Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 47 SJONARHORN Varað er við kaloríusnauð- um megrunarkúrum Á undanförnum árum hefur oft verið reynt að vekja at- hygli á því hve strangir megr- unarkúrar geta verið varhuga- verðir. Viðvaranir vegna skað- semi margra þessara kúra hafa stöðugt verið í gangi, þó að þær hafi sjaldnast verið teknar alvarlega. Töfralausnir hafa líka alltaf fengið góðan hljómgrunn hjá þeim sem vilja losna við aukapundin - með hraði. Strangir megrunarkúrar virð- ast geta verið mjög varasamir. Margir þeir sem eiga við offitu- vandamál að stríða, hafa valið að grenna sig með því að fylgja ákveðnum „svelti-kúrum“ í sam- ráði við lækna. Þessir megrunar- kúrar, sem aðeins bjóða upp á 400-600 kaloríur á dag í einn mánuð, hafa endað á mjög sorg- legan hátt hjá mörgum þátttak- endum. í einu janúarblaði Science News er málið tekið fyrir. Þar segir að þeir málsverðir sem boð- ið er upp á í þessum megrunar- kúrum, innihaldi mjög fáar kalor- íur miðað við tiltölulega hátt pró- teinmagn, en það eigi að hjálpa fólki að eyða fitu fremur en vöðv- um. En þar sem komið hafa fram margar slæmar aukaverkanir og dauðsföll að minnsta kosti 67 einstaklinga sem tekið hafa þátt Kaloríusnauðir megrunarkúrar geta verið lífshættulegir í þessum megrunarkúrum, þá ákváðu kanadískir læknar við Royal Victoria Hospítal í Montre- al í Kanada að rannsaka ná- kvæmlega næringarinnihaldið í þessum tilbúnu fæðublöndum (mixi) eða málsverðum, í fjórum af þessum megrunarkúrum sem í boði eru. Læknarnir hafa nú sent frá sér niðurstöður. Þar segja þeir að næringarinnihald í nokkrum af þessum tilbúnu málsverðum sem þeir rannsökuðu, geti beinlínis reynst lífshættulegt, nema undir ströngu eftirliti sérfræðings. Vandamálið megi rekja til upp- runa og meltingarmöguleika pró- teina í þessum fæðublöndum. En af fimm blöndum þessa „megrun- arfæðis“ sem rannsakaðar voru, reyndist ein innihalda mjólkur- prótein, önnur soyaprótein, en í hinum þrem reyndist uppistaðan vera „collagen — sem er illmelt- anlegt prótein og samanstendur m.a. af himnum og sinum. Aðeins þær fæðublöndur sem innihéldu mjólkurprótein og soyaprótein að uppistöðu, reyndust innihalda all- ar þær amínósýrur sem líkaman- um eru lífsnauðsynlegar. Amínó- sýrur gegna mörgum hlutverkum í starfsemi líkamans. Þær eru byggingareiningar próteina, úr þeim eru framleidd ýmis hormón og þær eru einnig taugaboðefni. Alþjóða Heilbrigðismálastofn- unin hefur lagt til að þessar sér- stöku tegundir af fæðublöndum skuli innihalda a.m.k. 37 prósent af þessum nauðsynlegu amínó- sýrum. Aftur á móti voru amínó- sýrur í þessum —collagen" fæðu- blöndu sem kannaðar voru 16-29 prósent undir því lágmarki. M. Þorv. UNGLINGAR bregðast mun oftar við jákvæðum áhrifum en þving- unum og þrýstingi. Þrýstingur kunn- ingjahóps á ungl- inga - ofmetinn Því hefur löngum verið haldið fram, að unglingar séu sérstak- lega viðkvæmir fyrir þrýstingi kunningjahópsins þegar upp kemur þátttaka í hættulegum uppákomum eða framferði sem varðar við lög. Nú hefur verið birt niðurstaða nýlegra rannsókna um sam- skipti unglinga sem varpar Ijósi á málin. Rannsóknirnar voru unnar af bandarískum vísindamönnum í sál- arfræði við Purdue University í West Lafayett í Indíana í Banda- ríkjunum, undir stjórn Thomas J. Berndt. Hann segir að margt bendi til þess að kunningjarnir hafi yfir- Rykmaurar hreiðra um sig undir sófum Rykmaurar eru sagðir lifa á nánast hveiju heimili, en hvernig þeir komust þangað veit enginn. Þessir ósýnilegu hryggleysingjar lifa á skinnflögum sem falla af skinni fólks án þess það verði þess vart. Maurarnir skaða að vísu engan að öðru leyti en því að þeir geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá viðkvæmum einstakl- ingum. Ofnæmisvaldurinn er í ákveðnum pró- teinum úr saur þeirra sem svífur um loftið eins og fínt ryk í híbýlum þar sem þeir hafa tekið sér bólfestu. Sumar rannsóknir hafa sýnt fram á að ryk- maurar eru í gólfteppum og þeir eru sagðir þrífast vel í uppstoppuðum húsgögnum í her- bergjum sem mikið voru notuð. Rykmaurar eru sagðir hafa tilhneigingu til að safnast saman í húsgögnum og í teppinu undir hús- gögnum. Skordýrafræðingar við Virginía Po- lytechnic Institute hafa farið grannt ofan í málin á tveim heimilum þar sem rykmaurar hafa komið sér þægilega fyrir. Þeir ryksuguðu bæði teppi og húsgögn, vigtuðu rykið og töldu síðan kvikindin í smásjá. Hér koma svo tölurnar: í öðru húsinu virt- ust - evrópskir - rykmaurar vera ráðandi; í ljós kom að í rykinu af sófanum reyndust vera 7.454 rykmaurar í hveiju grammi, I tepp- inu undir sófanum voru þeir 2.361 í grammi og í teppinu þar sem mikill umgangur var reyndust þeir vera 232 í hveiju grammi. í hinu húsinu héldu - amerískir - rykmaurar sig aðallega og hjá þeim virtist viðkoman vera mun minni. Þar fundust 3.391 í hveiju grammi af ryki af sófanum, í rykinu undir sófanum voru þeir 269 í grammi, en í teppi þar sem gengið var mikið um, voru aðeins 14 í grammi. Okkar frétt segir að til þessa hafí vísinda- menn talið að rykmaurar væru líklegir til að halda sig spm næst svæðum þar sem umgang- ur er mestur á heimilum og húðflögur væru líklegar til að falla til af heimamönnum. En Rykmaurar lifa á skinnflögum, þeir hafa tilhneigingu til að safnast saman í og und- ir uppstoppuðum húsgögnum. nú er talið sennilegt að þeir séu viðkvæmir fyrir miklum raka, þess vegna þrífist þeir best í vernduðu umhverfi - undir húsgögnum, segir í fréttinni. Hafi menn af þessum kvikindum einhveijar áhyggjur, er þeim bent á að láta sér ekki nægja að hreinsa opnu svæðin í stofunni, þar sem umgangurinn er mestur, heldur einnig húsgögnin, og gleyma ekki svæðinu undir sóf- anum! M. Þorv. leitt fremur lítil áhrif á viðhorf og hegðun unglinga, en rannsóknir leiða einnig í ljós að áhrifín séu ekki aðeins á annan veginn heldur hafi unglingarnir áhrif á kunningj- ana á móti. Gagnkvæm málamiðlun geri vini á margan hátt svipaða hvor öðrum, en slík hegðunar- munstur einkenna vinskap fólks í öllum aldursflokkum. Berndt segir að tvær aðskildar rannsóknir hafi leitt í ljós áhrif kunningjanna, ekki mikii að vísu, á tvo mikilvæga þætti, annar er í sambandi við metnað unglinga í námi og hinn í notkun alkóhóls. Hann segir einnig, að í Ijós hafi komi að unglingar bregðist mun oftar við jákvæðum áhrifum frá vinum og kunningjum en þvingun- um og þrýstingi. Þó séu undantekn- ingar frá reglunni eins og hjá óald- ar-ofbeldishópum sem með ofbeldi setji sínar eigin siðareglur. Bemdt heldur því fram að ung- lingar sem em stöðugt ósáttir við ákvarðanir kunningjanna, finni sér einfaldlega nýja kunningja. Mest af þeim upplýsingum sem komið hafa fram um þrýsting frá kunningjahópi á uppvaxtarárum segir hann hafa byggst á saman- burði á hegðunarmunstri sem ungl- ingarnir greini frá sjálfír og lýsingu á hegðun kunningjanna. Rann- sóknir þykja nú benda til þess, að unglingar ofmeti oft að hvað miklu leyti þeirra eigin hegðun mótist af hegðun og háttum kunningjanna. M. Þorv. __________Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar Aðalsveitakeppni 13 sveitir tóku þátt í mótinu og varð röð efstu sveita þessi: Sveit BjarkarJónsdóttur 290 íslandsbanka 287 ÞorsteinsJóhannssonar 245 ReynisKarlssonar 230 NíelsarFriðbjamarsonar 208 í sigurveitinni spiluðu auk Bjark- ar, Ólafur Jónsson, Anton og Bogi Sigurbjörnssynir. Firmakeppni Spilaður var 2ja kvölda tvímenn- ingur (mitchell), en þetta mót er aðaltekjulind félagsins. 