Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ 8ÞROTTIR SUNNÚDAGUR 9. MAÍ 1993
4---------------------------------------—-----—------------------------
Sigurfljóð
Ljóðabók öldunga
Blaköldungar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að setja, yrkja,
eða setja saman ljóð, á ferðum og árshátíðum öldungamótanna.
Árni Ingi Garðarsson tók í vor saman nokkuð af þessum íjölbreyti-
lega kveðskap og setti á prent í ljóðabók sem nefnist Sigurfljóð og
segir í formála að hér sé aðeins lítill hluti þess sem blaköldungar
hafa sett saman. Bókin er 32 síður í A5-broti. Við látum fljóta með
eitt erindi úr Blaköldungavísum sem B.I. setti saman árið 1982.
Aldrei pústrar, aldrei spörk,
aldrei blóðug sárin,
aldrei sjást nein ellimörk,
utan gráu hárin.
utan gráu hárin.
Alltaf jafn
skemmtilegt
- segir Arngrímur Ijúflingur hjá Óðni
sem hefur verið með frá upphafi
LJÚFLINGARNIR í Óðni frá Ak-
ureyri voru með elsta liðið á
Öldungamótinu í blaki. Ein að-
aldriffjöðrin hjá Ijúflingaliðinu
er Ijúflingurinn Arngrímur
Kristjánsson, en hann hefur
tekið þátt í öllum Öldungamót-
unum, alltfrá árinu 1976.
að er orðið svo langt síðan ég
kynntist blakinu, drengur, að
elstu menn muna það varla,“ sagði
Arngrímur þegar hann rifjar upp
fyrstu árin í íþróttinni.
Ljúflingalið Óðins hefur haldið
hópinn meira og minna síðustu tvo
áratugi og sá elsti í hópnum, Stefán
Árnason, er 73 ára gamall en lætur
það ekki koma í veg fyrir að mæta
á enn eitt Öldungamótið. Ljúfling-
arnir hittast ekki bara fyrir Öld-
ungamót, nei, þeir gera gott betur
því liðið æfir allan veturinn og það
eru um 18 manns sem æfa reglu-
lega. Af þeim eru fimm blakarar
sem hafa verið með frá upphafi.
„Við erum allir frá Akureyri og
ég kynntist blakinu fyrst á grasflöt
við Menntaskólann á Akureyri hjá
Hermanni heitnum Stefánssyni.
Það er orðið ansi langt síðan skal
ég segja þér,“ segir Arngrímur.
En hann hefur ekki alltaf verið
í blakinu. „Nei, blessaður vertu. Ég
var ekki nema sex ára þegar ég
byrjaði í íþróttum og síðan þá hef
ég verið í alls konar sporti, þó mest
í knattspyrnu. Ég hef meira að
segja orðið svo frægur að leika með
Albert Guðmundssyni. Við vorum
báðir valdir í pressuliðið gegn lands-
liðinu skömmu eftir að Albert kom
heim. Það var virkilega gaman.
Á seinni árum hefur blakið orðið
ofan á hjá mér, nema hvað ég
skokka reglulega og svo er það hjól-
ið mitt. Það nota ég mikið. Ég hjól-
aði til dæmis til Reykjavíkur fýrir
tveimur árum, á afmæli Þórs, en
ég er Þórsari í húð og hár. Þetta
var mjög skemmtileg ferð sem tók
ekki nema þijá daga. Þegar maður
hjólar á milli Akureyrar og Reykja-
víkur sér maður landið í allt öðru
ljósi en þegar skotist er á bíl.“
Hvað með blakið, er mikil breyt-
ing orðin á Öldungamótum frá því
þú byijaðir að fylgjast með?
„Já, gífurlega mikil. Bæði er að
liðunum er alltaf að fjölga og liðin
leika miklu betri bolta en áður.
Breiddin er orðin svo miklu meiri
en var og nú eru farnir að koma
inn strákar sem hafa lært blak þeg-
ar þeir voru ungir og hafa tæknina
í lagi. Við gamlingjarnir lærum af
þeim og ég held að við séum í mik-
illi framför líka. Það eru mörg góð
lið með á þessu móti og ég er ekki
frá því að sum þeirra gætu spjarað
sig ágætlega í fyrstu deildar keppn-
inni í íslandsmótinu.
Öldungamótin eru þó eins að því
leyti að það er alltaf jafn gaman
að hitta félagana, því staðreyndin
er sú að á þessum mótum eru flest-
ir góðir félagar. Það eru uppi radd-
ir um að það þurfi að skipta mótinu
vegna þess hversu fjölmennt það
er orðið og ef af því yrði þá væri
það slæmt fyrir hinn einstaka anda
sem er á þessum mótum.
Svona mót eiga fyllilega rétt á
sér því hér eru um 700 manns að
keppa og margir komnir af léttasta
skeiði. Hugsaðu þér alla líkamlegu
og andlegu ánægjuna sem allur
þessi fjöldi fær af því að undirbúa
sig fyrir mótið, svo ekki sé nú talað
um mótið sjálft.
Það sem skiptir okkur mestu
máli er ánægjan að því að fá að
vera með, þó svo aldurinn sé að
færast yfir,“ sagði ljúflingurinn
Arngrímur Kristjánsson.
Morgunblaðið/SUS
Málin rædd í leikhléi
Ljúflingarnir í Óðni frá Akureyri ræða málin í leikhléi. Arngrímur er lengst
til hægri og greinilegt er að eitthvað skondið hefur gerst ef marka má svipinn
á honum. Það er reyndar alltaf stutt í brosið á Öldungamótunum í blaki.
- beint leigufliu
Kynnstu nýrri fieimsálfu í sumar
Frá kr.
50.000
Flug og gisting í 2 vikur í Cancun á 4 stjörnu hóteli
miv. hjón með 2 börn, verð pr. mann, 8. júlf.
69.900
Frákr. _ _ __
pr. mann.
Verð m.v. 2 fullorðna í studio, 10. júní
24. maí - 18 dagar
6 sœti laus vegna forfalla
Verð frá kr. 79.800 verð pr. mann, 2 í herbergi
Flugvallarskattan
Flugvallarskattar og forfallagjald eru
kr. 3.770,- f. fullorðinn og kr. 2.515 f. barn.
Brottför:
24.maí
10. júnf
24. júnf
8. júlf
22. júlí
5. ágúst
19. ágúst
1TURAUIA
afr europa
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600
Þú vinnur á Wheeler
Wheeler fjallahjól - sigurmerki Olympíuleikanna
Wheeler fjallahjól - nú á íslandi
Teg.: Wheeler 1000.
Gírabúnaður: Shímano ClO. .
Stell: Cr-mo stál. Álgjarðlr
Tég.: Wheeler 1000.
Gírabunaöur: Shimano CIO.
Stell: Cr-mo stál. Álgjaröir.
/Teg.: WHi
Gírabúnaður: Shl
Steíl:' Cr-mo stf
Elnnig 1
Álgjarðir.
kvenhjól.
Teg.: Wheeler 4400.
Gfrabúnaður:
Shimano AIO.
Stell: Cr-mo stál.
Álgjarðlr.
Þekking - reynsla - þjónusta
BKD
Beriö saman verö oggædl.
Vlsa og Euro raögrelðslur.
Suðurlandsbraut 8, síml 814670
og MJódd, síml 670100.