Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 BLAK / 18. OLDUNGAMOTIÐ Leikgleði og ánægja en þó hæfilega mikið keppnisskap BLAKARAR af öllu landinu hitt- ust í Reykjavík um síðustu heigi til að keppa á 18. öldungamót- inu sem haldið er í blaki. Met- þátttaka var að þessu sinni, 68 lið mættu til leiks og kepp- endur voru rétt tæplega 700. mót. annan Þama Skúli Unnar Sveinsson skrifar Oldungamót í blaki hefur dálítið annan blæ en flest önnur mætast blakarar frá öllu landinu, blakar- ar sem flestir eru komnir af léttasta skeiði, en öllum sem náð hafa 30 ára aldri er heimil þátttaka. Það er ýmislegt fleira en blak sem menn þurfa að hugsa um á stórmóti sem þessu. Þær konur sem eru nýlega orðnar mæður þurfa að gefa börn- um sínum brjóst og pabbar, afar, ömmur, langafar og langömmur skiptast á um að sjá um börnin á meðan einhver annar úr fjölskyld- unni er að keppa. Það er mikil samheldni og vin- átta sem ríkir á svona móti. Allir eru kunningjar og margir góðir fé- lagar og vinir eftir öldungamótin í gegnum tíðina. Mótið stendur í þijá daga og er leikið frá morgni fram á kvöld alla cjagana og dugar það varla til. Síðsta daginn halda blak- öldungar síðan árshátíð sína og er þá mikið dansað. Keppt er í mörgum aldursflokk- um karla og kvenna auk þess sem keppt var í byrjendaflokki kvenna 'að þessu sinni. Kvennaliðin voru Morgunblaðið/Sverrir Öðlingar kvenna eigast við. Bresastúlkur frá Akranesi sækja að Völsungum. 38 og 30 karlalið mættu til leiks. Nokkuð er um að hópar myndi lið þó svo það sé ekki félag í eigin- legri merkingu þess orðs. Vinnu- hópar eru með lið, félagar sem eru í „hjónablaki" mynduðu eitt lið og eitt lið var skipað pabba, mömmu og fimm börnum þeirra. Fólk úr öllum stéttum þjóðfélags- ins tekur þátt. Húsmæður, bændur, sjómenn, skrifstofufólk, kennarar, nemendur, stjórnmálamenn, læknar og þannig mætti lengi telja. Allir eru jafnir og allflestir taka fyrst og fremst þátt til að hafa gaman af og vera með þó alltaf finnist menn sem taka keppnina sem slíka mjög alvarlega. Allt frá árinu 1979 hefur ákveðið félag séð um framkvæmd hveiju sinni og að þessu sinni var það Þróttur í Reykjavík. Kjörinn er öld- ungur mótsins og sér hann um að halda utan um alla þætti sem við- kemur mótinu. Jónas Traustason var öldungur þessa móts en hann var einnig öldungur síðast þegar mótið var haldið í Reykjavík, árið Morgunblaðið/Sverrir Afturúr leik Helga Unnarsdóttir varð að sætta sig við að fylgjast með af áhorfendapöllun- um, annað mótið í röð. I fyrra var hún ófrísk en sneri sig á ökkla á síðustu æfíngu fyrir mótið í ár. Jón Bjarki, tíu mánaða gamalla sonur henriar, hefur miklu meiri áhuga á ljósmyndaranum en blakinu. 1987. í ávarpi öldungsins í leikskrá segir meðal annars: „Auðvitað verð- ur barist fyrir hveijum bolta, hneykslast á vitlausum dómum og rangri stigatalningu. Hvort við vinnum eða töpum skiptir engu, en vonandi komast allir heilir heim og fara að æfa fyrir næsta mót.“ Þann- ig er andinn á öldungamótunum. Mótið fór í alla staði mjög vel fram en leikið var á sex blakvöllum í íþróttahúsi Seljaskóla og íþrótta- húsinu Austurbergi. Eini skugginn sem bar á mótið voru tíð meiðsli þátttakenda en talið er að tæplega tveir tugir hafi snúið sig á fæti á mótinu og nokkrir meiddust á síð- ustu æfíngum fyrir mót. Einhver orðaði það svo að þetta væri nokk- uð eðlilegt því hugurinn hjá „öld- ungunum" væri jafn fijór og áður en líkaminn færi aðeins hægar og þegar þetta tvennt fer ekki saman er ekki von á góðu. Bömin fyrst, svo liðið - segir Björg Dagbjartsdóttir, móðirinn í fjölskylduliðinu FÓLK hefur oft sagst ætla að eignast mörg börn, jafnvel heilt knattspyrnulið. Þetta er þó oftast sagt í gríni og það eru ekki margir sem hafa látið verða að því. Hjónin Björg Dagbjartsdóttir og Halldór Gunnarsson hafa þó látið drauminn ræt- ast þó svo þau eigi ekki í knattspyrnulið. Þau eiga fimm börn og mynduðu ásamt þeim eitt blaklið á öldungamótinu og keppti liðið sem gestur því börnin hafa ekki öll náð réttum aldri. Bömin fímm em Dagbjartur Gunnar, sem er þrítugur, Óskar Hjalti, 27 ára, Halla Krist- jana, 25 ára, Hjörtur Bjarki 17 ára, og yngstur ér Davíð Búi, en hann er 15 ára. Halla er í ís- lenska landsliðinu í blaki og hún og Hjalti voru einu sinni bæði í unglingalandsliðunum á sama tíma þannig að sumir úr fjölskyldunni hafa náð langt í íþróttinni. Liðið stóð sig enda með mik- illi prýði á mótinu, en fékk ekki að leika til úr- slita vegna þess