Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT INNLENT Vikuna 2.05 - 8.05 Ekki frekari niðurskurð- ur á afla DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við eldhúsdagsumræður á Alþingi í upphafi vikunnar að ekki væri hægt að skera afla meira nið- ur en þegar hefði verið gert. Núver- andi aflamagn þýddi að mati Haf- rannsóknastofnunar hæga en ör- uggá uppbyggingu þorskstofnsins. Í umræðunum sagði Davíð enn- fremur að rík þörf væri á áfram- haldandi lækkun vaxta og að verð- bólguspár gæfu æma ástæðu til þess að bankar lækkuðu nafnvexti sína enn frekar. Refsiaðgerðir ef hvalveiðar hefjast Bandaríkjastjórn hefur varað íslendinga við vanhugsuðum að- gerðum í hvalamálum og segir refsiaðgerðir yfírvofandi ef íslend- ingar hefja hvalveiðar á ný. í orð- sendingu sem Bandaríkjastjóm hefur sent stjórnvöldum segir að treyst sé á að íslendingar hefji ekki hvalveiðar í ábataskyni í fram- haldi af því að hafa sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Orðsend- ingin kom í kjölfar breyttrar af- stöðu Bandaríkjamanna í hvalveiði- málum en nú telja þarlend stjóm- völd að vísindarök séu ekki lengur grundvöllur fyrir hvalveiðum. Mikill niðurskurður í Keflavík Bandarísk stjómvöld undirbúa nú breytingar á vamarviðbúnaði á íslandi og er mikill niðurskurður fyrirhugaður á Keflavíkurvelli af þeim sökum. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er einkum horft til þess að minnka flugflota Bandaríkjahers hérlendis en væm ERLENT Bosníu-Serb- ar hafna friðaráætlun Fulltrúasamkunda Bosníu-Serba snupraði leiðtoga sína og kallaði frekari einangrun yfír Serba og hugsanlegar loftárásir á skotmörk í Bosníu þegar hún hafnaði friðará- ætlun Sameinuðu þjóðanna aðfara- nótt fimmtudags. Samkundan sam- þykkti með 51 atkvæði gegn tveim- ur að vísa áætluninni til þjóðarat- kvæðis 15. og 16. maí. Bill Clint- on, forseti Bandaríkjanna, sagði ákvörðun samkundunnar alvarleg tíðindi og ógnun við stöðugleika í Evrópu. Hann hvatti til sameigin- legra aðgerða Bandaríkjanna og Evrópuríkja til að koma í veg fyrir „grimmilegar þjóðernishreinsanir", en ljóst var af viðbrögðum evr- ópskra ráðamanna að engin sam- staða er um hemaðaríhlutun til að binda enda á hörmungarnar í Bosn- íu. Andreotti vill afsala sér þinghelgi Giulio Andre- otti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, kvaðst á mánudag vilja að þinghelgi sinni yrði afiétt vegna ásakana um að hann hefði verið í nánum tengslum við mafíuna. Fyrstu réttarhöldin í spillingarmál- unum í landinu hófust á mánudag þegar 30 kaupsýslumenn og stjóm- málamenn voru leiddir fyrir rétt í Mflanó. Carlo Azeglio Ciampi forsætisráðherra skipaði á þriðju- dag nýja ráðherra í stað þeirra sem sögðu af sér vikuna áður og er talið að stjórnin haldi velii. Þá var greint frá því á þriðjudag að Na- pólí væri orðin gjaldþrota, fyrst MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 ERLENT allar P-3 flugvélar hersins og F-15 orrustuþotur kallaðar heim myndi slíkt hafa í för með sér fækkun um 1.400 manns á Veilinum. Þær breytingar hafa verið til umræðu innan bandaríska vamarmála- ráðuneytisins og utanríkisráðu- neytisins. Vamarliðið hefur mikla þýðingu fyrir þjóðarbú íslendinga og má nefna sem dæmi að tekjum- ar af því eru heldur meiri en tekj- umar af álverinu í Straumsvík. * Frumvarpi um fiskveiðistjórnun frestað Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra ákvað að leggja ekki fram frumvarp um fiskveiðistjómunina á þessu þingi og fresta því fram á haustið. Ekki reyndist samstaða um málið innan stjómarflokkanna. Deilur eru einkum um veiðar smá- báta og þau atriði er kveða á um þak á veiðar þeirra. Gengið ekki fellt Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í utandagskrárumræðu á Al- þingi um sjávarútvegsmál að geng- ið yrði ekki fellt og það væri áríð- andi að menn áttuðu sig á því. Raungengi krónunnar væri nú með því lægsta sem það hefði verið síð- ustu 5-6 árin. Hvað varðaði frekari aðgerðir til aðstoðar sjávarútvegin- um sagði Davíð að þær myndu bíða haustsins er séð væri úr hvaða afla landsmenn hefðu að moða. Efni um gervihnött íslenska útvarpsfélagið hefur sótt um