Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 24
24 ~MÖKGUNKEED1S~ FONNm/ÁGIíO/ M AI~ 199'3~ Útgefandi UtMflfrffr Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Gervihnattasjón- varp Alþingi hefur samþykkt breytingar á útvarpslög- um, sem heimila endurvarp frá erlendum gervihnattasjónvarps- stöðvum án þýðingarskyldu, ef um er að ræða beint, óstytt og óbreytt endurvarp. í framhaldi af þessari lagabreytingu hefur íslenzka útvarpsfélagið hf., sem rekur Stöð 2, sótt um leyfi til útvarpsréttarnefndar til þess að endurvarpa útsendingum allt að ellefu erlendra gervihnatta- stöðva. Þegar Persaflóastríðið skall á, hófu Stöð 2 og Ríkissjónvarp- ið útsendingar á fréttum gervi- hnattastöðva, sem stóðu um skeið og voru augljóst brot á þeim lögum og reglum, sem giltu á þeim tíma. I umræðum um þær sjónvarpssendingar lýsti Morgunblaðið eftirfarandi skoð- unum: Erlent gervihnattasjón- varp hefur í för með sér hol- skeflu erlendra (ó)menningar- áhrifa, sem geta orðið tungu okkar og menningu hættuleg, ef ekki er rétt á haldið. Gervi- hnattasjónvarp, sem kemur ein- göngu frá hinum engilsaxneska heimi, hefur í för með sér yfir- þyrmandi menningaráhrif úr einni átt, sem er varasamt. Hins vegar er tæknilega ómögulegt að veijast slíkum áhrifum og þess vegna skiptir máli, að þau verði sem fjölbreyttust. Þess vegna fer bezt á því, að þetta gervihnattasjónvarp komi ekki eingöngu frá Bretlandi og Bandaríkjunum heldur verði lögð áherzla á, að íslendingar geti náð slikum sjónvarpssend- ingum frá öðrum málsvæðum, svo sem frá þýzkumælandi lönd- um, Frakklandi, Ítalíu og Spáni, svo að dæmi séu nefnd. Jafnframt lýsti Morgunblaðið þeirri skoðun, að líta bæri á sjón- varpsrásir sem auðlind, sem eðli- legt væri að taka gjald fyrir og t.d. kæmi til greina að bjóða út til hæstbjóðanda en slíkt útboð tíðkast með sérstökum hætti í Bretlandi og var tekið upp í tíð ríkisstjórnar Margrétar Thatch- er. Nú er bersýnilega komið að því, að slíkar sendingar verði teknar upp með skipulegum hætti í samræmi við íslenzk lög. Þá skiptir að mati Morgunblaðs- ins máli, að fjölbreytni í þeim gervihnattasendingum, sem völ er á, verði slík, að almenningur eigi a.m.k. kost á því að fylgjast með sjónvarpsefni frá öðrum löndum en Bretlandi og Banda- ríkjunum, þótt ekki fari á milli mála, að sjónvarpsefni frá þess- um löndum er vinsælast og enskukunnátta almennust. Að þessu þarf útvarpsréttarnefnd að huga sérstaklega, þegar kemur að leyfisveitingum á borð við þær, sem umsóknir liggja nú fyrir um. Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, hefur lýst stuðningi við hugmyndir um gjaldtöku vegna útsendinga og segir, að þær séu nú til skoðunar. Jafn- framt sagði ráðherrann í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Við teljum rétt, að menn geti sótt um með góðum fyrirvara, þannig að þeir geti þá gengið að því að geta byijað innan ákveðins tíma. Framkvæmdin sé þannig eðlileg og ekki sé verið að níðast á viðskiptavinum en þeir geti heldur ekki haldið rásum með óeðlilegum hætti. Hins vegar verður að fara að með gát, ef fjöldi rása er mjög takmarkaður, þannig að ekki komi upp sú staða, að einhveijir sitji yfir óeðlilega miklu.