Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. MAI 1993 29 Jónas Jónsson Pét- ursson — Minning Fæddur 20. maí 1905 Dáinn 2. apríl 1993 Mig setti hljóðan er mér var til- kynnt í síma um lát Jónasar vinar míns og samferðamanns á lífsbraut- inni. En nú var hann horfinn sjónum mínum til sólarlanda. Jónas fæddist í Brekkubæ í Ól- afsvík 20. maí 1905. Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir og Pétur Finnsson. Árið 1914 fluttist hann með móður sinni og manni hennar, Guðlaugi Halldórssyni að Arnar- stapa í Breiðuvíkurhreppi ásamt þremur hálfsystkinum sínum, Krist- birni sem nú er dáinn, Sölva Lárusi og Jenný. Þar ólst Jónas upp með hálfsystkinum sínum. Fljótlega eftir fermingu fór hann heiman að til sjóróðra á árabátum frá Hellissandi. Síðar stundaði hann sjó frá Suðurnesjum og Vestmanna- eyjum, en hugur hans leitaði heim í sveitina sína, og að Arnarstapa kom hann aftur. Hann byijaði bú- skap með eftirlifandi eiginkonu sinni, Lydíu Ástu Marsibil Kristó- fersdóttur frá Skjaldartröð á Helln- um, árið 1933. Lydía var uppeldis- systir mín. Þau hjónin, Jónas og Lydía, byij- uðu búskap á Hellnum, en árið 1934 keyptu þau jörðina Sjónarhól á Arnarstapa. Árið 1937 flytjast þau svo að Eiríksbúð á Arnarstapa og búa þar á meðan þau voru að byggja íbúðarhús á Sjónarhóli, og svo þurftu þau að byggja gripahús og heyhlöðu. Þau hjónin eignuðust þijú börn sem öll eru á lífi: Anna, gift Rafni Þórðarsyni og eiga þau þrjú börn; Kristófer, giftur Auði Böðvarsdóttur og eiga þau fjögur börn; Arndís, hún giftist Sigurði Bjarnasyni; þau eignuðust fjögur börn, en slitu samvistum; núverandi sambýlismaður Arndísar er Kristján Þorleifsson. Börn Jónasar og Lydíu eru öll mestu myndar- og dugnaðarbörn. Afkomendur þeirra hjóna eru nú orðnir 35. Jónas og Lydía voru búandi á Sjónarhóli þar til þau flutt- ust til Olafsvíkur að Hjarðartúni 2 árið 1963 og hafa þau búið þar síð- an. Jónas var með hesta, kýr og kind- ur allan sinn búskap á Sjónarhóli. Hann stundaði sitt bú með afbrigð- um vel, hann var dýravinur og kappkostaði að hafa nóg fóður og láta þeim líða vel. Hann hirti skepn- urnar með alúð og gleði. Mér var þetta vel kunnugt þegar ég var forðagæslumaður í hreppnum. Það var gaman að skoða skepnur og hey hjá Jónasi, því að allt var svo vel um gengið og búpeningur hans mjög fallegur. Hann hafði yndi af hestum, átti góða reiðhesta og fór oft á bak. Auk búskapar stundaði Jónas ýmsa vinnu sem til féll, hann réri til fiskjar á vorin og sumrin á eigin bát, og var heppinn að fiska. Þá stundaði hann vikurvinnu hjá vikur- félaginu, upp- og útskipunarvinnu við skipakomur og ýmsa aðra vinnu. Jónas var hraustmenni, bráðdug- legur og laginn við alla vinnu, alveg sama að hveiju hann gekk, enda eftirsóttur. í Ólafsvík stundaði hann aðallega vinnu við fiskvinnslu, Þriðja starfsár Is- landsdeildar Heims- kórsins að hefjast ÍSLANDSDEILD Heimskórsins er að hefja sitt þriðja starfsár. Kórfé- lagar Islandsdeildarinnar hafa tekið þátt í fjórum tónleikum á vegum kórsins og flutt ásamt þúsundum annarra kórfélaga Heimskórsins Sálumessu Guiseppis Verdis. Heimsþekkt listafólk var fengið til liðs við kórinn og þar á meðal stórsöngvarinn Luciano Pavarotti. Kynn- ingarfundur á vegum kórsins verður haldinn sunnudaginn 9. mai nk. kl. 20.30 í Brautarholti 30, 3. hæð. Söngelskt fólk er hvatt til að kynna sér starfsemi kórsins nánar, því hægt er m.a. að