Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT EFNI Varahlutir á leið- inni frá Israel Skurðtæki hefur ver- ið bilað í 4-5 vikur SKU^ÐTÆKI á krabbameins- deild kvennadeildar Landspítal- ans, sem aðallega er notað við svokallaða keiluskurði vegna frumubreytinga í leghálsi, hefur verið bilað í fjórar 'vikur og reiknað er með að viðgerð Ijúki innan tveggja vikna. Krislján Sigurðsson, yfirlæknir, segir að ekki hafi orðið vandræði vegna þessa, en þessi óvenju langa bilun sé bagaleg fyrir konur, sem kvíði aðgerðinni og vilji Ijúka henni af sem fyrst. Umrætt skurðtæki, sem er tveggja ára, er ísraelskt og hefur tekið tíma að fá varahluti þaðan. Tækið er aðallega notað við keilu- skurði, þegar skorinn er burt neðsti hluti leghálsins, vegna frumubreyt- inga. Um 80-90% allra krabba- meina í leghálsi byija á þessu svæði og eru keiluskurðir algengar að- gerðir. „Við getum gert þessar að- gerðir án þess að styðjast við tækið og höfum gert það undanfamar vikur,“ sagði Kristján. „Hins vegar er betra að nota tækið, því skurður- inri grær betur, sérstaklega hjá ungum konum." ----» ♦ ♦ Sléttanesið á heimleið Þingeyri. UMFANGSMIKLUM breytingum á togaranum Sléttanesi ÍS frá Þingeyri yfír í frystiskip er nú lokið. Skipið lagði af stað frá Gydina í Póllandi í nótt og er væntanlegt til landsins í kringum 13. maí. Togarinn var m.a. lengdur um 10,5 metra í Póllandi og hann reyndist vel í reynslusiglingu á þriðjudag. Að sögn eigenda Slétta- nessins verður heildarkostnaður nærri áætlun að teknu tilliti til gengisbreytinga. Helga. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar á Ingólfstorgi en þeim verður skipt niður á tvö ár til að raska sem minnst umferð um svæðið. A Ingólfstorgi og Steindórsplani á að rísa samfellt útivistarsvæði með tijá- gróðrí, hlöðnum veggjum og upphituðum bekkjum. Húsnæðisstofnun semur til næstu þriggja ára Samið við Landsbréf um umsýslu með húsbréfum Annað tilboð frá Kaupþingi barst í verkefnið GENGIÐ var frá samningum í gær milli Húsnæðisstofnunar og Landsbréfa um að fyrirtækið taki að sér umsýslu með húsbréf næstu þrjú ár, þ.e. til maíloka áríð 1996. Verði samningnum ekki sagt upp af öðrum hvorum aðilanum með sex mánaða uppsagnar- fresti áður en sá tími er liðinn framlengist hann um tvö ár eða til loka maímánaðar árið 1998. Landsbréf hafa sem kunnugt er haft með höndum umsýslu með húsbréfum fyrir Húsnæðisstofnun frá því útgáfa bréfanna hófst. Eitt annað tilboð barst frá Kaup- þingi í þetta verkefni. í samningnum er kveðið á um að Landsbréf taki að sér hlutverk svonefnds viðskiptavaka með hús- bréfm. Það felur í sér að fyrirtæk- ið lýsir sig reiðubúið til að kaupa húsbréf fyrir a.m.k. 500 milljónir króna á mánuði enda sé boðið til sölu svo mikið af bréfum á verði sem það sættir sig við. Þá skuld- binda Landsbréf sig til að taka fullt tillit til markaðsaðstæðna á hverjum tíma í tilboðum sínum sem viðskiptavaki en mun þó kappkosta í samráði við Húsnæðis- stofnun að draga úr miklum og snöggum breytingum á ávöxtun- arkröfu húsbréfa vegna skamm- tímabreytinga í eftirspum og framboði sé þess nokkur kostur. Landsbréf taka ekki þóknun frá Húsnæðisstofnun vegna viðskipta- vakahlutverksins en mun hins veg- ar taka þátt í útlögðum kostnaði m.a. með því að veita upplýsingar. Húsnæðisstofnun hefur einnig gengið frá samningi við verðbréfa- fyrirtækið Handsal um að annast umsýslu nokkurra þátta í útboðum húsnæðisbréfa. Stofnunin fékk til- boð frá þremur verðbréfafyrirtækj- um í þetta verkefni, þ.e. Handsali, Fjárfestingarfélaginu Skandia og Verðbréfamarkaði íslandsbanka. Páll Magnússon útvarpsstjóri um gjaldtöku vegna endurvarps gervihnattaútsendinga Eðlilegt að greiða fyrir vinnu sem lögð er fram Yfirverkfræðingur Pósts og síma segir 25-28 rásir á lágtíðnibandi sem hér er í notkun PALL Magnússon útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins hf. segist aldrei hafa heyrt talað um leigu eða sölu á sjónvarpsrásum fyrir endurvarp á örbylgjuútsendingum um gervihnött en félagið hefur sótt um leyfi fyrir allt að ellefu rásum. Auglýsingar eru á erlendu rásunum og sagði Páll að reynt yrði að aðlaga útsendingar þeirra íslensk- um lögum þrátt fyrir að einungis sé gert ráð fyrir beinu endurvarpi samkvæmt nýju útvarpslögunum. Gustav Arnar, yfirverk- fræðingur Pósts- og síma, segir að nánast engin ákveðin tala sé á mögulegum rásum en að jafnaði sé talað um 25 til 28 rásir á því lágtíðnibandl sem hér er