“ Þetta eru skynsamleg sjón- armið hjá ráðherranum og ástæða til að fagna því, að hann telur eðlilegt að standa að þess- um málum með þeim hætti ann- ars vegar að greitt sé gjald fyr- ir afnot af rásum og hins vegar að komið verði í veg fyrir að einhvers konar einokun skapist á sjónvarpssendingum sem þess- um. í heimi sjónvarpsins er ekki allt sem sýnist og ekki víst, að eftir eins miklu sé að slægjast og menn halda. Sannleikurinn er sá, að mikið af því gervi- hnattasjónvarpsefni sem í boði er, verður að teljast svo ómerki- legt, að ólíklegt er, að íslending- ar hafi mikinn áhuga á því til lengdar. Þeir, sem fylgzt hafa með slíkum sjónvarpssendingum í öðrum löndum og skipt á milli rása, fram og til baka, vegna þess, að hvergi hefur verið að finna áhugavert efni, hafa margir komizt að þeirri niður- stöðu, að þrátt fyrir allt sé það val, sem íslenzku sjónvarps- stöðvarnar bjóða upp á, skárra en margt annað. En nýjunga- gimi íslendinga er slík, að vel má vera, að áhuginn á þessum sendingum verði gífurlegur í upphafi og þá getur verið álita- mál, hvaða áhrif það hefur á sjónvarpsstöðvarnar tvær, og þá ekki sízt á Stöð 2, sem byggir á áskriftum en ekki skyldu- greiðslum eins og Ríkisútvarpið. Þetta á eftir að koma í ljós en aðalatriði málsins er að fjöl- breytni í framboði verði tryggð, að gjald sé greitt fyrir afnot af rásum og að ekki skapist einok- un á þessu sviði. 6EITT MESTA • ævintýri bemsku minnar gerðist í Iðnó þegar ég sá Hlyn kóngsson og mér er til efs að nokkur maður hafi nokkurn tíma upplifað reynslu sína af jafnmikilli innlifun og þegar ég horfði á skessurnar kasta fjöregg- inu á milli sín í Iðnó. Síðan hef ég alltaf haft áhyggjur af fjöregg- inu. Við getum upplifað það á svið- inu einsog hvaðeina í veruleikan- um, þess vegna getur leikhús ver- ið jafnmikilvæg reynsla og hvert annað atvik í lífínu. Og nú þegar talað er um fram- tíð þjóðarinnar, fullveldi og efna- hagslegt sjálfstæði ættum við að hugsa til Hlyns og skessanna. Og fjöreggsins. ERINDI LEIKSÝNINGAR •er í senn að skemmta áhorf- andanum og veita honum fróðlega kvöldstund. Góð list er í senn skemmtun og menntun. Góðar bókmenntir eru ekkert minni af- þreying en skáldskaparlaust skvaldur. Það vili oft gleymast nú um stundir. En leikhúsin leita, finnst mér, fremur til tæknimeist- ara og sjónhverfínga.nanna en skálda. Þau halda að sér höndum. En leikhúsið má aldr- ei verða vettvangur prédikara einvörð- ungu og trúboða með andlegan sótthita. Það á að vera vett- vangur skáldskapar. Bretar hafa gert sér betur grein fyrir því en flestar þjóðir aðrar enda eiga þeir vel skóluð skáld sem alin eru upp í andrúmi leikhús- anna. Okkur skortir slíka uppörv- un enda eigum við ekki þá leik- menningarhefð sem á rætur í verk- um Shakespeares. Úr slíkri hefð spretta verk einsog Áður fyrr eða Early days eftir David Malcolm Storey, ógleymanlegur ljóðrænn skáldskapur og mikilvæg leiklist í sjónvarpsgerðinni sem hér var sýnd fyrir alllöngu. Eða snilldar- verk Alans Bennetts, t.am. A Woman of no Importance og myndin um Anthony Blunt. Slík verk eru meira en sjónleikur. Hversdagslegasta efni getur þann- ig ilmað af skáldskap. En það er sjaldgæft í íslenzkri leikritun. Meðalhófið er vandritað í sam- tölum; bilið milli Njálu og talmáls erfíður hjalli. 