Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 Morgunblaðið/Kristinn PÉTIJR Björnsson við elsta bíl á íslandi, Ford-T árgerð 1914, sem stendur í anddyri skrifstofubyggingar Vífilfells hf. Af þessari gerð voru fyrstu sendibílarnir hjá Coca-Cola í Bandaríkjunum. eftir Guðno Einarsson VÖRUMERKI Coca-Cola er þekktasta vörumerki heims og hefur haldið þeim sessi áratugum saman. Þessi árangur hefur ekki náðst fyrirhafnarlaust og er allt kapp lagt á að vörumerkið tapi ekki forystunni. Nýlega hleypti fyrir- tækið af stokkunum umfangsmestu auglýsingaherferð sinni til þessa undir yfirskriftinni ALLTAF Coca-Cola. Slagorðið á að vísa til þess að svaladrykkurinn sígildi sé ávallt viðeig- andi og höfði til allra. Coca-Cola sé alltaf og alls staðar eins. Þessi herferð er einstök í sinni röð og til marks um ný viðhorf í auglýsingatækni. Mönnum er ljóst að taka verður tillit til þess hve varan höfðar til ólíkra hópa fólks. Neytendum má skipta eftir aldri, kyni, búsetu, menningu, tónlistarsmekk og ótal öðrum flokkum. Sú tíð er liðin að neytendum nægi „ein stærð og tegund“ þegar kemur að auglýsingagerð, þeir krefjast klæðskerasniðs. Þáð er ein- mitt fjölbreytnin sem einkennir þessa herferð. I Bandaríkj- unum voru frumsýndar 26 ólíkar sjónvarpsauglýsingar í febrúar síðastliðnum. íslendingar hafa fengið að sjá þær tíu auglýsingar sem þykja henta best hér á landi. étur Bjömsson er forstjóri Vífil- fells hf., en það er umboðsaðili Coca-Cola hér á landi. Hann seg- ir að nýja aug- lýsingaherferðin boði aðra bylt- inguria í sögu Coca-Cola-fyrir- tækisins. „Sú fyrri varð um 1960, þegar nýjar umbúðir komu til sögunnar og boðið var upp á fleiri flöskustærðir en áður. Allt frá árinu 1915 hafði drykkurinn aðeins feng- ist í 20 cl glerflöskunum. í kjölfar nýju umbúðanna komu svo nýir drykkir til sögunnar hjá fyrirtækinu til viðbótar við Coca-Cola. Nú er hafið nýtt átak til að viðhalda sterkri ímynd vörumerkisins og í því skyni var leitað til Hollywood. Kvikmyndaborgin er reyndar að verða auglýsingasmiðja," segir Pét- ur. „Rótgrónum auglýsingastofum með gamla sniðinu er lokað í stórum stíl í Bandaríkjunum. Þetta er allt að færast til Hollywood." Nýju aug- lýsingamar vora unnar í stóram kvikmyndaveram draumaverk- smiðjunnar frægu og leikstýrt af þekktum leikstjóram. Þeirra á með- al má nefna Rob Reiner leikstjóra myndarinnar „When Harry Met Sally“ og Richard Donner, en með- al mynda hans eru „Superman" og „Lethal Weapon". Þá önnuðust Josuha Brand og John Falsey, sem leikstýrðu „Northem Exposure", gerð einnar auglýsingarinnar. For- svarsmenn Coca-Cola ákváðu að gefa leikstjórunum frelsi til að semja sjálfir auglýsingamar sem þeir stýrðu. Með þessu var tekin áhætta, en árangurinn þykir ótví- rætt góður. Það markmið var sett að auglýsingamar yrðu bæði lifandi og hefðu skemmtanagildi. Einn for- stjórinn líkti hefðbundnum aðferð- um auglýsingagerðarmanna við færibandavinnu, þar sem hver hóp- urinn vinnur sitt verk, án mikils samráðs við aðra í ferlinu. I þessu tilviki hafi hver höfundur fylgt hug- verki sínu alla leið og það skilað árangri sem „færibandavinnunni“ hefði aldrei tekist. í viðbót við kvikmyndatæknina er beitt nýjustu tölvutækni við myndvinnsluna. „I einni auglýsing- unni leika ísbirnir aðalhlutverkið og þeir slógu strax í gegn. Allar hreyf- ingar þeirra era unnar í tölvum, þetta er ótrúleg tækni," segir Pét- ur. Það eina sem er sameiginlegt auglýsingunum 26 er yfirskriftin „ALLTAF" og mynd af sígildu kók- flöskunni og vöruheitið. Utlit flösk- unnar og skrautlegu skriftina í Coca-Cola-nafninu hannaði bókari fyrirtækisins, skriftina um aldamót- in og flöskuna 1915. Auk sjónvarps- auglýsinganna verður einnig aug- lýst í útvarpi og prentmiðlum. Fremst í flokki Pétur segir að forráðamönnum Coca-Cola-fyrirtækisins sé ljóst að það verði að vera síungt og fylgjast sífellt með. „Það getur ekkert rót- gróið fyrirtæki, að ég tali nú ekki um meira en 100 ára gamalt, verið í fararbroddi nema það fylgist með tímanum. Ungt fólk kallar á nýjan stíl og nýir markaðir eru að koma til sögunnar." Aðalútbreiðslusvæði Coca-Cola era nú í Asíu, Austur- Evrópu