Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 23
arnir hlupu og þeystu um allt? Ragnar svarar því: „Það var svolít- ið glápt á okkur, þetta hefur verið nýtt fyrir fólki. Einu sinni spurði stelpa mig hvort það væri nýjasta tíska af barnakerrum sem ég sat í. Ég var þá lítill gutti og stóllinn kannski eitthvað öðru vísi en fólk átti að venjast. Annars hefur svona lagað breyst og batnað. Fólk.-er ekki að stara lengur.“ Ragnar stundar nú nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og er hálfnaður með stúdentinn. Hann hefur verið í prófum að undan- förnu og var nýbúinn að þreyta stærðfræðipróf er undirritaður leit inn. Það hafði „gengið" eins og hann orðaði það. Hann reiknaði með því að hafa náð, en ekki með glans, „en förum ekki nánar út í það!!“ bætti hann við. Næst var eðlisfræðin og hann blés á hana. Eðlisfræðin var nú ekki mikið mál. Sævar er aftur á móti í átt- unda bekk í Valhúsaskóla. Báðum sækist námið ágætlega, enda klár- ir i kollinum. Stöðug vakt Fyrsta „fyrirkomulagið“ var með þeim hætti að Bjarni lagðist í mikla vinnu, en Ragna hætti við að fara út að vinna. Þau lýsa þessu þannig, að fyrir vikið hafi Ragna tekið út sorgina og verið búin að ná tökum á henni áður en að Bjarni nálgaðist hana. „Ég var á kafi í þessu allan sólarhringinn. Næt- urnar voru oft þannig að þeir köll- uðu alveg upp í tíu, tólf sinnum, vegna þess að þeir þurftu hjálp við að snúa sér. Út úr þessu kom hálfbrenglað svefnmynstur og sannast sagna var ég orðin úttaug- uð á þessu og á leiðinni út úr heiminum. Þannig var komið að ég sofnaði hreinlega ekki aftur og vakti stundum sólarhringum sam- an. Svona var þetta í ellefu ár. Þetta breyttist smám saman til hins betra, þeir róuðust á nóttunni og auk þess ræð ég varla við að snúa þeim lengur. Það lendir því á Bjarna nú orðið,“ segir Ragna og Bjarni bætir við að hann inni þennan starfa af hendi nánast án þess að vakna. Fyrir þremur árum taldi Ragna tíma til kominn að líta í kring um sig, fá sér vinnu, eða fara í skóla. Heimahjúkrun og húshjálpin opn- uðu glufur . „Það var enga vinnu að hafa, það vill enginn ráða ein- hvern í vinnu sem þarf stöðugt að vera að taka sér frí. Skóli varð því ofan á og Fósturskólinn varð fyrir valinu. A þriðja degi sagði Sævar við mig að hann héldi þetta ekki út í þrjú ár! Þá var dönsk kona á heimilinu okkur til aðstoð- ar. Sjálf var ég með ofboðslegan móral og fannst ég vera versta mamma í heimi. Að ég væri hrein- lega að svíkja þá. Hrönn, yngsta barnið okkar, fór á dagheimili all- an daginn og svo var að sjá að enginn væri að græða nema ég. Þetta var erfitt og ég fór fljótlega að gugna á þessu, enda búin að vera innan veggja heimilisins á stöðugri vakt í 11 ár,“ segir Ragna. Bjarni grípur fram í: „Sem betur fer harkaði hún af sér, því það græddu allir á þessu.“ Ragna er nú að ljúka Fóstur- skólanum og nýlega keypti fjöl- skyldan heildverslunina Lindá sem Bjarni rekur, en hann hafði um árabil starfað hjá Hans Pedersen sem deildarstjóri. „Ég breytti til m.a. vegna aðstæðna. Við svona kringumstæður er hvergi betra að vinna en hjá sjálfum sér. Ég get nú ef þörf krefur unnið langan vinnudag, en get jafnframt farið fyrirvaralaust eða hætt snemma dags, allt eftir atvikum.