8EN VIÐ MEGUM VÍST EKKI •gleyma því á hvaða tíma við lifum. Við lifum ekki endilega á tímum textans og bókmenntanna, heldur tækninnar og fjölmiðlanna. Sjónvarpið er gengið í garð. Við verðum að horfast í augu við það. Og textahöfundar einsog Susan Harris njóta sín vel við þær að- stæður; sbr. Löður. Það sem skort- ir á skáldskapinn í verkum slíkra höfunda vinnst með sniðugum sjónvarpstexta og tæknibrellum. Og við megum ekki hunza það sem sú gamla Selma segir í Night Court, þegar karlinn býður henni félagsskap: Nei, takk! Við þurfum engan félagsskap. Guð hefur gefið okkur sjónvarpið!! Þar með er sá vandi úr sögunni. Og allt fellur „í ljúfa löður!“ 9VERK STRINDBERGS OG • Ibsens breytast ekki. En við breytumst. Engin kynslóð upplifír mikilvæg leikhúsverk með sama hætti og önnur. Það er ævintýrið í verkum mikilla skálda sem lifír af. Þess vegna endist Shakespeare öðrum betur. Hversdagslegustu hlutum er lyft yfír tíma og rúm. Slíkt gerist einungis í góðum skáldskap - og þá einkum ljóðræð- um texta sem býr yfír sömu töfrum og ævintýri sígldrar tónlistar. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall VIÐ ÍSLENDINGAR höfum lifað vemduðu lífí í skjóli annarra sl. hálfa öld að því er ör- yggi okkar sem sjálf- stæðrar þjóðar varðar. í þeim efnum höfum við notið legu landsins. Hemaðarleg þýðing íslands hefur verið svo mikil, að aðrar þjóðir hafa verið reiðubún- ar til þess að leggja töluvert af mörkum til að tryggja öryggi okkar en um leið hagsmuni sína. Til viðbótar kemur, að við höfum haft verulegar tekjur af þessari öryggisgæzlu annarra fyrir okkar hönd á sama tíma og allar aðrar þjóðir a.m.k. í okkar heimshluta hafa borið gífurlegan kostnað af eigin vömum og að sumu leyti okkar. Jafnframt hafa þessar aðstæður tryggt þessari smáþjóð pólitíska vígstöðu í samfélagi vestrænna þjóða, sem hefur verið langt umfram það, sem ella hefði orðið. Þetta vemdaða umhverfí hefur nýtzt okkur með margvíslegum hætti í uppbygg- ingu lýðveldisins. Viðurkenning Bandaríkj- anna á sjálfstæði okkar gerði þjóðinni kleift að stofna lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944. Sú viðurkenning leiddi til þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Hatrömm barátta fyrir yfírráðum yfír helztu auðlind okkar, fískimiðunum, varð auðveldari vegna þess, að það var öðrum vestrænum þjóðum kappsmál og hagsmunamál að stuðla að friði á milli okkar og þeirra, sem við áttum í mestum deilum við. Uppbygging á samgöngum við útlönd, sem okkar eigin saga sýnir, að er grund- vallaratriði í sjálfstæðisbaráttu okkar, varð auðveldari vegna þeirrar sérstöku aðstöðu, sem lega landsins og hernaðarleg þýðing skapaði á árum kalda stríðsins. Hin miklu umsvif Loftleiða í flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna, sem enn er lykilþáttur í flugsamgöngum okkar, voru framkvæm- anleg vegna þess sérstaka velvilja, sem við nutum í Washington af framangreind- um ástæðum. Lok kalda stríðsins hafa leitt til þátta- skila í mörgum öðrum löndum en fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og fyrrum lepp- ríkja þeirra í Austur-Evrópu. Margir rekja þá byltingu, sem er að verða í stjórnmálum Italíu til loka kalda stríðsins. Þegar sam- staða lýðræðisflokkanna gegn áhrifum kommúnista var ekki jafn nauðsynleg og áður hófst uppgjör í ítölsku samfélagi. I Bandaríkjunum halda sumir fræðimenn því fram, að vestan hafs hafí menn lokað augunum fyrir því, hvílíkum búsifjum kalda stríðið hafí valdið í efnahagslífi Bandaríkjanna þar til nú að því er lokið. Þá hefst mikið endurmat, sem m.a. miðar að því