Morgunblaðið - 04.05.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.05.1993, Qupperneq 1
64 SIÐUR B 98.tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bill Clinton Bandaríkjaforseti knýr á Bosníu-Serba um að samþykkja friðaráætlun SÞ Engholm hættir for- mennsku Bonn. Reuter. BJÖRN Engholm sagði í gær af sér sem formaður Sósíal- demókrata (SPD) í Þýskalandi og forsætisráðherra Slésvík- ur-Holtsetalands. Engholm sagði að trú- verðugleiki hans sem stjómmáia- manns hefði beðið hnekki vegna ásakana um að hann hefði logið að opinberri nefnd sem var að rannsaka hneykslismál sem kom upp i kosningum árið 1987. Þáverandi forsætisráð- herra Siésvíkur-Holtsetalands, Uwe Barschel, hafði þá staðið fyrir leynilegri ófrægingarher- ferð gegn Engholm þar sem hann var sakaður um samkynhneigð og skattsvik. Barschel bar sigur úr býtum í kosningunum en fannst látinn í hótelherbergi í Genf þegar hneykslismálið komst í hámæli og talið er að hann hafí framið sjálfsmorð. Engholm naut mikillar samúðar vegna þessa máls í fyrstu og fór með sigur af hólmi þegar kosningarn- ar voru endurteknar. Hann baðst í gær afsökunar á því að hafa logið því að hann hefði ekki vitað af herferðinni fyrr en eftir kosn- ingamar, en komið hefur í ljós að honum var kunnugt um hana viku fyrir kosningarnar. Vill sendaher- menn til friðar- gæslu í Bosníu Viss um eigið sakleysi í yfirlýsingu, sem Andreotti lét frá sér fara í gær, segist hann ekki vilja, að mál sitt verði til að auka á erfiðleikana í ítölskum stjórnmálum enda sé hann viss um sitt eigið sakleysi. Því hafi hann ekkert á móti því, að þinghelgi verði létt af sér. Kemur það til kasta öldungadeildarinnar síðar í mánuðinum. Sjá „ítölsku ...“ á bls. 27. Fyrsta verkfallið ÍA-Þýska- landi í 60 ár FYRSTA löglega verkfallið í austurhluta Þýskalands í 60 ár hófst í gær þegar starfs- menn í stál- og vélaiðnaði lögðu niður vinnu til að mót- mæla ákvörðun fyrirtækjanna um að efna ekki loforð um launahækkanir. Alls tóku um 16.000 manns þátt í verkfall- inu í Brandenburg-ríki og Saxlandi. Talsmenn stéttarfé- laganna vöruðu við því að verkfallið gæti staðið í a.m.k. viku. Myndin var tekin á mótmælafundi verkfalis- manna við inngang eins af stálfyrirtækjunum í Branden- burg. yrði þess að þeir verði teknir trú- anlegir. Hann sendi Warren Christopher utanríkisráðherra til Evrópu og tókst honum að fá stuðning Breta við þá afstöðu. Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ætla að halda áfram að knýja á leiðtoga Bosníu-Serba um að sam- þykkja friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna og kvaðst reiðubúinn að láta bandaríska hermenn taka þátt í friðargæslu í Bosníu ef samkomulag næðist um frið. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, samþykkti friðar- áætlunina í Aþenu á sunnudag en óvíst er hvort fulltrúasamkunda þeirra staðfesti hana á fundi sem ráðgerður er á morgun, miðviku- dag. Karadzic sagði í gær að erfítt yrði að fá samkunduna til að stað- festa friðaráætlunina og hótanir Clintons um hemaðaríhlutun gerðu það enn erfiðara. „Þetta verður mjög langur og erfiður fundur en ég vona að meirihluti verði fyrir friðaráætluninni. Ef til vill setja þeir einhver skilyrði þótt þeir samþykki hana,“ sagði Karadzic. Forseti Bosníu, músliminn Alija Isetbegovic, virtist bjartsýnni en áður að loknum fundinum í Aþenu. „Þetta var mikill pólitískur sigur fyrir Bosníu-Herzegóvínu ... en það er ekki hægt að meta hve mikið er hægt að byggja á undir- ritun Serba nema komið verði á tafarlausu vopnahléi." Bosníu- Króatar sögðust einnig vongóðir um að alvara væri að baki sinna- skiptum Karadzic. Hemaðaraðgerðir verði undirbúnar Ráðamenn í Bandaríkjunum voru varkárir í ummælum sínum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að Serbar yrðu að láta at- hafnir fylgja orðum, ella væri sam- komulagið gagnslaust. Clinton vill að haldið verði áfram að undirbúa hernaðaraðgerðir þar til ljóst verð- ur hvort Serbar standa við loforð sín, vopnahlé hljóti að vera skil- Giulio Andreotti vill að þinghelgi sinni verði aflétt Sáttasemjarar á öndverðum meiði Sáttasemjarar Evrópubanda- lagsins og SÞ, þeir David Owen lávarður og Cyrus Vance, virtust hafna skoðunum Clintons. „Nú er kominn tími til að ræða um frið en ekki stríð“, sagði Owen. Hann fagnaði því sem hann kallaði hug- rekki Karadzic er snerist á sveif með sáttasemjurunum eftir öflug- an þrýsting frá Slobodan Milosevic Serbíuforseta. Sjá „Serbar óttast efnahags- hrun ...“ á bls. 26. Reuter Ekkert lát á stríðshörmungunum UNG bosnísk kona grætur yfir gröf eiginmanns ar héldu áfram stórskotaárásum á borgina þótt síns, sem varð fyrir skoti serbneskrar leyniskyttu leiðtogi þeirra, Radovan Karadzic, hefði sam- í Sarajevo, höfuðborg Bosníu. Fimm menn biðu þykkt friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna á sunnu- bana og tugir manna særðust í gær þegar Serb- dag. Fyrstu spillingar- réttarhöldin hafin Róm, Mílanó. Reuter. RUMLEGA 30 kaupsýslumenn og sljórnmálamenn voru leiddir fyrir rétt í Mílanó á Ítalíu í gær fyrir ýmiss konar spillingu. Er um að ræða fyrstu eiginlegu réttarhöldin í þessum málum. Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sakaður hefur verið um náin tengsl við mafíuna, kveðst nú vilja, að þinghelgi sinni verði aflétt. Að sögn aðalsaksóknarans í Mílanó, Francescos Borrellis, er verið að rannsaka mál 5-600 manna, þar af 35 þingmanna, þar í borg aðeins en eftir að ítalska þingið neitaði að svipta Bettino Craxi, fyrrverandi formann Sósíal- istaflokksins, þinghelgi hefur stuðningsyfirlýsingum frá al- menningi rignt yfir skrifstofur saksóknaraembættisins. Meðal kunnra manna, sem áttu að koma fyrir rétt í gær, var byggingaverk- takinn Paolo Berlusconi, bróðir fjölmiðlakóngsins Silvios Berlusc- onis og stjórnárformanns knatt- spyrnuliðsins AC Milan. Er Berl- usconi sakaður um að hafa borið mútur á stjórnmálamenn í kristi- lega demókrataflokknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.