Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 13
fastaliðinu óskertu, fær að ráða. „Takist varnarmálaráðuneytinu að halda sínum hlut með rökum um hættuástandið, sem ríkir víða um heim, aukast líkurnar á því að ekki verði dregið saman á íslandi." Ástandið í Júgóslavíu hefur leitt tii þess að Bandaríkjamenn eru þegar farnir að velta fyrir sér rétt- mæti þeirrar stefnu að skilja að- eins eftir málamyndaherafla í Evr- ópu og þær raddir eiga eflaust eftir að hækka eftir því sem líkur aukast á því að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti skerist í leikinn í Bosn- íu. „Margir sérfræðingar tala nú um að Bandaríkjamenn þurfí að búa yfir hernaðarlegum styrk í Evrópu, þeirra á meðal Les Asp- in varnarmálaráðherra og Sam Nunn, formaður hermálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings," sagði Corgan. „Ákallið um sam- drátt kemur úr horni einangrunar- sinna, þeirra á meðal frá repúblik- ananum Newt Gingrich, en máls- metandi mennn segja nú að fara verði með gát í Evrópu." Corgan kvaðst efast um að Bandaríkjamenn myndu ákveða að loka herstöðinni og halda heim. „Herinn myndi að minnsta kosti vilja hafa bráðabirgðalið á ís- landi,“ sagði Corgan. „Og þá vakn- ar spurningin um það hver eigi að borga fyrir rekstur flugvallarins og ég efast um að Bandaríkjamenn hætti því. ísland er svo lítill hluti af heildarmyndinni að allur niður- skurður verður táknrænn, til þess að skriffinnar geti sagt: Sjáið, við ætlum meira að segja að skera niður á íslandi.“ Corgan kvaðst þeirrar hyggju að ísland hefði enn hernaðarvægi, meðal annars til millilendinga og eldsneytistöku. „Það er hægt að fljúga frá einum stað til annars, en þegar þarf að fljúga í hringi eða kanna hluti úr lofti fer að sax- ast á flugþolið," sagði Corgan. „Eina landið á þessum slóðum, sem gæti haft svipuðu hlutverki að gegna, er Noregur, og ísland er því enn metið mikils á fasteigna- markaðnum.“ Hvatir að baki upplýsingaleka? Það býr nánast undantekningar- laust eitthvað að baki þegar menn gauka upplýsingum að blaðamönn- um. Oft er vakið máls á hugmynd- um sem þessum til að sjá hvernig undirtektir þær fá og í þessu til- felli mætti því ætla að einhveijum leiki hugur á að komast að því hvernig íslensk stjórnvöld myndu taka niðurskurði af þessu tagi. Corgan bendir á að menn muni leka upplýsingum annaðhvort „til að hlaða undir eigin málstað eða koma aftan að andstæðingnum". Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins í fréttinni á fimmtudag horfa Bandaríkjamenn um þessar mundir meðal annars í það að sýnu dýrara er að reka herstöðina á ís- landi en aðrar herstöðvar. „Það kann að vera að það sé dýrara að reka herstöðina á Is- landi en aðrar herstöðvar,“ sagði Corgan. „Kostnaðurinn er hins vegar ekki nema brot af heildarút- gjöldum. Þeir sem hafa athuga- semdir af þessu tagi eru einfald- lega með ólund vegna þess að þeir geta ekki sætt sig við að íslending- ar hafa tak á Bandaríkjamönnum." I M P E X Sterkt • auðvelt • fljótlegt Hillukerfi sem allir geta sett saman I“~r ■ 1= W- ^ 0DEXION SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI 62 72 22 ROYAL-SOLARTILBOÐIÐ GILDIR í SÖMU FERÐ. VERÐ í TVÍBÝLI FRÁ 41.415 KR MOlífiUNBDAOfÐ gUNNUBÁGUR -9/ MAÍ'f993 AÐEINS Hið glæsilega Vista Badia íbúðahótel í Sa Coma var opnað í vikunni. í tilefni opnunarinnar hafa þeir boðið Úrvali-Útsýn örfáar íbúðir á sannkölluðum kostakjörum. Úrval-Útsýn gefur þér kost á að njóta verðlækkunarinnar í 11 daga sólarferð E9.-30. maí. - en þá verður þú að panta strax. 19.-30. maí Verð frá 29.060* kr. á mann m.v. 4ra manna fjölskyldu (hjón með tvö böm 2ja-15 ára). Allir skattar og gjöld innifalin. Verð í tvíbýli 39.130 kr.* 19.-30. maí - aðeins 6 vinnudagar Vista Badia er eitt glæsilegasta íbúðahótelið á Mallorca. • Loftkældar, mjög vel búnar íbúðir • Glæsilegur sundlaugargarður • Bamaleikvöllur «18 tennisvellir • Golfskóli • Veggtennisvellir Varnarlið í viðbragðsstöðu Frá heræfingu á Islandi: Bandarískur hermaður í vélbyssuhreiðri á Stefnesi en í baksýn gnæfa fjarskiptaskermar. *Verð miðast við staðgreiðslu ferðakostnaðar fyrir 12. maí. ttfíri0i »1 U Metsölublað á hvetjum degi! \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.