Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 62
MQKGUXBLAQIQ MQAAkQAGUR/ 1, MAjí ,lfl94 fclk f fréttum ‘John didn’t know I was HIV positive when we made love’ ON THE SHQCK NEWS FOR FERGIE’S FRIENÐ ■ Úrklippan úr sunnudagsblaði Daily Mail, þar sem Peggy Caskie seg- ir frá eyðnismiti sínu. 5Sni John Bryan átti 1 ástarsambandi við eyðnismitaða stúlku Þeim ætlar ekki að linna hneyksl- ismálunum sem við koma bresku konungsfjölskyldunni. Um páskana upplýsti dálkahöfundur dagblaðsins Daily Mail, Nigel Dempster, að fyrrum unnusta Johns Bryan hafi verið eynðnismituð þeg- ar þau áttu í ástarsambandi sumar- ið 1986. Það sem vekur eftirtekt er að Nigel þessi er talinn ábyrgur dálkahöfundur, sem fer ekki með fleipur. Eins og menn rekur eflaust minni til komst hins vegar upp um ástar- samband Johns og Söru Ferguson árið 1992, sem varð tilefni til skiln- aðar hennar og Andrésar Breta- prins. Nú titrar og skelfur Bucking- hamhöll þar til Andrés hefur fengið úrskurð um hvort hann hafi smitast af eyðniveirunni. Reyndar telja læknar litlar líkur á þvi að Peggy hafi í upphafi smitað-John, enda fór hann í eyðnipróf fyrir rúmu ári í sambandi við hefðbundna læknis- rannsókn og þá virtist hann heill heilsu. Peggy Caskie — sem hafði feng- ið að vita þremur mánuðum áður en hún hitti John að hún væri eyðni- smituð — segist hafa ætlað að láta hann vita. Vandamálið í hennar augum var hvernig hún ætti að bera sig að við að hafa uppi á hon- um. Þegar hún Sá svo mynd af John í sambandi við hneykslið fyrir um ári brá henni heldur betur í brún, að eigin sögn. En nú hefur hún tekið af skarið og sagt frá þessu í fjölmiðlum og hermir sagan að John hafi lesið uppljóstrunina í blöðum og drifið sig aftur í eyðnipróf. Þau voru meðal árshátíðargesta, f.v. Drífa Hjartardóttir varaþing- maður og bóndi Keldum, hjónin Kjartan Þ. Guðmundson og Þórunn Oddsdóttir Steingrímsstöð, Þorsteinn Ásmundsson framkvæmda- sijóri Suðurgarðs á Selfossi og kona hans Elsa B. Ásmundsdóttir og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. UPPTÖKUR Þekkt frönsk leik- og söngkona á Islandi SKEMMTUN Olafi Þórarinssyni vel fagn- að í lok tónlistardagskrár Olafi Þórarinssyni tónlistar- manni frá Glóru var vel fagn- að þegar hann gekk í salinn á Hótel Selfossi í upphafi söngdag- skrárinnar sem þar er boðið upp á þessa dagana, syngjandi hið vin- sæla lag sitt Á kránni. Það lag er upphafslag Ólafs í dagskránni sem ber heitið Leikur að vonum eftir einu laga hans. Dagskráin var fjölbreytt og hófst á því að Jónas Ingimundar- son og Kári Þormar léku á píanó lög eftir Ólaf Þórarinsson. Síðan söng Kristjana Stefánsdóttir við undirleik Jónasar, þá kom fram kórinn Austan 9, skipaður ungu ; fólki og söng nokkur lög og loks kom fram Lúðrasveit Selfoss og lék baráttulag Selfyssinga í hand- boltanurn en Ólafur samdi lagið. Kjartan Ólafsson útsetti lög Ólafs Ólafur Þórarinsson syngur eitt af lögum sínum. kór og lúðra- fyrir píanó, sópran. sveit. Dagskráin sveiflaðist milli ljúf- sarra MANNAMOT Vetur kvaddur með söng Eggert Haukdal alþingismaður Sunnlendinga var gerður að heiðursfélaga Fjölnis á árlegri árs- ■hátíð sjálfstæðisfélaganna í Ár- nes- og Rangárvallasýslu, sem haldin var síðasta vetrardag. Var honum fært hraungrýti úr Heklu með áletruðum skildi, en þess má geta að aðeins einum manni hefur áður hlotnast þessi heiður, en það var Ingólfur Jónsson ráðherra á Hellu. laga og rokksveiflu og minnti að sjálfsögðu á Mánatíma- bilið en Ólafur var einn aðalmaður- inn í þeirri hljómsveit. Alls eru flutt 28 lög eftir Ólaf í söngdag- skránni og áheyrendur tóku vel við sér enda eru lögin mörgum vel kunn og dagskráin mjög vel gerð. Það var hljómsveitin Karma sem annaðist síðari hluta dag- skrárinnar með dægurlögunum og rokkinu en meðal flytjenda í henni er Guðlaug dóttir Ólafs. í lok dag- skrárinnar ætlaði fagnaðarlátum vart að linna og Ólafur kallaður fram aftur og aftur. Áformað er að flytja dagskrána í Hótel Selfossi næstu laugardaga áftir því sem aðsókn gefur tilefni til. Heiðursgestur kvöldsins var Davíð Odsson forsætisráðherra, sem ávarpaði samkomuma með nokkrum vel völdum orðum. Söng- flokkurinn Austan níu, sem skip- aður er níu ungmennum úr sýsl- unni flutti lög við góðar undirtekt- ir. Sömu sögu var að segja um hjónin Ástu Beggu Ólafsdóttur og Gísla Sveinsson á Leirubakka og Sigurð Sigmundsson frá Ey. Morgunblaðið/A.H. Eggert Haukdal var gerður að heiðursfélaga Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rang- árvallasýslu. Við hlið hans stend- ur Sveinn Óskar Sigurðsson for- maður Fjölnis. Þekkt, frönsk leik- og söng- kona, Mathilda May, er þessa dagana stödd á íslandi ásamt fimm löndum sínum vegna gerðar myndbands um nýjustu plötu hennar sem heitir „Around the world“. I fyrstu komu aðstoð- armenn sem fóru víða um land til að velja staði til myndatöku en May hefur verið hér síðan á sunnu- dag. Þau voru við tökur við Bláa lónið í vikunni og síðan var ætlun- in að fara austur á Mýrdalssand, að Gullfossi og Geysi og víðar. í samtali við Morgunblaðið sagði Didier Mallet fjármálastjóri að þau hefðu fyrst og fremst kom- ið hingað vegna landslagsins. Þeim fyndist veðráttan þó köld og að tökunum fylgdi vosbúð, en að hann væri að sama skapi ánægður með árangurinn. Morgunblaðið/Björn Blöndal Söng- og leikkonan Mathilda May ásamt ballettdansaranum Michel Flasch, mótleikara sínum á myndbandinu. ________Hefst kl, 13.30_____________ I Aðalvinninqur að verðmæti_________________________________ ?! 100 bús. kr.' li --------------1--?------------------ Heíldarverðmæti vinninqa um ____________________ TEMPLARAHOLLIN 300 þús. kr. Eiríksgötu 5 — S. 20010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.