkinn leikmaður. FH-ingar voru sterkari aðilinn í leiknum, það var engin spurning. Bergsveinn góður í markinu, og vörnin sterk með Gunnar Beinteins- son í stóru hlutverki, sem hann skilaði með miklum sóma. Gerði Serbann Dimitrivich nánast óvirk- an. FH-ingar sýndu einnig góð til- þrif í sókn — Sigurður og Gunnar voru ógnandi í hornunum í fyrri hálfleik, sérstaklega þó Sigurður sem gerði glæsileg mörk. í seinni hálfleiknum voru það hins vegar útispilaramir sem tóku völdin — Trúfan, Kristján og Guðjón. Og gaman var að sjá Þorgils Óttar á gamla staðnum; inni á línunni, þar sem hann gerði góða hluti. „Það er erfítt að sigra liðsheild FH-inga, hún er feykisterk. Verð ég ekki að segja að þeir hafí verið betri í kvöld?“ sagði Brynjar Kvar- an, þjálfari ÍR í leikslok. „Það var ýmislegt sem betur mátti fara hjá okkur, sérstaklega í varnarleiknum. Við vomm til dæmis að fá á okkur ódýr mörk meðan við vomm einum fleiri." Brynjar sagðist svekktur því lið ÍR hefði kastað frá sér sigri 7 sekúndum fyrir lok fyrsta leiksins, og þar sem liðið sigraði í þeim næsta hefðu tveir fyrstu átt að koma liðinu áfram. „En svona er þetta í íþróttunum; sekúndubrotin ráða því oft hvort menn em skúrk- ar eða hetjur.“ KNATTSPYRNA Eyjólfur skoraði gegn Bayem Eyjólfur Sverrisson skoraði fyrsta mafk Stuttgart í 5:3 tapi liðsins gegn Bayern Miinchen í þýsku úrvalsdeildinni á Ólympíu- leikvanginum í Miinchen í gær- kvöldi. Tomas Helmer kom Bayern yfir á 2. mínútu, en Eyjólfur jafn- aði fímm mínútum síðar. Markus Schupp kom Bayern aftur yfír skömmu síðar og Maurizio Gaudino jafnaði á 37. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Þýski landsliðsmaðurinn Lothar Mattháus gerði tvö mörk með fímm mínútna millibili í upphafí síðari hálfleiks og Roland Wohlfarth gerði fimmta markið á 61. mínútu. Tho- ams Strunz minnkaði muninn fyrir Stuttgart áður en yfir lauk. Leikur- inn var vel spilaður — hraður og skemmtilegur. Borussia Dortmund vann Saar- briicken, 3:0. Mörkin gerðu Michael Zorc og Matthias Sammer tvö, en hann hefur nú gert 8 mörk í deild- inni. URSLIT Körfuknattleikur EM drengjalandsliða Panevezys, Litháen: Litháen - Island...........109Í»ík Stig íslands: Helgi Guðfinnsson 44, Ólafur Ormsson 19, Friðrik Stefánsson 7, Arnþór Birgisson 5, Hafsteinn Lúðvíksson 4, Ómar Sigmarsson 3, Gunnar Einarsson 3, Óskar Pétursson 2 og Ægir Gunnarsson 1. ■Isienska liðið lék vei í þessum leik að sögn fararstjóra liðsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en heiamenn þó alltaf með nauma forystu. í hálfleik var staðan 41:48 fyrir Litáen og var það mesti munurinn á liðunum í fyrri hálfleik. Helgi Guðfinnsson var besti leikmaður íslenska liðsins. Friðrik Stefánsson úr ÍBV var éinnig sterkur, tók m.a. 9 fráköst. Úrslitakeppnin í NBA-deildinni Það lið sem er fyrr til að vinna þijá leiki kemst áfram. AUSTURDEILD: Cleveland - New Jersey Boston - Charlotte 114: 98 112:101 VESTURDEILD: 117: 94 Portland - San Antonio 86: 87 Íshokkí Leikir í NHL-deildinni í fyrrinótt: Detroit - Toronto 7:3 ■Liðin eru jöfn 3:3. 4:3 ■Vancouver vann 4:2. Los Angeles - Calgary 9:6 ■Los Angeles vann 4:2 Vancouver og Los Angeles hafa tryggt sér sæti Smythe-deildarúrslitum. HM í Þýskalandi Svíar, sem unnu sameiginlegt lið Tékka óg Slóvaka, leika til úrslita um heimsmeistara- titilinn gegn Rússum sem unnu Kanada- menn í undanúrslitum. Svíþjóð - Tékkóslóvakía.............4:3 (1-2 1-0 1-1: 3:3. Framl. 1-0) Charles Berglund, Ulf Dahlen, Mikael Ren- berg, Thomas Rundqvist - Jiri Dolezal, Radek Toupal, Drahomir Kadlec. Rússland - Kanada..................7:4 (1-1, 4-2, 2-1) Yushkevich, Titov, Astrakhantsev, Bykov, Khomutov, Karpov - Shayne Corson, Dave Manson og Eric Lindros. Snóker HM í Sheffield: Undanúrslit: 3-Jimmy White (Englandi) - 7-James Watt- ana(Tælandi)......................14:8 Þegar 22 römmum af 31 er lokið er staðan 14:8 og hafa einstakir leikir farið þannig (White á undan): 37-71 21-68 24-80 36-77 10-83 71-39 60-1 0-93 88-15 64-7 69-45 62-25 104(104)-0 77-39 109(105)-0 71-50 100-24 69-0 92-8 64-24 52-70 14-83. ■Jimmy White þarf nú aðeins að vinna tvo ramma til að tryggja sér sæti í úrslitum. í hinum úrslitaleiknum stendur heimsmeist- arinn Stephen Hendry vel að vigi, hefur 10:5 yfir á móti Skotanum Alan McManus. SÓKNAR- NÝTING FH IR Mðck Sóknk % MðrkSóknir % Urslitakeppnin í handknattleik 1993 11 23 48 F.h 11 23 48 14 22 64 S.h 10 22 45 25 45 55 Alls 21 45 46 4 Langskot 5 f 5 Gegnumbrot 3 3 Hraðaupphlaup 5 | ■■ r 5 Hom 3 r 4 Lína 3 f 4 lii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.