“ íþróttir og tölvur, bíó, Bandaríkin og afturför En hvað þykir strákunum gam- an að _gera? Og hvað geta þeir gert? „í dag þurfa þeir aðstoð við flest og hefur svo verið um nokkuð langt skeið. Við upplifum mikla afturför þessi misserin,“ segja þau Éjarni og Ragna. Strákarnir eru MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 23 Morgunblaðið/Kristinn Á FULLU í TÖLVUNUM Stórvinir og nágrannar bræðranna eru Þórir Már Jónsson, 15 ára, og Helgi Hrafn Jónsson, 13 ára. Þeir eru tíðir gestir og þá gengur mikið á í tölvuleikjunum. Á efri myndinni eru Ragnar og Þórir Már, en á þeirri neðri eru Sævar og Helgi Hrafn. Langveiku börnin fylla marga hópa TIL ALLRAR hamingju er sjúkdómurinn DMD sem hrjáir þá Ragnar og Sævar Bjarnasyni afar sjaldgæfur. Börn sem eiga við langvinn veikindi að stríða eru hins vegar allmörg hér á landi. Hópamir sem þau tilheyra eru margir og í mörgum þeirra fáir einstaklingar. Guðrún Ragnars bamahjúkr- unarfræðingur segir að aðbúnaður langveikra barna sé því miður ekki upp á það besta. í mörgum tilvikum séu þau í heimahúsum, stundum við erfið- an kost. í mörgum tilvikum eru þau einnig á barnadeildum sjúkra- húsanna og þar er aðstaðan ekki sem skyldi. „Starfsfólkið er í sér- flokki, en aðbúnaðurinn misjafn. Ein barnadeildin var t.d. uppruna- lega sniðin með fullorðna í huga. Sem dæmi um aðbúnaðinn má nefna, að ef foreldrar vilja eða þurfa að dvelja næturlangt hjá börnum sínum verða þeir að gera sér að góðu að sofa á gólfinu. Og þó að hið opinbera hafi bætt við hlut sinn hin seinni ár, þá er langt í land að vel sé. Sem dæmi má nefna, að öll tæki og tól á spítölunum erum komin frá líkn- arfélögum. Guðrún getur helstu hópa lang- veikra barna og tekur fram að í flestum eða öllum hópunum sé afar misjafnt frá einu barni til annars hversu veikt það er. Þar geti verið á ferðinni allt frá tilfell- um þar sem börnin fá lækningu tiltölulega skjótt eftir að meðferð hefst og til tilfella þar sem dauðin knýr dyra eftir lengri eða skemmri legur. Guðrún segir stærsta hópinn vera fötluð böm, en gagnvart hinu opinbera standi þau best að vígi með fyrirgreiðslu og þjónustu. Þau heyra undir sérlög svæðis- stjórnar fatlaðra, fá örorkubætur og n\jög mikla hjálp. Drengirnir á Valhúsabrautinni heyra undir þennan hóp. í þeirra tilviki borgar bæjarfélagið húshjálp tvisvar í viku, ríkið borgar heimahjúkrun tvisvar í viku, kostar stuðnings- ijjölskyldu sem getur komið í for- eldrastað allt að fimm sólarhringa í mánuði, sjúkraþjálfara einu sinni í viku og lijálpar- og stoðtæki og viðhald þeirra. Auk þess hefur ríkið greitt breytingar á húsnæði. Flogaveik böm eru nokkuð stór hópur svo og krabbameinssjúk böm. Krabbameinssjúku börnin eiga að jafnaði í 2 til 5 ára með- ferð sem er misþung eftir eðli sjúkdómsins. Mjög mörg þeirra fá fullan bata. Af öðmm hópum má nefna börn með nýrnabilun, 5 til 10 tilfelli á ári, börn með melt- ingargalla, hjartasjúk börn sem er frekar stór hópur. Geðveik böm, börn með klofinn hrygg, spastísk börn og vangefin börn. Tveir síðastnefndu hóparnir em betur settir en hinir hópamir, njóta álíka hjálpar og fötluðu börnin. Ótaldir eru þrír nokkuð stórir hópar, sykursjúk böm, asma- og ofnæmisbörn og börn með exem. Guðrún Ragnars er formaður félags sem heitir Um- hyggja. Félagið var stofnað 1980 og beitir sér fyrir bættum aðbún- aði á barnadeildum og aðbúnaði fyrir veik börn innan og utan sjúkrahúsa. Þá leitast félagið við að upplýsa almennt um þarfir veikra og fatlaðra barna og hafa áhrif á stjómvöld að láta meira til sín taka í þessum málum. Umhyggja er íslandsdeild nor- ræna félagsins NOBAB (Nordisk organisation för sjuka barns be- hov) og er þar starfað samkvæmt nokkrum sameiginlegum