leyfí til að endurvarpa sjón- varpsefni frá allt að 11 erlendum sjónvarpsstöðvum. Þetta er gert í kjölfar breyttra útvarpslaga sem heimila nú endurvarp frá gervi- hnattastöðvum án þýðingarskyldu ef efnið er sent beint og óstytt. Að sögn Páls Magnússonar sjón- varpsstjóra á Stöð 2 gætu þessar útsendingar hafíst í haust fáist til- skilin leyfi. ítalskra stórborga, og gæti ekki greitt af 87 milljarða króna skuld- um sínum. Engholm og Krause segja af sér Björn Engholm sagði á mánu- dag af sér sem formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins og for- sætisráðherra Slésvíkur-Holtseta- lands eftir að hafa orðið uppvís að lygum. Áköf leit er hafín innan flokksins að arftaka Engholms og sagði Johannes Rau, sem tekið hefur tímabundið við formennsk- unni, að flokkurinn ætti við alvar- legan vanda að etja. Giinther Krause, samgönguráðherra Þýskalands, sagði einnig af-sér á fímmtudag vegna ásakana um að hann hefði misnotað opinbert fé. Hann er sagður hafa látið ríkið greiða kostnaðinn við flutning heimilis síns frá Berlín til Börge- rende við Eystrasaltið. Beregovoy fremur sjálfsmorð Pierre Beregovoy, fýrrverandi forsætisráðherra Frakkiands, framdi sjálfsmorð á laugardag. Talið er að hann hafi ákveðið að stytta sér aldur vegna ásakana um spillingu og hraklegs gengis franska Sósíalistaflokksins í síð- ustu þingkosningum. Sjálfsvígið hefur valdið miklum umræðum í Frakklandi um siðferði í stjómmál- um og hlutverk fjölmiðla. Marcus Wolf fyrir rétt Réttarhöld hófust á þriðju- dag í máli Marc- us Wolfs, fyix- verandi yfír- manns leyniþjón- ustu austur- þýsku kommúnistastjómarinnar. Hann hefur verið ákærður fyrir landráð og að hafa greitt vestur- þýskum leyniþjónustumönnum fyr- ir njósnir í þágu Austur-Þýskalands í rúma þrjá áratugi. Þýskir jafnaðarmenn í vanda eftir afsögn Bjöms Engholms Endurnýjunin mis- tókst og „endumýj- arinn“ er horfinn Engholm BJÖRN Engholm átti að leiða flokk jafnaðarmanna út úr þeirri tilvistarkreppu sem flokkurinn var í. Það ætlunarverk mistókst og nú hefur hann orðið að segja af sér vegna gamals hneykslis- máls. AFSÖGN Björns Engholms, leið- toga þýska Jafnaðarmanna- flokksins (SPD) kom fáum í opna skjöldu. Engholm varð að segja af sér vegna sex ára gamals hneykslismáls eftir að í Ijós kom að hann hafði sagt rannsóknar- nefnd í Kiel ósatt við yfirheyrsl- ur í lok ársins 1987. Þessi enda- lok stjórnmálaferils Engholms setja SPD í verulegan vanda. Þegar hann tók við formennsk- unni í flokknum af Hans- Dietrich Vogel árið 1991 var markmiðið að binda enda á þá tilvistarkreppu sem flokkurinn var í. Var því lýst yfir þá þegar að hann yrði kanslaraefni flokksins í næstu þingkosning- um, sem fram eiga að fara árið 1994. Nú verður að hefja leitina að kartslaraefni og flokksform- anni á ný auk þess sem flokkur- inn hefur misst vinsælan for- ystumann í sambandslandinu Slésvík-Holtsetalandi, þar sem Engholm var forsætisráðherra. Sú hugmyndalega endurnýjun sem Engholm átti að knýja í gegn hefur þar að auki mistek- ist og óvíst hvort flokknum muni takast að vinna sig upp úr öldu- dalnum fyrir næstu kosningar. Hneykslismáiið, sem varð Eng- holm að falli, á rætur sínar að rekja til kosningabaráttunnar í Slésvík-Holtsetalandi árið 1987. Kristilegir demókratar höfðu verið þar við vöid og gegndi Uwe Barsc- hel embætti forsætisráðherra í sambandslandinu. Hann hafði miklar áhyggjur af hinum unga og efnilega frambjóðanda jafnað- armanna sem skoðanakannanir bentu til að væri sigurstranglegur. Til að snúa dæminu við lét Barschel hefja mikla ófrægingar- herferð á hendur Engholm þar sem því var m.a. haldið fram að hann hefði stundað skattsvik, væri hommi, væri með alnæmi og hefði þar að auki áreitt ungabörn kynferðis- lega. Flokkarnir voru nánast hnífjafnir í kosningunum en á kosningadeginum birtist frétt í tímaritinu Spiegel þar sem flett var ofan af hinum skipuiagða rógburði gegn Engholm. Þegar kosið var á ný í Slésvík-Holtsetalandi hálfu ári síðar unnu Engholm og flokkur hans yfírburðasigur, fengu tæp- lega 55% atkvæða. Það sem málið snýst um er hve- nær Engholm frétti af áformum Barschels. Sjálfur bar hann því vitni, þegar