21 par tók þátt í mótinu og var röð efstu para þessi: Reynir Pálsson - Stefán Benediktsson 402 Anton Sigurbjömsson - Bogi Sigurbjömsson 398 Sigfús Steingrímsson - Sigurður Hafliðason - ÁsgrímurSigurbjömsson 375 Jakobína Þorgeirsd. - Kristrún Halldórsd. 374 PállJónsson-SigurðurGunnarsson 368 60 fyrirtæki greiddu þátttöku í mótið og varð röð efstu fyrirtækja þessi: Ingimundur hf. (Jakobína - Kristrún/Anton — Bogi) 392 Versl. Sigurðar Fanndal (Anton - Bogi/Ásgrímur - Sigfús) 383 Nýja bíó hf. (Björk - Jón/Reynir — Þórleifur) 380 Fiskbúð Siglufjarðar (Guðmundur - Hafliði/Baldvin - Valtýr) 376 Þormóður rammi hf. (Guðmundur - Hafliði/Baldvin - Valtýr) 376 Siglfirsk fyrirtæki hafa stutt myndarlega við bakið á bridsfélag- inu og má geta þess að Þormóður rammi hf. gefur alla verðlaunagripi þetta árið, en Sparisjóður Siglu- fjarðar gaf verðlaunin í fýrra. Brids- spilarar á Siglufirði senda stjórn- endum fyrirtækja á Siglufírði bestu þakkir fyrir stuðninginn. Bridsfélag kvenna Sl. mánudag var önnur umferð spiluð í hraðsveitakeppninni og er staða efstu sveita þannig: Sv. Sigrúnar Pétursdóttur 1168 Sv. Erlu Ellertsdóttur 1076 Sv. Dúu Ólafsdóttur 1054 Sv. Höllu Ólafsdóttur 1043 Sv. Öldu Hansen 1038 Þau mistök urðu í síðasta pistli að skorin voru ekki rétt færð inn en sv. Höllu Ólafsdóttur átti að vera í öðru sæti með 549 stig. Bridsfélagið Muninn Sandgerði Nú stendur sem hæst aðalsveita- keppni félagsins með þátttöku 10 sveita. Spilaðir eru 28 spila leikir. Fjórar efstu sveitirnar spila svo til úrslita, sveit í 1. sæti við 4. sæti, og 2. sæti við 3. sæti. Það er heldur betur farið að draga til tíðinda þegar 7 umferðum er lokið af 9. Sveit Björns Blöndals hefur verið með afgerandi forustu allan tímann, eftir fyrstu 5 leikina var sveitin með 121 stig af 125 mögulegum. En staðan er þessi þegar 2 umferðir eru eftir: Sv. Björns BJöndals 149 Sv. Gísla R. í sleifssonar 118 Sv. Eyþórs Jónssonar 114 Sv. Karls G. Karlssonar 110 Sv. Gunnars Guðbjörnssonar 109 Sv. Sigurðar Davíðssonar 102 Mjög mikil baráttá er um 4. sætið til að komast í úrslitin sem verða spiluð föstudaginn 14. maí kl. 18. En sjálfur úrslitaleikurinn verður spilaður laugardaginn 15. maí kl. 14. í undanúrslitunum verða spiluð 40 spil, en í úrslitunum 60 spil. Spilað verður í Björgunarsveit- arhúsinu í Sandgerði. Heitt verður á könnunni meðan á spilamennsku stendur. Keppnisstjóri er ísleifur Gíslason. Bridsfélag Breiðholts Staða efstu para í vortvímenningi félagsins er þessi: Óskar Sigurðsson - Sigurður Steingrimsson 263 FriðrikJónsson-GuðjónJónsson 237 Gísli Sigurkarlsson - Halldór Ármannsson 236 Magnús Oddsson - Lilja Guðnadóttir 225 ÞorbergurÓlafsson-MuratSerdar 224 Hæstu skor kvöldsins hlutu: Sigurður Steingr. - Ragnar Hermannsson 131 FriðrikJónsson-GuðjónJónsson 131 Keppninni lýkur næsta þriðjudag. Sunnudagsbrids Spilað verður í húsi Bridssam- bandsins í Sigtúni 9, í sunnu- dagsbrids næsta sunnudag, 2. maí^p- Spilamennska hefst kl. 13.30. Stjómandi er Ólafur Lárusson. Frá Skagfirðingum Góð þátttaka var síðasta þriðju- dag í eins kvölds tvímenningskeppni deiidarinnar. Vel yfír 40 spilarar mættu til leiks. Úrslit urðu: N/S: Ragnheiður Nielsen — Sigurður Ólafsson 315 Guðm. A. Grétarsson - Guðmundur Baldursson290 Eggert Bergsson - Jón Viðar Jónmundsson 288 Bendikt Helgason—Gylfi Jón Gylfason 287 A/V: UnnurSveinsdóttir-HelgiSamúelsson 316 BjömJónsson-ÞórðurJónsson 300 ÁrmannJ.Lárusson-ÓskarKarlsson 293 AndrésÞórarinsson-HjálmarS.Pálsson 290 Alla þriðjudaga er eins kvölds tvímenningskeppni hjá Skagfírð- ingum í Stakkahlíð 17. Allir vel- komnir. Spilamennska hefst kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.