Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 71

Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 1. MAI 1993 71 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Komnir í úrslit! Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristján Arason, þjálfari og leikmaður FH, og Gunnar Beinteinsson fyrirliði fagna í Kaplakrikanum í gærkvöldi eftir að íslandsmeistararnir höfðu loks náð að ryðja nýiiðum ÍR úr vegi. Góð markvarsla og vöm skóp sigurinn TENNIS Seles stungin í miðjum leik Serbneska stúlkan Monica Seles, besta tenniskona heims, var stungin í bakið í gær meðan hún var að keppa á móti í Hamborg í Þýskalandi. Það var áhorfandi sem skyndilega komst að henni og rak hníf — sem hann hélt á með báðum höndum — milli herðablaða hennar. Sárið var talið einn og hálfur senti- metri á dýpt, en tenniskonan var ekki talin alvarlega sködduð. „Hún líður ekki kvalir og getur talað,“ sagði í yfirlýsingu frá læknum sem gerðu að sárum hennar. „Hún á ekki í neinum vandræðum með andardrátt, lungun sködduðust ekki...“ „Hún var mjög heppin," sagði einn læknanna ennfremur, því litlu munaði að hnifurinn lenti í mæn- unni. Læknirinn taldi Seles myndu ná sér innan tveggja vikna og hún gæti keppt á ný eftir einn til þrjá mánuði. Næsta stórmót er hið opna franska sem hefst 24. maí, en þar á hún titil að veija. Seles, sem er aðeins 19 ára o g hefur verið búsett í Bandaríkj- unum síðan 1985, hefur fengið nokkrar morðhótanir undanfarin ár. Vangaveltur voru uppi strax eftir atburðinn þess efnis að hann tengdist styijöldinni í Bosníu, þar sem hún er Serbi. Hið eina sem talsmaður lögregiu vildi segja um málið var að árásarmaðurinn væri 38 Þjóðverji, fæddur í aust- urhluta landsins. ÍR, sem varð í öðru sæti 2. deildar í fyrra og mestallra liða hefur komið á óvart á íslands- mótinu í handknattleik i vetur, varð loks að játa sig sigrað í baráttunni um meistaratitilinn — tapaði fyrir íslandsmeistur- um FH í Hafnarf irði í gærkvöldi fþriðju viðureign liðanna. Eftir hnífjafnan og spennandi leik urðu úrslit 25:21, og það var ekki fyrr en alveg í lokin að Ijóst varð hvert stefndi. En sigur Hafnfirðinganna var sanngjarn og þeir mæta Valsmönnum f úrslitum um meistaratign, en ÍR-ingar og Selfyssingar mæt- ast i aukakeppni, sem hugsan- lega gefur Evrópusæti. 1 eikur gærkvöldsins einkenndist ■■ af gífurlegri baráttu og tauga- spennu. ÍR-ingar byijuðu betur, en eftir að FH-ingar komust á skrið voru þeir yfírleitt á undan að skora þó jafnt væri á mörgum tölum. Fyrri hálfleikurinn var ótrú- lega spennandi, talsvert um mistök sem spennan olli greinilega og allt í jámum. Eftir hlé var það sama upp á teningnum lengst af en þeg- ar líða tók á leikinn voru heima- menn sem voru mun ákveðnari; skoruðu til að mynda úr átta síð- ustu sóknunum á meðan gestirnir nýttu aðeins helming sókna sinna. Skapti Hallgrímsson skrífar Erfttt Kristján Arason, þjálfari og leik- maður FH, var að vonum ánægður í leikslok. „Þetta var erfítt. Jafnt, en við vorum ætíð með yfírhöndina. Okkur gekk vel í vörninni; það var fyrst og fremst hún og góð mar- kvarsla sem skóp sigurinn," sagði hann.