Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIfi LAUGARDAGUR ,1. M,At 1993 SUMARMAL Líklegt er að pyngja margra hafi lést talsvert við páskainnkaupin — mikinn mat og mörg páskaegg. Ég taldi mig nokkuð hóflega í þetta skiptið og lét nægja að gefa bamabörnunum átta Andrés önd í stað páskaeggja. Hins vegar lét ég eftir mér að setja nokkur lítil páskaegg í skál. Fimm ára dóttursonur kom til mín og sagði: „Amma, heldur þú að^ þér verði ekki illt af öllum þessum páskaeggjum?“ Hann var alveg til í að hjálpa mér með þau. í minni fjölskyldu er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur með morgunhressingu kl. 10 að morgni. Þá eru bornar fram heitar kleinur og lummur ásamt súkkulaði og rjóma og börnin fá smágjöf — eitthvað lítið og ódýrt, sem minnir á sumarkomuna. Þótt við höfum marga hátíð- isdaga til að halda upp á, halda fáir upp á sumardaginn fyrsta, sem er þó ærið tilefni í okkar kalda landi. Þetta var öðru vísi hér áður fyrr, þá var þessi dagur hafður í heiðri og jafnvel talinn meiri hátíð en jólin. Þegar ég var lítil, voru alltaf bakaðar kleinur og lummur þennan dag og við systkinin fengum yfirleitt bolta eða sippuband í sumargjöf. Gleðilegt sumar! Ég hefi rekið mig á það að fólk kann ekki lengur að búa til heitt súkkulaði. Á flestum súkkul- aðipökkum er prentuð uppskrift, en uppskriftin er svona: 100 g suðusúkkulaði l'/2 dl vatn 1 lítri nýmjólk 1. Setjið súkkulaðið í pott ásamt vatni, látið bráðna og hrær- ið vel í þar til allt er orðið jafnt. Gætið þess að ekki brenni við. Hafið ekki mesta hita. 2. Hellið nýmjólk út í og hitið að suðumarki. Farið ekki frá, það sýður fljótt yfir. Kleinur 1 kg hveiti 3 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 200 g sykur 200 g smjörlíki 4 egg 1 tsk. kardimommudropar 5 dl súrmjólk 2 pk plöntufeiti (Palmin) 1. Bræðið smjörlíkið, kælið að mestu. Setjið í skál, hrærið sykur út í. Setjið síðan eitt egg í senn út í og hrærið á milli. Setjið kardi- mommudropa út í. 2. Setjið hveiti, lyftiduft, hjartarsalt og súrmjólk út í og hrærið vel saman. 3. Fletjið út og skerið með kleinuhjóli eða hnífi. Skerið rauf í miðjuna og snúið upp á. 4. Hitið feitina, hún þarf að vera vel heit. Gott er að taka smábút af kleinudeigi og setja ofan í til að athuga hitann. 5. Steikið ekki mjög mikið í einu, í mesta lagi 6 kleinur, snúið við með spaða og steikið á báðum hliðum. 6. Leggið tvöfaldan eldhús- pappír á sigti og setjið kleinurnar á hann strax að steikingu lokinni. Umsjón: KRISTIN GESTSDOTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Lummur 2 egg 4 msk. sykur 4 dl mjólk Vi tsk. vanilludropar 4 dl hveiti 2 dl haframjöl 1 tsk. lyftiduft 'A tsk. salt 4 msk. matarolía 1. Hrærið egg og sykur saman, setjið mjólk og vanilludroppa út í. 2. Setjið hveiti, haframjöl, lyftiduft og salt út í, hrærið sam- an, þó ekki mikið. Setjið matarol- íu út í. Látið standa í nokkrar mínútur. 3. Bakið á pönnukökupönnu. Óþarfi er að smyija. pönnuna. Berið sykur eða sultu með. Gott er að setja litla eplabita út í sultuna. Athugið: Hægt er að nota smjörlíki í stað matarolíu en slepp- ið þá saltinu. MESJ SELDU STEIKUR Á ÍSLANDI Nauta-, lamba- 09 svínagrillsteíkur frá 690 krónum. Ódýrara en að elda heima! Sumarönn Tóm- stundaskólans V E I T I N G A S T F A Sprengisandi O Kringlunni SUMARÖNN Tómstundaskólans hefst í byrjun maí og stendur fram í júnímánuð. Fyrstu tvær vikurnar í maí verður boðið upp á hraðnámskeið í tungumálum, þar sem kennslan er sérstaklega miðuð við þá sem vilja rifja upp tungumálin fyrir sumarleyfið og æfa sig í talmálinu. Stjórnunarfélag Islands TIME MANAGER TMI HUGMYNDAFRÆÐI, SKIPULAGNING 0G STJÓRNUN FYRIR ALLA. Námskeið þar sem farið er yfir hvernig þú getur náð betri árangri heima og í vinnunni með því að: Skapa heildarmynd, raða verkefnum í forgangsröð, setja þér markmið, tengja markmiðið við raunveruleikann þ.e. hrinda hugmyndum í framkvæmd, beita tímastjórnun, nýta ieiðir til samskipta, stuðla að eigin vexti og annarra. Tfmi: 13. og 14. maí kl. 8-18. Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson Stjórnunarfélag Islands MARKVISS FUNDARÞÁTTTAKA Á námskeiðinu verða kynntar aðferðir við skipulagningu og stjórnun funda og nefndarstarfa hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum. Rætt er um nefndar- og fundarstörf og helstu gryfjur sem menn falla í. Hvernig verða fundir markvissir? Niðurstaða fundar og/eða útkoma fundar. Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri SFÍ, fær til sín gestina Þórð Sverrisson hjá Eimskipaféiagi íslands, Hildi Petersen hjá Hans Petersen og Jón Ásbergsson hjá Hagkaup. Stjórnunarfélag íslands PH0ENIX“, LEIÐIN TIL ÁRANGURS JJ Tími: 5. og7. maí kl. 13-17 og18. og19. maí. Leiðbeinandi: Árni Sigfússon Brian Tracy leiðir námskeiðið á myndbandi þar sem hann kynnir hvernig ná megi persónulegum árangri. Námskeiðið er upplífgandi og spennandi, eykur jákvæðni og sjálfsöryggi og stuðlar að breyttum og betri jffsstíl. Kenndar eru aðferðir og hugmyndir sem eru hvergi annars staðar kenndar. Aðferðir sem gera bæði karla og konur meðvitaðri um það hvernig hver og einn getur náð framúrskarandi árangri í starfi, áhugamálum og einkalífi og ekki síst árangri í samskiptum við aðra. j Myndböndin eru á ensku. Tími: 5., 7. og 10. maí og 27., 28. og 29. maí. Brian Tracy á myndbandi. Leiðbeinandi: Fanný Jónmundsdóttir. Stjómunarfélag íslands Ánanaustum 15, sími 621066 - INNRITUN HAFIN Einar Logi Einarsson grasalækn- ir, mun leiðbeina á námskeiði sem kallast villtar jurtir og grasasöfnun. Á námskeiðinu mun hann kynna hvernig finna má og nota ýmsar nytjajurtir í náttúrunni m.a. í mat og drykk. Námskeiðinu lýkur með grasaferð í júní. Jóhann Óli Hilmarsson mun leið- beina á námskeiði um fuglaskoðun og fuglagreiningu, en námskeiðinu lýkur með fuglaskoðunarferð. Skúli Þór Magnússon leiðbeinir á námskeiði í ljósmyndun. Þetta er grunnnámskeið þar sem þátttakend- ur læra að taka myndir við ýmis skilyrði, en gert er ráð fýrir að þátt- takendur fari út og taki myndir sem síðan eru skoðaðar undir leiðsögn kennarans. Hattagerð er ein vinsælasta grein Tómstundaskólans. Helga Rún Páls- dóttir leiðbeinir á tveimur námskeið- um í júní, á dag- og kvöldnámskeiði en einnig verður boðið upp á fram- haldsnámskeið í þessari eftirsóttu grein. Tómstundaskólinn mun í júní bjóða útlendingum upp á íslensku- kennslu. Um er að ræða kennslu fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari er Guðrún Karlsdóttir sem hefur langa reynslu af íslensku- kennslu fyrir útleiidinga. Harpa Björnsdóttir mun leiðbeina á myndlistamámskeiði í teikningu og vatnslitun. Myndefnið verður sótt út í náttúruna eftir því sem aðstæð- ur leyfa. Hafsteinn Hafliðasoii hefur í vor stjórnað ýmsum námskeiðum fyrir Tómstundaskólann um gróður og garðrækt. Hann mun fjalla um vor- verkin í garðinum á kvöldnámskeiði miðvikudaginn 12. maí. Innifalin er skoðunarferð um garða í nágrenninu. Nokkur saumanámskeið verða í boði í vor undir stjórn Ásdísar Óskar Jóelsdóttur og Ástu Kristínu Sigga- dóttur. Þá er á dagskránni kennsla í vél- ritun, vídeótöku á eigin vélar, garð- skipulagningu, glerskurði o.fl. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.