Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 56
Hvatt til
notkunar
reiðhjóla-
hjálma
Selfossi.
KÖNNUN foreldrafélags Sand-
víkurskóla á Selfossi á reiðhjóla-
hjálmaeign nemenda leiddi í ljós
að 60% þeirra áttu hjálma. í
yngri bekkjardeildunum er
hjálmaeignin mun almennari,
yfir 90% í sumum deildum. For-
eldrafélag skólans hefur ákveðið
að efna til átaks til að auka
hjálmaeign nemenda skólans og
ekki síst til þess að hvetja krakk-
ana til þess að nota hjálmana
meira.
Dagana 29. apríl til 8. maí
munu þrjár verslanir á Selfossi,
Ölfusá, Hjólabær og Kaupfélag
Ámesinga, bjóða góðan afslátt á
reiðhjólahjálmum.
Bent er á að 70 manns slasast
á hverju ári á reiðhjóli, þar af
meirihlutinn börn. Þau fá oft
slæma höfuðáverka í reiðhjólaslys-
um og höfuðmeiðsl eru algeng.
Reiðhjólahjálmurinn sé því sjálf-
sagður.
Sig. Jóns.
------♦ ♦ ♦-----
■ MÁLFUNDAFÉLAG alþjóða-
sinna og aðstandendur sósíalíska
vikublaðsins The Militant halda
opið hús 1. maí frá kl. 15 á Klapp-
arstíg 26, 2. hæð. Kaffiveitingar
verða á boðstólum. Gylfi Páll Hers-
ir Dagsbrúnarmaður og Sara Lob-
mann blaðamaður á The Militant
flytja ávörp undir jrfirskriftinni:
Verkafólk og ófremdarástand kap-
ítalismans.
Sólvellir á Eyrarbakka, dvalarheimili aldraðra
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Sólvellir á Eyrarbakka
STARFSMENN G-verks ásamt
stjórnarformanni Sólvalla.
Guðmundur Kr. Ingvarsson
framkvæmdastjóri, Ási Markús
Þórðarson, stjórnarformaður,
Guðmundur Jósefsson yfir-
smiður og Guðmundur Óskars-
son framkvæmdastjóri.
Ný viðbygging í notkun
^elfossi.
NÝ VIÐBYGGING við dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka verður
tekin í notkun í byijun maí. Með nýju viðbyggingunni verður unnt
að taka á móti 18 vistmönnum á heimilinu í eins til tveggja manna
herbergjum. Nýbyggingin verður til sýnis í dag, 1. maí, klukkan
14-17.00.
Viðbyggingin við Sólvelli hófst
fyrir ári, þegar verktakamir, G-
verk á Selfossi, hófust handa en
þeir hafa séð um verkið frá upp-
hafí til enda. Með nýju byggingunni
er hluti af þeirri eldri endurbyggður
með það fyrir augum að fá fram
heildarsvip og -skipulag í húsið. Það
var Teiknistofa Páls Zophoníasson-
ar sem hannaði viðbygginguna og
Bjöm og Guðni frá Hveragerði sem
sáu um lóðarframkvæmdir.
Nýja viðbyggingin kostar um 22
milljónir. Hún er fjármögnuð með
framlögum frá Byggingarsjóði rík-
isins og Framkvæmdasjóði aldr-
aðra. Landsbanki íslands hefur
veitt framkvæmdalán til verksins
og Qármagpiar það þar til lán og
framlög berast.
Sólvellir eru sjálfseignarstofnun.
í stjóm hennar eru Ási Markús
Þórðarson formaður, Inga Lára
Baldvinsdóttir og Jóhann Jóhanns-
son. „Öll vinna við þessa byggingu
er mjög skemmtileg hjá strákunum
í G-verki og þeir eru sérlega þægi-
legir en það þarf lipurð við að vinna
við breytingar á húsi sem er í fullri
notkun," sagði Ási Markús Þórðar-
son. Hann sagði áherslu lagða á
að það ríkti heimilisandi í húsinu.