rannsóknarnefnd á vegum þingsins kannaði málið árið 1987, að hann hefði ekkert vitað fyrr en Spiegel birti frétt sína á kosningadeginum. Smám saman hefur hins vegar verið að koma í ljós að mjög líklega hafði hann vitn- eskju um málið mun fyrr. Upplýst hefur verið að nánir aðstoðarmenn Engholms áttu fundi með Reiner Pfeiffer, þeim aðstoðarmanni Barschels, sem skipulagði rógsher- ferðina og sá um framkvæmd hennar. Svo virðist einnig sem Pfeiffer hafi fengið peningagreiðsl- ur frá jafnaðarmönnum. Uppljóstranir Spiegel Barschel-málið fór smám saman að há Engholm verulega. Æ fleiri spurðu þeirrar spurningar hvort hugsanlega væru ekki öll kurl kom- inn til grafar í málinu. Jafnvel inn- an Jafnaðarmannaflokksins voru margir famir að gruna að hinar síendurteknu vangaveltur um þátt Engholms væru ekki bara settar fram til að koma pólitísku höggi á SPD heldur kynnu að vera réttmæt- ar. Efasemda fór að gæta um Eng- holm og hann einangraðist æ meir innan flokks. Voru margir þeirrar skoðunar að jafnvel þó að hann hefði sagt satt og hefði ekkert vit- að um samskipti aðstoðarmanna sinna og Pfeiffers þá væri leiðtogi sem væri not- aður sem leik- soppur á þann hátt kannski ekki svo mikið leiðtogaefni þegar upp væri staðið. I síðustu viku greindi svo loks Der Spiegel frá því áð Engholm hefði á undanförnum vikum rætt þetta mál við nána vini sína og viðurkennt að honum hefði verið kunnugt um hvað væri í gangi fyr- ir kosningarnar. Nokkrum dögum síðar viður- kenndi Engholm opinberlega að honum hefðu orðið á „mistök“. Sagðist hann hafa ákveðið að segja sig úr öllum embættum til að skaða ekki flokk sinn. Það breytir hins vegar ekki því að flokkurinn er nú í mjög erfíðri stöðu. Engholm virtist á sínum tíma vera hálftregur við að taka að sér formennskuna og var að mörgu leyti eins konar neyðarlausn í kjöl- far hins mikla ósigurs SPD og kanslaraefnis þeirra, Oskars La- fontaines, í kosningunum árið 1990. Lafontaine hafði hamast gegn sameiningu Þýskalands og fann henni allt til foráttu. Engholm var aftur á móti jákvæður í garð sameiningarinnar og þótti þar að auki glæsilegur og menningalega sinnaður frambjóðandi sem myndi ■ ekki síst höfða til yngri kjósenda og kvenna. Bundu margir þær vonir við Engholm að með honum myndi flokkurinn ganga í endumýjun líf- daga eftir langa eyðimerkurgöngu í kanslaratíð Helmuts Kohls og til- vistarkreppu í kjölfar kynslóða- skipta og breyttra aðstæðna í stjómmálum. Engholm reyndist hins vegar ekki vera sá sterki leið- togi sem leitað var að, alveg óháð Barschel-málinu. Stjómarandstaða jafnaðarmanna undir hans forystu þótti fremur máttlaus og tilraunir hans til að fá flokkinn til að hverfa frá ýmsum gömlum kreddum, s.s. í innflytjendamálum og þátttöku í friðargæsluverkefnum á vegum SÞ, voru fremur misheppnaðar. Enn stendur flokkurinn uppi stefnulaus eða með úrelta stefnu í flestum mikilvægum málum. Lendir SPD í kreppu á ný? Nú er flokkurinn kominn á byij- unarpunkt á ný hvað varðar for- ystuskipan. Helst er litið til þeirra Rudolfs Seharpings, hins unga for- sætisráðherra Rheinland-Pfalz, eða Gerhards Schröders, forsætisráð- herra Neðra-Saxlands, sem næstu kanslaraefna. Báðir eru þeir mjög frambærilegir og gáfaðir stjórn- málamenn, sem hafa sannað sig í kosningum í heimahéruðum sínum. Það er líka jafnaðarmönnum í hag að þetta mál kemur upp nú, tæpum tveimur árum fyrir næstu kosning- ar. Það er því hugsanlegt að SPD muni takast að byggja upp trúverð- ugleika á ný fyrir þann tíma. Margir hafa hins vegar efasemd- ir um að það muni takast. Sagði til dæmis dagblaðið Frankfurter Aligemeine Zeitung í forystugrein í vikunni að þó að allsheijar end- umýjun myndi eiga sér stað i for- ystusveit flokksins ætti það ekki að draga athyglina frá því sem hefði gerst. „Endurnýjaranum“ hefði mistekist og það sama mætti segja um endurnýjun flokksins. Ekkert benti þar að auki til þess að vilji einstakra manna innan flokksins til að komast til æðri metorða myndi einn og sér veita flokknum það sjálfsöryggi á ný sem hann virtist hafa glatað fyrir fullt og allt. BAKSVIÐ eftir Steingrím Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.