“ FH-IR 25:21 Kaplakriki, íslandsmótið í handknatt- leik — þriðji leikur í undanúrslitum í 1. deild karla, föstudaginn 30. aprfl 1993. Gangur leiksins: 0:2, 4:2, 5:5, 7:6, 9:9, 11:9, 11:11, 12:11, 14:12, 14:15, 15:16, 17:16, 19:18, 22:19, 23:20, 23:21, 25:21. Mörk FH: Alexej Trúfan 7/4, Sigurður Sveinsson 5, Gunnar Beinteinsson 4, Kristján Arason 3, Guðjón Ámason 3, Hálfdán Þórðarson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 1. Utan vallan 8 mínútur og eitt rautt spjald. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 13 (þar af 4 til mótherja): 7 (2) lang- skot, 5 (1) úr homi og 1 (1) af línu. Mörk ÍR: Róbert Þór Rafnsson 8, Jó- hann Ásgeirsson 6/2, Matthías Matthí- asson 4, Branislav Dimitrivitsch 2, Magnús Ólafsson 1, Ólafur Gylfason 1. Utan vallar: 8 mín. Magnús Sigurðsson 13 (þar af 4 til mótheija): 7 (4) langskot, 3 úr horni, 2 af linu og 1 hraðaupphlaup. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Einar Sveinsson. Fá allt að því hæstu einkunn; í fáeinum tilvikum virt- ist þeim skjátlast, en leik sem þennan er varla hægt að dæma betur. Svo örugg dómgæsla er alltof sjaldséð. Áhorfendur: 2.000. Á meðan ÍR-ingar náðu að beita löngum sóknum héldu þeir algjör- lega í við meistarana, en eftir að þurftu að auka hraðann var örygg- ið ekki eins mikið í sóknarleiknum. Vörnin var sterk á stundum en í seinni hálfleiknum fóru útispilarar FH að láta mikið að sér kveða. ÍR-ingar réðu þá ekki við þá. Magn- ús var góður í markinu hjá ÍR og Guðmundur Þórðarson bestur í vörninni. í sókninni var Róbert Rafnsson bestur — sérlega lunkinn leikmaður. FH-ingar voru sterkari aðilinn í leiknum, það var engin spurning. Bergsveinn góður í markinu, og vörnin sterk með Gunnar Beinteins- son í stóru hlutverki, sem hann skilaði með miklum sóma. Gerði Serbann Dimitrivich nánast óvirk- an. FH-ingar sýndu einnig góð til- þrif í sókn — Sigurður og Gunnar voru ógnandi í hornunum í fyrri hálfleik, sérstaklega þó Sigurður sem gerði glæsileg mörk. í seinni hálfleiknum voru það hins vegar útispilaramir sem tóku völdin — Trúfan, Kristján og Guðjón. Og gaman var að sjá Þorgils Óttar á gamla staðnum; inni á línunni, þar sem hann gerði góða hluti. „Það er erfítt að sigra liðsheild FH-inga, hún er feykisterk. Verð ég ekki að segja að þeir hafí verið betri í kvöld?“ sagði Brynjar Kvar- an, þjálfari ÍR í leikslok. „Það var ýmislegt sem betur mátti fara hjá okkur, sérstaklega í varnarleiknum. Við vomm til dæmis að fá á okkur ódýr mörk meðan við vomm einum fleiri." Brynjar sagðist svekktur því lið ÍR hefði kastað frá sér sigri 7 sekúndum fyrir lok fyrsta leiksins, og þar sem liðið sigraði í þeim næsta hefðu tveir fyrstu átt að koma liðinu áfram. „En svona er þetta í íþróttunum; sekúndubrotin ráða því oft hvort menn em skúrk- ar eða hetjur.“ KNATTSPYRNA Eyjólfur skoraði gegn Bayem Eyjólfur Sverrisson skoraði fyrsta mafk Stuttgart í 5:3 tapi liðsins gegn Bayern Miinchen í þýsku úrvalsdeildinni á Ólympíu- leikvanginum í Miinchen í gær- kvöldi. Tomas Helmer kom Bayern yfir á 2. mínútu, en Eyjólfur jafn- aði fímm mínútum síðar. Markus Schupp kom Bayern aftur yfír skömmu síðar og Maurizio Gaudino jafnaði á 37. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Þýski landsliðsmaðurinn Lothar Mattháus gerði tvö mörk með fímm mínútna millibili í upphafí síðari hálfleiks og Roland Wohlfarth gerði fimmta markið á 61. mínútu. Tho- ams Strunz minnkaði muninn fyrir Stuttgart áður en yfir lauk. Leikur- inn var vel spilaður — hraður og skemmtilegur. Borussia Dortmund vann Saar- briicken, 3:0. Mörkin gerðu Michael Zorc og Matthias Sammer tvö, en hann hefur nú gert 8 mörk í deild- inni. URSLIT Körfuknattleikur EM drengjalandsliða Panevezys, Litháen: Litháen - Island...........109Í»ík Stig íslands: Helgi Guðfinnsson 44, Ólafur Ormsson 19, Friðrik Stefánsson 7, Arnþór Birgisson 5, Hafsteinn Lúðvíksson 4, Ómar Sigmarsson 3, Gunnar Einarsson 3, Óskar Pétursson 2 og Ægir Gunnarsson 1. ■Isienska liðið lék vei í þessum leik að sögn fararstjóra liðsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en heiamenn þó alltaf með nauma forystu. í hálfleik var staðan 41:48 fyrir Litáen og var það mesti munurinn á liðunum í fyrri hálfleik. Helgi Guðfinnsson var besti leikmaður íslenska liðsins. Friðrik Stefánsson úr ÍBV var éinnig sterkur, tók m.a. 9 fráköst. Úrslitakeppnin í NBA-deildinni Það lið sem er fyrr til að vinna þijá leiki kemst áfram. AUSTURDEILD: Cleveland - New Jersey Boston - Charlotte 114: 98 112:101 VESTURDEILD: 117: 94 Portland - San Antonio 86: 87 Íshokkí Leikir í NHL-deildinni í fyrrinótt: Detroit - Toronto 7:3 ■Liðin eru jöfn 3:3. 4:3 ■Vancouver vann 4:2. Los Angeles - Calgary 9:6 ■Los Angeles vann 4:2 Vancouver og Los Angeles hafa tryggt sér sæti Smythe-deildarúrslitum. HM í Þýskalandi Svíar, sem unnu sameiginlegt lið Tékka óg Slóvaka, leika til úrslita um heimsmeistara- titilinn gegn Rússum sem unnu Kanada- menn í undanúrslitum. Svíþjóð - Tékkóslóvakía.............4:3 (1-2 1-0 1-1: 3:3. Framl. 1-0) Charles Berglund, Ulf Dahlen, Mikael Ren- berg, Thomas Rundqvist - Jiri Dolezal, Radek Toupal, Drahomir Kadlec. Rússland - Kanada..................7:4 (1-1, 4-2, 2-1) Yushkevich, Titov, Astrakhantsev, Bykov, Khomutov, Karpov - Shayne Corson, Dave Manson og Eric Lindros. Snóker HM í Sheffield: Undanúrslit: 3-Jimmy White (Englandi) - 7-James Watt- ana(Tælandi)......................14:8 Þegar 22 römmum af 31 er lokið er staðan 14:8 og hafa einstakir leikir farið þannig (White á undan): 37-71 21-68 24-80 36-77 10-83 71-39 60-1 0-93 88-15 64-7 69-45 62-25 104(104)-0 77-39 109(105)-0 71-50 100-24 69-0 92-8 64-24 52-70 14-83. ■Jimmy White þarf nú aðeins að vinna tvo ramma til að tryggja sér sæti í úrslitum. í hinum úrslitaleiknum stendur heimsmeist- arinn Stephen Hendry vel að vigi, hefur 10:5 yfir á móti Skotanum Alan McManus. SÓKNAR- NÝTING FH IR Mðck Sóknk % MðrkSóknir % Urslitakeppnin í handknattleik 1993 11 23 48 F.h 11 23 48 14 22 64 S.h 10 22 45 25 45 55 Alls 21 45 46 4 Langskot 5 f 5 Gegnumbrot 3 3 Hraðaupphlaup 5 | ■■ r 5 Hom 3 r 4 Lína 3 f 4 lii

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.