að draga stórlega úr þeim kostn- aði, sem Bandaríkjamenn hafa haft af sameiginlegum vörnum hins vestræna heims. Nú stöndum við íslendingar á okkar eigin tímamótum. Margt bendir til þess, að tímabili hins vemdaða lífs sé lokið. Að við verðum nú að standa á eigin fótum í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Kannski endurspeglast þessi breyttu viðhorf einna skýrast í hvalamálinu svonefnda. Fyrir nokkru barst íslenzkum stjórnvöldum orð- sending frá bandarískum stjómvöldum, þar sem beinlínis er haft í hótunum um, að við verðum beittir viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, ef við hefjum hvalveið- ar. Þegar kalda stríðið stóð sem hæst hefði slíkt bréf ekki verið sent frá Washington. Þá hefðu utanríkisráðuneyti og varnar- málaráðuneyti komið í veg fyrir, að það yrði sent. Nú yppta þessi ráðuneyti öxlum. I Washington hafa menn ekki lengur áhyggjur af atvinnuástandi á Suðumesj- um. Þeir hafa áhyggjur af atvinnuleysi, sem skapast þegar þeir loka herstöðvum í eigin landi. Bandaríkjaforseti mundi ekki í dag spyija, hvort Bandaríkjamenn geti keypt allan ársafla íslendinga eins og Eis- enhower spurði um á fundi í þjóðaröryggis- ráði Bandaríkjanna á árinu 1954. Banda- ríkjamenn mundu ekki nú ljá máls á því að kaupa af íslendingum óseljanlega skreið + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 25 til þess að gefa öðrum þjóðum, eins og þeir gerðu fyrir aldarfjórðungi. Hama- gangurinn sem varð á síðasta áratug, þeg- ar bandarískt skipafélag hóf siglingar á milli íslands og Bandaríkjanna til þess að flytja vaming fyrir vamarliðið mundi ekki valda sama uppnámi í Washington nú og það gerði þá. Fulltrúar íslands á erlendum vettvangi svo sem hjá Atlantshafsbandalaginu og annars staðar munu áreiðanlega verða þess varir á næstu misserum, að pólitísk áhrif okkar, sem voru langt umfram það, sem stærð þjóðarinnar og efnahagslegt bolmagn gaf tilefni til, minnka. Það verður litið til okkar, sem þeirrar smáþjóðar sem við erum, en ekki eins og Kissinger lýsir í bók sinni, þ.e. ógnarvald smáþjóðar í ljósi aðstæðna. Kostnaður en ekki tekj- ur SÉRHVER SJÁLF- stæð þjóð verður að tryggja öryggi sitt með einhveijum hætti. Öryggi okk- ar hefur verið tryggt nánast frá lýðveldisstofnun vegna samstarfs okkar við Bandaríkin og með varnarsamningnum frá 1951. En samhliða því, að vamarsamningurinn hefur tryggt öryggi okkar hefur hann skapað þjóðinni umtalsverðar tekjur. Og það er mál út af fyrir sig, sem ekki verður rætt hér að þessu sinni, að fámennur hópur manna hafí rakað saman milljörðum króna í skjóli þessa samnings. Nú er ekki aðeins komið að því, að þess- ar tekjur minnki stórlega heldur getum við búizt við því, að í stað tekna munum við hafa verulegan kostnað í framtíðinni af því að tryggja eigið öryggi. Sá kostnað- ur er eðlilegur þáttur í lífí sjálfstæðrar þjóðar. En hann hefur ekki verið þáttur í lífí okkar í hálfa öld, heldur þvert á móti. Er íslenzka þjóðin tilbúin til að axla þær byrðar, sem leiða af því að tryggja eigið öryggi? Það á eftir að koma í ljós, en auð- vitað er ekki annarra kosta völ. Þennan þátt málsins sjáum við í hnot- skum í rekstri Keflavíkurflugvallar, sem hefur grandvallarþýðingu fyrir millilanda- flug okkar. Bandaríkjamenn hafa greitt allan rekstrarkostnað flugvallarins alveg eins og þeir greiddu veralegan hluta af