og Samveldi sjálfstæðra ríkja. Coca-Cola er sem óðast að setja upp nýjar verksmiðjur í þess- um löndum, en það er á stefnuskrá fyrirtækisins að framleiða svala- diykkinn á hveiju markaðssvæði um sig. Uppbyggingunni í Eystra- saltsríkjunum er stjórnað frá Norð- urlöndunum og af norrænum mönn- um, þeirra á meðal er Lýður Frið- jónsson fyrram framkvæmdastjóri Vífilfells hf. Richard Nixon Bandaríkjaforseti opnaði ýmsar dyr í forsetatíð sinni, meðal annars til Sovétríkjanna og Kína. í kjölfar betri samskipta stór- veldanna opnaðist markaður fyrir svaladrykkinn Pepsi-Cola í Sovét- ríkjunum sálugu. „Nixon var nefni- lega lögfræðingur Pepsi á yngri áram,“ segir Pétur. „Coca-Cola var í startholunum að fara inn í Sovét- n'kin í kjölfarið, en af því varð ekki. Ég sá með eigin augum uppkast að viðamiklum viðskiptasamningi Sovétríkjanna og Coca-Cola. Þar var meðal annars kveðið á um að Coke myndi aðstoða Rússana við að setja upp sítrasávaxtarækt við Ný auglýsingaher- ferð Coca-Cola- fyrirtækisins boð- ar nýja tímá og má telja hana annað byltingar- kennda skrefið í sögu svaladrykks- ins vinsæla að því er Pétur Björnsson forstjóri Vífilfells hf segir. Svartahafið, en Coca-Cola á ein- hveijar stærstu sítrusekrur í Flórída og hafa meðal annars aðstoðað Egypta við sítrasrækt. Þá var uppi hugmynd um að setja upp áveitur með vatni sem unnið yrði úr sjó, en Coca-Cola á stærsta fyrirtæki í heimi á því sviði. Það varð ekkert úr þessu og nú kemur það sér vel. í dag er Coca-Cola tákn nýrra tíma þarna'austur frá.“ Þótt bið yrði á að svaladrykkurinn, sem kallaður var „tákn heimsvaldastefnunnar og skjaldarmerki Bandaríkjanna" af hugmyndafræðingum sovéskra kommúnista, fengist í Sovét náði hann mikilli útbreiðslu í Austur- Evrópu eftir 1970. Vara 7X Coca-Cola-drykkurinn er fram- leiddur undir vökulu auga móður- fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkj- unum. Þaðan kemur bragðefnið, því er síðan blandað við sætuefni og vatn i nákvæmum hlutföllum. Þótt Coca-Cola sé framleitt um allan heim er bragðsírópið einungis lagað í Bandaríkjunum. Sagt hefur verið að uppskriftin að bragðefninu í Coca-Cola sé best varðveitta leynd- armál í heimi. John S. Pemberton lyfjafræðingur í Atlanta blandaði fyrst efnin í Coca-Cola árið 1886. Hann varðveitti uppskriftina í hug- anum og gætti þess vandlega að ljósta henni ekki upp. Sagt er að í dag viti ekki nema 10 einstaklingar nákvæmlega hvað er í Coca-Cola. Árum saman gekk uppskriftin frá manni til manns, var lærð utanbók- ar og varðveitt í afkimum hugans. Nú mun vera til ritað eintak af uppskriftinni og er þess vandlega gætt í bankahvelfingu banka eins í Georgíufylki. Bankahvelfingin verður ekki opnuð nema með form- legu samþykki meirihluta stjórnar félagsins. Margir hafa reynt að greina innihaldsefnin, en talið er að í bragðefninu séu að minnsta kosti 14 mismunandi efni. Þau eru kölluð Vörur og greind í sundur með tölum. Vara 1 er sykur, Vara 2 karamellulitur, Vara 3 er koffín, Vara 4 fosfórsýra, Vara 5 er kjarni sem unninn er úr kókablöðum og kólahnetum, eftir að þau hafa verið sneydd öllum vímuefnum. Fyrir utan þessi efni hafa efnafræðingar þóst greina kanel, vanillu, glyserín, sítrusolíur og fleiri efni. Mesti leyndardómurinn snýst um Vöru 7X, sem engum hefur tekist að greina hvað er. Vara 7X er innan við 1% uppskriftarinnar að magni. Charles Howard Chandler var einn fárra sem fékk innsýn í leyndar- dóminn og lærði uppskriftina af föður sínum. Hann sagði: „Einn minnisverðasti atburður ævi minnar var þegar faðir minn vígði mig inn í leyndardóm bragðefnauppskriftar- innar, leiddi mig inn í „Hið allra helgasta". Það var ekki stuðst við skrifaða uppskrift. Efnin vora tekin úr ómerktum hirslum og þekktust á lyktinni, bragðinu og útlitinu. Hirslunum var raðað í ákveðna röð á hillunni. Til öryggis stóð pabbi hjá mér hvað eftir annað meðan ég blandaði efnin, hann lagði ríka áherslu á að það væri gert í réttri röð og efnin nákvæmlega mæld. Ég naut þess að fá að útbúa lögun af Vöru 7X.“ Forráðamenn Coca- Cola hafa frekar látið loka verk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.