sameina tvö áhugamál með inngöngu í kórinn, sönginn og ferðaþrána. Þessa daga er verið að kynna nýtt verkefni á vegum kórsins sem kallast Grand-Opera þar sem fluttir verða valdir kaflar úr vinsælum óperum. Má þar nefna m.a. Þræla- kórinn, Matadorakórinn og Haban- era. Heimskórnum hefur verið boð- ið að halda tónleika í Osló 11. febrú- ar 1994 í tengslum við Vetrar- ólympíuleikana í Lillehammer þar sem þessi Grand-Opera verður flutt. Það er einnig fyrirhugað að flytja þetta verk í öðrum löndum á næstu árum og kemur ísland þar sterklega til greina. Viðræður eru í gangi að fá kórinn til íslands sumarið 1996 og fá þá til liðs heimsþekkta ein- söngvara og hefur nafn Jose Carr- eras borið þar á góma. Að auki vinnur íslandsdeild Heimskórsins að því að vera með í flutningi á Sálmumessu Verdis í Hiroshima í Japan í ágústmánuði 1995. Þá eru 50 ár liðin frá því að kjarnorkusprengju var varpað niður þar. íslandsdeildin getur enn bætt við sig nýjum félögum, bæði karla- og kvenröddum. Æft verður að meðal- tali einn laugardag í mánuði þannig að kórfélagar eru hvattir til að halda áfram starfí sínu með öðrum kórum. Ekki er heldur gerð krafa um að kórfélagi fari í slíka tónleika- ferð á vegum kórsins. íslandsdeildin hefur fengið til liðs við sig kórstjór- ann Ferenc Utassy, sem er ung- verskur en hefur starfað hér á landi í ein 6 ár. Vilhelmína Ólafsdóttir, píanókennari, sér um undirleik eins og áður og er kórnum mikill fengur í að hafa fengið svo góða listamenn til samstarfs. lengst af hjá Hróa. Hann hélt þeirri vinnu fram undir áttrætt eða svo lengi sem þrek hans leyfði. Hraust- ur var hann fram á elliár. Nú er ég lít til baka yfir liðna tíð allt til æskuára og rifja upp samstarf og samleið okkar í lífinu þá er margs að minnast og margs að sakna. Minningarnar eru ljúfar sem ég á um Jónas. Við störfuðum mikið saman í lífinu, allt frá æsku og þar til að hann fluttist úr sveitinni. Við vorum saman í mörgum félögum, ungmennafélagi, málfundafélagi, búnaðarfélagi og fleiri félögum, og í öllum félagsskap var Jónas góður og áhugasamur liðsmaður. Hann kappkostaði að koma sem mestu góðu til leiðar og vinna sveit sinni gagn. I sóknarnefnd var ég með Jónasi í 28 ár og í þau 60 ár sem ég er búinn að vera samfleytt í sóknar- nefnd Hellnasóknar hefur enginn setið lengur með mér í sóknarnefnd en hann. Okkar samstarf var ánægjulegt og i alla staði gott. Hann var áhugasamur í safnaðar- starfinu, og á samstarf okkar bar aldrei skugga svo að ég muni. Jón- as kom í sóknarnefndina árið 1934, og unnum við því saman að undir- búningi og framkvæmdum við byggingu þeirrar kirkju sem nú stendur og var vígð 12. ágúst 1945. Jónas og Lydía voru mjög sam- hent í öllu, og sambúð þeirra mjög góð. Þau voru gestrisin og glöð heim að sækja, enda oft gestkvæmt á þeirra heimili. Hjá þeim fékk ég góðar móttökur hvenær sem mig bar að garði. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt samleið með Jónasi í lífi og starfi um langa tíð. Góðs vinar er sárt saknað, en það gleður að vita að nú hefur hann fengið hvíldina og hvílir nú með englum Guðs í föðurfaðmi. Eg bið góðan Guð að blessa og styrkja Lydíu og gefa henni hugg- un, kraft og heilsu. Börnum hennar og aðstandendum öllum bið ég blessunar Guðs. Ég sendi Lydíu uppeldissystur minni og öllum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Finnbogi Lárusson, Laugarbrekku. TONLEIKAR I BORGARLEIKHUSINU ÞÚ VEIST í HJARTA ÞÉR TÓNLEIKAR í BORGARLEIK- HÚSINU MÁNUD. 