Vistmenn væm af Bakkanum og
frá Selfossi. Nýir vistmenn væm
væntanlegir í byijun maí og meðal
þeirra væri Eyrbekkingur sem
kæmi heim eftir 70 ára fjarveru.
Mjög góð aðstaða er í húsinu
með tilkomu viðbyggingarinnar.
Vistmenn hafa sinn síma inni á
herbergjunum sem undirstrikar
persónulegt yfírbragð. Bjalla er inni
á hveiju herbergi og mjög góð sam-
eiginleg aðstaða er í húsinu.
Asi Markús sagði einnig að fyrir-
hugað væri að nefna herbergi vist-
manna eftir gömlum bæjarnöfnum
til þess að undirstrika heimilisbrag-
inn og endurvekja gömul athafna-
nöfn á bæjum eins og Sjávargata,
Nýlenda, Vinaminni, Fok, Vega-
mót, Melshús, Hólsbær og Eyrar-
kot, svo einhver séu nefnd.
Sig. Jóns.
Fermingar-
börn styðja
jafnaldra á
Indlandi
VIÐ messu í Breiðholtskirkju
í Mjódd nk. sunnudag kl. 14
munu fulltrúar fermingar-
barna í Breiðholtsprestakalli
afhenda Jónasi Þórissyni,
framkvæmdastjóra Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, af-
rakstur söfnunar sem þau
hafa staðið fyrir í vetur til
styrktar jafnöldrum á Ind-
landi.
Tóku börnin að sér ásamt fleiri,
fermingarbörnum á Reykjavíkur-
svæðinu og í samvinnu við Hjálp-
arstofnun kirkjunnar að kosta
hluta framkvæmda við barnaheim-
ili það á Indlandi, sem Hjálpar-
stofnunin hefur stutt á undanföm-
um 4ram. Er hér um að ræða
byggingu mötuneytis og heima-
vistarálmu. Hafa fermingarbömin
að mestu sjálf skipulagt þessa
söfnun og hafa mörg þeirra m.a.
lagt hluta af vasapeningum sínum
í vetur til söfnunarinnar. Er hér
því í raun um að ræða fermingarg-
jöf þeirra til þurfandi barna á Ind-
landi.
Eftir að hafa veitt framlagi
fermingarbamanna viðtöku mun
Jónas Þórisson síðan flytja prédik-
um dagsins. Er þess vænst að sem
flestir sóknarbúa og velunnara
Breiðholtskirkju geti tekið þátt í
þessari athöfn ásamt fermingar-
börnunum og aðstandendum
þeirra. Að messu lokinni verður
kaffisala Kórs Breiðholtskirkju til
styrktar starfsemi kórsins.
- Sr. Gísli Jónasson.
I.O.O.F. 10 = 175538'/2 = Dn.
□ GIMLI 5993050319 I Lf.
I.O.O.F. 3 = 175538 = Fl.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma annað kvöld,
sunnudag, kl. 20.00.
Einkafundir
Miðillinn Christine Binns verður
með einkafundi naestu daga.
Túlkur á staðnum.
Dulheimar, sími 668570.
Flóamarkaður hjá
Hjálpræðishernum
þriðjudaginn 4. og miðvikudag-
inn 5. maí. Opið á milli kl. 10
og 18 í Herkastalanum í Kirkju-
stræti 2.
Félag austfirskra kvenna
Fundur mánudaginn 3. maí á
Hallveigarstöðum kl. 20.00.
Félagsvist.
Rætt um sumarferðalagið.
Kristniboðsfélag
kvenna
Kaffisala Kristniboðsfélags
kvenna er í dag, kl. 14-18, i
Kristniboðssalnum, Háaleitis-
braut 58,
3. hæð. Njótið góðra veitinga
og styðjið kristniboðið.
Nefndin.