kostnaði við byggingu flugstöðvarinnar, sem Carter Bandaríkjaforseti átti erfitt með að skilja á sínum tíma, að væri nauð- synlegt. Talið er að þessi kostnaður nemi um einum milljarði króna. Eftir að kalda stríðinu lauk er talið, að um 40% af allri umferð um Keflavíkurflugvöll sé borgara- legt flug. Bandaríkjamenn hafa um skeið haft uppi stífar kröfur um, að við tökum þátt í kostnaði við rekstur flugvallarins. Þeim kröfum hefur hingað til verið hafnað. Ef við. horfumst í augu við sjálf okkur verðum við auðvitað að viðurkenna, að það er tími til kominn, að við högnumst ekki á vamarviðbúnaði á íslandi heldur stönd- um undir honum sjálfír að veralegu leyti. Og auðvitað hlýtur sjálfstæð þjóð að borga kostnað af rekstri flugvalla sinna. í ijárhagslegum efnum verður þetta sársaukafull breyting, sem kemur á versta tíma vegna þess kreppuástands, sem ríkir í atvinnulífí okkar. En ef við horfum á þessa breyttu stöðu í víðara samhengi hlýt- ur það að vera þjóðinni fagnaðarefni að fá tækifæri til að halda fullri reisn í sam- skiptum við aðrar þjóðir, þótt það kosti okkur/eitthvað; Þe(ta heitir á mæltu máli að standa á pigin fótum, sem óneitanlega er tímabært að íslénzka þjóðin geri á hálfr- ar aldar afníæli lýðveldisins. ' ' ■ ii þótt ekki liggi Nv viðhorf í fyrir nein endanle? Lvy Vionori 1 niðurstaða um öuygg'ismál- áform Bandaríkja- ii in manna varðandi niðurskurð á Kefla- víkurflugvelli er alveg ljóst af þeim umræð- um, sem nú fara fram í stjómkerfínu í Washington, að við getum búizt við, að hann verði veralegur á næstu misserum. Eins og Morgunblaðið vék að í forystu- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. maí grein sí. föstudag er það í sjálfu sér fagn- aðarefni, ef aðstæður í heimsmálum era metnar þannig, að tímabært sé að fækka verulega í bandaríska varnarliðinu hér. Þegar það kom hingað árið 1951 var því heitið að það yrði ekki hér á friðartímum. Á þeim tíma, sem liðinn er hefur það hug- tak mátt túlka með ýmsum hætti. En það er fagnaðarefni en ekki harmsefni, ef menn meta friðarhorfur í okkar heims- hluta vænlegri en áður. í þessu sambandi era athyglisverð ummæli Arne Olav Brundtland, sem er sérfræðingur í öryggis- málum og starfar hjá norsku utanríkis- málastofnuninni, en hann þekkir vel til íslenzkra öryggismála. Hann sagði í við- tali við Morgunblaðið sl. föstudag: „Mikil- vægasta hlutverk Keflavíkurstöðvarinnar er eftirlit á hafí. Rússneski flotinn er ekki lengur með umsvif á nærliggjandi haf- svæðum og það er því ekki mikið eftir til að fylgjast með. Frá herstöðvum í Noregi og Bretlandi er líka fylgzt með því, sem fer frarp1 á norðurslóðum. Það er auðvelt að flytja flugvélar. Ef þörf krefði, mundi það einþngis taka nokkrar klukkustundir að flytja eftirlitsvélarnar aftur til íslands og það sama á við um F-15 orrustuþot- ur.“ Brundtland bætti því við, að mörgum virtist sem áform Bandaríkjamanna væru réttmæt „í ljósi þess hversu mikla þörf Bandaríkjamenn hafí fyrir að draga úr útgjöldum til varnarmála.