í notkun. Síð- an er til annað band með hærri tíðni. Eðlilegt að greiða fyrir þjónustu Páll sagðist ekki vita til þess að lagaheimild væri fyrir gjaldtöku á rásum til útsendinga. Hann hefði aldrei heyrt talað um það. I sjálfu sér væri eðlilegt að greiða fyrir vinnu og þjón- ustu sem lögð yrði fram meðal annars frá Pósti og síma eða fjarskiptaeftirlitinu. Erlendar auglysingar Hann sagði að þær gervihnatfastöðvar sem samið hafi verið við, sendu út auglýsingar. í nýju útvarpslögunum væri verið að samræma reglur um sjónvarpsefni sem gilda í Evrópu. „Þar eru reglur sem banna tóbaksauglýsingar en síðan geta verið mismunandi reglur eftir einstökum löndum," sagði Páll. „Ef það eru auglýsingar á þessum rásum, sem við verðum með, sem eru bannaðar hér þá verðum við ein- faldlega að taka þær út. Það getum við en það yrði þversagnakennt gagnvart lögunum. Þar segir að útsendingamar megi einungis vera á óstyttu og óbreyttu efni eða beinar útsending-- ar en það verður að finna leiðir til þess. Eg held að þær rásir sem við erum með leyfi ekki áfengisauglýsingar." 25 til 28 rásir Að sögn Gustavs Arnar yfirverkfræðings, er nánast engin ákveðin tala á rásum. Erlend- is hefðu menn tekið frá ákveðinn hluta af tíðni- bandi, sem ætlað er fyrir íjarskipti til sjón- varpssendinga. „Það hefur verið talað um að hægt sé að koma fyrir að jafnaði 25 til 28 rásum,“ sagði hann. „Við erum þegar með hluta af þessu bandi í notkun fyrir símasam- bönd milli staða og til dæmis er Stöð 2 með tíðni þar fyrir beinar útsendingar utan við stúdíó." Ekki óþijótandi auðlind Gustav sagði að fjöldi rásanna réðist af því hversu mikinn hluta af bandinu menn vildu taka. Erlendis væri verið að tala um að taka upp önnur bönd með hærra tíðnisviði. A þeim er einnig ákveðinn fjöldi rása og búnaðurinn er dýr. „Það er erfítt fyrir stjórnvöld þegar sótt er um margar rásir en spumingin er sú hvort almenningur vill kaupa efnið sem sent er um rásirnar," sagði hann. „Ef ekki, verða þetta rásir sem haldið er í notkun án þess að nokkur taki á móti. Þar með em aðrir útilokað- ir frá að komast að. Þetta er ekki óþijótandi auðlind frekar en aðrar og gjaldtaka kannski eðlileg, því ef menn fá ekkert inn fyrir rásina þá stendur hún ekki undir sér.“ A ► l-48 Er hlýrra hinum meg- in? ►Frásögn ungra manna sem björ- guðust við Geldingames og um- fjöllun um ofkælingu og öryggis- mál á sjó./lO Varnarsamningurinn styrkir samnings- stöðu ísiendinga ►Rætt við Michael Corgan, bandarískur sérfræðing um ísland ogvamarmál./12 Á jaf nréttisgrundveili ►Kristín Bjömsdóttir er fyrsti doktorinn í hjúkrunarfræðum. Hún hefur rannsakað stöðu hjúkmnar- fólks í sögulegu ljósi./14 Fæðingarsprengja í kreppunni ►Yfírleitt fækkar fæðingum á krepputímum en nú hefur hið gagnstæða gerst og um 300 böm munu fæðast í þessum mánuði./18 Lífsgleði í skugga grimmra örlaga ►Heimsókn til fjöiskyldu á Sel- tjarnamesi en synimir tveir em báðir haldnir ólæknandi vöðvar- ýrnunarsjúkdómi./22 Gróðurmynd af íslandi ►Landmælingar íslands eru að gefa út gróðurkort af öllu íslandi, unnin eftir gervitunglamynd- um./26 Q tuZ22*tm I ► 1-32 Gaman að stjórna ►Guðríður Sigurðardóttir, ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu hefur þrætt slóðina frá sóleyjabreiðunni í Hafnarfírði upp í efstu hlíðar menntakerfísins./l Fyrsta nútímastyrjöld- fn ► Af Borgarastyijöldinni í Banda- ríkjunum 1861 ti! 1865 ogþeirri umfjöllun sem stríðið hlaut í Þjóð- ólfí./4 Upp á svið með þig Svend ►Danski fíðlarinn Svend As- munssen er einn frægasti djass- leikari Norðurlanda. Hann leikur á RúRek djasshátíðinni síðar í mánuðinum./6 í víst um víða veröld ►Au pair-starfíð gefur ungu fólki tækifæri til þess að dvelja um lengri eða skemmri tíma hjá fjöl- skyldu í öðm landi, kynnast siðum þess, menningu og læra tungumál- ið./lO Takmarkið er ný Heimskringluútgáfa um aldamót ►Við Háskólann í Osló er unnið að endurútgáfu Heimskringu Snorra Sturlusonar./12 Risaeðlur Spielbergs ►Allt er risavaxið sem tengist nýjustu ævintýramynd Stevens Spielbergs en hún gæti reynst honum sú tímamótamynd sem hann þarfnast./14 Leiðari Helgispjall Reykjavikurb Minningar fþróttir Útvarp/sjónv Gárur Mannlifsstr. fdag Kvikmyndir riR ÞÆTTIR 24 Dægurtónlist 19b 24 Fólk i fréttum 22b 24 Myndasögur 24b 30 Brids 24b 42 Stjömuspá 24b 44 Skák 24b 47 Bíó/dans 25b 8b Bréf til blaðsins 28b 20b Velvakandi 28b 18b Samsafnið 30b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.