Orð lífsins,
Grensásvegi 8
Samkoma á morgun, sunnudag
kl. 11.00. Sunnudagaskóli á
sama tíma. Bænaskóli kl." 18.00.
Allir hjartanlega velkomnir!
Sjónvarpsútsending á OMEGA
kl. 14.30.
Ungt fólk
með hlutverk
fríéSÍ YWAM - ísland
Samkoma í Breiðholtskirkju í
sunnudagskvöld kl. 20.30.
Breskur boðunarhópur sér um
samkomuna. Vitnisburðir,
drama og mikill söngur.
Allir velkomnir.
fbmhjoip
Á morgun sunnudaginn 2. maí
er almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42. Dorkaskonur
sjá um samkomuna með söng
og vitnisburðum. Stjórnandi
Ásta Jónsdóttir. Barnagæsla.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
, VEGURINN
/ Krístið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Laugardagskvöfd: Samkoma kl.
21.00 fyrir ungt fólk á öllum aldri.
Á morgun sunnudag: Fjölskyld-
usamvera kl. 11.00. Brauös-
brotning, barnakirkja o.fl.
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
„Drottin mun vernda þig fyrir
öllu illu, hann mun vernda sál
þína.“
§Hjáipræðis-
herinn
Hjálpræðisherinn
Sunnudag kl. 11 Helgunarsam-
koma. Kapteinarnir Elbjörg og
Thor Narve Kvist stjórna og tala.
Kl. 19.30 Bæn. Kl. 20 Hjálpræð-
issamkoma. Mæjorarnir Riedun
og Kore Morken og Liv Astrid
Krötö stjórna og tala.
Allir velkomnir.
KFUM/KFUK/SÍK,
Háaleitisbraut 58-60
Almenn samkoma á Háaleitis-
braut kl. 20.30 í kvöld. Þakkar-
og lofgjörðarstund í lok vetrar-
starfs barnadeildanna. Nokkur
orð um starfið: Ástríður Haralds-
dóttir. Sönghópur úr barnastarf-
inu. Ræðumaður: Sr. Gísli Jónas-
son.
Allir hjartanlega velkomnir.
Farfuglar
Vinnuferð í Þórsmörk
Eins dags vinnuferð verður farin
laugardaginn 8. maí í gróður-
verndarsvæði Farfugla í Slyppu-
gili, Þórsmörk. Farið verður frá
Farfuglaheimilinu, Sundlauga-
vegi 34, kl. 8.00.
Allir áhugasamir eru hvattir til
að mæta.
Skráning og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu félagsins.
Bandalag íslenskra farfugla,
Sundlaugavegi 34, sími 38110.
Laugardagur 1. maí 1993:
Aðalfundur Fíladelfíusafnaðar-
ins í Reykjavík íkvöld kl. 19.00.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur: Brauðsbrotning kl.
11.00. Ræðumaður Svanur
Magnússon.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Barnagæsla. Barnasamkoma á
sama tíma. Allir hjartanlega
velkomnir.
Þriðjudagur: Samvera eldri
safnaðarmeðlima kl. 15,00.
Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00.
Biblíulestur kl. 20.30.
Föstudagur: Unglingasamkoma
kl. 20.30.
Laugardagur: Almenn sam-
koma kl. 20.30. Ræðumaður Jón
Marten Överby.
Samkoma sunnudagskvöld í
Breiðholtskirkju kl. 20.30.
Erlendi boðunarhópurinn sér um
samkomuna. Predikun orðsins.
Mikil lofgjörð, dans og drama,
vitnisburðir og fyrirbænir.
Allir velkomnir
Auðbrekka 2. Kópavogur
Laugardagur: Unglingasam-
koma i kvöld kl. 20.30.
Sunnudagur: Almenn samkoma
kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson
prédikar.
Þriðjudagur: Biblíulestur kl.
20.30.
