Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 ejtir Elínu Pálmadóttur AÐ SITJA KYRR Á SAMA STAÐ Lífsumhverfi mannsins breyt- ist svo ört að maður hefur ekki við að endurhæfast. Ef ekki jafnóðum verður átakið að lokum á borð við það að fara út í frum- skóginn og kenna górillum að nota hníf og gaffal. Veirur, kon- ferensur og komplexar, það eru plágur nútímans, varð mæddum orðheppnum jarðfræðingi að orði. Síðan hefur allnokkurt vatn runn- ið til sjávar. Veirurnar eru enn þægilegir söku- dólgar, komplex- amir blíva, en kon- ferensurnar em á útleið. Að falla fyrir nýrri, fljótvirkari og ódýrari tækni. Hraðfleygu símbré- fasamskiptin hafa gert atlögu að svo tafsömu og dým appírati sem fund- um og ráðstefnum. Og nú em það ekki síst fjarþingin sem eru að höggva þar í stór skörð. Nýlega sat ég á slíku fjarþingi í Reykjavík, í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna, og varð betur ljóst en áður hvílíkt þing þau era og að þau hljóta að verða ofan á. Þama sátum við kyrr á sama stað, en vomm samt að ferðast. Viðfangefnið var stjórnun um- hverfismála á héimavelli og al- þjóðlegum vettvangi, sem er brýn umræða milli þjóða eftir Ríó-ráð- stefnuna með alþjóðasamningum, sem við höfum sem aðrar þjóðir skrifað undir og nú þarf að fram- kvæma. Hitt var um menntun á sviði umhverfismála, sem brennur ekki síður á þjóðum og heiminum öllum. Og þama sátu nú í Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna við Laugaveginn valdir fulltrúar frá Náttúmverndarráði, Umhverfis- ráðuneyti, Hollustuvemd og Skipulagi ríkisins til að hafa orð fyrir baklandinu, fólki úr öðrum greinum er lagði sitt til á miðum til þeirra. í Zagreb sátu fulltúar Króatíu á þessu málþingi, í Berlín fulltúar Þjóðverja og í Washing- ton sátu alþjóðlegir sérfræðingar á þessum vettvangi með upplýs- ingar og svör á reiðum höndum. Um leið og einhver hafði orðið var hann kominn til okkar um gervihnött fyrir milligöngu Worldnet-sjónvarpsstöðvarinnar. Gengu vel undirbúnar fyrirspum- ir og orðaskipti öll greiðlega og skipulega fyrir sig, þar sem hver sat á sínum heimastað. Einkum þótti mér fengur að því að heyra nákvæm svör Hilary F. Freneh frá hinni virtu fijálsu rannsókna- stofnun um auðlindir og um- hverfi jarðar Worldwatch Instit- ute og Joan Martin Brown, sem í 11 ár hefur verið fulltrúi Banda- ríkjanna hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og á að baki aldarfjórðungs starfsferil við op- inbera stefnumörkun og verkefni á sviði umhverfismála. Um menntamálin sátu viðmælendur okkar í Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn auk sérfræðinga í Washington. Slík orðaskipti, „Dialogues", um ýmislegt efni er fastur liður í sendingum um þenn- an gervihnött. Ekki er þessi nýi samskipta- máti síst fengur fyrir þjóð sem býr svona afsíðis á hnettinum og þarf meira fé og tíma en aðrir til að hitta fólk. Þetta er ámóta þróun eins og þegar viðskipta- ferðir til útlanda með Gullfossi viku eðlilega fyrir hraðfleygum flugferðum. Þetta krefst þess að menn séu undirbúnir með það sem þeim liggur á hjarta og vilja svör við. Þótt um alþjóðleg umhverfismál væri að ræða, þá mátti heyra hvað brennur mest á hverri þjóð. Króatarnir auðvitað með hugann við þá miklu eyðileggingu sem í stríðinu er að verða á lífríki og menningarverðmætum í Júgó- slavíu, Berlínarbúarnir við við- brögð við menguninni miklu sem bættist þeim með opnun austan- tjaldslanda og okkur íslendingum lá mengun hafsins á hjarta. Bandarísku konumar höfðu greinilega víðfeðma alþjóðlega þekkingu og veittu óundirbúið vel grunduð svör í stuttu máli, sem ekki er rúm til að rekja hér, þótt ég fengi samræðurnar til frekari glöggvunar á eftir á myndbönd- um. Hilary F. French frá World- watch Institute var spurð hvort hún sæi merki um viðhorfsbreyt- ingu Bandaríkjamanna til alþjóð- legra umhverfismála, en