Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAI 1993 STEINAR WAAGE_____ SKÓVERSLUN N íþróttaskór Ath.: Getum boðið þetta frábæra verð vegna hagstæðra samninga. Hugmyndir um niðurskurð varnarliðsins Vamarsamningurinn styrkir jsamnings- stfiðu fslendinga Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur Domus Medica, KringlunnL Toppskórinn, Egilsgölu 3, Kringlunni 8-12, Velfusundi, sími 18519 sími 689212 sími 2121 2. Laugavegur 31 til sölu Hið glæsilega hús á Laugavegi 31, áður útibú íslandsbanka hf., er nú til sölu. Húsið var teiknað árið 1928 af Einari Erlendssyni húsameistara en hann hefúr verið kallaður meistari steinsteypunnar. Einar teiknaði húsið fyrir Martein Einarsson vefiiaðarvörukaupmann, sem tók það í notkun í júní 1929. Það er í ný-klassískum stíl eins og flestar byggingar Einars. Margar veglegustu byggingar Reykjavíkur eru frá þessum tíma og er Laugavegur 31 gott dæmi um þann stórhug er ríkti í Reykjavík um þetta leyti. Húsið er fjögurra hæða auk kjallara og er samtals 1.461m2. Nánari upplýsingar veita Þorgils Óttar Mathiesen og Sverrir Jónsson í Rekstrardeild íslandsbanka í síma 608000. ÍSLANDSBANKI — segir Michael Corgan, bandarískur sérfræðingur um Island og varnarmál Boston. Fró Karli Blöndal, fréttaritora Morgunblaðsins. Bandaríkjamenn eru nú með niðurskurðarhnífinn á lofti í hernaðarmálum og liggur herstöðin í Keflavík meðal annars á skurðborðinu. Michael Corgan, fyrrum flotaforingi og sér- fræðingur í málefnum íslands, segir hins vegar að tvíhliða varnarsamningur Islands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 veiti íslendingum meiri áhrif en marga grunar þegar samning- ar um niðurskurð í Keflavík eru annars vegar, meðal annars vegna þess að hann er tvíhliða, þannig að Islendingar standa jafnfætis Bandaríkjamönnum í stað þess að vera meðal 16 aðildarþjóða að Atlantshafsbandalagi, og ákvæða í samningn- um um „samráð“ og „sameiginlegar ákvarðanir". Corgan kvaðst í viðtali því, sem hér fer á eftir, eiga von á því að Bandaríkjaher fækkaði flugvélum sínum í mesta lagi um helm- ing. Ifrétt Morgunblaðsins á fimmtudag um niðurskurðar- hugmyndir Bandaríkja- manna sagði að meðal ann- ars væri til athugunar að kveðja allar P-3 og F-15 flugvélar á Kefla- víkurflugvelli heim til Bandaríkj- anna og fækka um 1.400 manns í varnarliðinu. Samkvæmt skýrslu Jóns Baldvjns Hannibalssonar ut- anríkisráðherra til Alþingis árið 1993 var fjöldi varnarliðsmanna 2.999 í árslok 1992 þannig að um tæplega helmings fækkun yrði að ræða. „Að vissu leyti er vit í því að kalla P-3 vélarnar brott,“ sagði Corgan þegar Morgunblaðið bar hugmyndir bandarískra stjórn- valda undir hann. „P-3 vélin er aðeins gerð til eins og það er að finna kafbáta, í þessu tilfelli rúss- neska kafbáta. Rússar eru mjög að draga saman kafbátafram- leiðslu og er hún nú aðeins einn tíundi af þvi, sem hún var, og ástæður til að halda í P-3 eftirlits- vélarnar eru því að verða að engu. Það er ástæða til að halda aðstæð- um við, en minni þörf á að hafa fólk staðsett á íslandi. F-15 þot- urnar á Islandi eru gerðar til að fást við hátækniþotur og slíkan tækjakost er sömuleiðis aðeins að finna í höndum Rússa, sem hafa dregið mjög úr umsvifum sínum í lofti. Um leið og Rússar draga saman seglin er náttúrlega þrýst á herinn að spara og aldrei að vita hvað heilbrigðisáætlun Hillary Cliriton á eftir að kosta.“ Lágmarksviðbúnaður 6 til 10 vélar Corgan mat stöðuna svo að lág- marksviðbúnaður varnarliðsins væri sex til tíu þotur. „Ef farið yrði neðar yrði ekki hægt að vera til taks allan sólarhringinn,“ sagði Corgam „Ég býst við að flugvéla- kostinum verði fækkað niður í tíu vélár, sem myndi ekki hafa í för með sér mikinn samdrátt í manna- haldi því að það þarf engu að síður ákveðinn fjölda fólks til að halda úti fullu starfi.