10. MAÍ, KL. 21. MHÐAVERÐ 1200 KRJ ■GEGN ■HER ■ í LANDI BMBBI HORÐUR K.K. MEGAS FORSALA AÐGÖNGUMIÐA í BORGARLEIKHÚSINU SAMTÖK HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Sigluvogur - parhús Gott 2ja íbúða parhús í lokaðri götu sem skiptist í 2ja- 3ja herb. íbúð 102 fm á efri hæð og 4ra herb. 120 fm íbúð á neðri hæð. í kjallara er bílskúr, sameiginlegt þvottahús og 60-70 fm geymslurými. Góð og gróin lóð. Selst í einu eða tvennu lagi. Verð 17,0 millj. rf= ÁSBYRGI e Su&urlandsbraut 54, 108 Reykjavik, sími: 682444, fax: 682446. INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SÖLUMENN: Örn Stefánsson og Þóröur Ingvarsson. Til leigu skrifstofuhúsnæði á Skúlagötu 63 Til leigu öll 3. hæðin (460 fmj og hluti 2. hæðar (sam- liggjandi 150 fm) í þessu glæsilega húsi nr. 63 við Skúla- götu, sem er örstutt frá Hlemmtorgi. Leigist í einu lagi eða í hlutum. Laust frá 1. október 1993. Upplýsingar hjá G J FOSSBERG vélaverzlun hf., sími618560. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA 'fl' SVÍRRIR KRISTJANSSON LOOOILTUR FASWONASALI SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072 MIÐLUN SÍMI 68 77 68 Mörkin 6 Við Mörkina er til sölu mjög fallegt og vel staðsett hús í smíðum. Kjallari ca 250 fm með stórum innkeyrsludyrum, 1. hæðin ca 350 fm, 2. hæðin ca 347 fm og rishæðin ca 122 fm. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan með frágenginni lóð og malbikuðum bílastæðum en fokhelt að innan. Húsið er sambyggt húsi Ferðafélags íslands og getur hentað m.a. félagasamtökum þar sem hægt verður að fá afnot af fundarsölum Ferðafélagsins. Hægt er að selja húsið í hlutum, það er kjallarann og 1. hæðina saman og 2. hæð og risið saman eða sitt í hvoru lagi. Auglýsingagildi hússins er mjög mikið. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. BYKO hf. auglýsir til sölu eftirtaldar fasteignir: Álfholt, Hafnarfirði Ný, fullbúin og stórglæsileg 4ra-5 herb. íbúð á 2. hæð í nýju 3ja hæða fjölbýli. Hagstæð langtímalán kr. 5,2 m. Vesturás, Reykjavík - raðhús 165 fm raðhús á einni hæð. Húsið afhendist fokhelt að innan og fullbúið að utan. Klukkuberg, Hafnarfirði Glæsileg 4ra-5 íbúð á tveimur hæðum í Setbergshlíð. Allt sér; inngangur, rafmagn og hiti. Frábært útsýni. Til afhendingar strax tilbúin undir tréverk. Einnig er mögulegt að fá íbúðina fullbúna og með bílskúr eða stæði í bílskýli. Sjávargrund, Garðabæ - glæsilegar eignir 4ra herbergja 104 fm og 7 herbergja 153 fm íbúðir í nýju, glæsilegu húsi á fallegri sjávarlóð. Allt sér. íbúðun- um fylgir rúmgóð bílgeymsla. 7 herb. íbúðin er til af- hendingar strax tilb. undir tréverk. 4ra herbergja til afhendingar fullbúnar í lok maí. Eyrarholt, Hafnarfirði - lúxusíbúðir 3ja-4ra herbergja 109 fm glæsilegar íbúðir á frábærum útsýnisstað í 11 hæða 20 íbúða fjölbýlishúsi. Suðursval- ir og sólstofa. Aðeins eru tvær íbúðir á hæð. íbúðirnar verða afhentar fullbúnar í júlí 1993. Einnig tvær 100 fm íbúðir á 2. hæð í fjölbýli til afhend- ingar tilbúnar undir tréverk. Krummahólar, Reykjavík Glæsileg 2ja herbergja íbúð 44 fm með bílskýli. íbúðin er öll nýstandsett, nýtt baðherb., nýtt eldhús, nýjarflís- ar á gólfum. Áhvílandi byggingasj. 1,3 millj. Allar upplýsingar veitir: Eiín S. Jónsdóttir, hdl., Nýbýlavegi 6, Kópavogi, sími 41000. \r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.