stöðlum. alfarið háðir hjólastólnum sínum, en geta hreyft fingur og hnikað ögn til handleggjum og geta því stjórnað tölvu sé borðið lítið og lesið bækur sem settar eru upp og flett með priki. Þeir eru miklir áhugamenn um sjónvarp og tölvur og hefur ekkert verið til sparað í þeim búnaði. íþróttir eiga og hug þeirra allan, sérstaklega knatt- spyrna og handknattleikur. Þeir voru á kafi í úrslitakeppni HSÍ er gestagangurinn dundi yfir og máttu varla vera að því að líta upp úr útsendingum. En þeir segjast halda með Sel- fossi í handboltanum. Hversvegna- ?„Það er út af Sigga Sveins. Hann er bestur," segir Sævar. En Siggi er kominn á efri ár íþróttamanns, hvað ef hann tekur upp á því að hætta? „Siggi hættir aldrei. Alla vega vona ég ekki og Selfyssingar vona það örugglega líka,“ segir Sævar. Ragnar tekur undir þetta og bætir við að Einar Gunnar sé líka allrar athygli verður. Og það séu „no hard feelings" þótt Selfoss hafi ekki komist í úrslitaleikina þetta árið. Sævar laumar því einn- ig með að hann hafi taugar til ÍBV og það stafi af því að með liðinu leiki „besti markvörðurinn“, Sig- mar Þröstur Óskarsson. í knatt- spyrnunni er það AC Mílanó sem ber af öðrum og þeir gefa lítið út á enska boltann. Bjarni segir að Ruud Gullit sé mikill vinur þeirra. Þeir hafa ekki áhyggjur af slöku gengi AC Mílanó síðustu vikurnar, forystan sé örugg enn og þeir muni yfirstíga alla erfiðleika og vinna Ítalíubikarinn. Tónlist og tölvuleikir. Ragnar segist hlusta mest á „rólega og melódíska tónlist", en Sævar á „alls konar rokk og danstónlist". Bjarni orðar þetta þannig að Ragnar sé að þessu leyti „ljúfur eins og móðir hans,“ en Sævar „poppari eins og hann sjálfur11. Sævar segir ennfremur að tölvurn- ar skipi ríkulegan sess og þeir bræðurnir séu mikið í tölvuleikj- um. „Ragnar er sérfræðingur í orðaleikjum, en ég er mest fyrir körfuboltaleiki og ýmiss konar ævintýri," segir hann með bros á vör. En hvað gerir fjölskyldan saman? „Við förum í bíó,“ segir Ragna, og heldur áfram, „það er í miklu uppáhaldi og þykir ofsalega gam- an. Þeir komast þó aðeins með góðu móti inn í Háskólabíó, Bíó- borgina og Laugarásbíó. Þar er þeim tekið opnum örmum og boð- ið í hús á þeim forsendum að þeir tajci ekki sæti, heldur hafi sín eig- in með sér!“ Og Bjarni heldur áfram: „Við förum alltaf eitthvað í sumarfrí saman, förum í sunnu- dagsbíltúra og kaupum ís eins og hver önnur vísitölufjölskylda. I leikhús þykir þeim gaman að koma, Borgarleikhúsið, síðast þeg- ar ég vissi komust þeir ekki inn í Þjóðleikhúsið. Nú, svo fórum við á Bryan Adams í Höllinni á sínum tíma, það var meiri háttar, ekki síst hvað viðvék móttökunum, en tónleikahaldarar höfðu fengið ein- hvern pata af því að strákarnir ætluðu að koma. Móttökurnar voru nokkrir vöðvarisar, sem vipp- uðu stólunum á loft með strákun- um í og plægðu síðan í gegn um þvöguna allar götur upp í stúku þar sem þeir fengu bestu hugsan- legu aðstöðu. Við förum líka nær árlega í sumarbústað við Steingrímsstöð. Tengdafaðir minn starfar hjá Landsvirkjun og fyrir mikla velvild hefur starfsmannafélagið úthlutað honum umbeðnum tíma vegna aðstæðna okkar. Þar hafa strák- arnir getað bleytt færi ogvveitt nokkra silunga," segir Bjarni. „Við höfum farið tvisvar síðustu árin til Þýskalands og Lúxemborg- ar og þá með nágrönnum okkar góðum, en þeir eiga tvo heilbrigða stráka á líku reki. En toppurinn er Flórída, föðuramma þeirra býr þar og þangað höfum við tvisvar farið með þá, árin 1981 og 1984. Þeir tala um það enn, Disneyland og sólina, og sjá það í hillingum. Þangað langar þá stöðugt að fara og krefjast þess alltaf að við spil- um í lottóunum," bætir Ragna við og Bjarni segir að ef vel ætti að vera, vildi hann helst getað farið með strákana til útlanda á hveiju ári. „Við myndum gera það ef þetta væri ekki svona fokdýrt, þessar utanlandsferðir eru það skemmtilegasta sem þessi fjöl- skylda gerir saman.