“ Corgan varði fyrir tveimur árum doktorsritgerð í stjórnmálafræði við Boston University, sem nefnist íslensk öryggisstefna frá 1979 til 1986 og er reist á þeirri forsendu að íslendingar hafi á þessum tíma markað sína eigin stefnu í utanrík- ismálum í stað þess að fylgja lín- unni frá Atlantshafsbandalaginu. Hann kennir nú við Boston Uni- versity og leitar að útgefanda fyr- ir ritgerðina. Corgan á langan feril í sjóhern- um að baki, en áhuga hans á mál- efnum íslands má rekja til þess að fyrir rúmum áratug gegndi hann stöðu tengiliðs yfirmanns varnarliðsins í Kefiavik við íslensk stjórnvöld. Auk þess að sérhæfa sig í mál- efnum Islands hefur Corgan getið sér nafns sem sérfræðingur í hern- aðarmálum. Þegar Bandaríkjaher er kvaddur til leiks er Corgan tíður getur hjá sjónvarpsstöðvum i Bost- on og þegar Persaflóastríðið var í algleymingi leið vart sá dagur að hann væri ekki fenginn til að skýra gang mála. Akkur íslendinga af varnarsamningnum íslendingar hafa ætíð kosið fremur að skipta beint við Banda- ríkjamenn í varnarmálum, en að fara í gegnum Atlantshafsbanda- lagið. „Auðvitað," sagði Corgan. „Milli Bandaríkjamanna og íslend- inga ríkir sérstakt samband, sem er auðveldara að hafa stjórn á. Einnig hefur verið sagt að íslend- ingar vildu ekki eiga við NATO um varnarlið vegna þess að lítill hugur var á að_ fá norska eða danska dáta til íslands. Nú vilja íslendingar leggja áherslu á sam- bandið við Bandaríkin vegna þess að það myndi bera minni skaða ef Atlantshafsbandalagið liðaðist til dæmis skyndilega í sundur. Það er því íslendingum í hag að við- halda þessu tvíhliða sambandi vilji þeir halda áhrifum sínum gagnvart Bandaríkjamönnum og leggja fremur áherslu á það en samband- ið við NATO.“ En Corgan sagði að samningur- inn væri ekki aðeins hagstæður Islendingum, hann veitti einnig áhrif: „Þegar varnarsáttmálinn er skoðaður kemur í ljós að hvað eft- ir annað er kveðið á um samráð, sameiginlegar ákvarðanir, og svo framvegis, og hann setur Islend- inga j afnfætis Bandaríkjamönnum. Islendingar eru vegna þessa samn- ings ekki í hópi 16 þjóða eins og í NATO, heldur aðrir tvegga,“ sagði Corgan. „Að vissu leyti, og ég verð sennilega skotinn fyrir þennan samanburð, má líkja þessu við sáttmála Finna og Sovét- manna. Eini samningurinn, sem Sovétmenn gerðu við nágranna sína og skrifaður af hinum aðiljan- um, var sá sem gerður var við Finna og setti þá nokkurn veginn jafnfætis Sovétmönnum. Sömu stöðu fengu íslendingar gagnvart Bandaríkjamönnum með samn- ingnum frá árinu 1951,“ sagði Corgan og benti á að íslendingar hefðu fengið ýmsar tilslakanir frá Bandaríkjamönnum við samnings- gerðina. „Á þessum tíma voru Banda- ríkjamenn alls ráðandi, en urðu sér þvert um geð að láta litla eyþjóð segja sér fyrir verkum,“ sagði Corgan. „Það verður enn þá ljósara að Bandaríkjamenn gerðu tilslak- anir við íslendinga ef litið er á Samtök Ameríkuríkja (OAS, stofn- uð 1948) þar sem Bandaríkjamenn völtuðu yfir hina.“ Ekki hve mikið, heldur hvar Corgan segir að ágreiningurinn innan hersins standi ekki um það hversu mikið skuli skera niður, heldur hvar. „Spurningin er hver fær hvaða hlutverk og hvaða verk- efni,“ sagði Corgan. „Sam Nunn vill láta ræða hluverkaskipti milli deilda hersins, hvað sjóherinn skuli gera og hvað landherinn, og þessi barátta verður háð víða, meðal annars á íslandi. Og það veltur á því hver fær hvað hvernig stöðinni á Islandi reiðir af.“ Samkvæmt frétt Morgunblaðs- ins stendur ágreiningurinn um varnarliðið milli „Pentagon og stjórnmálamanna". „Heildarstærð heraflans er einn helsti ágreining- urinn,“ sagði Corgan. „Clinton vill skera niður um kringum tíu til tólf af hundraði meira en varnar- málaráðuneytið og það eru nokkrir milljarðar dollara. Þá er einnig spurningin um það hvar á að skera niður. Annars vegar eru sterk öfl, sem vilja halda í varalið og þjóð- varðlið á kostnað fastahersins. Þessi öfl hafa ítök í hinum ýmsu ríkjum og á þingi. Varnarmála- ráðunéytið vill hins vegar halda í fastaliðið, sem meðal annars er undir þeirra stjórn en er ekki á fjárlögúm. Sigur hinna fyrrnefndu í þessari rimmu gæti leitt til fækk- unar í herliðinu á íslandi. í raun snýst málið um það hvort stjórn Clintons og þingið, sem vilja halda í vara- og þjóðvarðliðið, eða varn- armálaráðuneytið, sem vill halda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.