að um gestalið var að ræða. Blakfjölskyldan kemur úr Þingeyjarsýslu, frá Lundi í Óxarfirði. En hvemig kemur það til að heil fjölskylda skuli leika blak. „Stærð salarins við Lundarskóla hefur sjálfsagt haft eitthvað með það að gera því hann er aðeins 5,5 x 12 metrar og því ekki margar íþróttagreinar sem hægt er að stunda þar með góðum árangri," segir Björg. Þau hjónin fluttu að Lundi árið 1969 þegar Halldór gerðist skólastjóri þar og Björg kennari. „Blakið varð fljótlega aðalíþróttin og krakkamir fbyijuðu um leið og þau fóm að stíga í fæturna og ég hef alltaf æft með þeim þannig að ég þekki þau vel sem blakara, enda byijuðu þau öll í blaki hjá mér í Lundarskóla," segir Halldór. Fjölskyldan hefur þó komið víðar við en í blak- inu því krakkamir hafa öll verið mikið í fijálsum og einnig í knattspyrnu og keppt fyrir UNÞ. Mikil gróska er í blaki í skólanum og í vetur urðu piltarnir í 3. flokki í öðm sæti á íslandsmót- •inu og Davið Búi var kjörinn besti leikmaður . Morgunblaðið/SUS Blakandi fjölskylda Blakfjölskyldan úr Þingeyjarsýslunni. Hjalti, Dagbjartur, Halldór og Björg standa en Hjörtur, Davíð Búi og Halla kijúpa. landsins í sínum flokki. Fyrir þeim sem horfðu á liðið leika virtist sem Halla væri allt í öllu hjá liðinu. „Nei, hún er ekki fyrirliðið. Við ræddum það talsvert hvort það ætti að vera sá elsti, eða sá yngsti og það varð ofan á að ég var titlaður fyrirliði," segir Halldór, en hann varð fimmtugur í fyrra. „Halla er hins vegar nokkurs konar liðsstjóri og hún stjórnar leik liðsins,“ bætti Björg við. Það var í nógu að snúast hjá fjölskyldunni því hjónin léku einnig með Snerti í öldungadeildinni og Dagbjartur með Óðni í 1. deildinni. Andinn á blakmótum öldunga er alltaf góður, en hvemig er það í fjölskylduliðinu? „Andinn er góður hjá okkur en samt fannst þeim yngstu í fyrstu lítið til koma að vera að keppa á öldunga- móti. Þeim fannst þeir ekki fá nóg að gera fram- an af en það lagaðist og þeir höfðu mjög gaman af þessu móti,“ segir fjölskyldufaðirinn. Hvernig stóð á því að fjölskyldan ákvað að stofna blaklið til að taka þátt í öldungamóti? „Það var verið að ræða þetta á árshátíð öld- unga í fyrra á Siglufirði og síðan æxlaðist þetta þannig að við ákváðum að leika með fjölskyldul- ið,“ segir Halldór. „Það er rétt að það komi fram að börnin komu fyrst, síðan var ákveðið að stofna blaklið. Þetta var ekki skipulagt fyrirfram,“ bætir Björg við. Búar, eins og liðið heitir, tók þátt í móti á Húsavík á föstudaginn Ianga og var það eini sameiginlegi undirbúningurinn fyrir öldungamót- ið, enda búa liðsmenn þess á fjóram stöðum á landinu, Reykjavík, Akureyri, Vestmannaeyjum og Öxarfirði. Búar er nýstárlegt nafn á íþróttaliði og búning- amir em einnig dálítið öðmvísi. Hver hannaði þá? „Við vorum lengi að hugsa um nafn á liðið og lengi vel var Fjölskyldan iíklegasta nafnið, en Búar varð ofan á. Bæði vegna þess að það merkir bóndi, og við erum bændur, og einnig vegna þess að yngsti strákurinn okkar heitir Davíð Búi og síðara nafnið er því sett í fleir- tölu,“ segir Björg. Halla var hins vegar með skýringu á búningunum. „Við settumst niður á skírdag og ræddum hvernig búningarnir ættu að vera og það varð furðulega gott samkomulag um þáð. Númerin höfðum við í heilum tugum eftir aldri, sá yngsti er númer 10 en sá elsti númer 70. Við vomm að hugsa um að hafa bara aldurinn en þá hefðum við þurft að skipta um búninga á hveiju ári.“ Hvernig var síðan að taka þátt í 18. öldunga- mótinu í blaki? „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt mót og vel skipulagt. Það var gaman að fá að vera með, en það er ekki víst að við fáum að vera með lið næsta ár þó svo það verði haldið á heima- slóðum, því mótið er orðið svo fjölmennt að það rúmar ekki svona gestalið. Við bíðum þá bara í fímmtán ár, þá höfum við löglegt lið á öldunga- móti,“ sagði Halldór. Þessi lið stóðu sig best Hér á cftir fer listi yfir fjögur efstu líð í hveijum flokki, en ails tóku 68 lið þátt í mótinu, cða rétt um 700 blakarar: Byrjendaflokkur kvenna: Preyjur 1 Freyjur 2 Fyikir A Snörtur Ljúflingar kvcnna: Eik HK Víkingur Bresi Ljúflingar karla: HK Skautar Óðinn Þróttur Öðlingar kvenna: HK Víkingur Eik Óðinn Öðiingar karla: Skautar Óðinn Bresi Hyman 2. deild kvenna: Bresi Vöisungur Þróttur Rimar 2. deild karla: Sindri Þróttur HK Þróttur 1. deild kvenna: Völsungur Eik HK Þróttur 1. deild karla: Þróttur óðinn FVam Skautar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.