þeir þóttu tregir til undirritunar á skuldbindingum í Ríó. Hún kvað engan vafa á að með nýja vara- forsetanum, A1 Gore, megi marka breytingu. Nú sé á stjómsýslu- sviðinu tækifæri fyrir þá sem vilji koma slíkum málum í fram- kvæmd og byijað að taka á því. Þessi hugarfarsbreyting gladdi auðvitað manns hjarta. En svo fór í verra. Kom ekki í ljós þegar fyrst á reyndi að Bandaríkjamenn virðast ekki ætla að hafa að leið- arljósi í náttúruvemdar- og um- hverfismálum „haldbæra þróun“, þ.e. að nýta auðlindir jarðar, en þá aðeins í samræmi við vísinda- legar rannsóknir og ömggar nið- urstöður um hvað sé óhætt. Þetta kemur fram í tilkynningu til ís- lendinga um að þótt sumir hrefnustofnar séu samkvæmt vís- indarannsóknum líklega nægi- lega sterkir til að hvalveiðiráðið geti leyft takmarkaðar veiðar, þá muni þeir að engu hafa erkibis- kups boðskap. Þeirra stefna muni ekki byggjast á vísindarannsókn- um heldur á vinsælum skoðunum bandarískra kjósenda. Með allri virðingu fyrir almennum skoðun- um, þá er sú dómgreind lítt traustvekjandi til mats á lífríki jarðar og hvaða dýr megi eta og útrýma öðmm. Þetta varð tölu- vert áfall eftir bjartsýnina um breytt hugarfar og fomstu þess- arar stóm þjóðar. íslenskir nátt- úmvemdarmenn og stjórnvöld hafa alltaf gert ráð fyrir nýtingu, svo fremi sem vísindarannsóknir hafi farið fram og óyggjandi sýnt að sé óhætt. En aðeins þá! OPNUM AFTUR Á MÁNUDAG Mil c Opic KO cið úrval af ítölskum gæðafatnaði á illa fjölskylduna á ótrúlegu verði. 3 frá kl. 10.30-18.00 mánud.-föstud. MIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP O L tt 1MARKAÐURINN I benellon SKIPHOLTI 50c Minnum einnig á mikla verðlækkun á sumarfatnaði í verslun okkar í KRINGLUNNI. Sumarbúðirnar eru 7 km suðaustur af Hafnarfirði við upptök Kaldár. Hraunið íkring býður upp á hellaferðir og spennandi leiki en auk þess er farið í skoðunarferðir í Valból og skógræktarsvæði. Fjallgöngur og íþróttir eru eðlilegur hluti dvalarinnar í Kaldárseli og einnig eru börnin frædd um Biblíuna og kenndar bænir. DVALARFLOKKAR 1993 DRENGIR: 1. 1. júní - 8. júní 2. 8. júní - 15. júní 3. 15. júní - 24. júní 4. 30. júní - 7. júlí 5. 7. júlí - 14. júlí 6. 14. júlí - 21. júlí STÚLKUR: 7. 21. júlí - 29. júlí 8. 4. ágúst -11. ágúst 9. 11. ágúst - 18. ágúst 10. 18. ágúst 25. ágúst Allir flokkarnir eru fyrir börn 7-12 ára (fædd 1981-86). K Verð fyrireina viku erkr. 13.200,- Innritun fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK v/Holtaveg í Reykjavík. Sími 91-678899 kl. 8.00-16.00 á virkum dögum. Einnig erskráð á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17.00-19.00 að Hverfisgötu 15 íHafnarfirði. Síminn þar er 91-53362. Eftirtalin fyrirtæki fá bestu þakkir fyrir veittan stuðning: ■ HAFNARDARDAR APOTEK Tryggingafólag bindindismanna Llgmli % ■ «08 HarMvih • Stwl 67 9700 Bæjarbakarí, Bæjarhrauni 2 opið alla daga, s. 50480 STRA,\rx;OTil 34 - SIMAR. 50090 (X.' SMOO l'OSTUOir 7N JT.U:i A\50712 Allt til hreinlætis... TANDUR sf. Dugguvogi 1, Rvík Sími 688855 Reykjavíkurvegi 56, sími 51538 1 Skóhöllin, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, s. 54420 Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarfirði, s. 53020 LEBINERGREB Dl7,MBFlMI>tiriS1in J-sjos og ‘RjiftœkSP SIHANUGOrU 39, 220 HAH4AWHKOI. SÍMI &2S66 DEKKIÐ Reykjavíkurvegi 56 Sími51538 U f lý VJsl'd HÚSIÐ Fjaiðargötu 11, Hatnarliröi, slmi 653940 OpiO mánudag - löstudag 9.00 -18.00 laugardag 10.00-16.00 Samúel V. Jónsson, pípulagningameistari, Skútahrauni 17a, s. 54810, bílas. 985-23512 □□□□□Cl STEINAR WAAGE Tryggvi Ólafsson, úrsmiður, Strandgötu 17, s. 53530 HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVfKURVCGI 66, HArNARriRDI. SlMI 654 100 SKÓVERSLUN wmaa Ekki bara tómatsósa -beldu rfjölskylda of tómatvörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.