“ Við megum ekki gleyma þessum kjarna málsins í umræðum um þessi mál, þótt skiljanlegt sé, að íslenzkir starfsmenn varnarliðsins hafí áhyggjur af framtíð sinni og sveitarfélög og forystumenn á Suður- nesjum hafí áhyggjur af atvinnuástandi þar. Það er vandamál út af fyrir sig, sem að sjálfsögðu þarf að taka á og tryggja hag þess fólks, sem byggt hefur afkomu sína á dvöl varnarliðsins hér en höfuðatrið- ið er auðvitað, hvernig við tryggjum ör- yggi lýðveldis okkar við breyttar aðstæður. I samtali við Morgunblaðið í gær, föstu- dag, segir Björn Bjarnason, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis m.a.: „Megin- sjónarmið mitt er að leggja verði öryggis- hagsmuni íslendinga til grundvallar í sam- skiptum okkar við Bandaríkin um varnar- samninginn en við hljótum eins og allir að taka mið af þeim fjármunum, sem til eru og nauðsyn þess að halda úti þessum dýru tækjum hér landi.“ Þetta verður að sjálfsögðu verkefni okkar á næstu árum. Við eigum að vera óhræddir að endurmeta stöðu okkar til að treysta öryggi landsins. Á undanförnum árum hafa menn oft velt því fyrir sér, hvort aðrir kostir væru fyrir hendi en samstarf við Bandaríkja- menn. Spurt hefur verið hvort einhvers konar þátttaka annarra Norðurlandaþjóða í vörnum íslands sé hugsanleg. Þá hefur því líka verið varpað fram, hvort aukin þátttaka okkar í samstarfí Evrópuþjóða gæti leitt til þess, að þær tækju ríkari þátt í að tryggja öryggi þessarar smáþjóðar. Nú þegar breytingar standa fyrir dyrum er hægt að sjá þessa stöðu í skýrara ljósi en áður. Og þá hlýtur niðurstaðan að vera sú, að vænlegasti kosturinn sé sá að tryggja öryggi íslenzku þjóðarinnar áfram með aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningi við Bandaríkin, þótt fram- kvæmd hans yrði með allt öðrum hætti og byggðist ekki á dvöl fjölmenns banda- rísks herliðs í landinu sjálfu. í grein sem einn af blaðamönnum Morg- unblaðsins skrifaði hér í blaðið í dag, laug- ardag, segir m.a.: „Með þessu er ekki sagt, að yfirlýsingar um herfræðilegt mikilvægi íslands eigi ekki lengur við. Þvert á móti er hernaðarleg þýðing landsins óumdeilan- leg. Kjarni málsins er sá, að ekki er leng- ur nauðsynlegt að halda úppi svo miklum viðbúnaði til að tryggja öryggi íslands, sem er forsenda þess, að landfræðileg lega landsins nýtist aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Niðurskurður í Keflavíkur- stöðinni er því rökréttur en pólitískt mat mun ráða því, hversu umfangsmikill hann verður og hversu hratt verður gengið til verks.“ í kjölfar þeirra nýju viðhorfa, sem nú blasa við sýnist eðlilegt, að viðræður ís- lenzkra stjórnvalda við hin bandarísku miði að því, að samdráttur í umsvifum varnarliðsins gangi fyrir sig með skapleg- um hætti, að öryggi íslands verði áfram tryggt með tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin, að við íslendingar öxlum eðli- legan kostnað sjálfstæðrar þjóðar af gæzlu eigin öryggis og að það verði tryggt, að varnarviðbúnaði á Keflavíkurflugvelli verði viðhaldið, ekki sízt með þátttöku okkar íslendinga sjálfra, þannig að hann verði með skjótum hætti hægt að nýta í þágu varna landsins ef nauðsyn krefur. í viðræðunum við Bandaríkjamenn verð- ur að hafa öryggishagsmuni íslenzku þjóð- arinnar í fyrirrúmi. Onnur vandamál, sem leiða af breyttum aðstæðum hljótum við að leysa heima fyrir. „Ef við horfumst í augu við sjálf okkur verðum við auðvitað að viður- kenna, að það er tími til kominn, að við högnumst ekki á varnarvið- búnaði á Islandi heldur stöndum undir honum sjálfir að veru- legu leyti. Og auð- vitað hlýtur sjálf- stæð þjóð að borga kostnað af rekstri flugvalla sinna.“ c r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.