Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 41
Öflug starf- semi skáta á Akranesi Á Akranesi hefur um árabil verið öflugt skátastarf og sér- staklega hjá eldri skátum sem starfa í svaunasveit, hjálpar- sveit og hjálparsjóði skáta. Þessir þrír hópar eru mjög virkir í starfi en markmið þeirra er að vera bakhjarl al- menns skátastarfs í bænum. Sú nýbreytni var tekin upp í hjálparsjóðnum fyrir nokkrum árum að heimsækja vinnustaði í bænum og þá einkum starfsvett- vang félagsmanna. Nýlega fóru skátarnir í heimsókn til Hörpuút- gáfunnar og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins, en Bragi Þórðarson, bókaútgefandi og forstjóri útgáf- unnar, hefur hvað best starfað og stutt skátastarfið á Akranesi. Bragi fagnaði á dögunum þeim áfanga að hafa verið í 50 ár í. skátastarfi. í framhaldi af heimsókn í Hörpuútgáfuna efndu þau hjón Elín Þorvaldsdóttir og Bragi til afmælishófs á afmæli sínu. Þar var glatt á hjalla og rifjaðar upp minningar frá liðnum skátaævin- týrum. í tilefni af þessum tíma- mótum gáfu þau hjón 50 skógar- plöntur til gróðursetningar í landi Skátafells í Skorradal, en þar stendur yfír skógræktarátak á vegum Skátafélags Akraness. - J.G. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Starfið kynnt BRAGI Þórðarson bókaútgefandi, fyrir miðju á myndinni, kynnir starfsemi Hörpuútgáfunnar fyrir félögum í Hjálparsjóði skáta á Akranesi. Sumarbústaðaeigendur - Bændur Fiskeldisstöðvar - Sveitarfélög o.fl. BORHOLU- DÆLUR Til afgreiðslu í ýmsum stærðum. Hagstætt verð. Leitið upplýsinga. Skeifan 3h-Sími 812670 af hlífðaráklæðum (cover) á bílsæti. Verðfrá settið. Borgartúni 26. sími 62 22 62. Fjórir Islendingar sóttu ráðstefnu í Svíþjóð í málkunnáttufræði GLOW (Generative Linguistics in the Old World) er Evrópusamband málvísindamanna sem leggja stund á máikunnáttufræði (eða „gener- atífa“ málfræði), en upphafsmaður hennar og helsti kenningasmiður er Noam Chomsky, prófessor við MIT og einn allra þekktasti hugsuð- ur samtímans. GLOW-samtökin gangast fyrir árlegri ráðstefnu um málkunnáttu- fræði, bæði á sviði setningafræði og hljóðkerfisfræði. Ráðstefnan er um þessar mundir virtasta mál- kunnátturáðstefna í heiminum og sækist jafnan mikill fjöldi málfræð- inga, einkum evrópskra og banda- rískra, eftir því að komast að með fyrirlestur á henni. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Lundi í Sví- þjóð dagana 5.-7. apríl sl. en í tengslum við hana voru einnig haldnar starfsstefnur („work- shops“) um nokkur undirsvið mál- kunnáttufræðinnar og fóru þær fram þann 4. apríl. Norræna deild- in við háskólann í Lundi stóð fyrir ráðstefnunni og var forseti henn- ar, Christer Platzack, prófessor í norrænum málvísindum, en hann er m.a. kunnur fyrir rannsóknir sínar í íslenskri setningaskipan. Ian Roberts, prófessor við Univers- ity of Wales, var kjörinn formaður GLOW til næstu tveggja ára. Fjórir Islendingar sóttu stefnuna að þessu sinni: Halldór Ármann Sigurðsson, dósent við Háskóla íslands, Johanna I. Barðdal, Kjart- an Ottósson, prófessor í íslensku við Óslóarháskóla og Kristín M. Jóhannsdóttir. Halldór og Kjartan voru valdir til fundarstjórnar á ráðstefnunni, ásamt nokkrum öðr- um. íslenska er eitt af þeim tungu-g» málum sem rannsóknir í málkunn- áttufræði hafa beinst mjög að á síðustu árum og var því vikið að henni í mörgum fyrirlestrum, bæði á GLOW-ráðstefnunni sjálfri og starfsstefnunum. Má þar m.a. nefna fyrirlestur þeirra Jonathans Bobaljiks (MIT) og Dianne Jonas (Harvard) um orðaröð og frum- lagsstöðu, Rex Sprouse og Barböru Vance (Harvard) um ósögð frum- lög, Vicky Carstens (Cornell) um beygingarsamræmi og Anders Holmbergs (Umeá) um föll. Þessir og ýmsir aðrir fyrirlesarar studd- ust m.a. við rannsóknamiðurstöður íslenskra málfræðinga, einkum Eiríks Rögnvaldssonar, Halldórs ' Ármanns Sigurðssonar og Hösk- uldar Þráinssonar. GLOW-ráðstefnan fer næst fram að ári í Vínarborg. Fréttatilkynning. A Kópavogs Óskum eftir fjölskyldu í eða í nágrenni Kópavogs sem getur fyrirvaralítið tekió á móti barni/börnum í fóstur til lengri eða skemmri tíma. Um er að ræða börn sem þurfa að dvelja að heiman skv. ákvörðun félagsmálaráðs (barnaverndarnefndar). Við leitum að fjölskyldu með reynslu af uppeldi barna og/eða uppeldismenntun. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Klængur Gunnarsson, deildarfulltrúi í síma 45700. f®urj0nmM&Pifo áí Reykjaneskjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi heldur fund um sameiningarmál sveit- arfélaga 13. maí nk. kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs. Fundarstjóri: Jón Kristinn Snæhólm, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs. Efni fundarins er lokaskýrsla sveitarfélaga- nefndar félagsmálaráðuneytisins um: 1. sameiningu sveitar- félaga, 2. samninga um reynslu- sveitarfélög og 3. verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Framsaga: Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Umræður og fyrirspurnir. Sveitarstjórnarmenn eru hvattir til þátttöku í fundinum sem að öðru leiti er opinn öll- um, er áhuga hafa á málefn- ínu. Stjórn kjördæmisráðs. m Hi -*taM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.