“ Oft vonsviknir Ekki er seinna vænna að spyrja hvernig strákunum gangi að sætta sig við hlutskipti sitt. Ragna verð- ur fyrri til að svara þessu: „Sævar á erfitt núna, 12 til 13 ára aldur- inn er erfiður börnunum yfirleitt, hvað þá þegar svona er komið. Ragnar var að segja mér fyrir nokkrum dögum, að honum hefði líka liðið mjög illa þegar hann var 12-13 ára, en eftir að hann var orðinn 15 ára hafi honum liðið betur. Hann hafi ekki sætt sig við orðinn hlut, en liðið samt betur. En þeir upplifa hlutina með öðrum hætti en við hin og verða auðvitað aldrei sáttir. Vonsviknir verða þeir oft og Sævar hefur gjarnan orð á því hvað hann myndi gera ef hann væri ekki í hjólastól. Þeir hafa þurft að sætta sig við margt og við höfum furðað okkur á því hvað þeir hafa þrátt fyrir allt borið sig vel og staðið sig hetjulega." En hvernig fara þau Ragna og Bjarni að því að vera „venjuleg" eins og Ragna orðar það. „Það var ekki og hefur aldrei verið auð- velt,“ segja þau. „Örvæntingin sem greip okkur þegar okkur varð Ijós staðan var ofboðsleg. Við gát- um ekki trúað því lengi vel að þessi litlu börn væru haldin jafn illkynjuðum sjúkdómi. En við tók- um þá ákvörðun strax að hafa þá hjá okkur og reyna að láta lífið hafa sinn vanagang eins og frek- ast var kostur. Að láta þá stunda almennan skóla meðan þeir hefðu þrek til. Við höfum ætíð gætt þess að setja þá sem minnst í sjúklings- hlutverkið og alið þá upp og með- höndlað, eins og hægt hefur verið, eins og hver önnur börn. En þetta hefur þurft gífurlega samvinnu, gagnkvæma sátt og úrvinnslu vandamála,“ segir Ragna. Og Bjarni getur þess ennfremur að það hafi hjálpað þeim ósegjanlega að Ragna hafi tekið út mestu sorg- ina frá byrjun á sama tíma og hann steypti sér í vinnu og hafði mestar áhyggjur af fjárhagslegu öryggi fjölskyldunnar. Hann kom síðan smám saman meira inn í myndina heima fyrir og þannig dreifðist mesti þungi sorgarinn- ar.„„Sorgin hellist enn yfir mann fyrirvaralaust og mun sjálfsagt alltaf gera, en maður lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Hrönn Þau Ragna og Bjarni eiga þijú börn. I þessari umræðu hefur far- ið lítið fyrir Hrönn litlu, sem er nú 7 ára gömul. Ekki þýðir það að vægi hennar sé lítið. Þvert á móti. Bjarni lýsir henni sem: „Fyr- irferðarmikilli og geysilega fjör- ugri lítilli sprengju sem hafi komið eins og ljósgeisli inn í fjölskyld- una.“ Bjarni segir Hrönn hafa verið mjög unga þegar hún skynj- aði neyð bræðra sinna og fór að leggja sig fram um að hjálpa þeim og standa við hlið þeirra. Það ger- ir hún enn. Hún er nátengd þeim og bæði gantast við þá og rífst. Bjarni og Ragna segjast allan tímann hafa verið meðvituð um hættuna á því að Hrönn yrði út- undan vegna mikilla þarfa strák- anna. Þau hafi reynt að haga upp- eldinu í ljósi þess. Eðli sjúkdómsins er þannig, að stúlkur veikjast ekki en geta geng- ið með hann og sveinbörn þeirra geta veikst . I fyllingu tímans þarf að skera úr um hvernig Hrönn litla þarf að taka á þeim málum í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.