Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNUENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAI 1993 Leitarstöð Krabbameinsfélagsins 460 krabbamein hafa fundist síðustu 5 ár ÁRANGUR af starfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins er mikill, að mati Kristjáns Sigurðssonar, yfirlæknis stöðvarinnar. Síðustu fimm ár fundust í skipulegri leit um 370 ífarandi brjóstakrabba- mein, auk 60 staðbundinna krabbameina í brjóstum, um 30 legháls- krabbamein og 640 meiriháttar forstigsbreytingar, sem í mörgum tilvikum hefðu getað þróast yfir í eiginlegt krabbamein. Nú' greinast innan við tíu konur á ári með leghálskrabbamein og eru flestar þeirra með sjúkdóminn á byijunarstigi þar sem batahorfur eru mjög góðar. Þegar sjúkdómur- inn finnst á hærra stigi hafa kon- umar yfírleitt ekki mætt í skoðun. Á fystu árum skipulegs leitarstarfs, fyrir rúmum aldarfjórðungi, voru ný tilfelli meira en þrjátíu á ári. Niðurstöður sænskrar rannsókn- ar, sem birt var í breska læknatíma- ritinu Lancet fyrir tveimur vikum St. Martin Helgi með forystuna fyrir loka- umferðina ÞEGAR aðeins ein umferð er eftir á opna alþjóðlega skák- mótinu á St. Martin er Helgi Ólafsson enn í efsta sæti með 7 vinninga. Helgi og Margeir Pétursson gerðu jafntefli í næstsíðustu umferðinni. Staðan fyrir síðustu um- ferðina er sú að í 2.-3. sæti eru Margeir wtJn Pétursson og Gulko frá Bandaríkjun- um með 6,5 vinninga. I 4.-9. sæti koma síðan þeir Karl Þorsteins, Yermolinsky, Benj- amin, Gurevich og Fedorowicz frá Bandaríkjunum og Ehlvest frá_ Eistlandi með 6 vinninga. í síðustu umferðinni mætast þeir Helgi og Gulko en ekki er íjóst við hvaða skákmenn hinir Islendingarnir tefla. sýna að dánartíðni úr bijósta- krabbameini meðal kvenna, sem boðið hefur verið að fara reglulega í bijóstamyndatöku, er um ijórð- ungi lægri en hjá öðrum konum. Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir röntgendeildar Krabbameinsfélags- ins, telur þessar sænsku niðurstöð- ur mjög uppörvandi, en hvetja þurfi íslenskar konur til að nýta sér bet- ur þá krabbameinsleit sem hér er í boði. Verkalýðsfélög greiða kostnað við skoðun Nú eru rúm fjögur ár síðan Krabbameinsfélagið gerði samning vð Starfsmannafélagið Sókn um að stéttarfélagið greiði kostnað þeirra kvenna, sem fara í skoðun hjá leit- arstöð Krabbameinsfélagsins. Síðan hafa önnur félög gert hliðstæða samninga, meðal annars Framsókn, Iðja, Dagsbrún, Flugfreyjufélag ís- lands og yerzlunarmannafélag Reykjavíkur. Á Selfossi, í Borgar- nesi og á Akureyri eru svipaðir samningar í gildi. Stuðningur þess- ara stéttarfélaga hefur leitt til auk- innar þátttöku félagsmanna þeirra í leitinni og nú er unnið að gerð samninga við fleiri félög og vinnu- staði, segir í frétt frá Krabbameins- félaginu. Morgunblaðið/Signrður Jónsson Sigri fagnað SVEITTIR og glaðir liðsmenn Selfoss fögnuðu sigri og Evrópusæti í búningsklefanum eftir leikinn. „Mjaltavélin“ komst í fyrsta skipti í Evrópukeppni Mikill fögnuður á Selfossi Selfossi. MIKILL fögnuður braust út í lok leiks Selfoss og ÍR í fyrrakvöld þegar sigur heimamanna var í höfn. Réttur til að leika í Evrópukeppni er góð búbót fyrir handboltastarfið og sljórnarmenn og aðrir eru að sönnu glaðir enda í fyrsta sinn sem lið frá Seífossi nær slíkum árangri. Evrópusætið er sárabót því í fyrra voru Selfyssing- ar hársbreidd frá meistaratitli og í vetur mátti litlu muna að bikarmeistaratitill næðist. Selfossbúa þyrsti í sigur og fögnuðurinn því sannur í fullu íþróttahús- inu eftir leikinn. Þegar leikmenn Selfossliðsins, „mjaltavélarinnar" svoköjluðu, höfðu tekið við bronsverðlaununum frá Jóni Ásgeirssyni, formanni HSÍ, og hamingjuóskum frá ÍR-ingum þustu þeir upp í áhorfendastúku og sungu með stuðningsmönnum sínum. í búningsklef- anum á eftir ávarpaði Einar Þorvarðarson þjálfari leikmenn og þakkaði þeim baráttuna. I gær heimsóttu leikmenn helstu stuðningsaðila sína til að sýna þeim þakklætisvott. . Sig. Jóns. Reykjavíkurborg ræður fimm þúsund ungmenni til vinnu í sumar Allt að 300 millj. í aukafjár- veitingu vegna snmarstarfa UM 5.000 ungmenni .verða vænt- anlega ráðin til starfa á vegum Reykjavíkurborgar í sumar, að sögn Markúsar Arnar Antonsson- ar borgarstjóra. Þar af verða um 2.000 unglingar á aldrinum 14 og 15 ára í Vinnuskólanum og um 3.000 