FERÐAFÉLAG
% ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533
Borgargangan 2. maí
Raðganga fyrir alla - holl
hreyfing - áhugaverðar
gönguleiðir
Kl. 13.00 - sunnudaginn 2. maí
- verður gengin 5. áfangi í þess-
ari raðgöngu og hefst gangan
við Hjallsenda (þar sem seinni
lauk siðast) og síðan liggur leið-
in um Búrfellsgjá - hrauntröð,
sem liggur frá Búrfelli (eldgígur)
- í henni er gömul fjárrétt, Gjá-
rétt, og forvitnilegt vatnsból.
Göngunni lýkur við Kaldársel og
tekur um 3 klst. Verð kr. 600.
Frítt fyrir börn! Það er sjálfsagt
að „hoppa" inn í raðgönguna
hvenær sem er þótt einhverjir
áfangar falli úr.
Komið með í skemmtilega
göngu - allir velkomnir - félag-
ar og aðrir!
Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin, og Mörkinni 6.
7,-9. maf - Tindfjöll - Tind-
fjallajökull.
14.-16. maí - Eyjafjallajökull.
Spennandi helgarferðir - upp-
lýsingar á skrifstofunni!
Ferðafélag íslands.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Dagsferð laugard. 1. maí
kl. 10.30: Selvogsgata
Ekið verður að Kaldárseli þar
sem gangan hefst og gengið
þaðan upp í Grindarskörö.
Reikna má með að gangan taki
um 5-6 klst.
Dagsferð sunnud. 2. maí
kl. 10.30:
Skálafell á Hellisheiði
Fyrsti áfangi nýrrar fjallasyrpu
þar sem gengið verður á 9 fjöll
annan hvern sunnudag í sumar.
Gangan á Skálafell er þægileg
og útsýni gott af fjallinu. Þátttak-
endur fá afhenta fjallabók, sem
í verður stimplað til staðfesting-
ar þátttöku.
Kl. 10.30: Skíðaganga
Farið verður um Heliisheiöina,
notum snjóinn meðan kostur er.
Brottför í ferðirnar er frá BSÍ
bensfnsölu, miðar við rútu. Verð
kr, 1.000/1.100. Frítt fyrir börn
f fylgd fuilorðinna.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
© ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Dagsferðir Ferðafélags-
ins 1. og 2. maí:
Laugardagur 1. maf kl. 10.30:
Skíöagönguferð í Innstadal.
Verð kr. 1.000.
Kl. 13.00 á laugardaginn verður
hellaskoðunarferð f Arnarker.
Æskilegt er að hafa með vasa-
Ijós og húfu. Verð kr. 1.100.
Borgargangan 5. áfangi - verið
með í skemmtilegri göngu á
sunnudaginn.
Sunnudaginn 2. maf - kl. 13.00
- verður genginn 5. áfangi
Borgargöngunnar - frá Hjalla-
enda um Búrfellsgjá að Kald-
árseli. Þessi ganga tekur um
272 til 3 klst. Gönguleiðin um
Búrfellsgjá og áfram að Kaldár-
seli er um sléttlendi og því afar
þægileg fyrir alla aldurshópa.
Verð kr. 600.
Börn fá frítt í ferðirnar í fylgd
fullorðinna.
Brottför i ferðirnar er frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmegin
og Mörkinni 6.
Ath.: Miðvikudaginn 5. maí
verður myndakvöld f Sóknar-
salnum, Skipholti 50a, - Hjör-
leifur Guttormsson, höf. Árbók-
ar '93, kynnir hana í máli og
myndum.
Ferðafélag íslands.
Innheimtuþjónusta
Ertu orðinn þreytt/ur á að skrifa
reikninga og halda utan um inn-
heimtuna? Illa skipulögð inn-
heimta getur kostað þig ótrúlega
mikið. Við hjá HV ráðgjöf sér-
hæfum okkur í að halda utan um
innheimtu fyrirtækja og einyrkja.
HV ráðgjöf, sími 628440.
Símatími milli kl. 15 og 17 alla
virka daga.