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, sem verða ráðin til stofn- ana og fyrirtækja borgarinnar auk Skógræktarfélags Reykjavík- ur. Þegar hefur tekist að skapa 3.120 störf, meðal annars í Þjóð- garðinum á Þingvöllum, og 200 unglingum verður gefinn kostur á starfsmenntun við Iðnskólann í sumar. Gert er ráð fyrir að tillaga um 280 til 300 milljóna króna aukafjárveitingu vegna sumar- starfa verði lögð fyrir borgarráð á næstunni. Fyrsti varaforseti ITC sækir landsfund samtakanna hérlendis Landsfundur ITC á íslandi var settur í fyrradag. Tilgangur sam- takanna er að þjálfa félaga sína í ræðumennsku og samskiptum. Ruby Moon, fyrsti varaforseti al- þjóðasamtakanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagsskap- urinn ætti erindi við alla, enda væri alltaf hægt að auka á sjálfs- traust sitt og hæfni til að taka til máls frammi fyrir fjölda fólks. Hún sagði einnig að margir óttuð- ust það að halda ræðu, þyrðu varla að segja nafnið sitt upphátt og mörgum þætti jafnvel óþægilegt að heyra eigin rödd hljóma. Að hennar sögn er félagsskapur þessi_ ekki eingöngu ætlaður kon- um. I heimalandi hennar, Ástralíu, þekktist það jafnvel að karlmenn væru meðlimir enda ættu þeir ekki síður við erfiðleika að stríða í ræðumennsku og samskiptum. Sjálfstraust þeirra væri ekki endi- lega meira en kvennanna. Hjördís Jensdóttir, sem er umsjónarmaður þingsins, tók undir þetta og sagði að til samtakanna á íslandi hefðu leitað karlar sem ættu í erfiðleik- um með að koma fram. Aðspurð sagði Ruby Moon að á ferðum sínum um heiminn hefði sér virst fólk í grundvallaratriðum glíma við svipuð vandamál, sama hvert væri leitað. Oll vildum við vera frjáls, eiga öruggt skjól og búa börnum okkar betri heim. Vonir fólks og þrár væru af sama toga spunnar þrátt fyrir ólíkan uppruna. Morgunblaðið/Sverrir Heimsókn frá Ástralíu RUBY Moon, fyrsti varaforseti alþjóðasljórnar ITC (t.v.), og Hjör- dís Jensdóttir, umsjónarmaður Iandsfundarins að þessu sinni. Alltaf að læra eitthvað nýtt Ruby, sem er kennari að mennt, sagði jafnframt að vissulega væri æskilegt að hvetja börn til þess að koma fram og tjá sig strax á unga aldri og allar götur upp frá því. Hún sagði að ekki væri lögð nógu mikil áhersla á slíkt í skólum í Astralíu. Nemendur væru frekar þiggjendur, þeir sætu og tækju við fróðleik í stað þess að miðla honum af öryggi. Hún sagði einn- ig að þrátt fyrir reynslu sína í því að koma fram væri hún sífellt að læra eitthvað nýtt, sífellt væri verið að koma sér á óvart. í raun telur hún örlítinn kvíða fyrir hveija ræðu blátt áfram nauðsyn- legan, þannig sé tryggt að hún sofni ekki á verðinum og leggi sig alla fram, í hvert einasta skipti. Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyr- ir að 850 ungmenni verði ráðin til venjulegra afleysingarstarfa og önn- ur 470 til sumarstarfa. Með aukafj- árvetingu verður bætt við 500 sum- arstörfum og hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir 1.000 störfum. Átak á Þingvöllum Meðal nýjunga er samstarf sem tekist hefur með Þingvallanefnd, þjóðgarðsverði og Skógræktarfélagi Reykjavíkur um sérstakt átaksverk-' efni innan Þjóðgarðsins á Þingvöll- um. Um er að ræða vinnu og fræðslu fyrir 100 ungmenni, sem jafnhliða vinnu við frágang og lagningu göngustíga fá fræðslu um sögu stað- arins og alla staðhætti. „Það hefur þegar verið sótt um styrk úr atvinnu- leysistryggingasjóði til þessa verk- efnis en segja má að það tengist óbeint 50 ára afmæli lýðveldisins á næsta ári,“ sagði Markús. Iðnskólinn Þá hafa staðið yfir viðræður borg- aryfirvalda við Iðnskólann og menntamálaráðuneytið um mögu- leika á að gefa 200 unglingum á aldrinum 16 til 19 ára kost á að ná átta vikna áfanga í starfsmenntun í sumar. Áfanginn yrði viðurkenndur innan framhaldsskólakerfisins. Sagði Markús að gengið hafi verið frá lýsingu á námsefni og áætlun um kennslu. Markmiðið væri aðal- lega að takast á við aukið atvinnu- leysi meðal ungs fólks í Reykjavík. Skapa þeim verkefni og vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnuleysis á ungt fólk. Auk þess að vekja áhuga þeirra sem hætt hafa námi á að hefja það aftur og undirbúa sig betur fyr- ir störf í þjóðfélaginu og efla verk- menntun. „Gangi þetta eftir þá gæti námið hafist 14. júní og staðið til 13. ágúst,“ sagði Markús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.